Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 Bresk mynd um kaþólskan dýröling Breskur húmor tekur á sig ýmsar myndir. Nú hafa þeir tekiö upp á þvi að hneyksla alla Evrópu með kvikmynd um ka- þólska dýrölinginn Sebastian, sem sagður er hafa verið uppi á 4. öld e.Kr. Heilagur Sebastian þessi var mikið eftirlæti Kómarkeisara en upp komst um kristilegt hugarfar hans og var honum þá sparkað frá hirðinni og að lokum var hann drepinn. Þessi mynd, „Sebastiane”, var aðalhneykslunarhellan á kvikmyndahátiðinni i Locarno i Sviss nú fyrir skömmu. Þetta gekk svo langt að forstjóri há- tiðarinnar var hvattur til að segja af sér eftir að hann hafði leyft sýningu á þessum ófögn- uði. Ástæðan virðist helst vera sú, að myndin úir og grúir af berum körlum sem eru hin- ir dónalegustu i framkomu hver við annan. Sannkölluð homma- veisla, ef dæma má eftir mynd- skreytingum i nóvemberhefti Films and Filming. En annað og fleira er athyglisvert við mynd þessa. Hún er t.d. með latnesku tali og enskum skýringartext- um. Það hlýtur að vera óborganleg skemmtun að sjá og heyra þessa allsberu leikara tala latinu. Litið ku fara fyrir sögulegri nákvæmni en þvi meira fyrir allskyns tima- skekkjum sem eiga að vera fyndnar. Það kom mér ekkert á óvart þegar ég las að kvik- myndastjórinn. Derek Jarman, hefði áður gert leikmyndir fyrir þetta fyrsta kvikmyndin sem þeir framleiða. Þeir þykja gefa fyrirheit um eitthvað nýtt, eitt- hvað ferskt, i lognmollu kvikmyndaheimsins á þessum krepputimum. Sebastiane var ódýr mynd i framleiðslu. Malin Pislardauði Sebastians : dónaskapur og latina. og Whaley telja hana listræna og „alvarlega” þótt eftilvill séu ekki margir á sömu skoðun. En ' hvað sem um það má segja er þvi spáð að þeir félagar eigi eft- ir að framleiða fleiri myndir. Undur og stórmerki hafa fylgt sýningum á Sebastiane til þessa: I Sviss batt hún endi á þurrka sumarsins og i London fylgdi frumsýningunni úrhellis- rigning með þrumum og elding- um. Nokkuð sem rétttrúaðir verða varla hissa á. Jústin horfir á vin sinn myrtan þann umdeilda mann Ken Russ- ell, m.a. hefði hann hannað Villta Messiasinn, sællar minn- ingar. Framleiðendur myndarinnar eru tveir ungir menn, Howard Malin og James Whaley, og er Kvikmyndakompan verður að biðja lesendur afsökunar á því að þessi pistill um Fellini-myndina kemur ekki fyrr en hætt er að sýna hana. Það stafar að sjálfsögðu af algjöriega ófyrirsjáanlegum og óvið- ráðanlegum orskökum. Hann er birtur nú í þeirri trú að Fellini hafi ekki þurft á auglýsingu að halda og að þeir mörgu sem sáu myndina hafi ef- tilvill örlítið gaman af að rifja hana upp fyrir sér, ímynda sér að þeir séu aftur komnir í töfrasmiðju meistarans. Sumir listamenn eru alltaf að segja manni sömu hlutina en gera þaö þannig að endurtekningin verður ekki þjakandi heldur býður hún sifellt upp á eitthvað nýtt og óvænt. Fellini er einn þeirra. Með kvikmyndum sinum hefur hann skapað alveg sérstak- an heim sem alltaf er jafngott að hverfa til. t þessum heimi er lifið skrúðganga, jarðaför og brúð- kaupsveisla undir berum himni. Fólkið er flest á einhvern hátt undarlegt, andlega eða likam- lega. Stundum undrast maður þennan hæfileika meistarans til að hafa uppi á furðupersónum, en þær stundir koma lika — a.m.k. i minu lifi, og einkum i strætó á dimmum vetrarmorgnum — að manni virðist heimurinn einmitt samanstanda af svona fólki, þetta sé raunsæi ef raunsæi er til. Heimur Fellinis er annarlegur, dularfullur, grátbroslegur og draumkenndur, og þarafleiðandi raunverulegur. ótrúlegir at- burðir verða trúlegir, landamæri hugarheims og ytri veruleika mást út og hverfa. Kynlifið er kaþólskt og rennur saman við trúarlifiö. Konur eru oft kynóðar eða tröllvaxnar eða hvorttveggja i senn. Skólar eru pyndingastofn- anir. Gagnrýnendur hafa stundum sagt um myndir Fellinis að i þeim sé engin rökrétt hugsun, aöeins tilfinningar og hugarflug. Liklega er þetta rétt, en hins ber að gæta að rökrétt hugsun er ekki alltaf einhlit og kannski ekki alltaf nauðsynleg þegar list er annars- vegar. Fellini er áð visu enginn visindalegur heimildarmaöur að sögu og þjóðlifi á Italiu, en hvar hefur italskt hjarta slegiö ef ekki i myndum hans? Amarcord mun vera gerð 1973 og hlýtur þvi að koma næst á eftir Rómarmyndinni, sem hér var sýnd ekki alls fyrir löngu. Erfitt er að segja frá efni myndarinnar. Um hvað fjallar hún? Um gamlar og þröngar götur þar sem dular- fullur mótorhjólagæi rýfur nætur- kyrrðina öðru hverju. Um vorið sem kemur að loknum vetri. Um stráka sem eru að fá náttúruna. Um fasisma. Um fallega konu sem elskar Gary Cooper en giftist á endanum fasistahermanni og grætur. Um stóra skipið sem kemur frá Ameriku, uppfylling allra drauma sem bregður fyrir eitt ævintýralegt augnablik og er svo horfið. Um það sem býr i þok- unni og um italskt fjölskyldulif og ótal margt annað. Þetta er hvorki besta né versta mynd Fellinis. Hún er ekki áleitin og persónuleg á sama hátt og La Strata, Dolce Vita og 8 1/2 voru. Eftilvill er hún fyrst og fremst mannleg og hlý og skemmtileg. Húmorinn verður Fellini aldrei verulega nöturlegur, nema ef vera kynni i atriöinu þar sem fasistarnir taka kratann til bæna og hella i hann laxeroliu. Skemmtileg atriði eru mýmörg. Hver getur gleymt þeim augna- bliksmyndum sem brugðið er upp af nemendum og kennurum skól- ans i bænum? Eða þvi tiltæki leikstjórans að láta fasistana fara að hlaupa, mitt i hátiðlegri skrúð- göngu? Eða bilaða manninn sem klifrar upp i tré og fæst ekki til að koma niður heldur hrópar út i himingeiminn: ég vil fá konu! Þangaðtil dvergnunna kemur og skipar honum niður, þá hlýðir hann einsog skot. Er einhver boðskapur i svona myndum? Ég held varla, nema ef vera skyldi þessi gamli um að „mannanna börn eru merkileg” eða eitthvað i þeim dúr. Sjálfur segir Fellini að listaverk þurfi maður ekki að skilja vitrænum skilningi. „Annaðhvort segir kvikmynd þér eitthvað eða hún segir þér ekkert. Ef hún hefur áhrif á þig þarftu ekki á útskýr- ingum að halda. Ef hún hefur engin áhrif á þig getur engin út- skýring hjálpað hvort eð er”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.