Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvemfeer 1976 Matvæla- eftirlit og framkvæmd þess Aö undanförnu höfum við kornið inn á matvælaeftirlit hérna á siðunni. Þvi þótti okkur ekki úr vegi að glugga dálitið i þær reglugerðir og lagafyrir- mæli. sem snerta matvörur og aðrar neyslu- og nauðsynjavör- ur. Fljótlega kom í ljós, að hérna var ekki ráðist á garöinn þar sem hann er lægstur. Um þctta mál hafa nefnilega ein fimm ráðuneyti sett fjölmargar reglugerðir. Þessi ráðuneyti eru heilbrigðis-, viðskipta-, land- búnaðar-, sjá varútvegs- og menntamálardöuneytið. Þar sem sum af vitaverðustu brot- um á þessum reglugerðum varða við almenn hegningarlög heyrir þessi málaflokkur þvi að hluta til undir dómsmálaráðu- neytið. Það er þvi alveg ljóst að hér verður ekki gerð nein alls- herjarúttekt, heldur aöeins fjallað um fáein atriði, sem snerta nýútkomnar reglugerðir. Þegar leitað er eftir upp- lýsingum um þessi mál kemur heldur betur i ljós, að ýmis vandkvæði eru á þvi að fá svör við áleitnum spurningum. Yfir- leitt eru flestir allir af vilja gerðir aö greiða götu manns, en þar sem málið er flókið og margir aðilar, sem koma við sögu er erfitt að átta sig á verkaskiptingunniog hún ersið- ur en svo ljós i öllum tilvikum. Þær upplýsingar, sem koma fram hérna á siðunni eru byggðarupp á þvi, sem stendur i reglugerðunum og svo á viðtöl- um við ýmsa aðila. Yfirstjórn matvælaeftirlitsins hvilir á heilbrigðisráðuneytinu og er framkvæmdin i höndum Heilbrigðiseftirlits rikisins. Auk þess hafa önnur ráðuneyti, eink- um viðskiptaráðuneytið með höndum vissa hluta þess. A siðustu árum hafa verið settar eftirtaldar reglugerðir: Arið 1973 var sett reglugerð um mjólk og mjólkurvörur (nr. 269), reglugerð um varnir gegn mengun matv. af völdum blýs og kadmiums i matarilátum (nr. 242) svo og reglugerð um merkingu matvæla og annarra neysluvara, sem seldar eru i smásölu. Arið eftir komu svo reglugerðir um iblöndun nitrata og nitrita i kjöt, kjötvörur og aðrar sláturafuröir (nr. 243), reglugerð um gerð iláta undir hættuleg efni og merkingu þeirra (nr. 91) og loks reglugerð um flokkun eiturefna og hættu- legra efna (nr. 93). A þessu ári kom svo reglugerð um tilbúning og dreifingu matvara og ann- arra neyslu- og nauösynjavara (nr. 250). Reglugerð um vörumerkingar Með nýrri reglugerö um merkingar matvara, sem viðskiptaráðuneytið sendi frá sér árið 1973 var brotið blaö i þessum efnum. Þvi miður tók til hnifs og skeidar Umsjón: Þórunn Siguröardóttir þessi reglugerð samt ekki gildi fyrir öll matvæli samtimis, heldur var hafður sá háttur á, að viðskiptaráðherra ákveður með auglýsingu hvaða vöru- tegundir skuli merkja samkvæmt þessari reglugerð. Auk þess eru ýmis ákvæði þess- arar reglugerðar mjög loðin og hún gengur ekki nógu langt i þeim efnum að skylda framleiðendur til þess að upp- lýsa innihald matvælanna. Fyrsta auglýsingin kom út í mai' i fyrra og tekur einungis til unninna kjötvara, sem seldar eru I smásölu. Reglugerðin átti að taka gildi þann 1. júní siðast- liðinn, þ.e. framleiðendum var gefinn eins árs aðlögunarfrest- ur. Litið er þó farið að framfylgja ákvæðum þessarar reglugerðar vegna þess að fjórir stærstu framleiðendurnir (SIS, KEA, SS og Búrfell) rituðu viðskiptaráðuneytinu i samein- ingu bréf og óskuðu eftir þvi að merkingaraðferöin, sem þeir hugðust nota fengi viðurkenn- ingu. Bentu þeir á að þeim þætti reglugeröin torskiljanleg, eink- um hvað snertir merkingar á innihaldi varanna. Þessi auglýsing virðist að sumu leyti ganga skemmra en reglugerðin frá 1973. Til dæmis segir i reglugerðinni, að gefa skuli upp geymsluþol og siðasta söludag,en i auglýsingunni seg- irað tilgreina skuli siðasta sölu- dag ,,sé þess nokkur kostur”. Auk þess er ekki kveðið eins skýrt á um það i auglýsingunni að gefa þurfi upp magn allra efnisþáttanna. Þessar breyt- ingar geta rýrt upplýsingagUdi merkinganna fyrir neytendur. Og að sjálfsögðu þyrfti aö til- greina það i auglýsingunni hvað kerfi á að notast við merkingu vörunnar, hvort gefa eigi upp magn næringarefnanna, hvort nota eigi prósentutölur o.s.frv. Talsverðan tækjakost þarf til þess að koma merkingum af þessu tagi i framkvæmd. Fyrir- tækið Vörumerking hf., sem hefur sérhæft sig i að prenta merkimiða i þessum tilgangi hefur haft nóg að starfa. Auk þess þurfa framleiðendurnir að kaupa vélar til þess aö stimpla á miðana verð, dagsetningu o.fl. Munu nokkrir af minni framleiðendunum hafa slikar vélar i pöntun. Kjötkaupmennirnir, sem selja kjötvörur, sem unnar eru og pakkaðar á sölustaðnum eru fyrir utan þessa reglugerð, en trúlegt er að þeir munu siðar fylgja stærri framleiðendum. Reglugerð um tilbún- ing og dreifingu matvæla, A þessu ári kom svo út reglu- gerð heilbrigðiseftirlitsins um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara sem á að taka gildi 1. mars næstkomandi. 1 þessari reglugerð eru ýmis viðbótarákvæði um merkingar matvæla, þannig að framleiðandi — sem ætlar að fara að lögum verður að merkja vörur sinar i samræmi við báð- ar þessar reglugerðir. Við fyrstu sýn virðist ýmislegt stangast á við reglugerð viðskiptaráðuneytisins. Þarna er t.d. að finna ákvæði um gerð stafa, sem notaðireru til þess að upplýsa nafn og eiginleika mat- vælanna. Eiga þeir að vera a.m.k. 3 mm á hæð og jafnlit- sterkir þeim, sem notaðir eru við aðalauðkenningu vörunnar. Einnig erú þarna ákvæði um að djúpfrystar matvörur skuli merktará viðeigandi hátt o.fl. I lok reglugerðarinnar er tekið fram, að veita megi undanþág- ur frá ákvæðum þessarar reglu- gerðar. Virðist þetta gert gagn- gert i þeim tilgangi að framleiðendum unninna kjöt- vara verði ekki gert of erfitt fyrir, en þeir hafa a.m.k. sumir hverjir nú fest kaup á vélum, sem ekki fullnægja skilyrðum þessarar nýju reglugerðar. I reglugerð heilbrigðisráðu- neytisins eru fjöldamörg önnur nýmæli. 1 þeim er flokkaður listi yfir aukefni i matvælum. Samkv. skilgreiningum þessa lista er innihaldi matvæla skipt i þrjá flokka: efnisþætti, auka- efni og aðskotaefni. Reglugerð- in nær fyrst og fremst til auk- efnanna, en það eru efni, sem framleiðandinn blandar i mat- vælið og gegna þar ákveðnu hlutverki. Þessum aukefnum er skipt i þrjá flokka eftir hlut- verki. 1 fyrsta flokki eru nær- ingarefni og fæðutegundir eins og til dæmis A og D-vitamin, sem eru aukaefni i smjöliki. I öðrum ílokki eru tæknileg hjálp- arefni eins og til dæmis rot- varnarefni (saltpétur) i skinku. 1 þriðja flokki eru til skynverk- andi aukefni eins og t.d. litar- efni i lituðum vintegundum og brjóstsykri. Rétt er að benda á aðþessi reglugerð tekur ekki til svonefndra aðskotaefna, en það eru efni, sem finna sér leið i matvæli án þess að gegna þar nokkru hlutverki eins og t.d. skordýraeitursleifar. Ennþá er engin reglugerð til yfir slik efni i matvælum. Aukefni, sem notuð eru i mat- væli eru hátt á annað þúsund talsins og eru ýmist náttúruleg eða gerviefni. í reglugerðinni er ölhim al- gengustu matvælum skipt i 14 flokka. Fyrir hverja tegund matvæla eru talin upp þau auk- efni, sem heimilt er að nota i viðkomandi vörur svo fremi að efnið sé álitið aðgæsluvert. Notkun allra annarra aukefna (þ.e. þeirra skaðlausu) er háð skriflegu leyfi heilbrigðiseftir- lits rikisins. Slik efni lenda þvi utan við reglugerðina. Eftirlit með framkvæmd Hvernig er eftirlitinu svo háttað? Vonandi verður þessum nýju reglugerðum framfylgt af meiri dugnaði en ýmsum eldri reglugerðarákvæðum. Arið 1973 kom t.d. út reglugerð á'vegum landbúnaðarráðuneytisins um meðferð og merkingu sláturaf- urða af alifuglum. Ekki eru þess teljandi merki, að vörumerk- ingarákvæðum þessarar reglu- gerðar sé framfylgt, ef marka á þær upplýsingar, sem við höfum aflað okkur og er þó reglugerðin orðin þriggja ára gömul. Hér er það þó aðeins einn aðili, sem hefur framkvæmd eftirlitsins með höndum, sem sé héraðs- dýralæknir á hverjum stað. Það er þviljóst, að þráttfyrir þær reglugerðir, sem þegar eru fyrir hendi, vantar oft mikið á bæði, að reglugerðirnar séu nægilega samræmdar og skýrar og að eftirlit með framkvæmd þeirra sé nægilega strangt. Núna hafa nýlega verið settar á stofn Matvælarannsóknir rikisins. Er það óskandi, að sem fyrst verði unnt að koma öllu opinberu eftirliti fyrir á þeirri stofnun, en hún heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Af þessum linum er ljóst, að nú er veriö að gera mikið átak i þvi að bæta úr eftirlitsmálum matvælaiðnaðarins og er það vel. En jafnframt er það von okkar, að varanleg lausn finnist nieð þeim hætti, að sem fæstir aðilar beri ábyrgðina á framkvæmd þessa eftirlits.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.