Þjóðviljinn - 06.11.1976, Qupperneq 15
Laugardagur 6. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Þaö var þröng á þingi í
Glæsibæ á mánudags-
kvöldib. Hér er Sextettinn
að ieika listir sinar.
-<----------m
Samstarfsmenn
og frágangur
Þokkabótarmenn njóta
aðstoöar margra á þessari
plötu. Allir eiga þeir góðan hlut,
einkum þó tónskrattarnir fjórir
(Diabolus in musica) og Reynir
Sigurðsson vibrafón- og slag-
verksleikari.
Hljóðblöndun Jónasar R.
Jónssonar og Þokkabótar kem-
ur efniviðnum áfram eins og
best verður á kosið, en sama
verður ekki sagt um skurö og
pressun, sem vonandi verða
endurbætt við frekari útgáfu.
Gylfi Gislason hefur gert
umslag, og er sérstök ástæða til
að hrósa nærbuxunum, sem
innihalda allar mikilvægustu
upplýsingar og alla texta ásamt
myndskreytingum, sem Sergio
Aragones stenst einn saman-
INNLIFUN
vonleysi og svart háð i rödd
hans, er hann segir engil
dauðans geta orðið hér'eiliflega.
Svo kviknar vonarneisti um leið
og sagt er: „kanneki er v»n”.
Þetta samræmi er þó hvergi
ýkt.
Það væri of langt mál að
hrósa öllu, sem vel er gert á
þessari hlið. Fallegur og inniif-
aður gitarsamleikur kemur þar
við sögu (eins og reyndar á fyrri
hliðinni), selló og bassafiðla
undirstrika dramatiska punkta,
söngur er viöa hrein snilld,
einkum hjá Eggert (að hinum
ólöstuðum), og harmóniskar
raddir hafa löngum verið aðal
Þokkabótar, hér ekki siður en
fyrr. Aframhaldandi upptalning
myndi spanna nærri þvi allt sem
gert er á siðunni.
Textarnir eru nokkuð mis-
snjallir. Þrátt fyrir ofstuðlun
finnst mér það gott sem sagt er
um:
þá verndarhönd er yfir börnin
breiöir,
en barnablóöiö undir nöglum
ber.
Viða er merkingarlega sterk-
um punktum komið listilega á
framfæri, sbr.
Hann gæti oröiö hér eiliflega
engill dauðans i heiöinni.
sem yljaö getur æviniega
aurasálum leiötoganna.
Viða eru Þokkabætur
skemmtilega frjóar i orðavali.
Þannig kalla þeir sósialismann
„sameiningargrimmdina —
austursins vofu”, og i
„Nærhöldum” eru þurrar stað-
reyndir efnahagslifsins sagðar
á ljóðrænan hátt, en halda þó
staðreyndagildi sinu.
Að sjálfsögðu eru gallar á
verkinu. Þó eru tónlistargallar
svo fáir og léttvægir, að fárán-
legt væri að telja þá upp. Helsti
galli textanna er hins vegar, að
á stöku stað eru þeir illilega
tyrfnir. Sbr. (Búi) „napra leit i
glýju, fólksins blindu fagna þvi
sem flýði hann.” Þetta er torf,
en eftirfarandi er jafnerfitt að
skilja og dróttkvæði: „af ásetn-
ing er frelsis óðum mætti nú
velmegunarrökin kaupa frið.”
Bestu skáldin segja allt, sem
segja þarf, á einfaldan hátt, og
Þokkabót hefur enn ekki lært þá
list til fulls, þótt viða eigi þeir
liprar og einfaldar perlur.
burð við. Klippimyndina á
forsiðu hefur Gylfi einnig gert
listavel, en hausarnir á ytra
albúrhi eru mikill gatli á afurð-
inni. Þar er nafn hljómsveitar
og plötu skráð með æpandi aug-
lýsingaletri, sem stingur illa i
stúf við albúmið að öðru leyti,
sem og plötuna.
Lokaorö
Það væri freistandi að gera
samanburð á þessari plötu og
annarsvegar fyrri plötum
Þokkabótar og hins vegar öðr-
um nýútkomnum islenskum.
Frá fyrstu til annarrar plötu
Þokkabótar var greinileg
tónlistarframför, en samt naut
sú siðari minni vinsælda, sum-
part vegna þess að hljómsveitin
var ekki lengur ný og
samkeppnin hafði harðnað,
sumpart vegna hins að á þeirri
seinni voru hvorki jafn gripandi
einföld lög né pólitiskir textar.
Fráfærur sameina raunar
kosti beggja platnanna, en er þó
jafnframt miklu betri. Tónlistin
er vandaðri og fyllri, aðfengnir
textar eru ekki eins ráðandi og
hinir frumsömdu betri.
Af öllum þeim aragrúa platna
sem út hafa komið nýlega er
tæpast annað samanburðarhæft
við Þokkabót en Stuðmenn,
Spilverkið og Diabolus. Megas
hefur algera sérstööu, og restin
er drasl. Stuðmenn/Spilverk
hafa margt umfram Þokkabót,
þeir semja lög sem eru meira
gripandi, hafa nokkra betri
hljóðfæraleikara (þ.e.
Stuðmenn) og eiga islenskan
söngvara númer eitt, þ.e. Egil
Ölafsson. Diabolus eru á
ýmsan hátt frumlegri tónlistar-
menn en Þokkabót og sum
leiknari hljómlistarmenn. Samt
finnst mér Fráfærur besta plat-
an sem enn hefur komið út á
þessu hausti. Þokkabót hefur
nefnilega eitthvað við hlustend-
ur sina að segja. Það er bæði
ágætt i sjálfu sér og eins lyftir
það undir tónlistina, gefur henni
fast viðfang, þannig að hljóm-
sveitarmennirnir leggja sjálfa
sig i það sem þeir eru að gera. 1
samanburði við innlifun bliknar
öll tækni og frumleiki.
Það var meiri vöndun og natni
lögð i Fráfærur en tiðkast um
islenskar plötur. Það hefur skil-
að sér rikulega, og er von
klásúlna sú að Þokkabót
ofmetnist ekki af góðu verki,
heldur lagfæri það sem enn er
ábótavant og haldi áfram á
þroskabrautilistsinni. gg
Kemur ríkisstjórnin í veg fyrir aö heilsugæsiu-
stöðin í Árbæ verði tekin í notkun?
Borgarstjórn sendir
ráðherrum tóninn
Samþykkt tillaga frá Öddu Báru á borgarstjórnar-
fundi, þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að
sjá svo til að heilsugœslustöðin í Arbœ fái að starfa
Á borgarstjórnarfundi i fyrra
kvöld var samþykkt tillaga frá
öddu Báru Sigfúsdóttur, borg-
arfulltrúa Alþýöubandalagsins,
sem felur i sér áskorun til heil-
brigðisráðherra, alþingis og
rikisstjórnar þess efnis, að
gerðar verði ráðstafanir til þess
að taka megi heilsugæslustöð-
ina i Arbæ i notkun sem fyrst.
Heilsugæslustöðin er fullbúin,
en ekki er gert ráð fyrir þvi i
fjárlagafrumvarpinu að leyft
verði að ráða lækna og annað
starfsfólk að stööinni!
All miklar umræður uröu um
tillögu öddu Báru og voru borg-
arfulltrúar allir á einu máli um
að algjört ófremdarástand væri
rikjandi i heimilislæknamálum
reykvikinga. Einnig voru menn
á einu máli um, að ótækt væri að
láta heilsugæslustöðina standa
auða og ónotaða næsta ár, sem
vel gæti orðið, sjái rikisstjórnin
.sig ekki um hönd og geri ráð
fyrir þvi á fjárlögum, að á stofn-
unina verði ráðið starfsfólk.
Auk heilbrigðismála voru
rædd lóðaúthlutunarmál til Iðn-
garða hf., málefni Fiskiðjuvers
BOR og ráðning Indriöa G. Þor-
steinssonar sem söguritara af
æfi Kjarvals svo eitthvað sé
nefnt.
—úþ
Orðsending ~
til bifreiðaeigenda
Höfum opið alla virka daga
frá 8 — 18.40 og sunnudaga
frá 9 — 17.40.
Við þvoum og bónum bifreiðina
á meðan þér bíðið
Bón- og þvottastöðin h.f.
Sigtúni 3.
ilmur Vilhjálmsson
rr
MEÐ SINU NEFI
Ljód og textar eftir
Kristján frá Djúpalæk
Á þessari frábærii nýju plötu
syngur Vilhjálmur 11 íslenzk
lög, bæöi gömul og ný,
þ.á.m. eru ný lög
eftir Gunnar Þórðarson,
Magnús Kjartansson,
Pálma Gunnarsson
og Magnús Eiríksson,
einnig eru á plötunni gömul
lög og Þórður sjóari
eftir Ágúst Pétursson
og Einu sinni var
eftir Svavar Benediktsson.
Þetta er platan sem
beðið hefur verið eftir.
Nú einnig komin
ó kassettu.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, StMI 84670