Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 PWDVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfnfélag Þjó&viljans. Framkvsmdastjóri: Eibur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör- teifsson Augiýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. SAMNEYSLA OG EINKANEYSLA í haust hefur Geir Hallgrimsson forsæt- isráðherra ferðast um landið og haldið fundi. Það hefur vakið athygli að hann hefur haldið fundina i sinu eigin nafni, Sjálfstæðisflokkurinn þykir auðsjáanlega svo ófrýnilegur að hann sé ekki liklegur til þess að draga að sér áheyrendur og þá þykir vænlegast til árangurs að koma sér upp landsföður sem flokksmennirnir geti trúað á, einskonar ihalds-Stalin. En ásjóna Geirs Hallgrimssonar er siður en svo álitlegri en heildarásjóna ihaldsins, það kom greinilega i ljós fyrir nokkrum dögum þegar Geir boðaði þá stefnu rikis- stjórnarinnar að auka einkaneyslu en draga úr samneyslu. Hvað merkir orðið samneysla sem Geir Hallgrimsson telur meginhlutverk sitt að skerða sem mest. Samneysla er sá hluti þjóðarteknanna sem rennur til almennra þarfa, almannatryggingar, heilsugæsla, skólakerfi, jafnrétti til menntunar, sam- göngumál, hafnamál og önnur hliðstæð verkefni. Það er mikil firra að samneysla stuðli að þvi að skerða einkaneyslu, hún hefur gagnstæð áhrif. Aukin heilsugæsla, bætt skólakerfi og aukið jafnrétti til menntunar, auknar framkvæmdir i sam- göngumálum og hafnamálum hefur öðru fremur valdið þeirri margföldun á þjóðar- tekjum sem islendingar hafa framkvæmt á þessari öld. En samneyslan hefur einnig stuðlað að auknu jafnrétti i þessari þróun, þvi veigamiklir þættir hennar gera ekki upp á milli þegnanna. Vafalaust er það þetta einkenni sem bögglast fyrir brjóst- inu á Geir Hallgrimssyni. í þeim rikjum sem hann dáir i rómönsku Ameriku og Suður-Afriku er til að mynda heilsugæsla forréttindi hinna auðugu, þar græða lækn- ar hjörtu i auðkýfinga, en almenningur hefur ekki tök á neinni opinberri aðstoð til þess að fást við hversdagslegustu manna- mein. Tal forsætisráðherrans um að einkaneysla og samneysla séu andstæður er kolsvört afturhaldsstefna. Og þvi fer viðs fjarri að framlög til samneyslu séu háskalega há hérlendis, við gætum hækk- að samneysluna um 50% án þess að ná þvi marki sem sjálfsagt er talið annarstaðar á Norðurlöndum. Tal forsætisráðherrans um að einka- neysla og samneysla séu andstæður er til- raun til þess að beina athygli almennings frá einkennum stéttaþjóðfélagsins á ís- landi. Hlutfall einkaneyslunnar er það hátt að auðvelt er að tryggja öllum sóma- samlega afkomu. Lifskjör aldraðs fólks, öryrkja og láglaunafólks er langt fyrir neðan allt velsæmi vegna þess að forrétt- indastéttirnar fá tækifæri til að stela, og hér er orðið stela notað vitandi vits. Skattskráin i sumar sýndi hvernig gróða- fyrirtæki og gróðamenn losna við að greiða skatta til samfélagsins. Frásögn verðlagsstjóra um faktúrufalsanir i Bret- landi og hrikalegan gjaldeyrisskuld, sem m.a. nær til SÍS, er til áminningar um gamalkunna þjófnaðaraðferð sem nemur ótrúlega háum upphæðum á ári hverju. Þjófnaður á söluskatti hefur aukist þeim mun meir sem þessi innheimtuaðferð bitnar grimmilegar á almennihgi og sá stuldur nemur hrikalegum upphæðum á ári hverju. Tal forsætisráðherrans um nauðsyn þess að ráðast gegn samneyslu, niðast enn frekar á öldruðum og sjúkum, gera menntun að yfirstéttarforréttindum á nýjan leik, er tilraun til þess að beina at- hygli almennings frá forréttindum gróða- stéttarinnar, forréttindum sem fyrst og fremst eru fengin með þjófnaði og öðrum lögbrotum. Barátta lágtekjufólks fyrir aukinni einkaneyslu verður á markvissan hátt að beinast gegn þessum spillingaröfl- um og veigamikill hluti af þeirri baráttu verður að stefna að aukinni samneyslu einnig, þvi að samneyslan er forsenda þess að þjóðfélag okkar mótist i vaxandi mæli af jafnrétti, bræðralagi og heilbrigð- um þegnskap. — m. A DAOSieRA Um sauðagærur Undanfarnar vikurhafa menn átt I orðaskaki i fjölmiðlum vegna ráðstöfunar Búvörudeild- ar StS á nokkru af gærum til Ut- flutnings til Póllands i stað þess að selja þær Loðskinn h.f. á Sauðárkróki. Hafa af þvi tilefni komið fram fullyröingar um að Sambandið sé i eöli sinu auðhringur, sem náö hafi alltof miklum áhrifum á ýmsum sviðum viðskipta i þjóðfélaginu og jafnvel úr ólik- legustu áttum hafa heyrst áköll um setningu löggjafar til að reisa skorður viö sliku. (En i þvi sambandi má benda á nauðsyn þess að gera sér grein fyrir þvi að hve miklu leyti má treysta á frjálsa samkeppni til að tryggja ^ lægsta vöruverð og heilbrigöa verslunarhætti i okkar smá- vaxna samfélagi). Að vonum hefur þetta verið tekiö óstinnt upp af hálfu SIS og I fréttabréfi þess frá 4. þ.m. eru raktar ástæður til útflutnings- ins. Þar ersvoklykkt út með þvi aö fullyröa með mikium sann- færingarkrafti aö allt tal um auðhringsmyndun og ein- okunaraðstöðu sé út i hött enda úr lausu lofti gripið. Auk þess noti Sambandiö aðstöðu sina á þessu sviði meö hagsmuni þjóðarheildar fyrir augum: (væntanlega aö bestu SIS- forystumanna yfirsýn). Allt þetta kann að mega til sanns vegar færa, en mér vitan- Eftir Guðmund Þorsteinsson, bónda, Skálpastöðum Lundareykjadal lega hafur i öllum þessum skrif- um litt eða ekki verið f jallaö um þaö, sem kannski skiptir mestu máli i þessu efni, þ.e. á hvern hátt er þjónaö hagsmunum framleiðendanna, bændanna, sem komið hafa upp sláturhús- unum með þátttöku sinni í sam- vinnufélögunum og reka þau á eigin ábyrgð. Ég veit ekki betur en hverjum sláturleyfishafa sé heimilt að selja hæstbjóðanda þær gærur, sem til falla við slátrunina og það sé raunar skylda þeirra, sem greiða bændum þaö, sem eftir stendur á sláturfjár- reikningi, þegar sölumeðferð afurða og greiðslu kostnaðar er lokið. Mér er kunnugt, að Bú- vörudeildin leysir ekki til sin þær gærur, sem hún kaupir aö lokinni sláturtíö heldur veröa sláturhúsin að geyma þær langt frameftirnæsta ári.sértil veru- legs óhagræðis og kostnaðar. Ég trúi þvi vart ööru en að þeir aðilar innlendir, sem byðu betri kjör en Búvörudeildin, gætu fengiö keypt talsvert af gærum hjá hinum einstöku sláturhús- um. Sé reyndin önnur er það al- varlegt mál, sem stjórnir sam- vinnusláturhúsanna verða aö standa umbjóðendum sinum, sauðfjárinnleggjendum, full reikningsskil fyrir, þvi þar er um allsendis óafsakanlega verslunarhætti að ræða, sem rýra hlut þeirra fyrst og fremst en siöan kjör neytenda alennt, þvi hækkandi gæruverð mundi koma fram i lækkun á kjötverði i verölagsgrundvelli land- búnaðarvara. Það sem Búvörudeild og sláturhús kaupfélaganna verða að upplýsa til að sleppa með hreinan skjöld frá þessu máli eru þvi eftirtalin atriði: 1. Hvaöa kaupendur bjóða bestkjör i gæruverslun og hver eru þau? (verð, afgreiðslutimi greiðslufrestur) 2. Getur hent að gærur séu seldar öörum en hæstbjóöanda og 3. ef þvi er svarað jákvætt: hvers vegna? Annar er sá hlutur, sem ekki hefur verið fjallaö um, en kem- ur spánskt fyrir sjónir. Fyrir einu eða tveimur árum bar svo við, að pólverjar vildu kaupa hér gærur á hærra verði en inn- lendir aðilar treystu sér til að keppa við, þ.á.m. Búvörudeild SIS. Þá kipptu stjórnvöld i spottann og bönnuðu útflutning, væntanlega vegna atvinnu- ástands og afkomu skinnaverk- enda. Hvaða ástæður voru fyrir hendi þá, sem ekki gilda nú? Getur hugsast að það skifti máli i viðskiftaráðuneytinu hvern vantar hráefni i það og það sinn- ið? Spyr sá, sem vill helst ekki trúa þvi, sem beinast liggur viö að ætla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.