Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 KÍNA OG UMHEIMURINN: Viö hverju má búast? Plaköt i Sjanghæ gegn fjórmenningunum handteknu: enn hefur utanrikismálum ekki verið blandað i ákærurnar. Ilúa Kúo-feng : „hann mun stýra skipinu eftir réttri stefnu”. Tsjang Tsjing : skáldið Kúo Mo- dsjo kallar hana „djöfulinn sem reis úr hvitri beinhrúgu” i nýlegu kvæði. Eins og kunnugt er hefur kin- verska byltingin yfirleitt haft heldur góðan orðstlr út um heim : vinstrisinnar, flokksbundnir og heimilislausir, sem og þó nokkrir borgaralegri aðilar, hafa keppst um að lofa Maó og hans menn fyr- ir þær breytingar sem hafa á rúmum aldarfjórðungi orðið á kjörum kinverskrar þjóðar og stöðu hennar meðal þjóða. Þessi lofgjörð hefur verið all almenn, nema hvað sovétmenn, og þeir sem aðhyllast þeirra skilning á stjórnmálum, höfðu uppi ekki að- eins marga fyrirvara heldur og harða gagnrýni á „stóra stökk- ið”, menningarbyltinguna og mörg þau tildragelsi önnur i Kina sem mestum tiðindum hafa sætt. Utanrikisstefna Maós Viðbrögðin við utanrikisstefnu Kina hafa verið margbreytilegri. Þegar kinverjar hafa mælt með eflingu Nató og Efnahagsbanda- lags og stutt sömu hreyfingar og bandariska leyniþjónustan CIA i Angólu, þá hafa hægrisinnar fagnað mjög, og er skemmst aö vitna til hins sérstæða maóisma Morgunblaðsins. En vinstrisinnar hafa að vonum verið heldur ó- hressir flestir. Hvernig getur það verið að byltingarriki styðji hernaðarbandalag sem lýtur bandariskri forystu? spurðu þeir. Taki jákvæða afstöðu til aftur- haldastjórna? Er þetta ekki and- stætt bæði hagsmunum Kina og sósialismans? Verður ekki breyt- ing á þegar Maó nú er allur? Háskinn þrefaldi Ekki alls fyrir löngu gaf Johan Galtung, norskur sérfræðingur i friðarrannsóknum , ásamt japananum Fukimo Nishimura út bók semheitir „Getum við lært af kinverjuin?” (Gyldendal Norsk Forlag). Þar reyna þeir að skil- greina þann hugsanagang, sem til þessa hefur ráðið mestu um hina sérstæðu utanrikisstefnu Kina. Þeir segja að kinverskir ráða- menn hafi þann skilning á hlut- um, að þrjár séu þær hættur, sem að þeim steðji. Mest hætta stafi af þvi sem þeir kalla sósialimperial- isma Sovétrikjanna, þvi næst komi sameiginlegt forræði risa- veldanna tveggja, Sovétrikjanna og Bandarikjanna og i þriðja sæti hin kapitaliska heimsvalda- stefna, sem fylgt er eftir fyrst og fremst með hinu mikla efnahags- lega valdi Bandarikjanna. Siðan hefur Kina fylgt þeirri stefnu Maós að glima við eina hættu i senn. Aðferðin er sú, að vingast við óvini aðalandstæð- ingsins, m.ö.o. við andstæðinga Sovétrikjanna. Það er reynt að styrkja þá til að draga úr mætti höfuðandstæðingsins. Seinna muni koma að þvi að berjast við hættur númer tvö og þrjú. Þeim erekkigleymt, heldur er þeim ýtt til hliðar. Höfuðpaurinn er i Moskvu Þessi skilgreining bókarhöf- unda er vissulega allgóð skýring á utanrikisstefnu Kina eins og hún hefur verið undanfarin ár. Bandalög og riki sem andæfa So- vétrikjunum fá stuðning Kina, t.d. Nato, og Suðaustur-Asiu- bandalagið, ASEAN. Ef að talið erað þau veiki forræði risaveld- anna, eins og t.d. Efnahags- bandalagið, þá er það einnig iitið vinsamlegu auga. Kapitalisminn er gagnrýndur en það er einnig litíð svo á, að hægt sé að „nota” kapitalisk riki sem andsovésk öfl. Kinverskir forystumenn hafa tal- iðheiminnundirhælirisavelda og Kina kemur sjálft fram sem stór- veldi i þvi tafli. En þá er einnig spurt að þvi : af hverju hafa kinverjar litið á Sovétrikin sem höfuðandstæðing? Kinverjarsegja sjálfir að orsökin sé sú, að Sovétrikin stundi sósial- isma i orði en heimsvaldastefnu i raun. Þeir telja, að sovéskir vilji auka áhrif sín sem mest á öllum sviðum, og séu að þvi leyti sér- lega hættulegir að þeir sigli undir merkjum sósialisma án þess að hafa rétt til þess. I þvi samhengi halda þeir þvi fram, að Kina sé öðruvisi þjóð- félag en hið sovéska, hafi lagt stund á baráttu gegn skrifræði og fyrir dreifingu valds — andstætt þvi sem sovétmenn geri. Eftir þessu hafa kinverjar sem- sagt farið. Ef að Sovétrikin hafa gott samband við eitthvað tiltekið riki, þá styðja kinverjar andstæð- inga þess. Ef að Sovétrikin styðja tiltekna þjóðfrelsishreyfingu þá styðja kinverjar keppinauta hennar (Angóla) Hljóð úr horni Bókarhöfundar leggja og á- herslu á það, að þessi viðhorf, þessi aðferð kinverja (sem vissu- lega á sér umtalsverðar forsend- ur) hljóti að sýnast ósanngjörn mörgum þeim þjóðum og öflum sem i málin blandast. Það hljóti að vera erfitt fyrir marga afriku- menn og suðuramerikumenn að kyngja þvi, að Sovétrikin séu þeim meiri háski en sá kapital- ismi alþjóðlegra auðhringa, sem arðrænir þá. Það hljóti að vera erfitt fyrir þá, sem fylgja vilja hlutleysi og andæfa hernaðar- bandalögum t.d. i Evrópu að við- urkenna að slökunarstefna, bætt sambúð austurs og vest'urs, sé einungis Sovétrikjunum i hag, eins og kinverjar og maóiskar hreyfingar hafa haldið fram. Brésjnéf brosir Nú hefur Maó Tse-tung horfið til feðra sinnaj en það er augljóst aðhannhafðimikiláhrifi þá veru að Sovétrikin væru skoðuð sem andstæðingur númer eitt. Það er þvi m jög eðlilegt að viða sé að þvi spurt um þessar mundir, hvort fráfall hans muni breyta hér nokkru um — þó ekki væri nema i þá veru að breyta um röð á „hætt- unum” þrem. Menn telja þeim mun fremur ástæðu til að spyrja vegna þess, að fjórmenningarnir, sem nú eru kallaðir Sjanghæklik- an og hafa verið sviptir fyrri áhrifum allmiklum, voru allir taldir með harðsnúnari andstæð- ingum Sovétrikjanna. Það er augljóst, að i Moskvu gera menn sér miklar vonir um að Húa Kúo-feng og hans menn verði vinsamlegri i garð granna sins í norðri. Skömmum um Kina er hætt i sovéskum blöðum og Brésjnef og opinberir fréttaskýr- endur sovéskir eru farnir að tala á þessa leið „Skipun Húa Kúo- fengs I stöðu formanns Kinverska kommúnistaflokksins og manna- skipti i ýmsum mikilvægum stöð- um hafa vakið mikinn áhuga i Sovétrikjunum, vegna þess að þau gefa tilefni til að ætla, að já- kvæð þróun mála iKina sé mögu- leg, þótt reynslan verði að sjálf- sögðu að skera úr um það” (K. Smirnof, Apn). Og fylgja fyrir- heit um að sovéskir séu allir af vilja gerðir til að bæta sambúð osfrv. Þessi viðbrögð mætti kannski kalla varfærna bjartsýni. Þverstæður Vandinn er hinsvegar sá, að það kemur mjög rækilega á daginn, hve litiðmenn vita um það sem gerist innan kinversku forystunn- ar. I fréttum frá Peking er nlikið um það, að ekkja Maós og félagar hennar þrir hafi afskræmt menn- ingarbyltinguna og haft hin verstu áhrif á listalif og skóla- hald. Aftur á móti hefur ekki spurst að þau séu gerð ábyrg fyrir einhverju sem miður hafi farið i utanrikismálum. Og að þvi er Sovétrikin varðar, þá berast fréttir sem ganga hver á aðra. Einn daginn taka fréttamenn sér- staklega til þess, að sovétmönn- um hafi borist óvenjulega hlýlegt heillaóskaskeyti frá Peking sjöunda nóvember. Tveim dögum seinna má lesa, að aðalfulltrúi Kina hjá SÞ, Húan Húa, hafi i ræðu talað um sovésku sólial- heimsvaldastefnuna sem mestu styrjaldarhættu heimi vorra daga” og lýst afvopnunartillögur sovétmanna hræsni eina. Va.’d stýrimanns En hver veit nema það beri fyrst og fremst að skoða breyt- ingar á innanlandspólitik i Kina til að fá visbendingu um það sem gerast kann i utanrikismálum? Ef að horfið verður i reynd frá mörgu þvi róttækasta i tilrauna- starfsemi þeirri sem kölluð var menningarbylting, þá er liklegt að þróun kinversks samfélags lik ist meir hinu sovéska en gert hef- ur hingað til. Þar með hefði dreg- ið nokkuð úr forsendum fjand- skaparins milli Moskvu og Pek- ing. Þar með er reyndar ekki sagt, að þær forsendur væru allar úr sögunni. En framtiðin er að mjög verulega leyti tengd þvi, hve djúpum rótum breytingar menningarbyltingar skutu — og þá þvi, hvort menn hafi yfirleitt skilið hana rétt. En meðan menn velta vöngum safnar Húa Kó-feng lofi fjölmiðla i Kina. „Fylgjum fyrirmælum Húa formanns” segir i fyrirsögn i Dagblaði alþýðu. Þar segir m.a.: „Reynslan hefur sannað, að félagi Húa getur dyggilega fylgt óskum Maós formanns fram i veruleikanum og stjórnað skipi byltingarinnar yfir bylgjurnar eftir þeirri stefnu sem Maó for- maður hefurlagt”. Hvaðeina sem gerist i Kina mun verða réttlætt með tilvisun i Maó, rétt eins og sovétmenn visa við öll tækifæri i Lenin. En sá sem fer með hlut- verk stýrimanns hefur það nokk- uð i hendi sér að túlka það, hverj- ar væruá hverju augnabliki óskir þeirra öldunga, sem skipi þeirra ýttu af stað. Árni Bergmann. MEGRUNARLEIKFIMI Nýtt námskeið Vigtun — Mæling — Gufa-Ljós — Kaffi — Nudd — Megrunar- fæða — Matseðill. Innritun og upplýsingar í sima 83295 alla virka daga kl. 13-22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.