Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 12
12;StÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 SIÐARI HLUTI Skemmtilegir menn — Þúhefurortvisurum marga sérkennilega menn i Eyjum? „Það má til sanns vegar færa. Það var mikiö af skemmtilegum mönnum i Eyjum. Ég get til að mynda sagt þér frá hvernig „Sæsavalsinn” varð til. Það var bifvélavirki i Eyjum, ljómandi maður, ölkær eins og allir góðir menn. Þegar hann var i þvi, þá kom hann stundum til min og hristi annan jakkaboðung- inn og sagði: „Ég get nú sagt þér þaö Asi, að það geta fleiri búið til lög en þú og Oddgeir Kristjánsson, og jafnvel texta”. „Jæja, vinur,” sagði ég og svo flautaði hann lafastúf, alltaf sama lagstufinn, þann sem „Sæsavalsinn” byrjar á. Þetta var orðiö að plágu fyrir mig, þrátt fyrir það að indælis drengur ætti i hlut. Svo var þaö einhverju sinni heima hjá Odd- geiri, eittkvöld, rétt fyrir Þjóðhá- tið að við erum i gasaskapi og ég segi við Oddgeir: „Nú er ekkert með þaö, við leysum okkur undan þessu, þú skrifar lagiö upp og ég sem texta á stundinni”. Þessi kross var nefnilega kom- inn á Oddgeir lika, hann kom lika til hans og hristi boðunginn. Odd- geir tók dræmt I þessa tillögu mina. Segir þetta vera lélegt lag og dregur úr þessu. „Lélegt lag”, segi ég. „Þetta er stórfint lag”. ,,Ja, þú segir nokkuð”, segir Oddgeir þá. Nema hvað. Hann skrifar lagiö upp og ég sem textann á meöan en hann byrjar svona: „Er kvöidskuggar læðast um tinda og tjöld, þá tökum við upp einn hnall”... — Hnallurinn, kemur oft fyrir i visunum þinum, var mikið um pinnamenn i Eyjum á þessum ár- um? „Blessaður vertu, það voru al- mennilegir menn i Eyjum. Það voru að visu til fáeinir reglumenn i Eyjum, en þvi miður, þeir voru svo leiðinlegir, þvi miður. Gleði- menn hafa alltaf haft gaman af að fá sér i staupi. Þarna voru snill- ingar i Eyjum. Ég gæti fyllt tutt- ugu blöð af sögum um skemmti- lega menn i Vestmannaeyjum.” —• Sefðu mér frá nokkrum skemmtilegum mönnum sem þú kynntist. ,,Ja, Sigurbjörn Sveinsson, barnabókahöfundurinn, var auð- vitað alger snillingur. Hann er enn i dag besti barnabókahöfund- ur á Islandi. Hann var töframað- ur. Hann kom úti Eyjar, sem kennari, húnvetningur aö ætt. Þegar ég var 10 ára gamall, var ég i bekk hjá honum. Við vorum ekki miklir menningarmenn, fjörulallarnir i Vestmannaeyjum, Nei, við vorum snarvitlausir i timum og óhemjandi. Sigurbjörn var skrýtinn i okkar augum og það varð til þess að hann réö ekk- ert við okkur. Nema þegar hann fór að segja okkur sögur, þá þagnaði þessi skrill og steinþagði. Hann náði slfkum tökum á okkur að við vorum i rúsi. Nei, Sigur- björn var alger töframaður, ljúf- ur og elskulegur. Mig skortir orð til að lýsa honum. Þarna var og Baldvin Björns- son, gullsmiður, einn af þessum sniilingum til orös og æöis. Ég get sagt þér eina frábæra sögu af Baldvin. Einu.sinni voru þeir að drekka og þrýtur ölið eins og oft vill verða. Engir peningar. Gull- smiðurinn býr til litið dýr, setur i púrtvinsflöskuna tóma, fer með hana i vinbúðina og segir við af- greiðslumanninn: „Það hefur orðið slys. Sérðu hvað er i flöskunni. Þetta vin hef ég drukkiö og ég veit ekki nema þetta sé eiturfluga, sem er i flösk- unni, við skulum gera gott úr öliu, þú lætur mig hafa 3 flöskur og ég geri ekkert úr málinu”. Hann fékk flöskurnar 3, en það sem hann haföi smiðað og sett i flöskuna, var i fluguliki. Og þetta er alveg sönn saga. Einn ágætur vinur minn var Bjarni Guöjónsson, tréskurðar- maður. Hann var vinur Baldvins. Baldvin hafði verkstæöi þá uppá lofti i Drifanda, sem þá var við Bárugötuna, en úr glugga Bald- vins sá útá götuna. Nú var það eitt sinn að Bjarni var hjá honum og-frúin, sem var þýsk, færir þeim te. Þá heýrist mikill þytur og konan segir aö það sé liklega að koma skip. „Já, segir Baldvin, það er á- byggilega að koma skip”. Svo heyrist þetta aftur, eins og drunur i skipsflautu. Og konan segir að sennilega sé skipið bara komið inná höfnina, en svo fer hún. Þá segir Baldvin: „Það er verið að gefa okkur merki”. Þá var það vinur þeirra, sem átti kró fyrir neöan og þar á loft- inu var hans brennivinsstaður. Eitt flaut þýddi ein flaska, tvö stuð i þokulúðurinn þýddi tvær flöskur o.s.frv. Svö löbbuðu þeir sig út auðvitað. Sennilega hefur Baldvin verið besti gullsmiður á Islandi og svo skemmtilegur að hann hefur átt fáa sina lika. Hjörtþór Hjörtþórsson, vinur minn, alveg stór undarlegur mað- ur, svo undarlegur, að enn i dag velti ég þvi fyrir mér, — var hann að spauga með okkur eða við með hann. A þeim árum, þegar ég var um tvitugt, tók hann upp á þvi, aö snýta sér, með þvilikum ósköp- um, að aldrei hefur heyrst annað eins á Islandi, og kannski aldrei i neinu nefi um viða veröld. Og hann gékkst uppi þessu og iét borga sér 25 aura fyrir stuðið. Við hátiðleg tækifæri, eins og á Þjóð- hátið, þá var hann að segja manni á eftir aö hann hefði haft svo og svo mikið uppúr snýtunum. Það var alveg með fádæmum hvað hann gat snýtt sér hátt. Fyrst héldum við að hann væri með ein- hvern andskotann inni klútnum, en þaö var ekki, þetta kom bara úr nefinu. Og það er alveg satt að ef hann snýtti sér I morgunkyrrð- inni niður á Bæjarbryggju, heyrð- ist það i kyrrðinni um allan bæ. Þaö tók undir i klettunum. Einu sinni fór hann til rakara og rakarinn i vitleysu sinni klippti hann þannig, að hann krúnurakar Hjörtþór, þannig að eftir verður aðeins kambur eftir endilöngum hausnum, svona einsog maður hefur séð indíána gera. Þegar Hjörtþór litur i spegilinn verður hann alveg óður. Brýtur allt og bramlar, og það verður að kalla okkur til, vini hans, til að stilla hann af. Okkur tókst að sannfæra hann um það að þetta væri sú eina rétta klipping, sem væri honum samboðin. Það hefði enginn mað- ur i heiminum svona klippingu, og hann væri vel sæmdur af þvi aö vera einn um hana. Okkur tókst þetta og hann klippti sig aldrei ööru visi meöan hann lifði eftir þetta. Gekk alltaf meö kambinn. Og var stoltur af þessu höfuð- tákni. Þegar hann var fullur, stal hann til að gefa. Var svona eins- konar Hrói höttur. Stal þá kannski heilli kjöttunnu og gaf fá- tækum kerlingum. Fyrir þessa stelsýki með vini var hann sendur á Klepp. Þar gerðist það merki- legast, að dr. Helgi á Kleppi rann- sakaði á honum nefið og komst aö þvi að þetta væri alveg einstakt nef. Auðvitað snýtti hann sér á Kleppi. Einu sinni fékk hann bæjarleyfi og fór niður á Lækjartorg. Þar tók hann að snýta sér og það dreif að múg og margmenni til að gá aðhvað gengi á. Og það veröur al- ger umferðártruflun. Svo kom lögreglan og segir: „Hvað ert þú að gera góði mað- ur?” „Ég er bara að snýta mér”, segir Hjörtþór. „En hvaða hávaði er þetta”, segir löggan. „Ég snýtti mér bara svona hátt”, segir Hjörtþór, „þetta kemur bara úr nefinu”. Og hann hélt áfram, þar til þeir með lagi komu honum niður á lögreglustöð til að skoða i klútinn og sjá tækið sem hann væri með. Auðvitað var ekkert tæki. Þetta var bara nefið á Hjörtþóri. Hann bjó i kjallara. Það var ein litil gluggabora á herberginu. Eitt sinn tjörguðu þeir gluggann. Hjörtur átti pissikopp. Og svo lið- ur timinn og koppurinn fylltist. Það verður til þess að hann verð- ur að fara úr bælinu og losa kopp- inn. Þá var hann búinn að sofa i 3 sólarhringa. Hann sá aldrei út, þegar hann vaknaði til að pissa og hélt alltaf að það væri hánótt. Einu sinni vorum við i þynnku- stuði á sunnudegi, ég og vinir minir tveir. Engir peningar, ekk- ert brennivin. Ég þóttist seigur aö redda málunum undir svona kringumstæðum. En við vorum búniraðleita af okkur allan grun, ekkert vin til. Þá sé ég Hjörtþór. Þarna er það komið, segi ég. Svif á hann og fer að kalsa við karlinn, vissi að hann átti brennivin. „Nei, kemur ekki til mála, gefðu eftir”, segir hann. „Áttu”, segi ég. „Ég veit ekkert um það”, segir Hjört- þór. Ég sé að þetta er alveg von- laust, ekki hægt að hnika karlin- um. Hann gekk I þeim skrúða, sem nú þykir finn, gallafötum og þaö var vasi á brjóstinu. Þá segi ég við hann: „Fyrst þú vilt ekki gera mér þennan greiða, að láta mig hafa flöskuna, þá lánar þú mér fyrir flösku”. „Sjálfsagt”, segir hann og dregur upp 24 kr. „Seldu mér þá flösku”, segi ég. „Alveg sjálfsagt’,’, og fór og náði i flöskuna. Það var sem sé i lagi að lána mér 25 kr. og selja mér siðan flöskuna, en ekki að lána vinið. Og svo var það Gölli Valdason. Ég skal segja þér eina skemmti- lega sögu i kringum Gölla. Þann- ig var að ég fór i jarðarför föður- bróður mins, sem er. einn ágæt- asti maður sem ég hef kynnst um dagana. Þá var ég fluttur til Reykjavikur. Og i flugvélinni á leið til Eyja hitti ég góðan mann, sem var með koniak. Ég stóðst ekki freistinguna og við drekkum flöskuna. Daginn eftir er ég frek- ar illa á mig kominn i kirkjunni. Ég er dálitið viðkvæmur og þarna var brjóstið einn logi og ég há- grét, enda elskulegasti frændi minn, sem ég var að kveöja þarna hinsta sinni. Mér var alveg sama, ég grét eins og barn. Þarna voru lika bara vinir minir, engir höfð- ingjar. Svo berst þetta út i kirkju- garð og þegar athöfnin i garðin- um er búin, sér presturinn, sá elskulegi maður séra Jóhann Hliðar, hvernig ástand mitt er og kemur til min og segir mér að koma með sér heim. „Ætli ég geti ekki eitthvaö lag- að ástandið”, segir hann. Svo förum við heim til hans. Hann var einbúi en bjó vel. Hann fer að hringla i bollum og kemur siðan með kaffi og koniak. Jóhann hafði jarðsungið Gölla, mánuði áður og var að láta mig heyra hvernig hann hefði talað yfir hon- um, sem var snilldarleg likræða. Alveg i anda „Gölla-visnanna” sem ég hafði ort. Þar lofa ég að hella úr einni flösku yfir leiði Gölla. Þá segi ég við Jóhann að þá muni ég eftir þvi að ég verði að fara i rikið og ná i þessa flösku og hella henni yfir leiðið eins og ég hafi lofað. Séra Jóhann nikkar þvi svona, en eyðir þessu um stund, en kemur svo inn og segir: „Ég er með kveðju til þin Ási minn. Hún er frá Gölla, hann vill að þú drekkir flöskuna sjálfur”. Ég veit ekki hvort hann var að segja þetta satt eða ekki, ég held að hann hafi búið þetta til, enda gamansamur, en ég náöi ekki i flöskuna og hef ekki enn staðið við loforðið. Ég hef alltaf verið búinn úr flöskunum áður. — Göllavisurnar eru varnar- ræða? „Já, þær eru það, vissulega. Það var maður I Eyjum sem birti mynd af „Gölla i sinu versta á- standi og undir myndinni stóð: „Til aðvörunar ungu fólki”. Þetta þoldi ég ekki, þetta fór hroðalega i mig. Ég reri um þetta leyti á trillu og undir stýri fór ég að raula viðlagið, en notaði nafnið Jón KristjánsSon i stað Gölli Valdason. Siðan var leitað til min eftir efni fyrir Þjóðhátið, eins og oftar og ég sagðist skyldi verða við því og orti „Göllavisur” eina nóttina, en notaði Jón Kristjáns- son áfram og eins þegar ég söng visurnar á Þjóðhátiöinni, en það vissu allir við hvern var átt. Um haustið söng ég þetta aftur á ein- hverri skemmtun og þá notaði ég Göllanafnið. Grænland Texti: S.dór Teikning: R. Lár j — Nú skulum við vikja frá Eyj- um og alveg til dagsins i dag. Þú ert búinn að skrifa tvær bækur um Grænland og sú síöari sýnir að þú berð kviðaboga fyrir fram- tið grænlendinga. „Já, það er alveg rétt. Ég efa það ekki að þessi þjóö er í hættu og einmitt nú á allra siðustu dög- um hefur það komið enn betur i ljós i hvaða hættu hún er. Það voru danir sjálfir, danir á Græn- landi, sem aðvöruðu mig. Yfir- borðið leit þannig út, þegar ég var i fyrra sinnið á Grænlandi, að danir væru að reyna að gera eitt- hvað fyrir grænlendinga. Og það eru til öfl i Danmörku, sem vilja bæta fyrir það sem þeir hafa gert á hlut grænlendinga, bæði vegna mistaka og þess anda sem rikti á sinni tið, að sjálfsagt væri að fara með nýlendur eins og menn vildu. En þó benti ýmislegt til þess að danskir ráðamenn hugsuðu sem svo að Grænland skyldi alltaf vera til hagsmuna fyrir danska auðvaldið. Þegar danir gengu i EBE vildu þeir sjálfir halda Grænlandi fyrir utan. En engir hafa rannsakaö Grænland jafnvel og frakkar, og þeir kröfðust þess að Grænland fylgdi með, sögöust ekkert vilja með dani hafa i EBE, ef Grænland fylgdi ekki með. Þegar ég skrifaði fyrri bókina, „Granninn i vestri” leitaði ég að rikidæmi Grænlands. Það var hvergi að finna þá. Þegar ég kom til Grænlands i fyrra sumar var engu leynt lengur, allir vissu þá um auðæfi Grænlands. Þaö er ef til vill rikasta landsvæði á jörð- inni af málmum og þaö flýtur á oliu. Eftir siðari för mina til Græn- lands veit ég að þau öfl i Dan- mörku sem vilja grænlendingum vel, ráða engu lengur og að heimsauðvaldið hellir sér yfir Grænland.Égeraðvisualinn upp i danahatri. Jón i Gvendarhúsi i Vestmannaeyjum, haföi þetta að máltæki: „Danir eru Svin, þeir éta mest rúg og rúgur er svfnamat- ur”. 1 þessum anda er ég alinn upp. Samt held ég að við islendingar hefðum þurrkast út, ef einhverjir aðrir én danir heföu ráðið yfir okkur. Aðrir hefðu farið verr með okkur. Norðmenn, þjóöverjar eöa englendingar hefðu eytt okkur, vertu viss. Þannig að mér er ekki kalt til dana, sem slikra. Og við skulum muna eftir þvi, að ekki alls fyrir löngu leið danskri al- þýðu ekkert betur en okkur. Það er ekki langt siðan að móðir Sig- urðar skálds frá Arnarholti, sem var apotekari i Eyjum, sem var dönsk kona og ein af frumkvöðl- um sosialista i Danmörku, var sett inná geðveikrahæli þar i landi fyrir skoðanir sinar, þar var hún látin dúsa. Það eru svona 100 ár siðan. — Hvernig fólk eru eskimóar? „Ég hef, fyrir utan að kynnast nokkrum þeirra vel, lesið mikiö eftir Knud Rasmunsen, sem tal- aði mál þeirra og kynntist þeim allra manna best. Hann segir þaö að eskimóar séu merkilegasta fólk á jörðinni. Það er enn eftir eitthvað af náttúrubarninu i eski- móunum. Eitthvað hreint og ó- mengað. Þess vegna eru viðbrögö hvita mannsins annað hvort að fyrirlita þá eöa hrifast af þeim. Ég hreifst alveg gifurlega af . þessu fólki. Ég fann i þvi eitthvað sem við höfum misst, en máttum ekki missa. Þetta fólk er af sama stofni og indiánar i Ameriku og mannfræðingar i dag, segja það bestu blöndu sem til er, hvitur maður/ rauðskinni. Og banda- rikjamenn vakna upp við það nú hvaða skyssu þeir gerðu með þvi að myrða 12 til 15 miljónir indi- ána. Þeir segja sjálfir i biómynd- um að indiánar hafi veriö 5-600 þúsund, en mannfræöingar segja á milli 9 og 15 miljónir. Og banda- rikjamenn myrtu þetta fólk i 100 ár. Þeir brutu alla samninga, sem þeir geröu við indiánana. En indi- ánarnir ekki einn einasta. Þeir sviku aldrei. I þeirra tungumál- um, sem voru 250 á þessu svæöi, fannst ekkert orð yfir svik. Þarna sjá menn hvernig þetta fólk er. Svona eru eskimóar lika. Eskimóar hafa eitthvað yndis- legt við sig. Mannlegt, eitthvað sem frumþjóðir einar hafa. Þar finnur þú manninn, það hefur ekki tekist að uppræta þetta mannlega. Rasmusen segir frá þvi að þeim mun frumstæðara sem þetta fólk var, þeim mun hlýrra og tilfinningarikara var það. Þegar maður svo talar um siðmenningu, fyllist maður hryll- ingi. Auövitað er þaö glæpur að eyða heilli þjóö. En menn hafa sagt við mig sem svo, ja, þetta eru bara 40 þúsund hræður. Jú, það er glæpur aö drepa þá en... En þaö er ekki það, sem ég er að tala um. Það sem ég er að tala um er, að þarna er manneskja, manneskja, sem ber eitthvað i sér, sem við öll erum búin að týna. Og hún verður að lifa til aö geta sagt okkur hvað þetta er, sem við höfum týnt, en hún á enn. Það er dásamlegt að heimsækja þetta fólk. Þeir eru kurteisir, en dulir og opna sig ekki, fyrr en bú- ið er að athuga málið. En þegar þeir opna sig eru þeir heilir og ó- skiptir. Þegar ég var i Holsteinsborg fór ég eitt sinn að fá mér bjór- kassa. Þá voru nokkrir aökomu ekimóar að selja nýmeti útivið. Þeir máttu þetta ekki en þaö var látið afskiptalaust. Þegar ég labbaði framhjá með kassann segja þeir eitthvað við mig sem ég skildi ekki og bentu á kassann. Ég stoppa og rif upp kassann og þeir gengu i kassann og fengu sér bjór. Þeir töluðu alls ekki dönsku. Þeir voru að gefa mér auga á meðan þeir voru að drekka upp kassann. Svo klárast hann. Þá bendir einn þeirra á mig og búö- ina. Já, já, ég fer og kaupi annan kassa og set hann fyrir framan þá. Um leið og ég kom með hann breyttist allt viðmót þeirra. Þá var ég orðinn vinur þeirra og þeir settust i kringum mig. Þeir voru að reyna mig, leggja fyrir mig próf, hvort ég væri þess verðugur að vera i þeirra hópi. Þeir eru stoltir og láta ekki vaða ofan i sig, en sjái þeir að þú ert vinur þeirra, þá breytist allt. Það er enn grunnt á veiði- mannseðlinu i þeim. Mér er sögö sú saga aö stundum, þegar þeir eru búnir að vinna vikum saman i frystihúsunum, þá fer sólin að skina og þá segja þeir sem svo, nei, þetta dugar ekki, við verðum að fara að gera eitthvað. Að gera eitthvað er að fara út að veiða. Og það kemur fyrir að þeir labba út og fara inni firðina til að slá upp tjöldum yfir.sumarið. Og þetta er vandamál miðað við stimpil- klukkuvinnu. Þeir eru hinsvegar ágætis vinnukraftur þegar þeir eru að. Mér var einnig sagt að i einu frystihúsi, þar sem allt var flisalagt og gljáði af hreinlæti, unnu eskimóar. Þeir gengu vel um og allt var hreint. En einn morguninn þegar menn koma til vinnu, eru þeir komnir inná gólf með stóran sel og allt vaðandi i blóði. Þá gleymdist allt hreinlæti. Þeir höfðu farið á veiðar og fengið þennan stóra sel og þá kom eðlið uppi þeim. Það mátti alls ekki setja selinn þarna, en þeir gleymdu öllu sliku. — Hefurðu hitt fólk á Græn- landi,sem bjói snjóhúsum á vetr- um en i tjaldi yfir sumarið? „Já, i Jakobshöfn. Þar hitti ég mann, sem var 82ja ára, og hann var „store fanger” stór veiöi- maður og virtur sem slikur. Veiðimennirnir miklu voru fyrir- menn. Hann bjó i gömlu elskulegu húsi, einna likast húsinu hans afa mins i Eyjum. Þetta var stórbrot- inn maður sem átti konu sem var ekki siður merkileg, 20 árum yngri en hann. Og, þegar þau sátu um kvöldið viö húsgaflinn sinn i kvöldsólinni. Hafið eins og spegill með nokkrum isjökum, sem glitr- uöu i kvöldsólinni. Nei, það er ekki hægt að lýsa þessari sjón. Þarna sátu þau tvö, gömlu hjónin, og horfðu útá fjörðinn, eins og þau hafa sjálfsagt gert frá barnæsku. Þá fann maður að þetta fólk á þessa undursamlegu liti sem birt- ust á firðinum. Það er samspil á milli sálarinnar og litanna. Það er ekki hægt að vera skepna á svona kvöldi, það er útilokað. Náttúran talar til manns af þvi- liku veldi að hún ræður yfir manni og segir manni að þegja ef maður skyldi ætla að segja eitthvað, vertu hljóður og hlustaðu.” — Langar þig enn til Græn- lands? „Uss, alla daga, alla daga.” — Attu efni i eina Grænlands- bók enn? „Nei, ég skrifa aldrei meir um Grænland.” „Já, aldan er eins Nonni minn” — Þú fórst á sjóinn sl. sumar, rérir úr Eyjum? „Já, ég varð, ég bara varð. Það hefur alltaf verið svo á vorin að ég verð viðþolslaus og sl. vor héldu mér engin bönd, alls engin bönd. Þú veist aö ég er með tréfot og þess vegna hef ég varla treyst mér i þetta almennilega, en það eru vinir minir sem hafa tekið mig með i róður og róður. En i sumar kom i ljós að ég gat þetta og reyndist ekki sem verstur. Það var erfitt i bland en það var ekki sem verst. Ég var við þetta mest af sumrinu. Mér liður alveg ein- staklega vel á sjó. Um leið og ég finn ölduna rugga bátnum fer um mig velliðan. Meira að segja versta þynnka hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ég get svarið að þetta er satt. Jú, ég veit að þynnka er liffræðilegt atriði, en svona er þetta samt. Ég bara gleymi henni. Að sjá landið af sjó, finna ölduna rugga sér, draga fisk, nei, það kemst engin þynnka að þegar þannig stendur á. Ég er að visu helviti harður i þynnk- unni, stundum finnst mér gaman að vera þunnur en syng stundum allan daginn. Mér leið velilla.” — Af hverju rærð þú ekki úr Reykjavik? „Ég hef reynt það. Það er bara ekkert i það varið. Mig vantar fjöllin min, Eyjafjöllin og fugla- lifið. Það er hvergi nema i Eyj- um. Ég get sagt þér sem dæmi með fuglana. Þú mannst að sl. sumar sást ekki til sólar vikum saman. Svo var það eitt sinn að við vorum að koma vestan frá Dröngum, orðið kvöldsett. Það hafði ekki sést til sólar i 3 vikur, fyrr en þennan dag. Þegar við erum að stima heim i logni og góðu veðri, tek ég eftir þvi, þegar við komum heim undir Klett, aö það er urmull af fugli á sjónum og hérumbil hver einasti fugl snýr i vestur. Hvað er um að vera hugsa ég. Ég hafði aldrei séð neitt þessu likt fyrr. En hvað voru þeir að gera. Jú, þeir voru að horfa á sól- ina sina, vinirnir. Þeir höfðu ekki séð hana vikum saman, og þeir snúa augum sinum i vestur til að horfa á hana. Það er engin skýr- ing önnur til á þessu. Nei, vinur minn. Þegar maður hefur alist upp við svona mikið fuglalif og að sjá Eyjafjöllin, þá rær maður ekki með ánægju hér útá sundin.” — Ertu með eitthvað i smiðum um Eyjar, ég heyrði þvi fleygt? „Já, ég er að þvi. 1 raun og veru hef ég aldrei skrifað um neitt annað en Vestmannaeyjar, fyrir utan þessar tvær bækur um Grænland. Mig hefur alltaf lang- að til að skrifa um timabilið á milli 1930 og 1940 i Eyjum. Það timabil álit ég afar merkilegt. Það hefur aldrei verið skrifaö neitt af viti um sjómanninn, báta- sjómanninn og sjómannskonuna á Islandi. Það litla það hefur ver- ið tómt kák. Ég ætla að reyna að leysa það vandamál. Ég ætla að leggja mig i þetta, ef mér finnst mér mistakast, þá hendi ég þvi, annars gef ég það út.” — Nú eru Eyjarnar breyttar, eftir gos, finnurðu þig þar nú? „Þær eru vissulega breyttar, afskaplega mikið breyttar. Eins hefur orðið breyting á fólkslifinu. Ég er ekki að leggja dóm á hvort það er betra eða verra, en það er bara allt annað. Við höfðum sam- félag i Eyjum, sem var dálitið skemmtilegt fyrir gos. Þótt það væri aðeins farið að mengast af of mikilli vinnu. En samt sem áður, það var skemmtilegt mannlif. Allt var i föstum skorðum og manni leið vel. Þetta mannlif hefur breyst. Útlit Eyjanna er lika annað eftir gos. Sumum finnst það fallegt, öðrum ekki. Þú spyrð hvort ég finni mig þar. Ef ég sný baki i hraunið og eldfjallið og horfi á Heimaklett, þá er ég i Vestmannaeyjum, þá er allt i lagi. Það var um sumarið meðan gosið stóð yfir að ég fór með nokkrum vinum minum suður i Eyjar, Hellisey og Brand. Þegar við vorum komnir suðurfyrir Höfða, hvarf gosið og þá var allt eins og áður. Og mikið létti manni. Þá sagði einn vinur minn i bátnum. „Littu á ölduna Asi, er hún ekki alveg eins og fyrr". ,,Jú, hún er alveg eins, Nonni minn, hún er alveg eins"." —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.