Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 16
16 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1976 Sverrir Hólmarsson skrifar leikhúspistil: Gamall kunningi Þjóöleikhúsiö sýnir GULLNA HLIÐIÐ eftir Daviö Stefánsson Tónlist eftir Pál isólfsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd: Björn Björnsson Mér er lifsins ómögulegt að æsa mig upp i að hafa skoðun á Gullna hliðinu sem listaverki, enda heyr- ir skilgreining þessa verks miklu fremur undir þjóöarsálfræöi en listfræði. Af vinsældum þess má ef tilvill marka hversu rik er meö þjóðinni einhvers konar eftirsjá hugmyndar um horfna tíð þar sem allt var svo miklu einfaldara Vladimirof treystir forystu sína GRONINGEN 30/12 Skák Mar- geirs Péturssonar og Grindbergs frá ísrael I áttundu umferö heimsmeistaramóts unglinga I Groningen i Hollandi fór i bið. Margeir er ekki meðal tólf efstu manna. Vladimfrof Sovétrikjun- um er efstur, hefur sjö vinninga af átta mögulegum. Gerði hann i áttundu umferð jafntefli við einn helsta keppinaut sinn, Schussler frá Sviþjóð. Schussler og Ftacnik frá Tékkóslóvakiu hafa sex vinninga. Fjórða sæti deila þeir Weideman, Vestur-Þýskalandi, Groszpeter, Ungverjalandi og Rogers frá Astralfu, hafa þeir 5 1/2 vinning. Fimm vinninga hafa þeir Diesen USA og Lwow, Singapore og eina biðskák að auki. Vera (Kúba), Ammann (Sviss), Campora (Argentinu) og Georgiev (Búlgariu) hafa einnig fimm vinninga. Fimm umferðir eru eftir. en það er nú og vandamálin tóku á sig auðskildari myndir. Að þessu leyti skipar það sess með eldri verkum, Otilegumönnunum og Nýjársnóttinni, en nýtur þess að vera að mörgu leyti liprara leiksviðsverk en hin tvö, þótt það skorti hinn rafnma safa og ein- falda upprunaleika (Jtilegumann- anna. Af þessum sökum er það sjálf- sagt ekki fráleit stefna að líta á það sem eins konar skyldu að taka þetta verk til sýningar einu sinni á áratug, eins og gert hefur verið til þessa. Og eins og allt er i pottinn búið er vafalaust affaræ sælastað uppsetning þess sé með tiltölulega hefðbundnum hætti, bæði vegna þess að vafamál er hvort leikritið hafi þá innviði að það standi undir verulega rót- tækri túlkun, og svo hins að leik- húsgestir lita á það eins og gaml- an kunningja sem gaman er að hitta endrum og sinnum og segja við sjálfan sig: hann hefur svo- sem ekki breyst nein ósköp. A þessum forsendum er upp- setning Sveins Einarssonar vandað verk og trúmennskulega unnið. Byrjunin var að visu furðu daufingjaleg, og þó að fyrsti þátt- urinn sé einna slakastur i sjálfum sér var honum litill greiði ger með þvi að kúldra honum út i horn i hálfrökkri og drunga. En sýningin nær sér ágætlega á strik, og það er til dæmis mesta furða hvaðþriðji þátturinn er fjörlegur, eins og hann hefur alla uppburði til leiðinda. Þar kom þó einkum til bjargar afburðavasklega og þokkafull framganga Steinunnar Jóhannesdóttur i hlutverki grannkonu kerlingar. Það er hreint ótrúlegt hvað sönn leik- gleði lifgar upp á alla hluti. En annars var það leikur Guð- rúnar Stephensen sem bar sýninguna uppi. Hún kom fyrir sjónir sem algerð holdtekning hinnar eilifu kerlingar og geislaði af henni kærleikur, mildi, æðru- Jón bóndi dauöur I koti sinu (Helgi Skúlason), kerlingin (Guörún Stephensen) hreppstjórinn (Valdimar Helgason) og seiökonan Viiborg (Briet Héöinsdóttir). leysi, þrautseigja, og allt i svo hversdagslegu gerfi að persónan varð heil og sannfærandi. Þannig varð hlutverk hennar með réttu burðarás og miðpunktur sýning- arinnar, og auðfundið að hún vann hug og hjarta allra við- staddra. Leikurum er lagður þungur baggi á herðar að eiga að fara i fötin manna á borð við Brynjólf Jóhannesson og Lárus Pálsson, en sú kvöð er lögö á hverja þá sem taka við hlutverkum Jóns og Kölska. Helgi Skúlason gekk vasklega fram og var hressilegur Jón, nýtti möguleika hlutverksins (sem ekki eru margvislegir) út i æsar. Hins vegar var Erlingur Gislason ekki alveg heima hjá sér ihlutverki skrattans, þó svo þetta séannað skiptið á þessu méli sem hann bregður sér i liki þessarar hugþekku persónu. Það var ekki nema einstaka sinnum að brá fyrir verulegum djöfulskap hjá Erlingi. Þetta er kannski skýr- ingin á þvi að það var tiltölulega litið púður í öðrum þætti, nema það sem notaö var til aö fram- leiða vitisblossana. Gullna hliðið er mannmörg sýning eins og alþjóð veit, og öldungis út i hött að fara að tina til hvern og einn i þvi liði. Rétt er þó að geta þess sem gladdi sér- staklega. Arni Tryggvason dró upp kostulega mynd af Sankti Pétri sem góðviljuöum einfeldn- ing. Egill ólafsson kom vel fyrir sem fiðlarinn. Og Helga Jónsdótt- ir var hrein opinberun sem Maria mey, þannig að manni varð hugs- að til fegurstu madonnumynda italskra renessansmálara. Björn Björnsson hefur gert leikmynd. Við gerð hennar hefur, samkvæmt yfirlýsingum leik- stjóra, verið lögð á það áhersla að leikurinn gerist i hugarheiiytí kerlingar. Hinn harðviðarklæcfdi LONDON 30/12 Walter Clegg, ihaldsþingmaöur frá Fleetwood, hvatti bresku stjórnina til þess á þingi i gær aö senda skip til aö- stoöar breskum togurum viö Grænland. Væri hér um aö ræöa togara frá Fleetwood sem nú leita sér miöa i staö þeirra sem þeir misstu viö island. Glegg sagði nauðsynlegt að burstabær i lokaþættinum helgast af þessari hugmynd. Bærinn var að visu hin kostulegasta smið, en mjög þykir mér vafasamt að al- þýða manna hafi i rauninni gert sér i hugarlund að himnaportin litu svona út. Að lokum ber að þakka fallegan og smekkvisan tónlistarflutning, sem Þuriður Pálsdóttir stjórn- aði. hafa slikt skip til taks ef að togararnir villtust yfir á islenska landhelgi og rækjust þar á „fall- byssubát”, og kæmi til einhverra vandræöa út af miðlinunni milli Islands og Grænlands. Ennfrem- ur væru þessi mið „skelfileg svæði til að veiða á á þessum árs- tima,” og þyrftu togarasjómenn þvi á uppörfun að halda fyrir hug- rekki sitt. Breskur þingmaöur: Vill senda fylgdarskip til aöstoöar breskum togurum við Grænland Burt með slökkviliðsstjórann! Það er ógnarlegur reykur i stærsta fjölbýlishúsi landsins; allt slökkvilið Reykjavikur er mætt á staðinn og aragrúi lögreglumanna. Hvert er aðals- merki á slikum vettvangi? Stjórnleysi. Algert stjórn- leysi. A miðvikudagskvöldið siöasta var slökkvilið kvatt að stærsta ibúðarhúsi hér á landi, Æsufelli 2-6, Asparfelli 2-12. Geysilegan reyk lagði úr stigahúsi númer 2 við Æsufell. Enginn vissi hvað i raun var að gerast né heldur fyllilega þá af hverju. Slökkvilið Reykja- vikur. Þetta lið skipa margir vaskir menn. En þetta er höfuölaus her. Stjórnlaus. Þegar undirritaður kom á vettvang hafði slökkviliöið verið á staðnum i 15 minútur, eða þar um bil. Þvi fylgjandi var mikill bilakostur, slökkvibilar og sjúkrabilar. Einn slökkvibill var með armi og körfu á armsenda til þess að flytja menn af jörðu og upp i há- hýsi eða öfugt. Hafði honum verið þannig komið fyrir að langan tima tók að koma arminum með kröfunni upp á efri hæðir hússins vegna þess að billinn var of nærri húsinu, kannski helmingi lengri tima en annars hefði þurft. Ef flytja hefði þurft ibúana á brott vegna elds i húsinu, hvaö þá? Þá skiptir snarræði mestu máli. Slökkviliösstjóri gekk i hringi i kring um þennan bil og sá ekki ástæöu til að skipta sér af staö- setningu hans. Eftir aö slokkvitiöfö háíöi verið hálftima á vettvangi var fyrst tekið i notkun hátalara- kerfi liðsins, svo koma mætti boðum til alls þess aragrúa fólks, sem inni var i húsinu og þess sem safnast hafði um- hverfis það. Eftir aö slökkviliöiö haföi verið ca. 45 minútur á vettvangi var loks tengdur ljósakastari svo reykkafarar ættu betra meö aö athafna sig inni i kófinu. Reykköfun. Jú.þrir menn fóru inn i kófið i senn. Einn slökkviliösmanna tjáði undirrituðum aö með i för- inni hjá liðinu væru eingöngu þrjár reykgrímur. Hvar voru hinar? Eru virkilega ekki fleiri grimur til hjá Slökkviliöi höfuð- borgarinnar Þegar slökkviliðsmennirnir komu út úr kófinu eftir nægilega langa viðdvöl þar inni tóku þeir af sér súrefniskúta, lögðu þá á jörðina, og næsti hópur gerði sig i stakk að fara inn. En þegar átti að taka til súrefniskútanna þá vandaðist máliö: „Eru þessir tómir, eða fullir?” Það veit ég ekki”. Og svo var tekið til einhvers kútsins, aö sjálfsögöu af handahófi! Og þetta gerðist ekki bara einu sinni, heldur i hvert sinn, sem skipti urðu á mönnum inni i kófinu. Ungur maður og gjörfilegur, sjálfsagt ekki i slökkviliðinu, þvi hann bar ekki hlifðarföt slökkviliðsmanna, ekki hjálm, ekki grimu.vann mikið starf við hliðina á slökkviliðsmönnunum, meö þeim og fyrir þá. Hver var þessi maður? Slökkviliðsstjóri átti oftar en einu sinni orðastað viö hann. Hvers vegna bauð hann honum ekki hliföarfatnað? Enda fór svo aö lokum aö þessi ungi maður fékk snert af reyk- eitrun.lét slökkvistjóra vita og hvarf siðan af vettvangi! Nokkur fjörkippur færöist í liðið allt og þó mestur j slökkvi- liösstjórann þegar sjónvarps- menn komu á vettvang, en varði þvimiður ekki lengi, og i honum varð ekki vart meiri stjórnsemi né skipulagningar en aðrar stundir fyrir komu sjónvarps- manna. Þáttur lögreglunnar var heldur ekki beisinn. Vörpulegur lögreglumaður sagði undir- rituðum að lögreglan ætti ekki magnarakerfi sem þeir gætu notað til þess að gefa fyrir- skipanir til þeirra, sem safnast saman eins og var fyrir utan Æsufell þetta kvöld, enda múgurinn ærið nærri ómark- vissum slökkviliðsmönnum. Þarna voru amk. 6 lögreglubil- ar: sumum þeirra hafði verið lagt þvert á götur og gatnamót til þess að loka fyrir umferö, en siöan ekki söguna meir, bil- stjórar óku framhjá þessum rauöblikkandi hindrunum, átölulaust aö sjálfsögðu, lögöu bilum sinum þvers og kruss á Noröurfellið ruku út úr þeim þar sem þeir voru komnir og ak- brautin Noröurfell var likust óskipulögöu bilastæöi. ólíkust aðalumferðaræð i og úr fjöl- mennasta ibúðahverfi höfuð- borgarinnar! Til hvers hefði nú þetta ástand leitt ef um stórbruna hefði verið að ræða? Ekki einungis frammistaða lögreglunnar, heldur slökkviliðsins. Fyrir nokkrum misserum varö undirritaður vitni að frammistöðu slökkviliðs Reykjavikur og Reykjavikur- flugvallar þegar viðgerðar- aðstaða Flugfélagsins brann. Það var hörmuleg reynsla. Eftir þann bruna skrifaði undir- ritaður frásögn af frammistöðu slökkviliðsins. Siðan hefur ekkert gerst. Eftir atburðinn i Æsufelli sl. miðvikudagskvöld, eiga borgar- yfirvöld ekki nema einn kost: HORN í SÍÐU Þeim beraö vikja slökkviliös- stjórum borgarinnar, tafar- laust. Ég fullyrði þaö, aö heföi eldur logað i Æsufelli umrætt kvöld, hefði stórskaði, mannslát og meiöingar, átt sér staö, vegna óhæfni slökkviliösstjóra og lög- regluforingja. Hver heföi viljaö taka á sig ábyrgð slikra af- leiðinga? Kannski borgar- stjórinn I Reykjavlk? óhæfur lögreglustjóri og eöa enn óhæfari slökkviliösstjóri? Ekki er það ætlun min að tina tilávirðingará slökkviliðsstjóra fleiri en hér eru til tindar, þó af nægu sé að taka, en það skulu yfirmenn hans hafa hugfast að þeir mega ekki lengur skella skollaeyrum við sögum og sögnum um framferði þess mannsi starfisem utan; þaö eru mannslif I hættu. Og á þessu mesta brennu- kvöldi ársins skal þetta veröa krafa allra þeirra, sem vilja ekki eiga sinn þátt i manns- látum i bruna: Burt meö slökkviliösstjórann, tafarlaust! —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.