Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1976 [ Þann 1. des. s.l. héldu siöustu bresku togararnir brott úr isienskri landhelgi. Nú stendur baráttan um það, hvort hleypa á þeim innfyrir á ný. — Myndin var tekin snemma á þessu ári, meðan atökinvið breta voruhvað hörðust á miðunum. -Guömundur Kærenested, skipherra og menn hans i brúnni á flaggskipi tslendinga, Tý. Áramótahugleiðingar ritstjóra Morgunblaðsins 14. des. s.l.: „Svo mjög hefur af Alþýðu- flokknum dregið sem verkalýðs- flokk að siðustu tvo áratugi má segja, að áhrifastaöa Alþýðu- flokksins i einstökum verkalýðs- félögum hafi byggst á stuðningi Sjálfstæðismanna i þessum sömu félögum og það vita kratar best sjálfir”. Siðar segir i sama pistli: „Þess vegna hljóta lýðræðis- sinnar i verkalýðshreyfingunni nú að herða samstöðu sina og undirbúa sig undir mestu átök I verkalýðssamtökunum i einn og hálfan áratug. Alþýðuflokksmenn geta ekki borið kápuna á báðum öxlum. Þeir verða að taka afstöðu. Það er beðið eftir svari”. Morgunblaðið er hér ekkert að skafa utan af hótuninni i garð Alþýðuflokksins: annað hvort standið þið með okkur eða við kippum undan ykkur fótunum innan verkalýðshreyfingarinnar. Það er mikil örvænting að baki slíkum hótunum gagnvart samherjum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hingað til talið ómissandi. Skylda vinstri manna A milli reiðikastanna reynir Morgunblaðið mjög að skirskota til hinna „ábyrgari og hófsamari afla” i Alþýðubandalaginu, sem nú hafi látið undan siga fyrir „öfgaöflunum”. óttinn viö, að Sjálfstæöismenn lendi i pólitiskri einangrun skin út úr hverju orði. Þeir þykjast ekki vita, að vinstri. menn almennt lita á þaö sem sjálfsagða skyldu sina aö útiloka áhrif ihaldsins, i verkalýös- hreyfingunni sem annars staöar, eftir þvi sem framast er unnt. Sjálfstæðisflokkurinn er ihalds- flokkur i flestum sinum verkum og gætir hagsmuna atvinnu- rekenda fyrst og seinast. Það kemur þvi engum á óvart, að Alþýðubandalagsmenn skyldu hafa forystu um að minnka áhrif ihaldsins i miðstjórn ASI. Þegar það hefur gerst i islenskum stjórnmálum, að sósialistar hafa átt samvinnu viö Sjálfstæðisflokkinn hefur sú sögulega málamiðlun ekki byggst á minnkandi andstöðu við ihalds- öflin heldur á málefnanlegri nauðsyn. Hvað eftir annað hafa islenskir sósialistar unnið að þvi með Sjálfstæðismönnum að koma á réttlátara kosningafyrir- komulagi. Islenskir sósialistar áttu gott samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn um stofnun lýð- veldisins og i kjölfar þess mynduðu þeir með þeim rikis- stjórn til að stuðla að æskilegri atvinnuuppbyggingu og bægja hættunni af bandarískri ásælni frá dyrum. Þetta tókst um skeið. Samvinna vinstri manna við hægri öflin getur sem sagt átt fullan rétt á sér við sérstakar og óvenjulegar aðstæður. Hitt ætti ekki að vefjast fyrir Morgunblaðinu að Alþýðu- bandalagið er og verður skæðasti andstæðingur ihaldsaflanna og islenskir sósialistar eru nú nákvæmlega jafn ósveigjanlegir i afstöðu sinni til erlendrar hersetu i landinu og aðildar að hernaðar- bandalögum, og þeir hafa alltaf verið. II. Kjarabaráttan framundan Alþýðusambandsþing sýndi ekki aöeins, að Alþýðubandalags- menn eru i mikilli sókn i verka- lýðshreyfingunni. Það sýndi einnig að verkalýðshreyfingin er betur vitandi en nokkru sinni fyrr um mátt sinn til að berjast við hægrisinnaðrikisvald. Boðskapur þess var, að á komandi ári yrði hafin voldug sókn til betri lffs- kjara. Ekki þarf að orðlengja um þá geysilegu breytingu, sem orðið hefur á kjörum fólks siðan i tið vinstri stjórnarinnar. Umskiptin eru öllum ljós og gilda jafnt um launamenn, sjómenn og bændur. Samanburöur við nálæg lönd, hvað launakjör snertir, leiðir i ljós svo hrikalegan mismun, að menn trúa tæpast eigin augum. Og þó er það staðreynd, sem ekki erunnt aöfela, aö miðaö við ibúa- fjölda eru heildartekjur lands- manna svipaðar og tekjur ná- lægra þjóöa samkvæmt opin- berum skýrslum. Hvaö verður af þessum mikla mismun, sem bersýnilega er á heildartekjum landsmanna annars vegar og hins vegar þvi, sem kemur i hlut yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar? Enginn þarf að efast um, að atvinnu- reksturinn i landinu getur staðiö undir betri lifskjörum fólksins. En sú skýring nægir ekki ein sér. Óhagkvæmur rekstur og óarðbær fjárfesting vegur hér þungt. Lát- laus 30-50% verðbólga brennir upp gifurleg verðmæti. Jafnframt er ljóst, að verðbólgugróðinn er orðinn stærsta gróðalind þjóð- félagsins, og sá gróði er hvergi bókfærður. Mikil ólga undir niöri En fólkiö i landinu hefur al- mennt enga aðstöðu til að fylgjast með þvi eða reikna það nákvæmlega út, hvað verður af þeim gifurlegu verðmætum, sem þar fer á mis við. Það veit, að verölag á útflutningsafurðum okkarfer nú örthækkandi.og það unir ekki lengur þeim kjörum sem skömmtuð eru. Þaö heimtar sinn rétt, og mun knýja hann fram með öllum tiltækum ráöum. Þaö er sama hvert litið er og breytir litlu hvaða stjórnmála- flokki menn hafa fylgt, alls staðar er bullandi ólga og óanægja með kjörin og þá ekki siöur hjá opin- berum starfsmönnum en öðrum, Aðeins hluti af þessu fólki gerir sér fulla grein fyrir þvi, að stór- aukinn kaupmáttur launa i kjölfar nýrra kjarasamninga mun ekki haldast nema með ger- breyttri stjórnarstefnu. En þeim fer ört fjölgandi, sem skynja samhengið milli kjarabaráttu og pólitiskrar baráttu. Ekki er enn ljóst, hvort rikis- stjórnin hyggst leggja frumvarp sitt að nýrri vinnumálalöggjöf fyrir Alþingi, en ekki væri það viturlegt. Þessu frumvarpi hefur verkalýðshreyfingin þegar hafnað, og þvi er einsýnt, að verði það sýnt á Alþingi er rikisstjórnin að hella oliu á eldinn og kalla yfir þjóðina átök, sem hún getur sparað sér. Að öðru leyti er fyrirsjáanlegt, að samningar um kjör sjómanna á fiskiskipaflotanum verða fyrsti vettvangur komandi átaka i kjaramálum. I febrúar verður efnt til kjaramálaráðstefnu i samræmi viö samþykktir Alþýðu- sambandsþings og þar verður ákvörðun tekin um það, hvort beðið verður til vors eftir þvi að samningar renni út, eða hvort samningum verður sagt upp með mánaða fyrirvara með skýrskotun til hinna miklu gengisbreytinga, sem orðið hafa, siðan samningar voru seinast gerðir. Yrðu þá samningar lausir i marslok. Núgildandi samningar opinberra starfsmanna renna út á miöju ári 1977 og hafa þeir þá verkfallsrétt I fyrsta sinn. öllum er þó kunnugt um, aö svo er ólgan orðin mikil meðal opinberra starfsmanna, að ymsir starfs- hópar hafa séð sig til eydda tii að leggja niður vinnu einn eöa fleiri daga tilaöleggjaáhersluá kröfur sinar. Áfram óheft veröbólga Þjóðhagsstofnun hefur gert spá um þróun efnahagsmála næsta árið. í þessari spá virð- ist gengið út frá þvi sem gefnu, að engin alvarleg tilraun verði gerð til að hemja verð- bólguna, þvi að spáð er 24% hækkun framfærsluvisitölu. Þó er i þessari spá ekki gert ráö fyrir, að almennar kauphækkanir i kjölfar væntanlegra kjara- samninga verðinema4%! Reikn- að er með, að innfluttar vörur hækki i verði um 6-7%, en u.þ.b. 10% verðbólga er talin munu stafa af fallandi gengi isl. krón- unnar á næsta ári. Skv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar jukust þjóðartekjur um 4% á s.l. ári, og spáð er 2-3% aukningu á árinu 1977. Eftir að spáin var gerð hafa miklar hækk- anir orðið á islenskum fiskafurð- um á Bandarikjamarkaði. Þorsk- fiök hafa hækkað um 14% og meðalhækkunin miðað við út- flutning til Bandarikjanna á s.l. ári er 8,5%. Flest bendir til þess, að verð á sjávarafurðum muni nú fara ört hækkandi. Framboð á fiski fer sennilega minnkandi vegna stóraukinnar friðunar i kjölfar útfærslu landhelginnar beggja megin Atlantshafsins. Enginn þarf að efast um, að launamenn munu knýja fram verulegar kjarabætur á komandi ári. En rikisstjórn sem eys yfir þjóðina iatlausum verðhækkun- um, 24% á næsta ári að óbreyttri stefnu, þrátt fyrir litlar launa- hækkanir og litla innflutta verö- bólgu, er vægast sagt ekki likleg að ráða frekar við vandann, þeg- ar fólkið loksins heimtar af full- um þunga, að tekjuskiptingin sé leiðrétt. I. Staöa stjórnmálaflokkanna Almennt er viðurkennt, að sú rikisstjórn, sem nú situr að völd- um, er óvenjulega lágt skrifuð meðal fólksins I landinu og i litlu áliti. Þeir sem starfa á fjölmenn- um vinnustöðum skýra frá þvi, að erfitt geti verið að finna nokkurn mann, sem mælir rikisstjóminni bót. Að sjálfsögðu er þá ekki átt við, að rfkisstjórnin eigi ekki ýmsa stuðningsmenn, en á fjöl- mennum vinnustöðum láta þeir furðu li'tið á sér bera. Rikisstjórn- in hefur þótt forystulaus og af- kastalitil, enda hikandi i flestu öðru en þvi, aö halda niðri lifs- kjörum almennings og semja við útlendinga um veiðar i islenskri landhelgi. Hins vegar er ekki auðvelt aö svara þvi, hvort rikisstjórnin hangir saman eða tvfstrast á komandi ári. Þó virðist það frek- ar vera Framsóknarflokkurinn, sem lumar á svarinu. Forystu- menn Framsóknarflokksins hafa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.