Þjóðviljinn - 06.11.1976, Qupperneq 11
10 SIÐA — PJOOVILJINN Laugardagur 6. nóvember 1976
Laugardagur 6. nóvember 1976 PJQÐVILJINN — SIDA 11
//Það má vera að mönnum
þyki við ekki sinna félags-
málum Dagsbrúnar nóg og
vissulega voru menn
viljugri að sækja félags-
fundi og annað því um Ifkt
sem félagið stóð fyrir hér
áður fyrr, en það get ég
fullyrt að enginn skyldi
vanmeta okkur. Þegar á
reynir bregðast hafnar-
verkamenn aldrei. Þegar á
reynir munu þeir alltaf
verða fyrstir til að styðja
við bakið á forsvars-
mönnum félagsins okkar.
Þeir geta alltaf reitt sig á
okkur þegar mikið liggur
við í baráttunni fyrir
bættum kjörum."
Það er Friörik Sigurðsson
hafnarverkamaður sl. 30 ár, sem
segirþetta, þegarviö heimsóttum
hafnarverkamennina, sem vinna
við móttöku og afgreiðslu á
vörum i portinu hjá Emskip
innvið Sundahöfn til að ræða við
þá um vinnuna, kjörin, lifið og
tilveruna. Þeir sem við ræddum
við voru: Guðmundur L.
Jóhannesson, Friðrik Sigurðsson
og Arni Guðmundsson. Guö-
mundur L. Jóhannesson hefur
unnið sem hafnarverkamaður
siðan 1939 en hann er nú verk-
stjóri i afgreiðslunni i Sundahöfn.
Friðrik Sigurðsson hefur unnið
við höfnina siöan 1946 og Arni
Guðmundsson hjá Eimskip siðan
1934, fyrst á skipunum, siðan i
landi.
GLJ:
Það hefur mikið breyst hér
siðan ég byrjaði að vinna við
höfnina i byrjun striðsins. Þá var
allt unnið á höndum að kalla.
Eilift strit, frá kl. 7 á morgnana
og langt fram á kvöld, einkum
eftir að striðiö byrjaði. Það var
þvi engin furða þótt gömlu verka-
mennirnir væru útslitnir menn
uppúr fimmtugu. Þetta hefur
breyst, sem betur fer. Vissulega
er verkamannavinna við höfnina
erfið i dag, en þó ekki nema
svipur hjá sjón á móti þvi sem
var. Það gera m.a. lyftararnir og
önnur hjálpartæki....
FS:
Það mátti nú lika breytast. Ég
vann i gamla pakkhúsinu hjá
Eimskip og þar var allt unnið á
höndum. Meira að segja eftir að
lyftararnir komu fyrst, voru
dyrnar á pakkhúsinu svo þröngar
að þeir komust ekki inn og maður
varð að bera allt úr dyrunum og
stafla þvi upp i pakkhúsinu.
— En kjörin þá og nú? Ef viö
tökum til að mynda árin fyrst
eftir striöið, svona 1945 til 1950,
haldiö þið aö kjör ykkar hafi verið
betri þá en nú?
ÁG:
Það fer eftir þvi hvað við
köllum kjör. Aðbúnaöur á vinnu-
stað hefur batnað mikið og vita-
skuld er hann hluti af kjörum
manns. En hvað kaupinu
viökemur, sem er auðvitaö aðal-
málið, þá fer ekki á milli mála, að
þaö var betra þá en nú. Þú færð
fleiri krónur i dag, en þú færð
miklu minna fyrir þær krónur, en
þú fékkst fyrir þær fáu 1945 til
1950. Það álit ég.
FS:
Ég segi það sama. Ég vildi
heldur hafa það kaup sem ég
haföi þá og það verölag sem þá
var, en þaö sem maöur hefur i
dag. Ekki vafi á þvi.
raun nema rétt fyrstu árin. Þá
var hægt að lifa af 8 stunda
vinnudegi, en guð hjálpi þeim
sem ætlar að reyna þaö I dag. Og
meðan menn geta ekki lifaö af
átta stunda vinnu, þá á heldur
ekki að vera að tala um hann.
Þaö er ósköp eölilegt að svona
sé, það er alltaf reiknað, með
eftirvinnunni þegar kjara-
samningar hafa verið geröir.
Menn hafa alltaf viljaö vinna
eftirvinnu, þéna sem mest, jafn-
vel á þeim árum, sem hægt var að
lifa af átta stundunum. Og þegar
svo er komið að menn taka alltaf
eftirvinnuna inni dæmið, kemur
aldrei sá timi að menn geti lifað
af átta stunda vinnudegi. Þessu
mega menn ekki gleyma, þegar
þeir býsnast yfir þvi að geta ekki
lifaö af dagvinnunni.
FS:
Það er alveg rétt að auka-
vinnan heldur okkur uppi og
þegar atvinnurekendur eru að
benda á hvaö við höfum mikið i
kaup, þá er alltaf nefnd heildar-
upphæðin yfir eitthvert ákveðið
timabil, en aldrei nefnt hve
margar vinnustundir liggja aö
baki. Mér finnst það liggja I
augum uppi aö við veröum aö
fara að gera eitthvað róttækt i
þessu máli. Þaö er alltaf sagt sem
svo — við stefnum að þvi aö menn
geti lifaö af dagvinnunni einni
saman en siðan er aldrei neitt
gert i málinnu. Viö svo búiö má
ekki standa.
— Búa menn sig undir baráttu
þegar kemur að kjarasamningu
i vetur?
FS:
Já, það máttu bóka. Oft
hljóðiö i mönnum verið
hvað kjörin varðar, en
eins og nú og menn eru
tilbúnir til baráttu. Þau
við höfum nú bjóða
þau eggja menn til
ÁG:
Það er vist ekki
að menn séu óánægðir
sin nú, eða hvernig
■ I—
[i r—“ í «|
Lhi
ÁG:
RÆTT VIÐ
ÞRJÁ GAMALREYNDA
HAFNARVERKAMENN
í REYKJAVÍK
GLJ:
R Á REYNIR
Atta stunda vinnudagurinn,
sem svo lengi haföi verið barist
fyrir kom 1942. En átta stunda
vinnudagur hefur ekki veriö til i
Frá vinstri: Friörik Sigurðsson, Guðmundur L. Jóhannesson og Arni Gubmundsson.
Já, ég er það. Að visu eru
forsvarsmenn félagsins ofhlaðnir
störfum og kannski færi ýmislegt
betur ef svo væri ekki, en við
Margt er erfiðiö enn viö hafnarvinnuna
FS:
Ég get nefnt sem dæmi að hér
hjá okkur eru aðeins tvö salerni,
sem eiga að duga fyrir 40-50
manns, tvö salerni og tvær pissu-
skálar. Þetta er ekki til fyrir-
myndar. Þá er annað sem viö
erum ekki mjög hrifnir af, en það
er hve langt við þurfum að fara I
kaffi, en viö höfum aðeins 20 min.
i kaffi og má segja að uppundir
helmingur þess tima fari i að
koma sér i kaffi og aftur til vinnu.
— Er það ekki versta vinnan að
vera hér útí portinu, er ekki
skárra að vera i pakkhúsunum?
ÁG:
Nei, það tel ég ekki. Ég hygg að
þegar allt kemur til alls sé einna
best að vera hér.
FS:
Maður venst þvi aö vera alltaf
úti. Frost eða rigningu er allt i
lagi meö, þaö er verst ef það
snjóar. Snjórinn gerir okkur afar
erfittfyrir. En það sem mér þykir
einna verst hér, er moldrokið
þegar hreyfir vind. Mér finnst
afar erfitt að þola það.
GLJ:
Flestum sem fara að vinna
svona úti þykir þaö betra en að
vera i pakkhúsi. Þar er drag-
súgur svo mikill og óþægilegur og
kuldi sist minni, jafnvel meiri en
hjá okkur.
— Eruð þið ánægðir með
stéttarfélagið ykkar, Dagsbrún?
bakiðá þessum mönnum. Félagiö
er vitaskuld ekkert annað en við
sjálfir, stjórnin getur ekkert ef
hún hefur ekki stuðning frá
félagsmönnunum.
ÁG:
Það fer heldur ekkert á milli
rháia að dofnað hefur yfir allri
félagsstarfsemi undanfarin ár.
Þaö er orðiö svo margt, sem
dregur fólk til sin, og félagsstarf-
semi geldur þess. En viö styðjum
forsvarsmenn okkar þegar á
reynir, þú mátt treysta þvi að við
bregðumst þeim aldrei, þegar úti
slaginn er komiö.
FS:
Nei, það er vist alveg öruggt,
hafnarverkamenn bregöast ekki
þegar á reynir. Sjáðu bara verk-
fallið sem við geröum um daginn,
þegar nokkrir félagar okkar voru
reknir. Þá stóðum við saman allir
sem einn hér. Við vissum að þeir
höföu brotið lög og þvi gátum viö
ekki réttlætt verkfallið, en viö
vildum sýna ráðamönnum, að
okkur væri ekki sama um félaga
okkar og aö það væri ekki hægt að
fara með menn hér eins og þeir
einir vilja hverju sinni.
— Fækkar ungum mönnum I
stétt hafnarverkamanna?
GLJ:
Já þeim gerir það. Að visu
koma alltaf ungir menn til vinnu
við höfnina, en þeir standa stutt
við. Flestir fara i einhverja aðra
vinnu. Sumir koma oftar en einu
sinni. Það virðist vera svo mikið
rótleysi á mönnum nú til dags. En
kannski er þetta skiljanlegt með
unga menn, hafnarvinnan er ekki
best borgaða verkamannavinnan.
Ætli það verði fyrr en menn
skortir i þessa vinnu að farið
verður að greiða sama kaup hér
og til að mynda i byggingar-
vinnunni? En það kemur að þvi
fyrr en seinna, ef svo heldur fram
sem horfir aö menn fer að vanta i
hafnarvinnuna.
—S.dór.
FS:
Hann hefur vissulega batnað
frá þvi ég byrjaði að vinna hér og
það mikið, en þó ekki nema vissir
þættir hans. Pakkhús eru
gegnumkeyranleg og þvi er þar
alltaf súgur og kuldi og alveg sér-
staklega i þeim pakkhúsum sem
steypt eru. Steypan heldur i sér
kulda og þar er alltaf hálf
hráslagalegt. Hjá okkur hér i
portinu er það svo að viö vinnum
úti undir beru lofti i hvaða veðri
sem er, þannig að það hefur litið
breyst. Við höfum þennan litla
skúr hér f portinu og hann er nú
ekkert til að hrópa húrra fyrir,
eða hvað finnst þér?
ÁG:
Aftur á móti hefur oröiö mikil
og góð breyting á kaffistofunni.
Nú höfum við fyrsta flokks kaffi-
og matstofu, eins góða og frekast
verður á kosið, og það er i þvi
sem mesta breytingin hefur átt
sér stað.
bregðast hafnar-
verkamenn ekki í
baráttunni fyrir
bættum kjörum
vera eins og verðbólgan hefur
leikið kjör okkar.
GLJ:
Það er staðreynd að með þvi að
vinna gegndarlausa eftirvinnu er
það rétt svo, að endar nái saman.
— Þið höfðuð orð á þvl að ýmis-
legt varðandi vinnu hafnar-
verkamanna hefði breyst til
batnaðar, hvað með aðbúnað á
vinnustað, hefur hann breyst til
batnaðar?
berum fyllsta traust til stjórnar-
manna félagsins. Annars hefur
verkalýðsbaráttan breyst svo
mikið á undanförnum árum að
það er ekki hægt að jafna henni
saman viö það sem var hér á
striösárunum, eða fyrir strið.
Menn tala um að forráöamenn
félaganna geri ekki þetta eða hitt
i dag, en sannleikurinn er sá að
dags daglega styðja meölimir
félaganna bara alls ekki nóg við
Ölafur Kristjánsson, iyftarastjóri hjá Eimskip.
Kannski
ekki besta
atvinnan
en heldur ekki sú versta, segir
Ólafur Kristjánsson tvítugur
hafnarverkamaður
,,AÖ vinna hér við höfnina er
kannski ekki besta vinna, sem
hægt er aö fá, en hún er heldur
ekki sú versta sem býðst. Ég get
fullyrt það eftir að hafa stundað
ýmsa atvinnu sl. 5 ár, byggingar-
vinnu, fiskvinnu og hafnarvinnu,
svo ég nefni dæmi”. Það er Ölafur
Kristjánsson, tvitugur hafnar-
verkamaður sem segir þetta er
við ræddum við hann niöri’ við
Sundahöfn i Reykjavik fyrir
skömmu.
Ölafur sagði aö sér hefði likaö
einna best að vinna sem hand-
langari hjá rafvirkja. En svo
bauðst honum að læra rafvirkjun
og byrjaöi en hætti þvi fljótlega.
„Mér likaði það starf aftur á
móti illa. Mér leiddist þetta
„fokk”, sem rafvirkjunin er og
hætti”.
Ólafur vinnur á lyftara i Sunda-
skála 1. Hann sagði að lang oftast
væri unnið frá kl. 8 til 17 en sá
vinnutimi gæfi aðeins 15 þúsund
kr. i aðra hönd og væri þá búið að
draga af öll gjöld nema skatta.
Það kemur stundum fyrir aö unn-
ið er frá kl. 8 til 19.00 og þá gerir
vikan 18 þúsund þegar búiö er að
draga gjöldin frá nema skattana.
„Þú sérð aö þetta er ekkert
kaup, það er engin leiö aö lifa af
þessu kaupi og ég fæ ekki skiliö
hvernig fjölskyldumenn lifa af
þessu kauDi. Þaö er alltof lágt
kaupið, skammarlega lágt”.
sagði Ólafur.
Hann sagði að aöbúnaður
verkamanna við Sundahöfn væri
misjafn, en i skálunum væri hann
all góður. Sérstaklega rómaöi
hann matstofuna, sem er ný og
mjög vistleg. Hann sagði menn
væru yfirleitt mjög ánægðir meö
þann aöbúnaö.
„Það sem vantar er meiri
vinna, vegna þess hve kaupið er
lágt. Aftur á móti ætti kaupiö aö
vera svo hátt að ekki væri þörf á
að vinna aukavinnu, en fyrst
ástandið er svona, þá er bagalegt
að hafa ekki meiri vinnu en verið
hefur”, sagöi Ólafur.
Aðspurður hvort hann hefði hug
á aö fara úti eitthvað iðnnám, þótt
honum hefði ekki likað raf-
virkjunin, sagðist hann ekki hafa
áhuga á þvi sem stæði, kannski
seinna, hver veit.
—Sdór.
MYNDIR OG
TEXTI S. DÓR