Þjóðviljinn - 18.11.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.11.1976, Qupperneq 3
Kimmtudagur 18. névember X976 ÞJÓÐVILJINN —SÍÐA 3 Þekkasta skáld a- þjóðverja gert útlægt á emnig von á „erfiðleikum vestan megin AUSTUR-BERLÍN 17/11 — Austurþýska skáldið og vlsna- söngvarinn Wolf Biermann hefur verið gerður útlægur þaðan úr landi. Hann er nú staddur i Vestur-Þýskalandi i söngferð. Biermann hefur verið bannað að syngja opinberlega i heimalandi sinu siðan 1965, en i siðasta mán- uði veittu yfirvöld honum ieyfi til umræddrar ferðar til Vestur- Þýskalands. Nú hefur honum ver- ið tilkynnt að hann hafi verið sviptur austurþýskum rikisborg- ararétti og fái ekki að snúa heim. Faðir Biermanns var myrtur af nasistum i Auschwitz sökum þess að hann var hliðhollur kommún- istum. Biermann, sem nú er fert- ugur að aldri, flutti árið 1953 frá Hamborg til Austur-Berlinar á þeim forsendum, að af þýsku rikjunum tveimur væri Austur- Wolf Biermann — fer I taugarnar á valdhöfum báðumegin múrs. Þýskaland betra. Meginatriðið i viðhorfum Biermanns er það, að ungir austur-Þjóðverjar eigi ekki að flýja vestur, heldur að vera um kyrrt og leitast við að byggja upþ góðan kommúnisma. Haft er eftir nánum vini skáldsins: „Wolf er samviska landsins og hefur varið mestum hluta lifs sins til að segja fólki að það ætti ekki að hlaupa frá öllu saman, heldur að Agee rekinn frá Bretlandi Segir CIA reyna að grafa undan stjórn Jamaíku LUNDUNUM 17/11 — Breska inn- anrikisráðuneytið hefur visað úr landi frægum strokumanni úr bandarisku leyniþjónustunni CIA, og er honum gefið að sök að hafa meðal annars haft sambönd við erlenda njósnara, dreift vissum upplýsingum og reynt að afla vissra upplýsinga og með þessu öllu skaðað öryggi Bretiands. Maður sá sem hér um ræðir heitir Philip Agee og telur hann að bresk stjórnarvöld hafi vlsað hon- um úr landi vegna þrýstings frá CIA, sem vilji fyrir hvern mun hindra útkomu nýrrar bókar um starfsemi leyniþjónustustofnunar þessarar, sem Agee vinnur nú að. Agee hefur þegar sent frá sér eina bók um starfsemi CIA, sem varð stofnun þeirri og bandarisk- um stjórnarvöldum i heild til mikillar hrellingar. Hann hefur látið i ljós að I hinni nýju bók sýni hann fram á, að CIA noti sams- konar aðferðir og hún gerði sig seka um i Chile hvar sem er i heiminum, þar á meðal i Vestur- Bresjnefs og Tito Áhersla lögð á sjálfræði kommún- ista flokka BEOGRAD 17/11 — Viðræöum þeirra Bresjnefs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, og Titos Júgóslavluforseta lauk i dag meö þvl að báðir undirrituðu yfir- lýsingu, sem talin er fela i sér skuldbindingu sovéskra ráða- manna um að virða i einu og öllu sjálfstæði Kommúnistaflokks Framhald á bls. 14. Philip Agee — heldur ótrauður; áfram að ljóstra upp um myrkra- verk fyrrverandi húsbænda og Austur-Evrópu, Afriku og Austurlöndum fjær. Agee var ný- lega á Jamaiku og er sagður hafa þekkt niu CIA-njósnara i starfs- liði bandariska sendiráðsins þar. Hann heldur þvi fram að CIA hafi þar með höndum aðgerðir til að grafa undan hinni vinstrisinnuöu stjórn Michaels Manely, sem Bandarikin hafa illan bifur á. Segist Agee hafa varað jamaiku- menn við aðgerðum CIA til að grafa undan stjórninni og bent á að aðferðir þessarar bandarisku leyniþjónustustofnunar væru mjög áþekkar þeim, sem hún hefði beitt i Chile gegn stjórn All- endes. Getur Agee þar væntan- lega trútt um talað, þvi að sjálfur starfaði hann á sinum tima fyrir CIA I Suður-Amériku. Hann segist ekkert hafa gert sem skaðað geti öryggi Bret- lands, en vegna bókarinnar, sem hann hefur i smiðum, sé honum nauðsyn að hafa aðgang að heim- ildum i Lundúnum. En hann telur CIA staðráðna i að hindra að hann komi bókinni út. — 1 gær visaði breska innanrikisráðuneytið úr landi öðrum bandarikjamanni, blaðamanni að nafni Mark Rosenball. Er hann sakaður um að hafa náð i til birtingar upplýs- ingar skaðlegar öryggi Bret- lands, þar á meðal efni sem orðið geti „þjónum krúnunnar” til vandræða. reyna að gera kommúnismann að veruleika. Nú hafa þeir (austur- þýskir valdsmenn) með brögðum komið honum i útlegðina, sem hann vildi ekki fara i.” Biermann er eitthvert þekkt- asta og jafnframt umdeildasta skáld Austur-Þýskalands og nýt- ur aðdáunar fjölmargs fólks, einkum þess yngra, i þýsku rikjunum báðum. Hann er ómyrkur i máli i gagnrýni sinni á austur-þýska valdhafa og hefur sakað rikjandi flokk landsins, Sósialiska einingarflokkinn, um einræði, en var engu að siður ósammála afstöðu vina sinna, sem flýðu vestur yfir. Um einn þeirra, Florian Havemann, kvað hann: „Florian situr nú á bak við múrinn (Berlinar-múrinn) og heldur að hann sé fyrir framan hann.” Vesturþýski rithöfundurinn Heinrich Böll sagði i dag I sjón- varpsviðtali að Biermann hefði orðið mikið um fréttina og að hann vildi snúa aftur til Austur- Þýskalands, þar sem hann á konu og hálfs árs gamalt barn. Þar að auki sagði Böll að Biermann ætti von á erfiðleikum i Vestur-Þýska- landi sökum kommúniskra skoð- ana sinna, en slikar skoðanir eru nú allt að þvi bannaðar þar i landi. Sagðist Böll meira að segja efast um að Biermann fengi þar starf sem kennari. Austur-þýskir rithöfundar styðja Biermann AUSTUR-BERLIN 17/11 Reuter — Hópur austurþýskra rithöfunda mótmæiti i dag þeirri ráðstöfun stjórnarvalda að gera skáldiö og visnasöngvarann Wolf Biermann útlægan. Hvetja rithöfundarnir ráðamenn landsins til að endur- skoða þá ákvörðun sina að svipta Biermann rikisborgararétti og neita honum um leyfi til að snúa heim, en hann er nú i söngferða- lagi I Vestur-Þýskalandi. Olíuhringar ráðast gegn skipaeigendum A samdráttartimum undan- farinna ára hefur verulega dregið úr vöruflutningum með skipum, sem aftur hefur haft i för með sér samdrátt I skipa- smlðum, rekstrarvandræði skipasmiðastöðva og aukið at- vinnuleysi. Verst hafa þó olíu- flutningaskipin orðið úti. Fyrir- tæki þau, sem hafa útgerð þeirra með höndum, hafa orðið að draga saman seglin i stórum stil, leggja skipum, fækka ferð- um annarra og draga til baka pantanir hjá skipasmlðastöðv- um. Hins vegar er svo að sjá að einn aðili að minnsta kosti tapi ekki á þessum samdrætti nema siðursé, en það eru stærstu olíu-. auðhringarnir sjálfir, sérstak- lega svokallaðar „sjö systur”, en svo eru gjarnan nefndir vold- ugustu hringarnir á þessum vettvangi, að mestu leyti bandariskir og breskir að fjár- magni. Það er fleira en hinn alhliða efnahagslegi samdráttur, sem er að kippa fótunum undan sjálfstæðri útgerð á oliuflutn- ingaskipum. Siðustu árin hefur margt breyst á vettvangi oliu- vinnslu og oliuflutninga. Oliu- fundirnir i Kina, Alaska og i Norðursjó hafa i för með sér að Persaflóasvæðið verður ekki eins drottnandi á markaðnum og fyrr. 1 samræmi við það minnkar hlutfallslega þörfin fyrir oliuflutningaskip á löngum leiðum, það er að segja frá Persaflóa til Vestur-Evrópu, Japans og Norður-Ameriku. Að sögn bandariska blaða- mannsins George Lauriat, sem vinnur við timarit um oliumál og oliuskipaútgerð, útgefið i Hongkong, hyggjast oliuauð- hringarnir stóru i þessu sam- bandi fara þannig að, sem nú skal greina. Þeir draga ekki til baka pantanir sinar hjá skipa- smiðastöðvum, sérstaklega ekki á smiðum oliuskipa af stærstu gerðum. Vegna stærðar sinnar, margbreytilegra mögu- leika i rekstri og svo til tak- markalausra yfirráða yfir auð- magni geta þeir vel þolað það, að hafa eitthvaö af þeim oliu- skipaflota, sem þeir eiga sjálf- ir, aðgerðalitið eða aðgerða- laust næstu árin. Spádómar ým- issa efnahagsspekinga kváðu nú ganga i þá átt, að búast megivið að samdráttarskeiðinu ljúki á næsta áratug. Þegar þar að kemur, verður meö núverandi áframhaldi svo komið, að olíu- risarnir geta flutt mestan hluta þeirrar oliu, sem þeir versla með, á eigin skipum og losnað þannig við þá samkeppni, sem Framhald á bls. 14. Fjölmenn kröfuganga breskra verkamanna gegn efnahagsfyrirœtlunum stjórnarinnar LUNDUNUM 17/11 — Um 20.000 manns úr verkalýðssamtökum Bretlands og Verkamannaflokkn- um fóru i dag I kröfugöngu að hliðum breska þinghússins og kröfðust þess að stjórnin drægi á engan hátt úr fjárveitingum af hálfu hins opinbera, þar eð slikt er liklegt til að auka atvinnuleysi og rýra kjör„verkamanna. Nokkr- ir þingmenn I vinstra armi Verkamannafiokksins voru I far- arbroddi göngunnar, sem er talin krókalaus atlaga gegn fyrir- ætlunum rlkisstjórnar flokksins I efnahagsmálum, en stjórnin heldur þvi fram að þær ráðstaf- anir séu nauðsynlegar til að rétta pundið af. Þúsundir lögreglumanna voru á verði við þinghúsið og aðrir voru á verði i hliðargötum meö- fram gönguleiðinni. Gangan hófst i Hyde Park og stöðvaði um skeið mestanpart umferðina i miðborg Lundúna. Nokkrum hluta göngu- manna var hleypt inn i þinghúsið til að þeir gætu talað máli sinu við þingmenn, og komtil heitra orða- skipta með göngumönnum og þingmönnum i göngum hinnar fornu byggingar. 7 drepnir á hóteli í Amnian AMMAN 17/11 Reuter. — Fjórir menn vopnaðir byssum, sagðir úr palestinskum samtökum kölluð- um Svarti júnl, réðust I dag inn i Intercontinental Hotel i Amman, höfuðborg Jórdaniu, og tóku 150 manns I gislingu. Sérþjáifaður jórdanskur herfiokkur réðist inn i hóteiið og felldi þrjár skæruliða þessara, en sá fjórði var tekinn tii fanga, alvarlega særður. Einn þeirra var talinn japanskur. Tveir jórdanskir hermenn og tveir hótelstarfsmenn voru einnig drepnir i bardaganum og tiu til fimmtán manns munu hafa særst alvarlega. Tilgangur fjórmenn- inganna með þessari aðgerð mun hafa veriö að neyða jórdönsku stjórnina til að fordæma sam- komulag arabaleiötoga um Libanon, sem gert var á ráðstefn- um i Riad og Kairó i siöasta mán- uði. Svarti júni hefur nafn af þvi, að það var I júni siðastliðnum sem sýrlenski herinn réðist inn i Libanon og gekk i lið með hægri- mönnum i borgarastríðinu Svarti júni minnti áður á sig með árás á hótel I Damaskus 26. sept., en þá biðu fjórir gislar bana áður en sýrlensk herlögregla bugaði skæruliðana. Einn þeirra féll i viöureigninni og hinir voru hengdir að viðstöddu fjölmenni morguninn eftir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.