Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. nóvember 1976 ARNI BERGMANN SKRIFAR Kristinn E. Andrésson. Um islenskar bókmenntir. Ritgeróir I. Mál og Menning 1976. 2§2 bls. Mál og menning hefur hafist handa um þaö þarfa verk ah gefa út úrval ritgeröa Kristins E. Andréssonar og annast Sigfús Daöason útgáfuna. I þessu fyrra bindi ritgerða um Islenskar bók- menntir eru fyrst og fremst rit- smlöar frá fjóröa áratugnum, frá tíma Rauöra penna. bær segja frá baráttuKristins fyrir skilningi á þjóöfélagslegu samhengi I bók- menntum, fyrir bókmenntum sem vopni I strlöi alþýðu. Svar hans viö spurningum þeim sem tlmar kreppu, fasisma og harörar stéttabaráttu beina til bók- menntamanna er sósialrealismi, raunsæislegar bókmenntir inni- haldandi gagnrýni á rlkjandi ef þeir t.d. bera saman skrif hans um Halldór Laxness viö annaö sem um þann höfund var þá skrif- að. Alhæfingar hans og tengingar komast stundum á tæpt vaö, en það er I þeim einatt bráöskemmtileg sveifla og áræöi. Ég bendi I þessu samhengi á túlk- un hans á viöureign Matthlasar Jochumssonar við trú og efa- semdir. Matthías er, segir Kristinn, kvalinn af efasemdum, en hann sleppir samt ekki trúnni vill ekki gera það, vogar þaö ekki. „Það er ótti barnsins við aö sleppa handriöinu, ótti Islands 19. aldarinnar viö að hlaupa út úr fortíö sinni”. Og þessari sveiflu frá.hinni nákomnu líkingu þjóðar í draumi um djarft DÖCuD Kristinn E. Andrésson. Snillingar og þjóðarstolt Marxismi Kristins var honum mikill aflgjafi, þótt hann væri ekki óskeikull leiöarvlsir. Um leiö skulum við jafnan hafa það I huga, að hver maöur er stærri og samsettari en kenning hans. Róttækni Kristins fylgir á veg, eins og sjá má í fyrstu greinum bókarinnar sem fjalla um snill- inga og innblástur, djúp aðdáun á miklum afrekum i listum, bókm., heimspeki, gott ef ekki tign- un þeirra manna sem hæst ber á þessum sviðum. Þessi afstaða þýðir m.a. að Kristinn ætlar bókmenntum mjög stóran hlut, logar af metnaöi fyrir þeirra hönd. Þvl er hrifning hans svo sterk og einlæg, þegar hann sér kjarna meiriháttar breytinga og átaka I mannlegu félagi kristallast I miklum bókmennta- verkum. Og þessi fögnuður tvinn- ast einnig saman viö sterka þjóöernishyggju. Af samruna allra þessarra þátta má skilja, hvers vegna Jónas Hallgrimsson verður Kristni sannur dýrlingur og miklu hugstæöari en stjórn- málaforingjar 19. aldar — meö Jónasi fær land og þjóö málið meö nýjum hætti segir Kristinn í nafn- togaðri, ljóðrænni esseyju sinni um „Ég bið að heilsa”. Hrifning hansaf Matthíasi Jochumssyni er tengd þvi, að Matthias sé svo prýðilegt dæmi um „þetta vakn- andi, hlustandi Island”. Halldór Laxnes og voldugt ævintýr ástand og fyrirheit um þróun til betra heims. Hvaö eftir annaö mætir lesanda sú sannfæring Kristins, aö þeir tímar séu komn- ir, að stórvirki á sviöi bókmennta verði ekki lengur unn- in nema meö fulltingi marxisks skilnings á þjóðflélaginu, meö líf- rænu sambandi við róttækasta hluta alþýðuhreyfingar. A naktastan hátt kemur þetta fram I umsögn um fyrst skáldsögu Jóhannesar úr Kötlum. „Og björgin klofnuöu. Þar segir: „Sökum sinna raunhæfu sjónar- miða eru það kommúnistarnir einir,sem geta lýst veruleikanum á sannan og hlutlausan hátt.. Því er það kommúnistanna að skapa listaverkin sem fela sann- leikann í sér”. Þegar vikið er að hlutum sem þessum, þá glotta þeir borgara- legu jafnan fegnir mjög og segja sem svo, að lltill spámaður hafi Kristinn verið. Þeir hafa einmitt reynt aðafgreiða framlag hans til íslenskrar bókmenntaumræðu meö einangruðum Ivitnunum af þvl tagi sem ég fyrst nefndi (EBa svo var alltaf meðan Kristinn sjálfur var ofar moldu, þótt nú megi alveg eins búast við ein- hverju hræsnisþrugli um ágæti Kristins úr þeirri átt). En satt best að segja munu Ivitnanir sem þessi hér að ofan reynast harla villandi um málflutning Kristins, hvað sem menn ætluöu annars að sanna. Það er svo margt sem þá á eftir að skoða. Til hvers' marxismi? I fyrsta lagi rifjast það upp fyrir lesanda ritgerðanna, að Kristni verður I raun mikið úr slnum marxlsku viðhorfum, hann nýtir þau á skemmtilegan og persónulegan hátt. Hann bregöur á texta og höfunda ljósi, sem ekki er I vörslum hinna, bendir á ný tengsli og samhengi, örfar og ögr- ar — þetta geta menn sannreynt við barn er haldiö út á stærri vett- váiig: skáld og þjóð og mannkyn allt á krossgötum, þar sem spurt er hvert skal halda, og eitthvað stórt I vændum. Marxisk viðhorf Kristins njóta sln og vel I túlkun á þverstæðum einstaklingshyggju Einars Benediktssonar og á afrekum og takmörkunum hins Ihaldssama söngvara hetjuskap- arins, Guðmundar á Sandi. Og þaö þarf pólitlska yfirsýn Kristins til að gera jafn skilmerkilega, og hann gerir, grein fyrir skyldleika þess andrúmslofts, sem ríkir á Sviðinsvík á þarvistardögum ólafs Kárasonar, við fasismann, sem þá fer sigurför um Evrópu. Vígreifur í ritdeilu 1 öðru lagi skulu menn ekki gleyma þvi, að bókmenntaleg þróun áratugsins tekur undir viðhorf Kristins af miklum krafti, hún er I senn forsenda þeirra og endurspeglun. Halldór, Þórberg- ur, Jóhannes og margir fleiri ágætir höfundar eru ötulir tals- menn sósialfskra viöhorfa I verk- um slnum. Halldór verður alþjóð- legur stórmeistari hinnar félags- legu skáldsögu. Mikið af þessu bindi er einmitt helgað skáldsög- um Halldórs og baráttu fyrir þeim. 1 þeim slag verður penni Kristins einna hvassastur og háðskastur, og nægir þar að minna á fræga grein, Rauös- mýrarmaddaman hefur orðiö, þar sem hann fer kostulega með slóttuga viðieitni Jónasar frá Hriflu ti! að snúa tfðindum úr Sjálfstæðu fólki sér f hag. önnur deilugrein, „Grasgarður forheimskunnar” frá 1940 er snöfurleg úttekt á því menningar- ástandi sem einkenndist af of- sóknum á hendur Halldóri Laxness og fleiri mönnum ágæt- um og firnalegu lofi um Guðmund Hagalfn, Það er einkar nytsam- legt að rifja upp grein sem þessa, og ekki ætti hún sföur að vera góður lestur úngu fólki, sem held- ur kannski að enginn af kynslóð þessa tlma hafi neitt að skamm- ast sín fyrir, nema þeir sem settu traust sitt á Stalin. Við vitum að það gerðu þeir Kristinn og Halldór og Þórbergur og fleiri menn ágætir og við vitum einnig, hvað sem um valkosti fjórða áratugsins má segja, að þeir gerðu það ekki sér til framdráttar eða bitlinga. Krafan um sósíalrealisma Ritgerðasafnið staðfestir það einnig, að krafa Kristins um sóslalrealisma var I reynd aldrei eins þröng og viða annarsstaðar, og það er mikill munur á því sem hann er að fara og því sem t.d. sovéskir menningarpáfar fara með á svipuðum tíma. Kröfugerð Kristins var og er ekki yfir gagn- rýni hafin, siður en svo. En hún þýddi allavega ekki blindi á ávirðingar samherja, né heldur á kostihöfunda sem hugsuðu á ann- an hátt. Það mætti jafnvel halda þvi fram, að Kristinn hafi ekki síst sýnt óþarfa tilætlunarsemi sam- ferðamönnum slnum um róttæka bókmenntastefnu. Það gat t.d. verið hæpiö að kvarta yfir því að persónur I Heimsljósi „veita ekki þá leiðsögn, sem mörgum er kær, eru ekki sjálfar fyrirmyndir, sem svo æskilegt er aö eiga á jafn ráð- þrota tímum”. Svipað má segja um eindregin tilmæli til Steins Steinarrs að hann fari nú að taka sig á I pólitlkinni. Skýr dæmi um kröfuhörku I garð samherja eru greinarnar tvær um fyrstu skáld- sögur Jóhannesar úr Kötlum. Kristinn lofar áræði Jóhannesar og einlægni, en hlifir honum hvergi. Hann finnur Jóhannesi það einkum til toráttu, að hann standi of nálægt atburðum og persónum með kapp sitt og til- finningahita, þvingi þær um of undir ákveðinn vilja sinn. Það er einkar fróðlegt að sjá, hvernig kröfur smekks og raunsæis verða hjá Kristni sterkari en samúð með „ákveðnum vilja” Jóhannesar, vilja sem þeir félag- ar áttu saman. Örlæti Og Kristinn er fullur af örlæti I garð margra ágætra skálda, sem fara allt aðrar leiðir en hann sjálfur, og hans nánustu bókmenntavinir. Margir hafa hnýtt I Matthias Jochumsson fyrir að sleppa „billega” frá mörgum skáldskaparvanda, en þvl fer fjarri að Kristinn taki undir þaö tal. Þvert á móti: hann hrífstaf hinnisterku mannúð sem hann telur kjarna skáldskapar Matthlasar, af þeirri frelsishvöt, sem hann telur enn ómengaða af syndafalli síðborgaralegs heims. „Hver á orð um aðra eins snilld? ” segir Kristinn um ,,lágn.” Einars Benediktssonar og margar til- vitnanir aðrar mætti tilfæra til sönnunar á hrifningu hans af afrekum skáldsins. En um leið vill hann gá aö þvi, hvort það getur ekki verið „nauðsyn að verjast áhrifum hans” „velja og hafna” og þar á hann við þá skoðun sína, að samfléttuð heim- spekileg leit Einars og þróun kapltalismans hafi leitt skáldið út á blindgötur.Menn geta deilt um slíka túlkun, en miklu hreinskiptnari er slik aðferð, en hið óskilgreinda frukt fyrir stór- um nöfnum, sem svo algengt er I bókmenntaumræðu — hafi höf- undur náð vissri stærð er um leið goðgá að spyrja að því, hvað hann sé að fara! Enn vil ég benda á einhverja bestu grein bókarinnar, „Styrjöld Guömundar á Sandi” sem skilgreinir af fullkominni virðingu skáldskap og hugmyndasögu skálds, sem dreg- ur um flest þveröfugar ályktanir af harðri llfsbaráttu alþýðu en Kristinn og aðrir Rauðir pennar. Og hrifningin af Halldóri Laxness, sem brýst yfir allar stiflur íslenskrar varfærni þegar I grein um S ölku V ölku 1932, hún er ekki barasta fögnuður yfir bróður I sósialisma, eins og einhverjir menn ku nú halda. Hér fer stolt islendings sem sér fyrr en flestir aörir hvað er að gerast. „Sagan er órækasta sönnun fyrir þvi að við erum aftur orðin frjáls þjóð” segir Krstinn um Sölku Völku og einnig að, nú höfum við eignast skáld „sem er líklegt til að geta sannað tilverurétt okkar að nýju meðal þjóðanna”. Tuttugu árum síðar, í ræðu til heiðurs Halldóri fimmtugum 1952, komst próf. Jón Helgason að orði á þá leið, að ef Islendingar geti, þrátt fyrir allt, borið höfuð hátt þá „veldur þvi einn maður, aðeins einn”. Og hin- ir treghrifnu Islendingar létu víst ekki sannfærast fyrr en fjögur ár enn voru liðin og skeyti barst frá Stokkhólmi, sem íhald hér um slóðir telur verstu borg I heimi, næst á eftir Moskvu. Birta Við ræddum um það I upphafi, að Kristinn boðar þá kenningu á fjórða áratugnum, að héðan af verðiafrek Ibókmenntum trauðla unnin á vettvangi borgaralegrar hugsunar, leiðin til hinna hæstu tinda verði aðeins gengin I samfylgd alþýöu og sóslalískrar hugsjónar. Margir munu vafa- laust játa,aðþetta viðhorf hafi að sönnu dugað Kristni til örfandi úttektar á meginstraumum i timanum, en að framvinda mála á næsta skeiði hafi afsannaö spá- sögn hans. Það má rétt vera, að Kristinn hafi ekki, frekar en margir aðrir bjartsýnir og róttækir menn á þeim tíma, séð fyrir, hve þverst®ðufullt samband bókmennta og samfélagsþróunar getur orðið. En hrifning og eldmóður Kristins, sem marxiskar hugsjónir eiga sterkastan þátt I, bera enn birtu ágæta, það er enn sterkara llf I þessum ritgerðum en menn okkar efasemdatlma gætu við búist. Bók þessi er ögrandi áminning um það, að þá fyrst er afturhaldi af öllu tagi tryggður sigur, þegar menn neita fyrirfram að gefa sig á vald „draumi um djarft og voldugt ævintýr” — af þvl þeir fá ekki upp á vasann tryggingu fyrir farsælum endalokum. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.