Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 ____________________SVAVAR GESTSSON: íslensk verkefni vanrækt en látiö undan auöhringum 1 raforkumálum blasa við risa- vaxin verkefni sem brýn nauðsyn er að hefjast þegar handa um — en þau kosta miljarða króna og fullnýta framkvæmdagetu þjóð- arbúsins á næstu árum þegar kostnaðardæmið er skoðað i heild nema eitthvað sérstakt komi til. Þá er og mjög áríðandi aö marka skynsamlega heildarstefnu i skipuiagsmálum raforkufram- leiðslu og dreifingar. Ella er hætt viö að kákið og glannaskapurinn einkenni raforkuframkvæmdirn- ar á næstu árum svo sem veriö hefur gjarnan einkum nú hin sið- ustu misseri. 1 stað þess hins veg- ar að snúa sér að hinum lifsnauö- synlegu verkefnum hefur núver- andi rikisstjórn látið þau sitja á hakanum, ákvaröanir hafa veriö tilviljanakenndar nema sam- skiptin við útlendinga, þar er unnið markvisst aö auknu sam- starfi um rekstur ERLENDRA stóriðjufyrirtækja hér á landi. Um þessi mál verður nokkuð fjallað hér i þessari grein, og eru upplýsingar að mestu fengnar úr ritinu „tslensk orkustefna” sem orkumálanefnd Alþýðubanda- lagsins sendi frá sér á dögunum og sagt var frá allitarlega i Þjóð- viljanum sl. föstudag. Magnús Kjartansson flutti á al- þingi 1972 tillögu til þingsályktun- ar um stefnumótun i raforkumál- um. Tillagan náði ekki afgreiðslu, en hún hefur engu að siður haft veruleg áhrif á stefnumótun og afstöðu forystumanna á sviði raf- orkumála siðan. Meginefni tillög- unnar fólst i eftirfarandi atriðum — tekin orðrétt úr tillögunni: 1. Stefnt skal að þvi að öll meginraforkuvinnsla og raf- orkuflutningur i landinu verði I höndum eins aðila, að þvi að raforkukerfi einstakra iands- hluta verði tengd saman og að þvi aö verö á raforku verði sem næst þvi að verða hið sama um allt land. Að þessum markmið- um skal unnið í áföngum”. 1 til- lögunni var gerð grein fyrir helstu áföngunum i þessari breytingu. „2. Stefnt skal að þvi að dreif- ing raforku og sala til almennr- ar neyslu verði i stærri rekstrareiningum en þorri dreifiveitna er nú”. t tillög- unni var einnig gerð grein fyrir þeim áföngum sem hér um ræöir. Með þessari tillögu var eins og sjá má gert ráð fyrir aukinni mið- styringu i þessum efnum. Tilgangurinn er að sjálfsögðu aukið öryggi raforkunotenda, betri nýting fjármagns og að skapa með þessum hætti mögu- leika á þvi að jafna aðstöðu fólks- ins i landinu til raforkunotkunar. Á annan veg en erlendis Hér var þess freistað, að fara aftur inn á þá braut sem löngum hafði verið fylgt allt frá 1946 er Rafmagnsveitur rikisins voru stofnaðar, en horfið var af frá um 1960 þegar viðreisnarstjórnin komst til valda. Núverandi rikis- stjórn hefur ekki sinnt skipulags- þætti raforkumálanna sem skyldi og stefnir þar viða i hreinasta öngþveiti. Hún hefur beitt sér fyrir þvi að dreifa þessum málum á fleiri fyrirtæki fremur en að sameina fyrirtæki i þessum greinum. I „tslensk orkustefna” er minnt á skipulagsmálin i sér- stökum kafla og fjallað um þau landshlutafyrirtæki sem nú eru i undirbúningi eða þegar stofnsett með sérstökum lögum. Segir i rit- inu um þessi mál: ,,Sú þróun sem hér stefnir i er mjög á annan veg en almennt geristerlendis, þarsem einingar i orkuvinnslu fara yfirleitt stækk- andi ma. til að gera hagkvæman rekstur mögulegan, og mikil á- hersla er lögð á samræmda stjórnun orkumálanna. Næstu stórverkefni i raforkumálum okkar eru væntanlega að tengja saman alla landshluta með traustum stofnlinum. Ef reka á þær á hagkvæman hátt fyrir heildina er ekki vafi á að það verður best gert i höndum eins aðila, sem eðli málsins sam- kvæmt yrði að miklum meirihluta eða eingöngu i eigu rikisins. Skynsamleg stefna i raforkumál- um hlýtur þvi að vera sú aö láta einn aðila annast alla aðalorku- framleiðslu og aðalorkudreifingu um landið. Slikur aðili gæti jafn- framt verið dreifingaraðili, sem tryggði sama raforkuverð i smá- sölu um allt land, en einnig mætti hugsasérað hann afhenti raforku i heildsölu til dreifiaðila á sama verði hvar sem væri i landinu. Slikt fyrirkomulag myndi ótvi- rættstuðla að hagkvæmni i orku- vinnslu og rekstri og útrýma þröngum sjónarmiðum i mati á virkiunarvalkostum i framtið- inni”. Framkvæmdir Samhliða þvi sem nauösynlegt erað taka upp nýja stefnu i skipu- lagsmálum verður að hefjast handa um framkvæmdir til þess að nýta sem best þá raforku sem þegar er framleidd og til þess að sú raforka nýtist sem nú er i undirbúningi að hef ja framleiðslu á svo sem frá Sigölduvirkjun og Kröflu. Það er einkum þrennt sem gera verður i þessu sambandi: 1. Samtengja þarf öll aðalorku- veitusvæðin með 132 kV tengilln- um i framhaldi af þeim linum sem þegar hafa veriö lagöar eöa veriö er að leggja. 2. Sjá þarf hinum ýmsu orku- veitusvæðum fyrirnægu varaafli, þannig að sem jöfnust aðstaða skapist varðandi öryggi raforku- aðveitunnar. 3. Treysta þarf dreifikerfin, einkanlega á þeim svæðum, sem þurfa að treysta á rafhitun aö mestu i náinni framtið. Hér er ekki minnst á þá nauð- syn sem kann að verða fyrir ný jar virkjanir, en þau verkefni sem hér hafa verið nefnd kosta engu að siður 1-2 tugi miljaröa króna. Þannig er talið að samtenging orkuveitusvæða kosti um 9 mil- jarða króna og er þá um að ræða þessar meginlinur: Byggöalina- Grundartangi, Austurlina: Krafla-Hérað, Vopnafjarðarlina, Vesturlina: Hrútafjörður-Mjólká, Hérað-Hornafjörður og Horna- fjörður-Sigalda. Þegar þessar tengilinur eru komnar má gera ráð fyrir að all- vel sé séð fyrir orkuþörf lands- manna til almennra nota allt fram til 1981-1982. I viðbót við þá miljarða sem það kostar að koma á samteng- ingu, þarf að treysta dreifikerfin og er talið erfitt að áætla hversu mikið fjármagn það muni kosta. En til dæmis má geta þess að ný- lega hafa veriö birtir útreikning- ará stofnkostnaði dreifiveitna frá Rannsóknarnefnd húshitunar- mála. Var þar miðað við 5000 manna þéttbýli og hagkvæmar aöstæður. Var reiknaö með að kostnaður viö dreifiveitur i þessu byggðarlagi yröi 173 milj. kr. án rafhitunar, en 423 milj. kr. með rafhitun. Þær byggðir landsins sem tví- mælalaust er talið hagkvæmt aö rafhita eru sveitirnar. En til þess þarf að styrkja dreifikerfi sveit- anna mjög verulega frá þvi sem nú er. Núverandi einfasa dreifilinur sveitanna eru 4000- 5000 kilómetrar að lengd og kostnaöur viö lagningu hvers kilómeters af þrifasa linu er hátt i ein miljón króna hver kilómetri. Hér er þvi alls um aö ræöa verk- efni upp á eina 5 miljarða króna. Hvergi fyrirstaða Núverandi rikisstjórn hefur ekki beitt sér fyrir eðlilegum og bráðnauðsynlegum aðgerðum i raforkumálum. Stefna hennar inn á við hefur verið tilviljanakennd að öllu öðru leyti en þvi sem snertir samskipti við erlenda auðhringa. Virðist hvergi vera að finna verulega fyrirstöðu i þeim efnum af hálfu rikisstjórnarinnar oger þetta einkum áberandi með auðhringinn Alusuisse. Þetta kemur ákaflega skýrt fram i rit- inu „Islensk orkustefna”, bls. 92- 93. Þar segir: „Ljósterað Alusuisse hyggst fá nokkuð fyrir þann snúð að gefa eftirbrot af þeim gróða, sem auð- hringurinn tryggði sér með hin- um dæmalausu samningum við viðreisnarstjórnina. Magnús Kjartansson greinir þannig frá þvi i skýrslu sinni frá september 1973 (Þjv. 6. mars 1976): „I framhaldi af þessum viðræð- um (á árinu 1972) gerðu ráða- menn Alusuisse siðan grein fyrir hugmyndum sinum um stórfellda samvinnu íslands og Alusuisse á sviði áliðnaðar, þar sem orku- lindir Islands yrðu lagðar til jafns við búxitnámur Alusuisse en eignarhlutföliin yrðu 50:50. I annan stað gerðu ráðamenn Alu- suisse grein fyrir óskum sinum um að fá að stækka álbræðsluna i Straumsvik sem svarar 10.000 tonna framleiðslu. Viðræður um þessar hugmyndir fóru fram fyrr á þessu Ari (1973), en árangur varð enginn”. Sú spurning vaknar eðlilega, hvort sá „árangur” hægri stjórnarinnar á árinu 1975 i við- ræðum við auðhringinn, sem kemurfram i samkomulaginu frá 10. des. 1975, hafi verið dýrara verði keypturen efnisatriði sjálfs samningsins bera með sér, — hvort betur hafi verið tekið undir þær hugmyndir ,,aö orkuiindir Is- lendinga yrðu lagðar til jafns viö báxitnámur Alussuisse" en gjört var i ráðherratiö Magnúsar Kjartanssonar. Engum vafa er undirorpið að svo hefur verið, eftir að meðfærilegri viðmæl- endur settust i ráðherrastól. Tveir atburðir, sem geröust á ár- inu 1975 sýna það ljóslega, en i báðum tilfellum var forðast af stjórnvöldum aö skýra frá sam- henginu og raunar fariö undan i flæmingi, er um var spurt á Al- þingi og i fjölmiðlum. 1 báðum tilfellum var Alusuisse á ferö: 1. Súrálvinnsla á Reykjanesi. I maibyrjun 1975 komu skyndi- lega um það fréttir i blöðum (Timinn o.fl.) að viðræður stæðu yfir milli islenskra stjórnvalda og Alusuisse um að reisa 300-600 þúsund tonna súráls (alumina) verksmiðjuá Reykjanesi og nýta til vinnslunnar gufu á Trölla- dyngjusvæðinu og hafnarað- stöðu og land við Straumsvik. Tveir menn, Jón Jónsson, jaröfræðingur og Snæbjörn Jónasson verkfræðingur, voru tilnefndir af iðnaðarráðuneyt- inu til að fara til Sviss i sama mánuði og hlýða á umsögn Alusuisse um umhverfisáhrif slikrar framleiðslu, en jafn- framt leitaö álits Náttúru- verndarráðs. Mun ráðiö hafa LEIKFELAG KÓPAVOGS Glataöir snillingar eftir skáldsögu Williams Heinesen I leik- formi Casper Kochs. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Þýðandi: Þorgeir Þorgeirsson. Tóniist: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Miðasala i Bókaverslun Lárusar Blöndal og i Félagsheimili Kópavogs kl. 5:30-8:30. Simi 41985. Sýningará sunnudögum og þriðjudögum.. Leikfélagiö sýnir einnig um þessar mundir leikritin Tony teiknar hest og Rauðhettu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.