Þjóðviljinn - 06.11.1976, Síða 20
farskipi
Hroðaleg meðferð á tveim
svertingjum frá Nigeríu
Sjómannasamband islands
boðaöi til blaðamannafundar i
gær vegna tveggja svertingja
sem sætt hafa hroðalegri meðferð
á skipinu Sögu. Ekki er nóg með
að þeir hafi orðiö fyrir barsmfð-
um um borð og veriö hótað með
- riffli heldur hafa þeir verið ráðnir
upp á ólögleg kjör skv. fslenskum
sjómannasamningum og þar að
auki verið sviknir um kaup-
greiðslur. Nú hafa þeir þurft að
hirast i Reykjavik i viku meðan
skipið er i slipp án matar og pen-
inga. Kaldir, hræddir og soltnir
leituðu þeir að lokum ásjár sjó-
mannasambandsins og tók það
upp mál þeirra og ætlaði að fara
friðsamlega að útgerðinni til að
leita réttar þessara tveggja
manna en þar sem undirtektir
hafa verið hinar verstu var gripið
til þess ráðs að kynna dagblöðum
málið.
Forsaga málsins er sú að Saga
var i Port Harcourt í Nig-
eriu i september sl. og réði þá
nokkra svertingja á skipiö og var
þeim gert að skrifa undir samn-
ing sem þeir vissu varla hvað var
en skildist að þeir fengju 200 doll-
ara hvor fyrir feröina til Rotter-
dam og siðan greitt skv. islensk-
um samningum til Reykjavikur.
Þetta er ólöglegt. Islensk kjör
gilda á islenskum skipum.
Ben George var ráðinn smyrj-
ari i vélarrúm og John A. Ajayi
messagutti. Vinnutími hins fyrr-
nefnda var frá 8-5 en hins siðar-
nefnda frá 7-8 og vann hann störf
tveggja manna, og var lika i
störfum sem aðstoðarmaður
bryta. Hinir svertingjarnir gengu
af skipinu i Rotterdam.
1 Rotterdam var lika greinilega
ætlunin að losna við svertingjana
af skipinu þvi að þar var þeim
A blaðamannafundinum i gær. Fyrir enda borðsins sitja þeir óskar
Vigfússon formaður Sjómannasambandsins og Guðmundur Hallvarðs-
son varaform. Sjómannafélags Reykjavlkur en til hliöar þeir John A.
Ajayi og Ben George frá Port Harecourt i Nlgerlu. Þeir siðarnefndu eru
nú undir vernd Sjómannasambandsins — (Ljósm. eik.)
hótað meö byssu, látnir vinna þar
i 3 daga meöan aðrir i áhöfninni
áttu fri, að visu með loforði um
aukagreiðslu, sem aldrei var sið-
an greidd. Þar gerðist það lika að
Ben George var sleginn af stýri-
manni fyrir engar sakir og hefur
það verið staðfest af aðila um
borð, sagði Cskar Vigfússon, for-
maður Sjómannafélagsins. Þegar
komið var til Reykjavikur voru
nigeriumennirnir settir af skipinu
i Gufunesi og látnir hafa 5000
krónur hvor og sagt að fara i
leigubil til Reykjavikur. Óskar
sagði, að skipstjórinn hefði sagt
við sig að hann heföi haldið að
þeir ætluðu i bió. Talsvert af
þessu fé fór að sjálfsögöu i leigu-
bilinn og siðan hafa þeir ráfað um
og borðað pulsur, fengið að liggja
i skipinu sem er i slipp en ekkert
fengið frekar af umsömdu kaupi
né heldur mat.
Þegar Oskar Vigfússon gekk i
málið fór hann á fund útgerðar-
mannsins sem er jafnframt skip-
stjóri. Hann þrætti fyrir þessa
Happdrœtti herstöðvaandstœðinga:
Glæsilegt listmuna
bókahappdrætti
°g
Dregið verður 1. desember
„Listmuna- og bókahapp-
drætti herstöövaandstæðinga er
nú komið á staö. Tilgangurinn
er sá að standa undir fjölbreyttu
og öflugu vetrarstarfi. Ætlunin
er að þetta verði helsta fjár-
öflunarleiö samtakanna á næst-
unni og þvi er mikilvægt að
þetta takist vcl.” sagði Gils
Guðmundsson, einn af for-
göngumönnum happdrættisins i
stuttu samtali.
„Vinningarnir eru 39 að tölu,
þar af 23 myndlistarverk og 16
ritverk. Þetta er skyndihapp-
drætti og verður dregið 1.
desember. Vinningshlutfall er
óvenjuhátt eða 1.350.000.00. Ct-
gefnir miðar eru aðeins 3 þús-
und og verð hvers miða er kr.
eitt þúsund.” sagði Gils enn-
fremur. Þjóöviljinn spurði hann
hvernig listamenn hefðu brugð-
ist við málaleitan herstöðva-
andstæðinga.
„Þegar leitað var til her-
stöðvaandstæðinga i röðum
myndlistarmanna, rithöfunda
og bókaútgefenda brugðust
menn afar vel við og lögðu fram
þá glæsilegu vinninga sem 1 boði
eru. Meðal vinninga eru mynd-
listarverk eftir ýmsa af þekkt-
ustu núlifandi listamönnum
þjóðarinnar auk verka eftir
unga og upprennandi myndlist-
armenn. Ritverkin eru flest eða
öll eftir höfunda sem lagt hafa
málstað herstöövaandstæðinga
lið og hafa sumir þeirra staðið
framarlega i þeirri baráttu.
Nefna má ritsafn Þórbergs
Þórðarsonar, ljóöasafn Jó-
hannesar úr Kötlum og safnrit
Guðmundar Böðvarssonar auk
ritsafna og bóka eftir núlifandi
höfunda.
Viö sem höfum staðið að
þessu erum mjög þakklát þeim
listamönnum og rithöfundum
sem brugðust vel við og vonum
Gils Guðmundsson.
að herstöðvaandstæðingar taki
almennt þátt í að tryggja öflugt
starf samtakanna með þvi að
kaupa miða i þessu glæsilega
listmuna og bókahappdrætti”,
sagði Gils að lokum.
Simi happdrættisins er 17966
virka daga frá 17 til 19. Skrif-
stofan að Tryggvagötu 10 og
svæðasamtök munu sjá um
dreifingu.
—ekh
ÞRÆLAHALD á íslensku
meðferð á svertingjunum en úr
þvi að þeir hefðu farið út i kæru
ætti hann nokkuð vantalaö við þá
og mundi meðhöndla þá skv. þvi,
sagði hann. óskar skipaði honum
þá að koma daginn eftir á skrif-
stofu Sjómannasambandsins og
gera upp mál þessara ungu
manna. Ég ætlaði að ljúka þessu
máli á friðsaman hátt, sagði Ósk-
ar við blaðamenn i gær, og fór
fram á að útgerðin borgaði fyrir
þá flugfar heim aftur. Ótgerðar-
maðurinn lofaði þessu en ég
heyrði haft eftir honum sama dag
að þeir skyldu aldrei sleppa svo
vel. 1 dag hef ég svo árangurs-
laust reynt að ná sambandi við
þennan mann en hann hefur ekki
látið sjá sig.
Skv. útreikningum Sjómanna-
sambandsins á Ben George 276
þúsund krónur fyrir vinnu sina á
Sögu en hefur aöeins fengið
greidd ar 106 þúsundir. John A.
Ajayi, sem var ráðinn sem vika-
piltur en kaup þeirra er nú 52 þús,-
undir á mánuði, hefur fengið
sömu upphæð borgaða og á þvi
inni um 40 þúsund kr. Er þá ekki
gert ráð fyrir hinum óheyrilega
langa vinnutima.
Þá sagðist Öskar hafa grun um
að svertingjunum væri stolið úr
landi i Nigeriu og hefðu ekki til-
skylda passa eins og skipstjóra er
skylt að ganga úr skugga um.
Passarnir eru enn i fórum skip-
stjórans og hafa þeir ekki fengist
frá honum. Nú hafa þeir Ben og
John mestar áhyggjur af þvi að
komast ekki inn i Nigeriu aftur.
Skipstjórinn hafði ekkert út á
vinnubrögð þessara skipverja að
setja en lét jafnframt þau orð
falla i viðurvist Óskars að þeir
væru ekki eftir sinu höfði. Þá
sagði Óskar að framburður konu
skipstjórans sem var með i för-
inni væri ósamhljóða skipstjóran-
um.
Sjómannasambandið mun nú
beita sér fyrir þvi að nigeriu-
mennirnir verði sendir heim til
sin á kostnað rikisins en það hefji
svo málsókn gegn útgerðinni.
Ennfremur verður Samband al-
þjóðaflutningaverkamannanna
(ITF) látið vita.
Forráðamenn Sjómannasam-
bandsins létu þess getið i gær að
þetta væri einkennandi fyrir is-
lenska ævintýraútgerð að koma
sér hjá þvi að borga kaup skv. is-
lenskum samningum og reyna að
græða sem allra mest. Þó væri
kaup islenskra farmanna ekkert
til að státa sig af.
Þess skal að lokum getið að þeir
Ben George og John A. Ajayi voru
á blaðamannafundinum i gær og
skýrðu mál sin og buðu af sér hinn
besta þokka. — GFr.
Slátursalan brann
Lekur gaskútur var orsök brunans
að sögn slökkviliðsins
Miljónatuga tjón varð I gær-
morgun, þegar kviknaöi i húsi
Sláturfélags Suðurlands við
Skúlagötu i Reykjavík. Eldurinn
kom upp I slátursölunni og orsök
*hans er talin vera lekur gaskútur,
en á milli 40 til 50 propan gaskút-
ar voru geymdir þarna, en þeir
voru notaðir viö að sviöa kinda-
hausa. Gas lak með ventli á ein-
um kútnum og barst með ioft-
ræstingarröri yfir I herbergiö,
þar sem verið var aö sviöa og þá
þurfti ekki að sökum að spyrja
eldur varð þegar laus.
Og fljótlega magnaðist eldurinn
mjög og gaskútarnir tóku að
springa og gasið streymdi út og
nærði eldinn mjög. Telur slökkvi-
liðið það mestu mildi að ekki varð
þarna stórslys á fólki.
Það var kl. 7.44 i gærmorgun,
sem tilkynningin um að eldur
væri laus hjá SS við Skúlagötu,
barst til slökkviliðsins og þegar
það kom á staðinn var mjög mik-
ill eldur laus og hitinn óskaplegur
að sögn, eins og jafnan I gaseldi.
Það tók slökkviiiðið ekki nema
rúma hálfa klukkustund að ráða
niðurlögum eldsins og er þaö vel
af sér vikið. Vakt var samt á
staðnum fram yfir hádegið.
Þarna varð mjög mikið tjón,
bæði skemmdust, matvæli, vélar
og svo húsnæðið, þannig að tjónið
er talið nema tugum, jafnvel
hundruðum miljóna kr.
Um tima voru nærliggjandi hús
talin i hættu, einkum Lindargötu-
skólinn, sem er timburhús, en þar
sem slökkviliöinu tókst að ráða
niðurlögum eldsins á tiltölulega
skömmum tima, þurfti ekki aö
rýma skólann.
Þrátt fyrir tvo bruna hjá SS
þarna á Skúlagötunni með stuttu
millibili er fyrirtækið ekki talið
standa sig verr en aðrir hvað
brunavörnum viðkemur. Þarna
var aðeins um að ræða óhapp,
sem hvenær og hvar sem er getur
komið fyrir.
— S.dór
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21
mánudaga til föstudaga, kl. 9-12 á laugar-
dögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná i blaöa-
menn og aöra starfsmenn blaösins i þess-
@81333
um simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257
og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent
81348.
Einnig skal bent á heimasima starfs-
manna undir nafni Þjóðviljans I sima-
skrá.
Ráðstefna ungra sósíalista í Þinghóli í Kópavogi kl. 10 í dag
DIÖÐVIUINN
Laugardagur 6. nóvember 1976
í gær