Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 19 Columbo á íslandi Eftir marga frækilega sigra á útsmognum og þrælstúderuöum glæpalýö lands mins, Banda- rikjanna, var mér boöiö aö taka þátt i þætti sem gerist á Islandi. Ég mat mikils þaö traust sem mér var sýnt. Þegar ég lenti á Keflavikur- , flugvelli fékk ég handprjónaöa lopapeysu til aö bera undir ryk- frakkanum góöa. Hasshundurinn sleikti hönd mina. Ég fékk eld i vindilinn hjá Schulz og Bjarka. Óli Jó bauö mér bæöi i skötu log sviö meö rófnastöppu og ég sagði viö hann: Mister minister, ekki býr konan min til svona mat. Saksóknari og utanrikisráö- herra, bankaeftirlitiö og ATVR, tollgæslan og lögreglustjórinn, Kristján og Haukur, Batti og Sigurbjörn og Magnús Leópolds voru allir awfully nice. Ég beitti allri minni reynslu, eins og þessir vinsamlegu.menn áttu fyllilega skilið. Ég hristi höfuðiö ibygginn. Ég gerði mig rangeygöan. Ég skaut upp kollinum i eldhúsum og á börum. Og fyrir aftan kýr i Alfs- nesi meira að segja („the ice- landic touch” sagði fram- leiðandinn). Og sneri viö i for- stofum i annaö og þriðja sinn: Bara ein spurning enn, minister! Ég lagði gildrur um allt höfuöborgarsvæöiö. Datt i þær og brölti upp úr þeim aftur. Ég braut heilann og kláraði vindlana. Ég klóraöi mér til skaöa i hausnum, og baö Matt- hias Johannessen að hringja i konuna mina. Ég lagði mig allan fram. Og nú skal ég tilkynna aö- dáendum minum • i .fjörutiu og þrem þjóðlöndum óvæntustu niðurstöðu allra glæpamála- þátta: Það var aldrei neinn drepinn. Þaö var enginn barinn i klessu. Það var ekkert hass. Það var enginn spiri. Engir okurvixlar og engir gúmmitékkar. Engar mútur og engin spilling. Islendingar eru dásamlegt fólk. Þeir eru bara svolitið viöutan stundum. Dálitiö gleymnir. Pinulitið klaufskir i bókhaldi. En- annars eru þeir gott fólk og saklaust og awfully helpful. Eiginlega finnst mér þetta bæði gott og vont i senn. G-ott vegna þeirrar birtu sem islensk þjóö bersýnilega veitir yfir mannkynið nú ekki siður en á dögum Egils þeirra og Snorra. Vont vegna þess aö i raun vantar enn efni i þáttinn. Mér finnst einhvernveginn að allt sé búið. Ég er að hugsa um að hætta þessu. Ég er aö hugsa um að stofna heldur rósarækt i Hveragerði. Óli og Geir segja mér það verði góö fyrirgreiösla i bönkum. I kvöld má þvi segja að Columbo fremji táknrænt sjálfsmorð i hótelherbergi sinu með fögru útsýni til Snæfells- jökuls. Fegurðin mun rikja ein. Héöan af verðiö þiö aö láta ykkur nægja Mc Cloud og KGB. FRUMVARP TIL LAGA UM Útgerðarhappdrætti ríkisins Þingmenn úr öllum flokkum flytja frumvarp um Otgeröar- happdrætti rikisins og fylgir þvi svofelld greinargerö: Eins og kunnugt er er fjármögn unarvandi sjávarútvegsins ein- hver þyngsti og timafrekasti baggi sem hvilir á háttv. alþingis- mönnum Lýöveldisins Islands. Konur sem karlar, kaupfélög sem hlutafélög, hreppstjórnir, sem bæjarstjórnir tröllriöa hver með sinum hætti eöa allir saman þing- mönnum hvers kjördæmis, án tillits til aldurs eöa flokka, meö dólgslegum kröfum um lán, framlög, uppáskriftir, tilslakanir, gjaldfrest og annaö þvi um likt sem veröa mætti til að hægt sé aö kaupa smiöa og reisa trillur, báta, skuttogara, salthús, frysti- hús, loðnubræöslur og margt fleira. Þessi martröö er aö riöa stjórnmálum i landinu á slig með þeim hætti að til fullkominna vandræöa horfir. Ekki sist vegna þess, aö aösókn þessi verður til þess aö háttv. þingmenn veröa aö láta lönd og leið: a) næturfriö og matarfriö b) eiginkonur og hjákonur c) sannfæringu og sannfæringar- leysi d) flokkinn e) stjórnarsamstarf og stjórnar- andstööu. og verða þvi fyrir vaxandi sál- rænu álagi af siminnkandi trausti f jölskyldumeölima sinna, kjósenda, hinna Noröurlandanna og OECD. Þingmenn allra flokka hafa þvi komið sér saman um aö hætta þessari ógæfusamlegu og ævi- styttandi streitu, togstreitu og spælingum og efna þess i staö til Otgeröarhappdrættis rikisins með þeim sjóðum sem annars hafa fjármagnað sjávarútveg i landinu. óþarft er að rekja i löngu máli ástæöur fyrir þvi aö skyn- samlegast er aö láta Happdrættiö annast stefnumótun I uppbygg- ingu sjávarútvegs. En þessar eru augljósastar og marktækastar: a) fyrir löngu hefur skapast þaö ástand, aö staðsetning fiskistofna (ráöstöfun almættisins) skiptir engu máli fyrir staösetningu skipaflotans (mannaverk) b) fyrir löngu hefur skapast þaö ástand aö eigin fé væntanlegra útgeröaraðila skiptir engu máli fyrir skipakaup og skipasmföi. Frumvarp: Hver sá sem hyggst kaupa eða láta smiöa eða reisa fiskiskip, frystihús eða önnur skyld mannvirki kaupi sér einn miöa i Útgerðarhappdrætti rikisins, fyrir sem svarar einu prósenti af áætluöu andviröi skips eöa mann- virkis. Gæti hann miðans vand- lega. Tölva frá IBM dregur siöan út vinninga i happdrættinu á Þorláksmessu á hverju ári, en vinningar veröa tilkynntir i jólamessu biskups á aðfanga- dagskvöld. Sá sem vinning fær borgi til happdrættisins nokkuð aukagjald fyrir vinninginn, en þó aldrei meira en fimm miljónir króna, til aö ekki sé of hart gengið aö mögu- leikum vinningshafa og aöstand- enda hans til velferöar og ánægjulegs lifernis. Til aö firra alþingi og stjórn frekari vandræöum af þessum málum skal þaö faliö Jóhannesi Nordal og Alþjóðabankanum að ákveða fjölda vinninga og verð- mæti hvers og eins. Drög aö hug- myndum um lausn land- búnaöar- vandans Mér hefur fundist á þessum timamótum, þar sem ég sit við farinn veg og horfi fram og til baka, að landbúnaöarmál séu mest mála á Islandi fyrir utan Kröflu náttúrlega, en hún er svo mikið tæknimál, að ég Ireysti mér ekki út i svoleiðis. Mig hef- ur lengi tekið sárt til bænda, sem alltaf er veriö að skamma i blöðunum fyrir aö þeir kosti alltof mikinn skattpening með þvi að framleiða of mikið til út- flutnings, til kúnna, sem eru með réttu eða röngu taldar bera ábyrgð á smjörfjallinu, og til sauöanna sem fara niðurgreidd- irofan i andskotans sviann sem býr til klámið og yfirstéttarbók- menntirnar. Ég hef þvi velt fyrir mér hentugri og mannúðl'-gri tillcgu um þaö, hvernig rétt væri að draga úr framleiðslunm og fækka nokkuð bændum á skyn- samlegan og mannúðlegan hátt, sem ekki minnir á Stalin eða svo leiðis. Min hugmynd er næsta ein- föld. Hún er fólgin i þvi að mynda beri þrjá sjóði, sem vinna saman af samræmi og eindrægni. I fyrsta lagi ber að taka það fé sem hefur verið veitt til aö greiða niöur innfluttan . áburð og fóðurbæti og leggja i fyrsta sjóð. Siðan skal reiknað út hve mikið dregst saman kjötmagn og mjólkurmagn og filumagn við upptöku fyrirgreiðsluskorts á þessum innflutningi rekstrar- vöru. Þá skal sú minnkun af- kasta umreiknuö i lifandi bú- skapareiningar ( þ.e. i kýr, kindur osfrv.) Þessu næst skulu hinar lifrænu búskapareiningar umreiknaðar i starfandi bændur (svo og svo margar minuskýr eða minuskindur færu þá i einn reikningsbónda). Sá fjöldi reikningsbænda sem þannig fæstút ersvo tekinn út úr yfirliti um ársreikninga búa. Er siöan send nefnd til hvers og eins i hópi minusbænda og eru i henni viðkomandi sóknarprestur, sál- fræöingur, fulltrúi, náttúru- verndarráðs og skulu þeir sann- færa hver og einn bónda af mildi og þó rökfestu um að þeim sé skynsamlegast að bregða búi og þar að auki veiti þeir þjónustu þjóð og landi og hugsjón hinnar ósnortnu náttúru. Siðan fá hinir væntanlegu minusbændur sinn skerf af ofangreindum frá- dráttarsjóði og skal framlagið duga a.m.k. til að kaupa tveggja herbergja kjallaraíbúð i Reykjavik eða til að setjast að á Kanarieyjum. Af hlunnindum þeim sem fást af jöröum þeim sem sannarlega leggjast i eyði með þessu móti (laxveiði, silungsveiði, heynýt- ing af nálægum bæjum osfrv.) skal mynda annan sjóð. Hann skal notaður til aö mæta út- gjöldum vegna sálrænna og uppeldislegra áfalla sem fjöl- skylda minusbóndans kynni að verða fyrir við búferlaflutninga. I þriðja lagi skal reiknað út, hve mikið fé sparast i út- nutningsuppbótum við það að fyrrgreindar liiandi búskapar- einingar hætta að dæla skatt- peningi úr rikissjóð á leið sinni til norðmanna, svia og jafnvel rússa. Úr þviféskal gerður hinn þriðji sjóður. Tekjur hans skulu notaðar til að standa straum af kostnaði við rekstur hinna sjóð- anna tveggja. Vona ég að góðfús almenning- ur taki þessar ábendingar til velviljaðrar skoðunar með þeirri seiglu og bjartsýni sem hefur fleyttossyfirþorra.og góu i þúsund ár. Natan Filippusson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.