Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. nóvemííer 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Óþægur biskup frá Chile: Skammar kirkjuna fyrir hugleysi Ilelmut Frenz er óvanalegur fulltrúi evangeliskrar kirkju. Hann segir i predikunum, aö hún sé óhæf um að gegna þvi hlutverki sinu að hjálpa þeim „fátæku og arðrændu, hungruöu og pynt- uðu”, vegna þess að hún sé mett og of háð þeim sem með völd fara. 1 stað þess aö útskýra fyrir mönnum hinar eiginiegu ástæöur eymdarinnar tali hún i hálfum hljóðum af ótta við að koma sér i vandræði við kerfiö. Helmut Franz var til skamms Helmut Frenz: kirkjan er södd, feit og rik... tima biskup hinnar lútersku kirkju i Chile. Pinochet lét reka hann úr landi i fyrra vegna þess að hann hafði skýrt umheimi frá glæpum herforingjaklikunnar. Hann hafði skýrt frá pólitiskum morðum, falið flóttamenn i húsi sinu og hjálpað flóttamönnum að koma sér fyrir i öðrum löndum. Sameinuöu þjóðirnar hafa veitt honum heiðurspening þann sem kenndur er við Friðþjóf Nansen fyrir þetta starf, og ýmsir hafa stungiö upp á þvi að hann hljóti friðarverðlaun Nóbels. Helmut Frenz hefur verið mikill friðarsinni allt frá þvi að hann reikaði ungur drengur um brennandi stræti Berlinar i striðs- lok yfir lik og rústir. En hann var fullkomlega ópólitiskur kirkj- unnar þjónn þegar hann tók til starfa i Chile 1965 i iðnaðarborg- inni Concepcion i Chile. En kynni hans af neyð fátækrahverfanna, af atvinnuleysi og vonleysi hinna útskúfuðu hefur gert hann aö samherja þeirra fátæku. Pinochet kallar hann Moskvu- agent. Þegar Salvador Allende var kosinn forseti studdi Helmut Frenz stefnu hans þvi hann sá að nú var „i fyrsta sinn eitthvað gert fyrir þá fátæku”. Samúð hans með sólialistanum Allende tryggði honum stuðning verka- manna, en erkiihaldssamir þýskir söfnuðir Chile, sem eru mjög tengdir landeigendaaftur- .haldi þar i landi, sýndu vaxandi fjandskap hinum óþægilega biskupi. Tveim árum eftir valda- rániö tókst svo að reka hann á brott með þvi að meina honum að snúa aftur frá ráðstefnu i Genf um pólitiska fanga. Helmut Frenz hefur siðan verið prestur i Hamborg og haft for- göngu um skipulagningu hjálpar- starfsemi við fangelsaða og of- sótta i Chile. NEMAR Viljum ráða nema í ketil- og plötusmiði og rafsuðu Landssmið j an Góóaferó tíl Grænlands Viö gerum ráð fyrir að ferðaf jöldi okkar næsta sumar til Kulusuk og Narssarssuaq í Grænlandi verði svipaður og síðast liðið sumar. Þá f lugum við 5 sinnum i viku til Kulu- suk og 4 sinnum i viku til Narssars- suaq. Ferðirnar til Kulusuk eru eins dags skoðunarferðir, og er flogið frá Reykjavíkurflugvelli. Til Narssarssuaq er aftur á móti flogið frá Keflavikurflugvelli. i Narssarssuaq er gott hótel með til- heyrandi þægindum, og óhætt er að f ullyrða að enginn verður svikinn af þeim skoðunarferðum til nærliggj- andi staða, sem í boði eru. I Grænlandi er stórkostleg náttúru- fegurð, og sérkennilegt mannlíf, þar er að finna samfélagshætti löngu liðins tíma. Þeir sem fara til Grænlands í sum- ar munu örugglega eiga góða ferð. FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR ISLAJVDS Félög þeirra sem ferðast TILBUNAB A 3 MIN.! \1FAS SAMINM ]R OFIB I MABjECIMH Ljósmyndastofa AMATOR LAUGAVEGI 55 ^ 2 27 18 Sálfræðingur Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa sem fyrst. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 1. des. n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar milli kl. 11-12 i sima 25500. L _______________ RH Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 Tilkynning um eigendaskipti á fyrirtækinu „Verslunin Baldursbrá" Undirrituð hefi selt Kristinu Eyfells, Barmahllö 22, Reykjavlk fyrirtæki mitt „VERSLUNIN BALDURSBRA” Skólavörðustíg 4A & B, ásamt nafni og „goodwill” fyrir- tækisins. Reykjavlk í nóvember 1976 Kristln M. Jónsdóttir. Um leiö og viö þökkum hinum fjölmörgu viðskiptavinum okkar góð samskipti um langt árabil, vonum viö að verslunin fái aö njóta viöskipta þeirra framvegis. Ingibjörg E. Eyfells. Kristin M. Jónsdóttir. Undirrituð hefi keypt „VERSLUNINA BALDURSBRA”, Skólavörðustíg 4A & B, fyrirtæki Kristínar M. Jónsdóttur, ásamtnafniog „goodwill” fyrirtækisins. Verslunin verður rekin áfram á sama stað. Reykjavík í nóvember 1976 Kristln Eyfells. „Verslunin Baldursbrá” verður fyrst um sinn aðeihs opin á laugar- dagsmorgnum, kl. 9-12 f.h. frá og með 4. des. n.k. Mun verslunin kappkosta að vanda þjón- ustu sina framvegis sem hingað til. Tökum aö okkur nýlagnir I hús, viðgerðir á eldri raflögnum og raftækjum. RAFAFL SVF. Kynniö ykkur af- sláttarkjör Rafafls á skrifstofu félagsins, Barmahlíö 4 Reykja- vik, simi 28022 og i versluninni að Austur- götu 25 Hafnarfirði, simi 53522. Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.