Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA .3 FLEIRI FALLA í ÞÁ SYND EN MÖRLANDINN Útlendingar meökaupæöi streyma til Lundúna Það eru ekki bara islend- ingar sem rjúka I kaupæði til Lundúna. Það er þetta æði sem sameinar gyðinga og araba, fransmenn og þjóðverja, meira að segja flæmingja og vallóna frá Belgíu: fara til London og kaupa, kaupa, kaupa. Vigreifar l^onur kallast á sam- anburöi á vöruver&i hjá Marks og Spencer og Selfridge meöan karl- ar þeirra andvarpa þungan og reikna úr möguleika á aö stelast á bjórkrá eöa fótbolta, maöur guös. Sænskur blaöamaöur sem nýlega stóö á Oxfordstræti og skoöaöi og hlustaöi, honum fannst hann vera kominn inn á þá ágætu banda- risku 'gamanmynd „Þetta er snargeggjaöur heimur”, en þar eru allar persónur i æöislegu kapphlaupi um aö veröa fyrstir á staö nokkurn þar sem fjársjóöur á aö vera falinn. Feröaskrifstofumenn i London voru samt súrari á svipinn en menn gætu ætlaö. Þeir andvörp- uöu og sögöu sem svo: mikiö væri veriö ódýrari i London en viða annarsstaöar. Og sölustjórar stórverslana halda þvi fram, að þrátt fyrir allan æöibunuganginn þá geri menn furðulega skynsam- leg innkaup. Viðskiptavinirnir eru flestir þjóöverjar, frakkar, arabar, grikkir og belgar. Þótt noröur- landamenn séu margir, ber, ekki mikið á þeim i öllum þessum flaum. Annað kemst ekki að Feröaskrifstofufólkið hélt, aö þar eö allt er lokaö i Bretlandi á sunnudögum, þá hlyti aö vera hægt aö sýna þessum skara eitt- hvaö af þvi sem markveröast er i London. En sem fyrr var á minnst, hafa þær vonir ekki ræst aö þvi er varöar innkaupafólkiö. Þaö fólk fer Heldur strax á sunnu- dagsmorgni til Petticoat Lane, þar sem fljúgandi mælskir gyöingar selja ódýran fatnaö og ótrúlegasta skran af ýmsu tagi. „Hvað fæ ég mikið fyrir þennan ótrúlega fallega vasa?"spyr einn þeirra og heldur á lofti ófrýni- legasta og nýjasta vasa undir sól- unni. i Sklrisskógi: Pund bara pund, erhann ekkimeönein þýsk mörk? nú hægt aö sýna þessu fólki af merkílegum hlutum i London. En það er enginn sem spyr um The Tower eöa Tate Galleíry. Menn vaöa beina leið i vöruhúsin. Fyrsta laugardag i nóvember var selt fyrir sem svarar 28 miljörö- um króna bara i West End og stol- ið fyrir á að giska 200 miljónir i ösinni. A þennan stað þyrpast hinir kaupglööu nú i þeim mæli, aö hús- veggir hinna þröngu gatna svigná fyrir þrýstingi. Það er kannski ekki margt að finna á þessum markaöi sem er freistandi. En menn vilja ekki komast út úr and- rúmslofti kaups og sölu úr þvi þeir eru hingaö komnir til aö anda einmitt þvi að sér. Upppantað til jóla Um þá helgi var óvenjumikiö um að vera, þvi aö mánudagur var fridagur i nokkrum vestur- evrópulöndum. Ferjurnar sem ganga yfir Ermarsund komu meö 25.000 meginlandsbúa. Leiguflug- vélar og skip frá Noröurlöndum bættu við svosem tiu þúsundum. Til dæmis að taka eru öll sæti i leiguflug frá Sviþjóð upppöntuð til jóla og bisnessmenn kvarta yf- ir þvi, að áætlanaleiðir séu einnig svo rækilega upppantaðar aö þeir verða aö skrá sig á biölista eöa fljúga á fyrsta farrými. Fyrsta farrými fer aö veröa uppselt lika. Þaö er fyrst og fremst gengis- fall pundsins sem er forsenda þessa flóös af kaupþyrstu fólki sem til London streymir. Ferða- töskur er það fyrsta sem margir kaupa, og siöan byrjar hamstriö. Menn hafa einna mestan áhuga á breskum fatnaöi og efnum. Einn- ig snyrtivörum sem hafa lengi Til endursölu Margir segja sem svo, aö vist sé það skemmtilegt aö lyfta sér upp i senn og gera hagstæð inn- kaup til jólanna. En margir eru i öðrum prindum. Sumir játa þaö fúslega,' aö þeir séu smákaup- menn aö kaupa ýmislegt dót inn fyrirsig. Belgi nokkur segist hafa keypt 30 alfatnaöi og býst við aö geta selt þá meö 100% hagnaði i búö sinni heima.Þaö er undarlegt en satt, aö menn geta farið til London og k'eypt þar fatnað á smásöluveröi og geta samt búist við þvi aö selja vöruna meö 100% hagnaöi heima hjá sér. Þaö er reyndar ekki liklegt aö þessu geti lengi haldiö áfram. Gert er ráð fyrir þvi aö á þessu ári komi um tiu miljónir feröamanna til Bretlands og muni þeir skilja eftir sig um 640 miljaröi króna i landinu. Túrism- inn er að veröa einhver helsta at- vinnugrein landsins, og enda þótt SHOP Verslunargata f London kaupæöiö sé varasöm forsenda aö byggja á, eru menn fegnir pen- ingum hvaöan sem þeir koma. Lundúnabúar hundleiðir «Napóleon kallaði breta ein- hverju sinni mangaraþjóð. En við núverandi efnahagsaöstæöur væri þaö kannski ekki svo fráleitt aö viö reyndum aö gerast „smá- kaupmenn fyrir allan heiminn” sagöi i leiöara i blaöinu Financial Times á dögunum. I sömu grein var vonast til þess að „við getum fágaö framkomu okkar ögn meira og lært sanna gestrisni og þar með orðið helsta ferðamanna- miðstöð heims. Sviss hefur vegn- að vel og Sþánn hressti upp á sitt efnahagslif með aðstoð ferða- manna. Og þvi skyldum við ekki reyna að koma vinsamlega fram við alla þessa háböivuöu útlend- inga?” Þar með steig leiðarahöfundur ofan á likþorn breskra. Þvi satt að segja eru lundúnabúar, rétt eins og parisarbúar áöur, aö veröa dauöþreyttir á öllum þess- um útlendingum, sem þröngva þeim út úr veitingahúsum sinum, neðanjarðarvögnum og str.ætis- vögnum, kaupa upp vörur þeirra og heimta að þeim sé sagt til vegar án þess að þeir hafi næga kunnáttu i málinu til skilja leiðbeiningarnar. Þetta er nýtt hlutverk og erfitt sem bretar eru neyddir til að leika, rétt eins og parisarbúar áður. Þaö er eins lik- legt að ieigubilstjórarnir svari meö formælingadembu þegar spurt er til vegar eins og þeir gera i Paris. ,* (Byggt á DN) þad er vil ri vetrarskoðun SKOHA Tékkneska bifreiðaumboðið Auóbrekku 44-46 - Kópavogi — S. 42600 Innifalió í verdi: kerti og platínur 2 1. Ath. vetarþéttingar v/leka 22. Ath. koelikerfi v/leka 23. Moeld hle&sta 24. Moeldur rafgeymir 25. Hreinsuó rafgeymasambönd 26. Stillt kúpling 27. Smurd kúplingslega 28. Ath. slit f stýrisupphengju 29. Ath. slit ■ spindlum 30. Ath. slit í miústýrisstöng 31. Ath. slit í stýrisvél 32. Ath. hemtarör 33. Ath. magn hemtavökva 34. Jafna&ir hemlar 35. Ath. handhemi! 11. Ath. kveikjuþéttir 36. Ath. þurrkublöó og armar 12. Ath. kveikjuþrœöi 37. Ath. rúóusprautur 13. Ath. kveikjulok og hamar 38. Ath. Ijos 14. Kveikja smurö 39. Huróarskrúr og kesingar smuróar 15. Vdtnsdœta smuró 40. Bensmgjöf smuró 16. Ath. vif tureimar 41. Ath. gírkassaþéttingar v/leka 17. Smuróar legur vió kœliviftu 42. Áth. mióstöó 18. Ath. loftsíu 43. Ath. loft i hjólböróum og slit 19. Mceldur frostlögur 44. Ath. olía á vél 20. Hert botnpanna 45. Reynsluakstur 1. Vélarþvottur 2. Stilltir ventlar 3. Hert strokklok (head) 4. Hreinsaöur og stilltur blöndungur 5. Ath. bensmslöngur 6. Hreinsud gruggkúta 7. Hreinsuö bensindceta 8. Ath- kerti 9. Þjöppunarmœling 10. Stilltar ptatinur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.