Þjóðviljinn - 06.11.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. nóvember 1976 SKAMMTUR ar i landinu. Margar af ályktunum flokksins bentu ótvirætt til þess að nú ætti að leita á ný mið til fylgisöflunar og að beita ættimýjum vopnum í baráttu alþýðunnar við erkifjand- ann og var nú farið í smiðju til Carters. Ein merkasta ályktun þingsins hljóðaði svo (væntanlega í drottins nafni): ..KRISTILEGT SIÐGÆÐI VERÐI EFLT 37. flokksþing Alþýðuflokksins lýsir þeirri skoðun sinni að stuðla beri að viðgangi krist- innar trúar á (slandi i þeim tilgangi að efla kristilegt siðgæði, en á slíku virðist ekki van- þörf, eins og ástatt er i íslensku þjóðfélagi. Hin einföldu siðalögmál kristninnar hljóta að vera verulegur þáttur í líf i hverrar þjóðar, sem vill heita menningarþjóð". AF KRISTILEGUM KRÖTUM Þá hefur hnetubóndinn Jimmy Carter verið kjörinn forseti Bandarikja Norður-Ameríku eftir einhverja athyglisverðustu kosningabar- áttu sem um getur, kosningabaráttu, sem islenskir pólitíkusar ættu að geta tekið sér til fyrirmyndar, þegar þeir eru að betla til þjóð- arinnar um brautargengi. I einvígi þeirra Fords og Carters voru meginágreiningsefnin við hverja Ford spilaði golf og f ullyrðing hans um að rússar ættu eng- in ítök í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverja- landi og Austur Þýskalandi, en hvað Carter áhrærði þóttu veikustu blettirnir á honum að hann viðurkenndi að sér yrði iðulega á að fremja hórdóms-hugrenningarsyndir, að ekki sé nú minnst á þá ægilegu staðreynd að hann mun í blaðaviðtali hafa viðurkennt að ein- hvern tíma í æsku haf i hann glæpst til verkn- aðar, sem kallaður hefur verið sjálfsfróun (á máli sérfræðinga ónaní) og er athæfi, sem ekki þykir samboðið neinum kristnum manni, síst af öllu forseta, sem er babtisti ofan í kaupin. Þegar þessir ægilegu siðferðisbrestir for- setaefnisins voru dregnir fram ? dagsljósið, sýndu skoðanakannanir að fylgi hans hríðféll, sem von var og hrikti nú í þeim stoðum, sem skotið hafði verið undir hann. En viti menn. Carter var með mótleikinn og það hreif. Hann lýsti því yf ir að hann hefði vart annað fyrir stafni allan sólarhringinn, en að hugsa um Guð og að aldrei bæðist hann sjaldnar f yr- ir en tuttugu sinnum á dag. Er manni næst að halda að Carter þurfi að leggjast á bæn í hvert skipti, sem hann hef ur f ramið hórdóms- synd ? huganum (vonandi er hann búinn að af- leggja ónaníið), en eins og allir vita eru tutt- ugu og f jórir tímar ? sólarhringnum, svo ef reiknað er með að hann haf i tekið f jóra tíma ? matog kaffi, þá hafi tuttugu tímar farið í það aðhugsa um Guðog glaðar meyjar og má Ijóst vera að hann hefur drýgt hugarfarslega hór- dómssynd á klukkutíma fresti og fengið syndakvittun jafn oft fyrir mátt bæna sinna. Nú er talið óliklegt að Carter vilji fækka draumadísum sínum svo nokkru nemi, en þar sem hann hefur nú náð kjöri er ekki talið víst að hann leggist á bæn í hvert skipti sem honum dettur kvenmaður í hug. Mun þessi samdrátt- ur í bænahaldi gefa honum aukið svigrúm til stjórnarathafna. Ljóster aðþaðeru öðru fremur yfirlýsingar Carters um guðhræðslu sína og bænahald, sem hafa veitt honum brautargengi í Bandarikjun- um og hafa íslenskir stjórnmálamenn dregið af því nokkurn lærdóm. Um sama leyti og kosningabarátfan í Bandaríkjunum stóð sem hæst stóð yfir 37. þing Alþýðuflokksins, flokksins, sem stofn- aður var til að standa vörð um kjör alþýðunn- Það hefur lengi verið vitað að innan allra flokka leynast viðsjárverðir menn og óvandir að virðingu sinni. Menn höfðu þó vænst þess að það yrði fremur Framsóknarf lokkurinn en Al- þýðuflokkurinn, sem þyrfti að leita á náðir þeirra himnafeðga, föður sonar og heilags anda til að endurvekja svokallað siðgæði, en þegar það nú blasir við að það er Alþýðuf lokk- urinn sem hef ur riðið á vaðið með að biðja guð ásjár þá getur maður svona rétt aðeins gert sér í hugarlund, hvernig ástandið sé hvað góða siði snertir í koti krata. Og þegar svo hinn kristilegi Demókrataflokkur hefur endanlega verið stofnaður hérlendis má ætla að Alþýðu- flokksmenn taki upp þann sið Carters að leggjast á bæn ? hvert skipti, sem hugrenning- arglæpur hefur verið framinn. Þá hefur það komið til tals að þeim sem láta draumana ræt- ast og fremja eitthvað, sem guði og mönnum gæti þótt miður þóknanlegt, verði gert að fara í pílagrímsför til Austurlanda nær og hafa Flugleiðir nú ákveðið aðauka f lugf lota sinn til muna í því skyni að flytja brokkgenga en sanntrúaða Alþýðuf lokksmenn austur í Mið- jarðarhafsbotn til sáluhjálpar. En launþegar, sem hingað til hafa treyst Al- þýðuflokknum til að berjast fyrir bættum kjörum þeim lægst launuðu til handa munu beita í baráttunni hinum nýju kjörorðum kristilega krataf lokksins, Alþýðuf lokksins. Ef búið þér við kreppu og kör ? kirkju glaðir hlaupið Biðjið Guð um betri kjör og Guð mun hækka kaupið. Flosi. Jón Þ. Þór skrifar um skák FRÁ ÓLYMPÍU- SKÁKMÓTINU I Þegar þetta er ritaö er lokiö 9 umferöum af 11 á Ólympfuskák- mótinu i Haifa, og er islenska sveitin i 14. sæti. Frammistaöa sveitarinnar er öllu lakari en þeir bjartsýnustu höföu vonaö. Vinningshlutfalliö er innan viö 50%, og þegar haft er i huga, aö sveitirnar, sem þátt taka i mót- inu tefla flestar í B-úrsl. og þar fyrir neöan i venjulegum ólympiumótum, getum viö ekki hrósaö okkar mönnum. Vissu- lega hafa islendingarnir unniö marga góöa sigra, en þaö er er- fittaösætta sigviötap fyrirítöl- um og ástralíumönnum, og naumur sigur yfir luxem- borgarbúum er varla til þess aö stæra sig af. Islendingar hafa oft staöiö sig betur á Ólympiu- mótum, jafnvel með lið, sem taliö hefur verið lakara en þetta. Þaö er engin afsökun aö segja, að öörum fari svo ört fram, okkur á lika að fara fram. Annars er þaö af mótinu aö segja, að eftir fréttum aö dæma er keppnin afar spennandi og svo virðist sem hollendingar, argentinumenn og bretar berj- ist aöallega um efsta sætiö. i tveimur fystnefndu sveitunum erustórmeistarar i fararbroddi, argentinumenn eru til dæmis með Najdorf, Panno, Quinteros og Sanguinetti, hollendingar með Timman, Sosonko, Donner, Ree, Ligterink og Kuijpers. 1 ensku sveitinni eru svo þeir Mil- es, Hartston, Keene, Stean, Mestel og Nunn. Engu skal hér spáð um úrslit mótsins, en ljóst er aö lokabar- áttan veröur afar spennandi. Okkur hafa nú borist skákir fyrstu umferöar. Þá tefldu is- lendingar viö Hong Kong og unnu 4-0. Mesta baráttuskák þeirrar viðureignar var skák Helga Ólafssonar og Cheong. Fer hún hér á eftir: Hvitt: Heigi ólafsson Svart: L.Y. Cheong Kóngsindversk vörnr ' 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — g6, 3. e4 - d6, 4. d4 — Bg7, 5. Be2 * 0-0, 6 Rf3 — c5, (Hér er algengara að leika 6. — Rc6 eöa Rbd7 og siðan e5). 7. 0 —0 — He8, 8. d5 — e6, 9 dxe6. (Skoöanir skákfræöinga á þessum leik eru mjög skiptar, en eftir t.d. 9. Rd2 kæmi upp þekkt staða úr Benónivörn). 9. — fxe6!? (Þessi ieikur hefur i för meö sér ákveðna veikingu svörtu stöð- unnar. 9. — Bxe6 var öruggara, en ” passivara”). 10. e5!? (Hvítur fær nú frjálsari stöðu, en eins og áframhaldið sýnir á svarturnæga vörn. Hér kom þvi ekki siöur til álita að leika 10. Bg5 og reyna siðan að þrýsta á veikleikann á d6 með Dd2, Hadl og siöan Bg5 — h4 — g3 o. sv. frv.). 10. — dxe5, 11. Rxe5 — Rfd7 (Góður vamarleikur, sem trufl- ar mjög áform hvits). 12. Rg4 —Hf8, 13. Re4 — Dc7, 14 Rh6H----Kh8, 15. Rd6 — Re5, (Svartur verst af öryggi, vegna hótunarinnar Hd8 verður hvitur nú aö fara úti uppskipti). 16. f4 —Rec6, 17. Rxc8— Dxc8? (Hvers vegna ekki 17. — Bxh6, t.d. 18. Rd6 — Hd8, 19. Rb5 - De7 ásamt e5 — Rd4?). 18. Rg4 — Rd4, 19. Bd3 — Rbc6 20. Bd2 — Dc7, 21. Del — Had8 22. Hdl — Rf5, 23. Bc3 — Rcd4 24. Re5 — Re7, (Svartur hefur náö aö jafna tafliö, en staöan er flókin og I henni leynast margar hættur. Hér kom einnig til greina aC leika 24. — a6 og siðan b5 ei tækifæri gæfist). 25. Dh4 — Kg8, 26. Hdel — Rdf5, 27. Dh3 — Dd6, 28. Bbl — Rc6 29. a3 — Rfd4, 30. Rxc6, Dxc6 31 Dg4 — Rf5 (?), (Hæpinn leikur. Betra var 31. — Hde8). 32. Bxg7 — Kxg7, 33. De: — Rd4,34. De5+ —K g8, 35. Dg! — Hd7, 36. He5 — b6, 37. h4 - Hg7, 38. b3 (Siðasta gildran) mk wm Wvk 'é' U mk ■ i ÉP Ww # 11 1 mm i ■ n ÍÉ A m mm m w ö A mk mm iH ■ WW/, & il X wm - m B 38. — Rxb3?? ( Og svartur gengur beint i hana. Riddarinn mátti alls ekki fara af d4 reitnum. Eftir t.d. 38. — Dc7 var allt i lagi hjá svört- um). 39. Be4! (NU fær hvitur vinnandi sókn). 39. —Dd7,40.Hxe6 — Dd4 + ,41 Kh2 — Dd7, 42. Bd5 — Kh8, 43 Hfel — Rd4, 44. Hf6 — He8, 45 De5 HAIFA (Falleg lok. Drottningin er frið- helg vegna skákarinnar á f8). 45. — Hc8, (Eöa 45. — Re6,46. Hxe6 - Hxe6, 47. Db8+ — Hg8, 48. Dxg8+ — Kxg8, 49. Bxe6+ og vinnur). 46. Hf7 og svartur gafst upp. Eins og áöur var getið hafa englendingar staöið sig mjög vel i mótinu. Hér sjáum viö hvernig eini stórmeistari eng- lendinga lagði 1. borös mann Nýja-Sjálands i 1. umferö. Hvitt: A.J. Miles (England) Svart: M. Chandler (Nýja-Sjá- land) Drottningarindversk vörn I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. Bg5 — Bb7, 5. Rc3 — Be7, 6. e3 — 0-0, 7. Bd3 — c5, 8. 0-0 — h6, 9. Bh4 —Rc6, 10. Hcl — cxd4, II. exd4 — d5, 12. cxd5 — Rxd5, 13. Bg3 — Hc8, 14. Bbl^- Rxc3, 15. bxc3 — 16. Bf4! — Dd5?, 17. Dd3! — Hfd8 18. Dh7+ — Kf8, 19. Be4 — Dxa2, 20. d5! Re7, 21. d6 — Bxe4, 22. dxe7 +-^ Kxe7, 23. De4 — Dc4, 24. Rd4 — Dd5, 25. De2 — Bxd4, 26. d4 — I)xd4, 27. Be5 — Dd2, 28. Dxd2 — Hxd2, 29. Hxc8 og svartur gafst upp.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.