Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 I Skifan Hanastél hlýtur að snerta viðkvæman streng i hverju tónelsku hjarta. Hún er merkur viðburður i næstum fjölskrúðugu tónlistarlifi is- lendinga, svo notuð sé hátiöleg lumma við hátiðlegt tækifæri. Sveiflan er lævis og lipur, eink- um ilögunum: Heima er best og Gaggógæi. Skemmtileg og frumleg tónlist gerð á faglegan hátt af mikilli vandvirkni plús æskuþróttur og ótrúlegt létt- lyndi gera afbragðs kokkteil. Migskortirorð tilaðlýsa tónlist Diabolusar (nafnið beygi ég einsog Pilatus mér til hag- ræðis). Textarnir eru hinsvegar auð- veldari viðfangs, enda er ég alls ekki á fullt sáttur við þá. (Létt- ara er að lasta en lofa). Litil saga, sem einhverjir kynnu að þekkja fyrir, er rauður þráður i verkinu. Þar segir frá stúlkunni Jófriði, sem i upphafi á i innri baráttu við aðkallandi vanda- mál, sem eru hvort hún eigi að fara i bað og siðan i veislu eða ekki. Akvörðun hennar er ótvi- ræð og er flutt rúmba meðan hún laugast. Eftir baðið lætur Jófriður hugann reika til Péturs Jónatanssonar og er það enginn hlýhugur, sem þar reikar, enda hafði Pétur þessi fengið upp- sagnarbréf frá stúlkunni þá um veturinn þar sem Pétri er út húðað fyrir lesti sina einkuir. og sérilagi bölvaða eigingimina. Hlé verður á framvindu mála meðan templurum er bættur missirinn á hanastélinu og dinnerlagið flutt a la Paris. Þá kemur hugleiðing um kaffi eins og skrattinn úr sauðarleggnum og er blaðamanni eða stór- fregnritara um kennt, enda gengur sú stétt næst templurum hvað hófsemi og dyggðugt lif- erni snertir. Hefst nú dansinn i hverjum fjallkonan bæði svitnar og fölnar á vangann. Meðan dansinn dunar er ennfremur sungin ljóðlína, sem með stór- um góðvilja má túlka sem ádrepu á afleit lifskjör íslenskr- ar alþýðu, en það er linan: ,,Ó þetta er ægilegt strið hjá vorum lýð” Eftir nokkra dansa skimar Pétur Jónatansson yfir dans- gólfið, kemur auga á Jófriði og hugsar sér gott til glóðarinnar. Upphefjast hinar ótrúlegustu samræður þeirra á millum og reynir Pétur að koma sér i mjúkinn hjá stúlkunni með yfir- lýsingum á borð við : „Jófriður, þú ert þrifalegt sprund já, ég hef sjaldan séð laglegri hrund” og hann býðst til að leiða hana út á storð. Honum verður að ósk sinni og sögumaður i gervi ann- arra gesta syngur: Eftirað tæmd voru tuttugu glös Jófriður hætti að blása úr nös. Þau leiddust tvö á foldar fund og gleymdu stað og stund. Siðan ómar ástriðusaungur sem hvergi fer út fyrir hin heið- ski'ru mörk almenns velsæmis, enda pilturinn klassiskur i frumkvæði sinum: klipur og syngur korriró dillidó. Eftir þetta gengur lifið sinn vanagang og Hjálmar Pétursson elst upp hjá einstæðu foreldri og sagan endar þar sem afleiðing hana- stélsins er á leiðinlegum aldri gagntekin ennþá leiðinlegri áhrifum frá herstöðinni á heiðinni. Nú er flest tiundað utan fyrsti „leirinn” sem Diabolus gengst svo hæversklega við á texta- biaði skifunnar, en hann nefnist Andlát og fjallar kátbroslega um sama tema og Söngur villi- andarinnar góðkunni. Lag og ljóð Gaggógæja er eftir Björn Jónasson. Þó að textagæði skifunnar séu ekki mikil þá stendur tónlist hennar jafnfætis og framar þvi besta, sem út hefur komið að undanförnu og er þar ekki „skúbbidúbba” af mikilli innlif- un. Karlsólórödd Páls Torfa önundarsonar vil ég hinsvegar ekki likja við neitt himneskt og finnst mér óneitanlega að hann hefði betur látið sér nægja hinn frábæra gitarleik, sem framlag sitt til þessarar skifu. Jón Sigur- pálsson er góðurá bassann sinn, jassisti fram i fingurgóma. Sér til halds og trausts fékk Dia- bolus þá Reyni Sigurðsson og Björn R. Einarsson á þessa skífu. Leika þeir af sinni al- kunnu snilld i nokkrum lögum, Reynir á vibrafón og trommur og Björn á básúnu. Auk þess, sem upp er talið leikur Aagot á pianó, tréspil blokkflautu og hristigræjur, Guðm. á harmóniku, klarinett, slag- verksdeild auk þess sem hann syngur ástriðulaust i Astriðusaungnum. Jóhanna leikur á þverflautu, klips, slag- verk og tréspil, Jón fremur söng, klúnks, klang og kling og Jóna Dóra leikur á viólu, fiðlu, kiips, klúnks, haglstokk, tréspií og altflautu. Útkoman er framúrskarandi skemmtileg skifa. Þesser vertaðgeta i lokin að hér situr gróðasjónarmiðið ekki i fyrirrúmi heldur sköpunar- gleði listamannsins og eðlileg þörf hans fyrir að miðla öðrum af list sinni. Guðm. Umsjón: Þröstur Hara Idsson og Freyr Þórarinsson leiðum að likjast. Auk þess má nefna þátt Diabolusar i Fráfær- um Þokkabótar og fleiri góðum skifum. (Ekki er þorandi að hæla Megasi, svo útþenslu- stefnu Þjóðviljans sé ekki i hættu stefnt.) Frammistaða einstakra meðlima Diabolusar er til fyrirmyndar, en að öðrum óiöstuðum finnst mér pianóleik- ur Guðmundar Thoroddsens mest heillandi. Einhver áhrif kann að hafa á þessa afstöðu mina sú staðreynd að ég held mest upp á pianóið. Fer Guð- mundur á kostum hvað eftir annað en mest i laginu Gaggó- gæi. Sýnir hann þarklassiskttil- þrif en vindur sér léttilega yfir i jassinn þess á milli. Stúlkurnar Aagot Vigdis óskarsdóttir, Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og Jóna Dóra óskarsdóttir syngja eins og englar, Aagot á oftast sóló- röddina meðan hinar tvær klsisiilur Sýfilis og sveitarokk Maður að nafni Már Viðar Másson hefur sent Klásúlum eftirfarandi skrif sem hann ein- hverra hluta vegna vill ekki kalla bréf heldur aðsenda grein (þó að það sé stílað eins og bréf). Klásúlur sjá ekki ástæðu til að agnúast við þeim skoðun- um sem fram koma f greininni (bréfinu) þótt þær séu alls ekki sammála þeim öllum. Skrif á borð við þau sem fyrri hiuti greinarinnar byggist á hafa fram til þessa endað I Bæjar- pósti og á öðrum stað i þessu sunnudagsblaði fjaliar Arni Bergmann um þær grimmu rit- deilur. Það skal tekið fram að fyrirsögn er höfundar. Til Klásúina. Fastur þáttur i Þjóðviljanum i seinni tið er Klásúlur. Það urðu mér mikil vonbrigði i fyrstu aö blað verkalýðsins skyldi sjá á- stæðu til þess að birta slika þætti eins og þeir eru andstyggi- legir i öðrum islenskum blöðum. En Klásúlur hafa að mögu leyti oröið hinn gagnlegasti pistill. 1 stað þess að reyna að vekja á- huga fólks á ýmiss konar lág- kúru svo sem vondri tónlist og hnýsni i einkalif hljómlistar- manna hafa skrifarar Klásúlna varað lésendur blaðsins við sölubrellum hljómplötuiðnaðar- ins og reynt jafnframt að benda þeim á það sem betur er gert á þessum vettvangi. Og þrátt fyrir það að skrif þeirra taka aðeins fyrir hluta af þeirri tón- list (eða stefnum) sem lesendur Þjóðviljans hlusta á er gagnlegt fyrir þá (iesendurna) að hafa kramerana i huga i hvert sinn sem hljómplata er sett á fóninn. En hvernig má forðast kramerana og hvar er tónlistin handa hinni islensku VERKALÝÐSSTETT? Þessu er fljótsvarað: hún kemur frá Megasi og Spilverki. Þetta hef ég hins vegar aldrei getað sætt mig við. Ekkert fer jafn mikið i taugarnar á mér og það þegar islenskir sósialistar kalla Meg- as til liðs viö sig i þeim tilgangi að auka aðsókn að baráttufund- um ýmiss konar eða þegar Klá- súlur hampa honum eða Spil- verki i nafni ÞJÓÐFRELSIS og SÓSIALISMA. Sósialistar i auð- valdsþjóðfélagi eru i andstöðu við kerfið, en væri Geir Hall- grimsson verri stjórnmála- maður fyrir það þótt amma hans hefði haft bólgu i ónafn- greindum hringvöðva eða er það til framdráttar VERKA- LÝ ÐSHREYFINGUNNI að rifja upp ógæfu Jónasar Hall- grimssonar? Að minum dómi er það aumingjaskapur að brydda upp á öðru eins og þessu eða hefur áðurnefndur Megas sýnt annað af sér? Textar Spilverks (Stuð- manna) eru með þvi allra ómerkilegasta sem heyrst hefur á viðkomandi vettvangi. Þeir eru vondir og sýna enga samúð SÓSIALISMA hvað þá að þeir blási baráttuanda i brjóst VERKALÝÐSINS. Ég hef i nokkur ár haft unun af jassi auk þess sem ég hlusta á þungt rokk og sigiida tónlist og ég fullyrði að vart getur ófrumlegri tónlist, heldur en þá sem fylgir um- ræddum texta. Ég bið háttvirtar Klásúlur velvirðingar, en lögin minna mig bara á amriskt sveitarokk. Creedence Clear- water Revival er ekki slæm hljómsveit og ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef ekki heyrast lögin þeirra þegar ég fer næst á ball i Nashville, en hvaða erindi á tónlist þeirra inn á siður blaðsins okkar? Það er mér óskiljanlegt. Raunar finnst mér mikill kramerbragur á öllu þvi sem Spilverk tekur sér fyrir hendur. Aldrei er dýrara á tónleika i Félagsstofnun stúdenta, heldur en þegar flokkurinn kemur þar að ekki sé minnst á Stuðmanna- gróðann, en samkomur Stuð- manna hafa verið þær dýrustu sem ég hef rekist á i ungmenna- félagshúsum i dreifbýlinu og boðskapurinn i öfugu hlutfalli við það. Þvi má reyndar bæta við að Spilverki var nýlega boðið að flytja efni á vel auglýstri sam- komu Herstöðvaandstæðinga, en það neitaði: þó eftir þjark um að það fengi málamynda- greiðslu fyrir. Vera kann að liðsmenn séu of miklir fjár- málamenn til þess að láta bendla sig við herstöðvamál, en um það fullyrði ég ekki, (enda liklegt að þeir eigi flesta áheyr- Aösent bréf endur i hópi ungs fólks við Há- skólann þar sem herstöðvaand- stæðingar eru margir), Hitt er vist að kramerinn Óttar var með Stuðmenn i tivolii fyrir og eftir að fundur Herstöðvaand- stæðinga var haldinn. Ég vil stinga upp á þvi að blaðið mitt flytji i framtiöinni fyrst og fremst fréttir af SÓSÍALISMA, VERKALÝÐS- HREYFINGU og ÞJÓÐ- FRELSI i tónlist sem öðru. Hitt get ég lesið um i Time. Að lokum þakka ég góða frá- sögn ykkar af Þokkabót. Már Viðar Másson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.