Þjóðviljinn - 06.11.1976, Síða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVtLJINN Laugardagur 6. nóvember 1976
I Bara vextir hafa hœkkað um 6.700 miljónir_
Launafólk lœtur ekki skammta
sérþau kjör, sem að er stefnt
þingsjá
Úr rœðu Geirs Gunnarssonar við
1. umrœðu fjárlaga
Fyrir um það bil viku siðan var
hér i blaðinu skýrt nokkuð frá
fyrri hluta ræðu Geirs Gunnars-
sonar við 1. umræðu fjárlaga á
Alþingi, en sú umræða hafði þá
farið fram daginn áður.
t siðari hluta ræðu Geirs
Gunnarssonar komu einnig fram
fjölmörg atriði, sem vert er að
vekja athygli á og verður nú gerð
nokkur grein fyrir þeim.
Fjárveitingar til verk-
legra framkvæmda
rýrna
Geir Gunnarsson sagði m.a.:
Það er heldur ömurleg niður-
staða, að nú þegar ytri aðstæður
hafa verulega batnað á þessu ári,
og i greinargerð fjárlagafrum-
varpsins er spáð frekari bata á
næsta ári, þá rýrna enn að raun-
gildi fjárveitingar til mikilvæg-
ustu málaflokka. Þetta gerist i
kjölfar mjög verulegs niður-
skurðar á undanförnum stjónrar-
árum rikisstjórnarinnar. Ef mið-
að er við að framkvæmdakostn-
aftur hafi hækkað um 150% frá
haustinu 1973, þegar frumvarp aft
fjárlögum ársins 1974 var lagt
fram og til þessa dags, og siftan
borift saman raungildi fjár-
veitinga við samþykkt fjárlaga-
frumvarpsins fyrir árið 1974 og
fjárlagafrumvarpsins fyrir árið
1977, sem nú liggur fyrir þá kem-
ur þetta i ljós.
Framiög til hafnarmannvirkja
sveitarfélaga hafa rýrnað um
24%. Samanlagt framlag til
hafnarmannvirkja sveitarfélaga
og landshafna hefur rýrnað um
45%. Framlag til grunnskóla hef-
ur rýrnað um 22% og framlag til
iðnskóla um 44%. Framlag til
byggingar menntaskóla hefur
rýrnað um 52% og til byggingar
héraðsskóla um 31%. Framlag til
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva
hefur hækkað um 26%, en fram-
iag til flugvalia rýrnað um 30%.
Þrátt fyrir þennan niöurskurð
hafa fjárlög hækkað umfram al-
mennar verðlagshækkanir, vegna
stdrkostlegrar þenslu rekstrar-
lifta, og hlutfall rikisútgjalda af
þjóðarframleiðslu hefur að
meftaltali verið 2,2% hærra á
fjárlögum núverandi
rikisstjórnar og i fjárlagafrum-
varpi hennar nú, en það var að
meðaltali á stjórnarárum vinstri
stjórnarinnar.
Það er eftirtektarvert, að á
sama tima og sagt er i grg.
fjárl.frv., að meðaltekjur til
skatts hækki á þessu ári um 26
1/2% þá hækka útgjöld rikissjóðs
skv. fjárlfrv. um 41 1/2% en um
38.5% ef tekið er tillit til þess að
ráöstöfun oliusjóðs er nú meðtalin
i útgjaldahlið fjárlagafrv.
Þóunin sem verið hefir i fjár-
lagagerð rikisstj. heldur enn
markvisst áfram. Raungildi
mikilvægustu framkvæmdaliða
rýrnar en þáttur almennra
rekstrargjalda verður sifellt
stærri.
Vaxtagjöld hækka um
nær 4000 miljónir
Vaxtagjöld i A. og B.
hluta fjárlagafrv. fyrir næsta ár
eru áætluð 8.373 millj. kr. og hafa
hækkað um 6.711 millj. kr. frá
fjárlögum ársins 1974. Vaxta-
gjöldin munu á næsta ári verfta
3.809 millj. kr. hærri en á þessu
ári.
Hækkun vaxtaátgjalda á einu
ári, á næsta ári, nemur riflega
öllu áætluftu framlagi úr rikis-
sjófti næsta ár til
hafnarframkvæmda sveitar-
félaga
grunnskólabygginga
sjúkrahúsabygginga sveitar-
félaga
framkvæmda vift rikisspitala
heilsugæslustöftva og læknisbú-
stafta
og flugvallaframkvæmda
Einungis hækkun vaxtaút-
gjaldanna nemur hærri upphæð
en áætluft framlög rikisins til
allra þessara framkvæmda.
Þvi hefir verið nokkuð haldið
fram i málgögnum stjórnarflokk-
anna að aðhalds hafi veriö gætt
varftandi rekstrarútgjöld rikisins.
Staftreyndirnar um útþenslu
rekstrarliða i tið núv. rikis-
stjórnar sýna að sjálfsögðu allt
annaft.
— Geir Gunnarsson benti þvi
næst á, að i greinargerð með fjár-
lagafrumvarpinu væri gert ráð
fyrir, að taxtahækkanir launa
Geir Gunnarsson.
verði á næsta ári 37,7%. Launa-
liftir i f járlagafrumvarpinu
hækka hins vegarekki iheild um
37,7% heldur um 49,8%, eða
þriðjungi meira en taxtahækkan-
irnar einar gefa tilefni til. Þótt
einhver mismunur megi kallast
eðlilegur i þessum efnum vegna
magnaukningar, þá er þessi mun-
ur, sem svarar til allt að 1500
miljónum króna alltof mikill.
Geir sagfti, aft látið væri að þvi
liggja, að þessi mikla hækkun
launaliðar stafaði af aðgerðum i
dómsmáhim, en undarlegt væri
að hækkanirnar á þvi sviði kæmu
þó ekki fyrst og fremst fram i
Reykjavik, þar sem vandinn hefði
væntanlega verið mestur, heldur
hjáýmsum embættum útiá landi.
Rakti Geir fjölmörg dæmi um
þetta.
Svona er aðhaldið
Gert er ráð fyrir að hækkun
launakostnaðar hjá lögreglunni i
Reykjavik verði 47%, og hækkun
launakostnaöar hjá borgar-
fógetaembættinu I Reykjavik
44%. Hins vegar á launakostnað-
ur hjá bæjarfógetanum á Akra-
nesi að hækka um 76%, hjá sýslu-
manninum i Stykkishólmi um
88,8%, og heildarkostnaður við
löggæslu i Stykkishólmi á að
hækka um 168% á einu ári. Hjá
sýslumanninum á Patreksfirði á
launakostnaftur aft hækka um
84,6%, og heildarkostnaftur vift
löggæslu í Bolungarvik um 87,3%.
Löggæslukostnaöur i ólafsfirði á
að hækka um 101%, launakostn-
aður hjá sýslumanni og bæjar-
fógeta á Húsavik um 133,7%. Lög-
gæslukostnaöur á Raufarhöfn
I
ýðubandalagið:
Ráðstefna um orkumál
Alþýftubandalagið efnir til ráft
stefnu um orkumál á morgun,
sunnudaginn 7. nóvember, aft
Hótel Esju, 2. hæft og stendur hún
frá kl. 10-18. Orkumálanefnd
flokksins hefur fyrir ráftstefnuna
skilaö vönduðu áliti. Þaft hefur nú
veriö gefiö út á bók, sem nefnist
„lslensk orkustefna”. Bókin fæst
á skrifstofu Alþýftubandaiagsins
aft Grettisgötu 3 gegn lOOOkr. ráö-
stefnugjaldi.
Ráftstefnan er opin öllum
Alþýftubandalagsmönnuni, en
auk þess verftur til hennar boftift
hópi sérfróftra manna.
Ráftstefnugjald er kr. 1.000.
Kynnt verftur álit
orkunefndar Alþýftubandalags-
ins og fæst þaö afhent á skrif-
stofu flokksins Grettisgötu 3 e.h.
á föstudag gegn greiftslu á ráft-
stefnugjaldi.
Dagskrá:
1. Ráftstefnan sett: Ragnar
Arnalds, formaftur Alþýftu-
bandalagsins.
2. Kynning á áliti orku-
nefndar: Tryggvi Sigurbjarnar-
son, verkfræftingur.
3. Erindi um orkulindir
tslands og orkubúskap: Jakob
Björnsson, orkumálastjóri.
4. Almennar umræftur.
5. Kosning nefndar til aft fjalla
um drög aft stefnumótun.
Síftari umræða um stefnu
Alþýftubandalagsins i orkumál-
um fer fram á flokksráftsfundi
13. nóvember 1976 og hafa þá
framsögu:
Hjörleifur Guttormsson, for-
maftur orkunefndar.
Magnús Kjartansson, fyrr-
verandi iftnaftarráftherra.
AlþýftubandalagiO
— framkvæmdastjórn.
hækkar um 152,5% og á Þórshöfn
um 215,3% — Þannig taldi Geir
Gunnarsson upp fjölmörg fleiri
dæmi af þessu tagi, og benti á, aft
aðhaldsemin i rfkisrekstrinum,
sem Morgunblaftið væri stundum
að guma af væri þá greinilega
fólkin í þvi, að þeir sem önnuðust
innheimtu fyrir rikissjóð hefðu
eytt langt umfram fjárlög, og
fengju svo eyðsluna viðurkennda
eftir á.
Þá bentiGeir Gunnarsson á, að
þótt 18% vörugjaldið ætti sam-
kvæmt frumvarpinu að standa
allt næsta ár, og hækkun þess hafi
á sinum tima m.a. verið réttlætt
með tekjuþörf Hafrannsókna-
stofnunarinnar, þá væri samt nú
gert ráð fyrir að f járveitingar til
Haf r annsóknastofnunarinna r
hækkuðu aðeins um 35,1%, þótt
fjárlögin i heild hækkuðu um
42,1%.
Næst rakti Geir Gunnarsson
hvernig hjá fjölmörgum rikis-
stof nunum er gert ráð fyrir að lið-
urinn önnur rekstrargjöld hækki
langt umfram almenna hækkun
fjárlaga, og að launakostnaður
viðkomandi stofnana hækki langt
umfram almennar taxtahækkan-
ir.
Skattgreiðendur eiga
inni.
Þá sagði Geir Gunnarsson:
„Ég hef aflað mér upplýsinga
um, að nettótekjur einstaklinga
til skatts hækkuðu að meðaltali
um 30,1% á árinu 1975, en ekki
um 25%, eins og áætlað var við
ákvörðun skattvisitölu i fyrra.
Með tilliti til þessa kvaðst Geir
telja, að skattvisitalan 1976 hefði
átt að vera 130 stig i staft 125
stiga, og miðað við 26,5% hækkun
meðaltekna i ár, eins og við er
miðað I fjárlagafrumvarpinu nú,
þá ætti skattvisitalan á næsta ári
að vera 164 stig en ekki 158, eins
og frumvarpið gerir ráð fyrir. —
Hér eiga skattgreiðendur tvi-
mælalaust rétt á leiðréttingu
vegna of lágrar skattvísitölu, sem
notuð var við álagningu s.l. vor.
Geir Gunnarsson benti á, að
þótt talað væri um að framfærslu-
visitala ætti i ár ekki að hækka
nema um 25 - 30%, þá væri I fjár-
lagafrumvarpinu gert ráð fyrir
að liðurinn „önnur rekstrargjöld”
hækki um 58,2%.
Önnur rekstrargjöld
hækka um 200% á þrem-
ur árum
Frd fjárlagafrumvarpi ársins
1974 til fjárlagafrv. fyrir árið
1977, þ.e. i tið núverandi rikis-
stjórnar hefur liðurinn önnur
rekstragjöld i A. og B. hluta fjár-
laga hækkað úr riflega 3.600 millj.
kr. i nær 14.200 millj. kr., þ.e.
verður á næsta ári um 10.600
millj. kr. hærri en 1974 og hefir
hækkað um nær 200% á 3 árum.
Ef þessi liður heildarupphæð
annarra rekstrargjalda hefði
hækkað sem svarar almennum
verðlagshækkunum á þessum ár-
um þá væri hann á árinu 1977 rif-
lega 4000 millj. kr. lægri en nú er
áætlað i fjárl. frv. en þaö er upp-
hæö sem er riflega helmingur al
öllum áætluftum tekjuskatti ein-
staklinga á næsta ári. Þetta er
býsna merkur minnisvarði um
f j á r m á 1 a s t j ór n hæstv
fjármálaráðherra, sem taldi þa£
auövelt verk árið 1974 að skera
ríkisútgjöld niður um upphæf
sem svarar til 11—12 milljarða kr
I dag.
Niðurgreiðslur til út-
lendinga hækka um
102% til islendinga um
2,7%
Þvi næst benti Geir Gunnarsson
á, að útflutningsuppbætur á land-
búnaðarafurðir eiga að hækka um
102%,ogverða2.460 miljónir, ef
með eru taldar 660 miljónir, sem
gert er ráð fyrir að greiða verði
vegna ársins I ár umfram fjár-
lagaáætlun, en þetta samsvarar
kr. 56.000,- á hverja fimm manna
fjölskyldu I landinu.
Á sama tima og þessar niður-
greiðslur til útlendinga eiga að
hækka um 910 miljónir króna
(auk hallans upp á 660 miljónir),
þá eiga niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum til Islendinga að-
eins að hækka um 134 miljónir,
eða aðeins um 2,7%. — Um þessi
2,7% sagði Geir:
Loksins kom að hækkun sem
vegur létt i fjárlögunum, enda er
hér um að ræða f járveitingu sem
er þess eðlis að hún dregur úr
verðhækkunum brýnustu lifs-
nauðsynja almennings og verð-
bólgu og kemur sérstaklega að
gagni þvi fólki sem eyðir stærst-
um hluta tekna sinna i matvæla-
kaup þ.e. barnafjölskyldurnar og
lifeyrisþegar. Þegar kemur að
útgjaldalið sem stuðlar að öllu
þessu þá hækkar hann um 2,7%.
Betur að þvi aðhaldi væri beitt
viðar.
Allt á þetta sinn þátt i
versnandi lifskjörum
1 lok ræðu sinnar sagði Geir
Gunnarsson:
Fjárlög hafa hækkað umfram
verðlags- og launahækkanir.
Rekstrarliðir hafa hækkað
langt umfram almennar verð-
lagshækkanir. Raungildi fram-
laga til samfélagslegra fram-
kvæmda hefir minnkað. Niður-
greiðslur á matvælum handa rik-
ustu þjóðum heims eiga nú að
tvöfaldast en niðurgreiðslur fyrir
isl. neytendur svo til að standa i
staðað krónutölu.Alltá þetta sinn
þátti versnandi lifskjörum launa-
fólks I stjórnartið hægri stjórnar-
innar sem ráðgerir nú við af-
greiðslu fjárlaga að skattar af
innflutningi og seldum vörum og
þjónustu og vörugjaldi verði á
næsta ári um 45.000 millj. kr.
hærri en á fjárlögum 1974.
Þegar fjárlög voru samþykkt i
fyrra fyrir tæpu ári taldi hæstv.
rikisstjóm, að til þess að standa
undir rikisútgjöldum dygði að
vörugjald næmi 10% i8 mánuði og
6% i 4 mánuði.
Nú þegar ytri aðstæður eru
verulega hagstæðari en áður og i
athugasemdum með fjárlaga-
frumvarpinu er byggt á að við-
skiptakjör batni um 2% á næsta
ári er til grundvallar skattheimtu
rikissjóðs lögð innheimta 18%
vörugjalds allt árið. Þetta er ekki
gert til þess að auka framlög til
framkvæmda rikisins þrátt fyrir
hækkun fjárlaga um 24.000 millj.
kr. beinlinis minnka framlög til
verklegra framkvæmda i heild að
krónutölu og nær allir þættir
verklegra framkvæmda rýrna
enn að raungildi.
Það ætti að vera laun-
þegum eftirminnilegt
Það ætti að vera laun-
þegum eftirminnilegt um
frammistöðu rikisstjórnarinnar
að i fyrra voru þeir þegar fjár-
lagafrv. var lagt fram látnir
kaupa sig undan 12% vörugjaldi
með þvi að viðlagasjóðsgjald sem
jafngilti 2% söluskatti félli I rikis-
sjóð. Nú eru launþegar við fram-,
lagningu þessa fjárlagafrv. látn-|
ir sitja uppi með söluskattsstigin
2 og þar á ofan ekki 12% vöru-
gjald sem átti að hverfa I fyrra,
heldur 18% vörugjald.
Þessi aukna skattheimta á
sama tima og ytri aðstæður batna
og framlög minnka til verklegra
framkvæmda hlýst af gegndar-
lausri útþenslu rekstrarliða, þar
á meðal gifulegri hækkun vaxta-
kostnaðar um 3.800 millj. kr. á
einu ári vegna stórfelldrar
skuldasöfnunar.
Framhald á bls. 14.