Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVJLJINN Föstudagur 31. desember 1976 OJOOVIUINN MÁLGAGN SÓSÍAUSMA, VERKALÝÐSHREYF1NGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. SAMT ER HÚN FÆR, — SVO LANGT SEM HÚN NÆR Enn eru áramót. Timinn flýgur hratt, og sigur nú óðum á seinni hluta 20. aldarinnar. Engin fyrri öld hefur verið svo hraðfleyg sem þessi og umskiptin frá siðustu aldamótum meiri á flestum sviðum en á 1000 árum áður. Það var bjart yfir vonum manna i upp- hafi þessarar aldar. Þróun tækni og vis- inda hafði leyst marga þraut og átti eftir að leysa fleiri. Menn trúðu á sigurgöngu eilifra framfara og sáu i hillingum fram- tiðarlandið þar sem flestum mannlegum meinum hefði verið útrýmt fyrir mátt vis- inda og tækni. Þeir skarpskyggnustu gerðu sér að visu grein fyrir þvi, að tækni- þróunin væri ekki einhlit, heldur yrði einn- ig að koma til félagsleg umbylting á grundvelli jafnréttishugsjóna, svo að tryggt yrði að rikulegir ávextir framfar- anna kæmu ekki nær eingöngu i hlut til- tölulega fámennra forréttindastétta. Og hvar stöndum við svo nú, þegar að- eins tæpur fjórðungur lifir þessarar stór- brotnu aldar? Hafa vonirnar ræst, eða hefur bjartsýni aldamótaáranna orðið sér til háðungar? Slikri spurningu verður vissulega hvorki svarað með jái, eða neii. Þversögn aldarinnar er sú, að annars vegar hafa tæknilegar og visindalegar framfarir orðið slikar, að forsendur hafa skapast i fyrsta sinn til að útrýma hungri og fátæktarneyð hvar sem er á jörðinni, — en hins vegar blasir við, að sá fjöldi mann- anna barna, sem býr við örbirgð og sáran skort er nú meiri en nokkru sinni fyrr, og fjölgar ár frá ári, bilið milli rikra þjóða og fátækra fer breikkandi. Hér er ekki um að kenna ónógum tækni- framförum, og ekki heldur þvi, að sum lönd séu frá náttúrunnar hendi fátækari en önnur, heldur eingöngu óleystum félags- legum vandamálum, þeirri staðreynd, að enn hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur ofurvald þeirra auðdrottna sem i krafti fjölþjóðlegrar hringamyndunar rikja yfir efnahagslifi meirihluta þjóða heimsins og mergsjúga miljónir fólks i fátæktar- fjötrum. Þessi er þversögn okkar aldar, sú stærsta. Bjartsýnin frá upphafsárum aldarinnar er vissulega ekki lengur söm og áður. Margur nýr vandi hefur komið upp, sem ekki var reiknað með fyrir 77 ár- um. Hér skal minnst á tvennt. 1 fyrsta lagi hefur það orðið ljóst, að mannkynið á yfir höfði sér hættu á gjör- eyðingu af völdum eigin tækni og að auð- lindum jarðarinnar eru takmörk sett. 1 öðru lagi blasir við að leiðir til lausnar þess félagslega vanda, sem við er að fást til útrýmingar himinhrópandi mis- skiptingu auðsins sem færir fáum alls- nægtir en mörgum örbirgð, — þær leiðir eru torfærari en margur trúði á fyrri hluta aldarinnar. Þeir löngu skuggar, sem þróunin i þess- um efnum hefur varpað á bjartsýna fram- faratrú aldamótanna, hefur knúð alltof marga til einangrunar, uppgjafar og flótta frá félagslegri glimu við vanda aldarinn- ar. Það er erindi þessara orða að vara við slikum hugsunarhætti, slikum flótta, slikri uppgjöf. Af okkur er krafist svara við stórri spurningu. Þeirri spurningu, hvort mannkynið eigi við lok 20. aldar að standa á helvitisbarmi eigin tortimingar ellegar við upphaf timaskeiðs hins fyrsta i sög- unni þar sem hugvit og siðferðilegur þroski mannsins greiði öllum jarðarbörn- um leið til nægilegs brauðs og viðunandi félagslegs réttlætis. Enginn getur með rétti skotið sér undan þvi, að eiga hlut að þessu svari. Við sem köllum okkur sósialista skulum varast að hreykja okkur hátt, við höfum ekki upp á að bjóða auðveldar lausnir við öllum vanda, og saga alþjóðlegrar sósial- iskrar hreyfingar á svo sannarlega til bæði bjarta og dimma þætti. Eitt skulum við samt vera viss um: Hinn alþjóðlegi kapitalismi með sitt grundvallarlögmál um gróða og meiri gróða til handa ófreskj- um fjölþjóðlegra auðhringa hann leiðir dauða og tortimingu yfir meginþorra mannkyns á ekki ýkjalöngum tima, ef ekki tekst að spyrna við fótum. Og þessi alþjóðlegi kapitalismi sem er soramark 20. aldarinnar, verður ekki brotinn á bak aftur án þess að tekið sé mið af hug- myndagrundvelli og félagslegum úrræð- um jafnréttishugsjóna sósialismans. Þess vegna skulum við ekki hika við að leggja okkar litla lóð á vogarskálina hvert og eitt i þeirri risaglimu, sem háð er um veröld alla. Sannleikurinn er sá að allt virðist nú óvissara en fyrir 70-80 árum um það, hvernig niðurstöður aldarinnar ráðast. Þess vegna veltur einmitt nú og á næstu árum meira á þvi en nokkru sinni fyrr, hvernig til tekst um hlut hins breiða f jölda að mótun sögunnar. Sérhver kynslóð verður að brjóta til mergjar vanda eigin tima. Þekking á sög- unni er nauðsynleg. Þangað sækjum við þó ekki lausn á vanda dagsins i dag. Hver er sinnar gæfusmiður. —Þau orð eiga lika við mannkynið sem heild. Við skulum ekki horfa fram á veginn i trú á einfaldar lausnir i flókinni veröld. Við skulum efast um flest, en láta efann þó aldrei draga úr okkur kjark til þátttöku i þeirri pólitisku baráttu sem úrslitum ræður. Þær sættir, sem ófreskja alþjóð- legs kapitalisma býður, eru svikasættir. Skepnan hefur aldrei verið hættulegri eða grimmari en einmitt núna. Það framtiðarland jafnréttis og mann- legrar reisnar, sem bestu menn sáu i hillingum i upphafi 20. aldar finnum við máske aldrei, en það sem öllu máli skiptir fyrir hvern einstakan og mannkyn allt er að vera samt á leiðinni þangað. Þar liggur von okkar. Leiðin er torfærari en áður, — samt er hún fær svo langt sem hún nær. —k. Húsbónda valdið notað I sambandi við uppsagnir Reykjaprents h.f. á þremur starfsmönnum Alþýðublaðsins er vert að vekja athygli á tvennu: fíú þegar á reynir kem- ur berlega i ljós að Reykjaprent h.f. hefur öll ráð Alþýðubláðsins i hendi sér. Það ræður starfs- mannafjölda, stærð blaðsins og möguleikum þess til þess að heyja samkeppni við önnur blöð, auk þess sem öll önnur rekstrarleg málefni eru i hönd- um Reykjaprents. Talið um óöalið og hjáleiguna átti þvi fullan rétt á sér. Og nú bendir allt til þess aö Alþýðufloksmenn verði að sætta sig við að Alþýðu- blaöið verði minnkaö á ný með valdboði frá heildsalaútgefend- um Visis. Hitt atriðið er að með uppsögnunum viðurkennir Reykjaprent h.f. að miklir erfiðleikar eru nú i rekstri fyrir- tækisins, en Visir og Alþýðu- blaðið eru rekin sem ein heild, Rökstuðningurinn fyrir upp- sögnunum var m.a. að spara þyrfti um 700 þúsund kr. á mán- uði í launagreiðslum á Alþýðu- blaðinu og gripið yrði til svip- aðra sparnaðarráðstafana á Visi. jr Islenska og enska Það er stundum látið töluvert af þvi, að islenska hafi staðið sig betur en til að mynda skandinavisk mál fyrir þeim þrýstingi sem hér og viðar verður af áhrifum ensku. Og þaö er satt að islenska er ekki eins opin fyrir tökuorðum og t.d. danska hefur reynst — þott vissulega váöi tökuorð og slettur uppi á nokkrum sviöum og nægir þá aö visa til þess máls sem viðhaft er um poptónlist i fjölmiðlum. Og máliö er i reynd flóknara en þetta. Til dæmis benti Helgi J. Halldórsson á það nýlega i útvarpsþætti ágætum, hvernig óeðlileg notkun nafn- orða og eignarfallasambanda sækir fram, ekki sist i sérfærði- legu máli og skriffinnskulegu. Undarleg kynning Það er þvi ærin ástæða til aö vara við þvi aö hampa ensku sýkntogheilagt og hafa þá gefið sér þá forsendu að hún sé eigin- lega jafntöm islendingum og þeirra eigin tunga. Þetta geröist til dæmis með mjög áberandi hætti i Morgunblaðinu á að- fangadag þegar kynntar voru jólamyndir kvikmyndahúsa. Yfir klausu um hverja mynd var sett fyrirsögn — og fyrir- sögnin var i öllum tilvikum nema tveim heiti myndarinnaf á ensku. Family Plot, The Marathon Man, The Duchess and the Dirtwater Fox, The Towering Inferno og The Golden Voyageof Sindbad. 1 meginmál- inu er svof jallað um myndirnar undir þessum heitum yfirleitt — voru þó kvikmyndahúsin búin að gefa þeím nöfn, nema Há- skólabió vill halda fast við að Marathon Man heiti svo og ekki annað. Tvær myndir voru kynntar á fslensku, Borgarljós Chaplins, sem hefur verið sýnd hér áður oftar en einu sinni og hefur islenska heitiö unnið sér hefð og svo „Lukkubillinn snýr aftur” sem er framhald á mynd sem áður var sýnd og er þar Lukkubill til greindur. Þessi sjálfvirka notkun ensku minnir á ummæli borgar- stjórnarmanns frá Grimsby i veislu hjá borgarstjórn Reykja- vikur fyrir nokkrum árum : hann kvað margt sameina Grimsbymenn og islendinga, báðir lifðu á fiski og báðir voru „english speaking community”, enskumælandi samfélag. *Allar ameriskar Við'minnum á það, að ekki dettur mönnum i hug að kynna danskar eða franskar myndir með heiti þeirra á frummálinu, og ef að það væri gert við slavn- eska mynd yrði uppi meirihátt- ar hneykslan. Og annaö er það i fyrrnefndri kynningu kvik- myndahúsanna sem leiðir at- hyglina að þvi, hve einhliöa okk- ar andlegt fóöur er i veigamikl- um greinum: hver einasta jóla- kvikmynd er amerisk. Engin er frá þeirri álfu sem við eigum að heita hluti af. AB —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.