Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1976 Égvarorðin 12ára, þegarég i fyrsta sinni hitti konu sem lagði skáldskap fyrir sig. Sjálf var ég búin að ákveða að verða skáld, þó ég vissi ekki hvernig átti að fara að þvi. Allar bækur sem ég hafði lesið voru eftir karlmenn, þaö var kannski visubotn eöa staka eftir kvenmann látið fljóta með. Ég kunni til að mynda klámvlsur sem þau Bólu-Hjálmar og Skáld-Rósa, höfðu kveðið i fjósi, og ég hafði heyrt getið um Látra-Björgu. Þess vegna var það ævintýri likast fyrir mig að kynnast Gunnu gömlu ölafs. Það var um jólin 1942, aö ég fékk aðheimsækja frænku mina á Kirkjubóli i Norðfiröi. Þangað kom Gunna. Hún vartil heimilis á Skorrastað, en flakkaði stundum á aðra bæi sér til skemmtunar. Hún var lágvaxin, grá og ófrið. Feykilega nefstór og notaði mikið tóbak, þess vegna var hún nef- mælt. Hún var illa farin af gikt og gekk við staf. Fötin hennar voru fornleg: Sauðskinnsskór, ullar- sokkar, peysa og vaðmálspils. Þegar við fórum að hátta, við sváfum I sama herbergi, hló ég mikið aö brókunum hennar sem voru húðþykkar prjónabrækur og náðu niður fyrir hné. Henni sárn- aði það. Gunna var ekki norðfirðingur, þó lengstaf værihún þar. Hún var annað hvort frá Karlskála eða Helgustöðum i Reyðarfiröi. Mun- aðarlaus og niðursetningur. Best er að gefa henni sjálfri oröið: Tiu ára aö aldri var tók ég á mig ferðirnar yfir fjöll og firnindi flæktist ég með Þorsteini. Tregi og sorg I brjósti bjó barðist ég með hetjumóð burt frá úlfum ekki rik austur beint I Vaðlavik. Vel var tekið á móti mér hjá Asmundi og Þórunni. Þeim skai bliðar þakkir tjá. bæði guði og mönnum frá. „Burt frá úlfum ekki rik,” visar til þess að reyðfirðingar gerðu ekki betur viðhana enþaðaðþeir sendu hana frá sér brókarlausa. Hún þótti aldrei neinn forkur til vinnu, þótt henni væri að sjálf- sögðu haldið að verki. Um vinnu- hörkuna kvað hún svo: Með bólgna öxl og handleggi gengur hún að vinnunni i þurriendi og votlendi er hún alltaf skyldug tii að raka fram i andlátið. Hún hafði á yngri árum trúlof- ast manni, sem Mangi hét, en hann sveik hana fyrir aöra, hafði þó áður gefið henni silki I svuntu i festargjöf. Þótt þaö væri spari- svuntan hennar kastaði hún henni i eldinn og lét aldrei framar lokk- ast af fagurgala karlmanna. Hún gerðist siðavönd og hneykslaðist á lauslætinu. Þannig kvað hún um ónefnt par á Nesi: t lausu lofti þau leika sér með likamspartana sina og sálina þau svæfa i sér með alls konar látæði. Og um siðleysið fyrir sunnan: Vangadansinn dansa þeir þeir dansa hann suður í Reykja- vík Stúlkunum þeir klappa þá bæði framan og aftan á. Aldrei hirti neinn um að kenna henni að skrifa, svo hún gat ekki skrifað niður visur sinar sjálf, en húsfreyjan á Skorrastað greip gjarnan blýant og hripaöi niður á blað jafnóðum og Gunna mælti fram. Gunnu var annt um visurn ar væru skráðar. Hún kallaði oft: „Veiga, Veiga, skrifaðu kona, andinn er yfir mér.” Svei þér þokan grá þig vil ég ekki sjá. Þú villir fólk á sjó og landi og veldur bæöi regni og grandi. Visur hennar gengu manna á milli og þóttu skoplegar. A þorra- blótum tróð hún upp og flutti kveðskap sinn og fékk borgun fyr- ir. Hún söng þá visurnar með lög- um sem hún bjó til sjálf og sagöi að Helgi Páls (tónskáld) heföi sagt að væru tónlög. Hún stóð uppi á kassa og potaði jneð stafn- um I áttina- til þeirra sem henni fannst liklegastir til aö eiga aur. A einu sliku blóti var Óli Magg, faðir Tryggva ólafssonar málara i Kaupmannahöfn, vel slompað- ur. Hann setti hattinn sinn fyrir framan kassann og krónu i og sagöi aö enginn gæti verið þekkt- ur fyrirað borga Gunnu minna en krónu. Askotnuðust henni 11 krónur sem var ekki svo litið á þeirra tlma mælikvaröa. Gunna orti helst um hversdags- leg atvik sem snertu hana sjálfa og gjarnan til að ná sér niöri á þeim sem höfðu reitt hana til réiöi: Magnea Þóra æðandi kemur eins og vitstola manneskja hjá kabyssunni staðar nemur til að leysa skammirnar eða til að slambra.upp á þeim sem eru henni hjá. Kristin nokkur var henni sam- tiöa og fékk lánaö hjá henni for- láta sjal. Þóttist Stina ætla á stúkufund, en fór reyndar allt annað og djöflaðist um meö strákum og reif sjaliö á gaddavir. Þaö var allt i henglum þegar hún skiiaði þvi: Kom hún til mín eins og fiæröar- tófa bað hún mig að lána sér sjaliö til að flaugsast með. Spurði ég kvendið hvert þaö skyldihalda. Greindi hún mér grettin frá að fundinn ætlaði hún sér á. Rétt á eftir er mér litiö út um gluggann sé ég undir taglið á Kristinu fram holtið þá, þvi I sollinum vildi hún heldur vera en fara á fundina i Templera. Lítið virti hún mannkosti mina þó matarlaus væri hún Stina. Sjalinu lét hún sundur fletta. Henni fannst þetta það rétta. Hún orti lika um heimsmálin. Þegar styrjöldin geysaöi 1940 kvað hún: Nú er stand á stöndunum Þarna úti I löndunum. Þeir eru að skemmta skrattanum og skjóta fólk með byssunum. Stundum lagfærðust visur hennar þar sem einungis var um munnlega geymd að ræða, svo gæti verið um þessa: Nú er stríð í stórborgum og stjórnleysi i heiminum. Biblian er á bálið sett bókum Kiljans upp er flett. Arnþór Arnason, bróðir Þuru i Garði, var um tíma kennari i Norðfjarðarsveitinni. Hann var Gunnu mjög góður og skrifaði mik- ið eftir henni. Hann var vel hag- mæltur einsoghann á kyn til. Jól- ,iin 1935 sendi hann Gunnu fallegt jólakort með þessari visu á: Komi jól til yndis öllum úti er bliða en gárar fjörð. Blóm þín Gunna á Bragarvöllum blómgist þó að frjósi jörð. Rimsins máttur mildar kjörin hörð. Ekki stóð á svari frá Gunnu: Arnþór minn ég þakka þér fyrir þina kurteisi sem þú lætur mér i té meö tignarlegri siðprýði. Gunna var trúuð og orti lofsöng sem hana langaði ákaflega til að kæmist i sálmabók kirkjunnar, en ekki rættist sá draumur hennar. Dýrð sé þér Drottinn minn daglega hvert eitt sinn. Þú lætur Ijómann þinn lýsa oss i himininn. Þar amar ekkert að allir jafn sælir þar lofa sinn lausnara fyrir lifgjöfina. Þar tengist önd við önd með ástar-tryggðabönd þvi Drottins blessuð hönd hún læknar meinin vönd. Ekki kann ég fleira eftir Gunnu, en það veit ég að margir norðfirö- ingar hafa lagt á minniö ýmsa af kviðlingum hennar til dæmis mun Sigfinnur bóndi i Grænanesi kunna flestar af þeim visum sem á annaö borð komust á kreik, og heimilisfólkið á Skorrastað mun hafa haldið miklu til haga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.