Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.12.1976, Blaðsíða 14
14 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1976 RAGNAR ARNALDS, FORMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Áramótahugleiöingarj grímsson og nú seinast hörð árás Ragnhildar Helgadóttur á Matth- ias Bjarnason, heilbrigðisráð- herra. Þó hafa enn ekki sést bein merki um klofningshótanir, og ekki er vist, ef klofningur verður hjá Sjálfstæðismönnum, að hann byrji i þingliðinu. Hitt eralltannað mál, að margt bendir til þess, að nýr hægri sinn- aður flokkur sjái dagsins ljós fyrir næstu kosningar. Nýr hægri flokkur, sem skirskotaði til ó- ánægðra sjálfstæðismanna fengi sennilega talsvert fylgi, a.m.k. á Faxaflóasvæðinu, og væri liklega öruggur um að fá menn kjörna á þing, ef þekktir aðilar stæðu að framboðinu. Ekki er með öllu frá- leitt, að Dagblaðsmenn létu til skara skriða, ef þeir teldu sig komna sæmilega á þurrt með fjárhag blaðsins og treystu sér til að leggja blaðiði slika áhættu. En það gætu lika orðið allt aðrir aðil- ar. Svo mikið er vist, að Sjálfstæö- isflokkurinn er i meiri hættu i næstu kosningum en oftast áður. Eðli málsins samkvæmt mun hann missa fylgi til vinstri, en hann erekki siður i hættu af völd- um sprengiframboðs hægri manna. Alþýöuflokkurinn Staða Alþýðuflokksins i islensk- um stjórnmálum er ákaflega óviss. Flokknum hefur gengið illa að ná fótfestunni aftur eftir. hrun- ið mikla,sem fylgdi i kjölfar 12 ára stjórnarsamstarfs með Sjálf- stæðisflokknum. Áframhaldandi tap flokksins i seinustu kosning- um, þrátt fyrir upplausn Samtak- anna á sama tima, benti jafnvel til þess, að flokknum yrði ekki bjargað úr greipum dauðans. En hin miklu mistök Sjálfstæðis- flokksins i núverandi rikisstjórn hafa vakið vonir hjá þeim for- ystumönnum flokksins, sem fyrst og fremst vilja byggja tilveru flokksins á stuðningi óánægðra Sjálfstæðismanna. Flokksstarf- semi, sem miðast einkum við að gera út á mið annars flokks er að visu nokkuð glæfraleg, eins og reynsla Alþýðuflokksins seinustu árin sýnir, en getur heppnast i þetta sinn. Hins vegar gæti fram- boð nýs hægri flokks eyðilagt þá von með öllu — og meira til. Nokkrir ungir menn i Aþýöu- flokknum hafa beittsér fyrir þvi, að Alþýðuflokkurinn vekti á sér traust með baráttu fyrir bættu pólitfsku siðgæði og betra réttar- fari. Margt hefur þar verið skyn- samlega sagt. En þeir hafa orðið nokkuð einhæfir, staðnað i litt sönnuðum fullyrðingum og ofleik- ið hlutverk sin. A móti hverri einni skynsamlegri aðfinnslu hafa komið tiu gróusögur og staðleysur. Þannig vinnubrögð geta orðiö dagblöðum að gagni i lausasölu en verða aldrei flokkum til fylgisauka.U Staðreyndin er sú, að Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bandsins, er eini forystumaður Alþýðuflokksins, sem viröist skilja til fulls, hvað þarf til þess, ^Dæmi um þetta er áróðurinn gegn Kröfluvirkjun. Hann hefur magnastmjög ikjölfar eldgossins og vandamálanna, sem þvi hafa fylgt. Ef Kröfluvirkjun kemst i gang einhvern timann á næstu mánuðum, sem má heita stór- merkilegt, þvi að ekki er lengri timi liðinn en 1 1/2 ár, siðan bygging virkjunar hófst, er harla óliklegt, að Alþýðuflokkurinn hagnist á ábyrgðarlausri and- stöðu sinni við þetta nauðsynja- mál. Fari hins vegar svo, að raunverulegt gos verði á Kröflu- svæðinu, hið annað sem þar hefur orðið.siðan land byggðist, er ekki Frá Flokksráösfundi Alþýðubandalagsins. að verkalýðsflokkur veki á sér traust. Hann hefur beitt sér fyrir skeleggari afstöðu flokksins i ýmsum málum með samvinnu til vinstri, og i rauninni hefur Björn Jónsson bjargað þvi sem bjargað varð af áliti flokksins. Menn velta þvi fyrir sér, hvort innganga Karvels Pálmasonar i Alþý ðuflokkinn muni verða flokknum til styrktar svo að um muni. En ljóst virðist vera, að Alþýðuflokkurinn getur ekki vænst fylgisaukningar frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna nema i Vestfjarðakjör- dæmi og meðal nokkurra fyrrver- andi fylgismanna Björns Jóns- sonar á Akureyri. Hins vegar er komið á daginn, að margir fyrri fylgismenn Samtakanna og þá einkum úr Möðruvallahreyfing- unni, sem upphaflega kom úr Framsóknarflokknum, telja sig ekki eiga annars staðar heima en i Alþýðubandalaginu. Hins vegai verða sjálfsagt einhverjir reiðu búnir að halda starfsemi Samtak anna áfram, a.m.k. að nafninu til oger það miður, ef þeir einangra sig i vonlausu flokksstarfi, þai sem hér er um að ræða ýmsa ágæta vinstri menn. IV. Sókn Alþýðubandalagsins Vafalaust dylst það fáum, að Alþýðubandalagið er i öruggri sókn, eins og það hefur rauna verið jafnt og þétt nú um árabil Alþýðubandalagið hefur þó ekki haft i frammi sérstakan bægsla gang til að vekja á sér athygli 0{ ekki gefið sig að vafasömun æsingamálum til að krydda stjórnarandstöðuna. Alþýðubandalagið hefur haft forystu um stefnumótun á svið orkumála, ekki siður i stjómar. andstöðu en i rikisstjórn, og hefur nú nýlega gefið út vandað rit un stefnu sina ásamt itarlegustu upplýsingum um allar hliðar orkumála, sem settar hafa verið fram i islensku riti. Skattamálin í skattamálum hefur þingflokk ur Alþýðubandalagsins mótað skýra stefnu i öllum megi'n- atriðum og lagt fram tillögur, sem vakið hafa mikla athygli. Þar er ekki um að ræða óraunhæf yfirboð, eins og t.d. um afnám tekjuskatts, sem Alþýðuflokkur- inn hefur verið með. Alþýðu- bandalagið telur óhjákvæmilegt að viðhalda tekjuskattinum til tekjujöfnunar. I tillögum okkar hafa veikustu þættir skattakerfis- ins verið dregnir fram i dags- ljósiö og undanfarin þrjú ár höfum við lagt fram á Alþingi útilokað, að sá rauðglóandi fjandi, sem þvi stjórni, geri Alþýðuflokknum nokkum greiða. En hafa þá engin mistök verið gerðvið Kröflu,eins ogfullyrter? Einu mistökin, sem gerð hafa veriö við Kröflu voru þau, að ekki skyldu boraðar vinnsluholur, áður en bygging virkjunar hófst, heldur tvær grynnri rannsóknar- holur, sem reyndust ekki gefa fullnægjandi upplýsingar. En á þetta benti enginn, svo að mér væri kunnugt, þegar ákvörðunin var tekin, og alltaf er auövelt að vera vitur eftir á. Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur, sem meðal annarra hefur gagnrýnt þessi mistök réttilega, segir i dagblaðinu Visi 1. des. s.l.: „Menn töldu liklegt, að svæðið yrði svipað og Námaf jallssvæðið, þar sem komin var mikilreynsla. Og i ársbyrjun 1975 var ekkert það komið fram, sem benti til þess, að svæðið væri öðru visi en i Námafjalli. Það var kannski fyrst með holu 4, sem varð hver, að i ljós kom, að svæðiö var afbrigði- legt. Menn fór eiginlega ekki að gruna þetta að neinu ráði fyrr en á þessu ári”. Hér kemur Sveinbjörn einmitt að kjarna þessa máls. nákvæmt yfirlit um skattlaus fyrirtæki i Reykjavik. Enginn vafi er á þvi, að tillögu- gerð Alþýðubandalagsins i skattamálum hefur þegar haft mikil áhrif, eins og sjá má i nýju skattafrumvarpi, sem fjármála- ráðherra hefur lagt fram, en þar er breytt öllum þeim atriðum, sem við höfum lagt mesta áherslu á: fyrningarreglum, vaxtafrá- drætti, áætlun tekna á einstak- linga sem telja fram litlar tekjur af störfum við eigin rekstur, og bann við aðnota rekstrartaptil að lækka tekjur, sem koma úr ann- arri átt. Hitt er annað mál, að i ýmsum tilvikum eru breyting- arnar stórgallaðar, og raunar veit enginn hvort þetta frumvarp verður nokkurn timann að lögum vegna ósamkomulags stjómar- flokkanna. samningaviðræðna við breta og Efnahagsbandalagið um veiði-1 heimildir á Islandsmiðum á kom- andi árum, þótt hverjum heilvita rnanni ætti að vera ljóst, að fiskurinná íslandsmiðum erekki til skiptanna. Hin einarða stefna sem Alþýðu- bandalagið hefur fylgt í land- helgismálinu undir forystu Lúð- víks Jósepssonar, er nú stefna stjórnarandstöðunnar allrar og flestra helstu fjöldasamtaka i landinu. Andstaðan gegn nýjum samningum um landhelgina er þegar orðin svo almenn og út- breidd, að ekki er sennilegt, að rikisstjórnin lifi þess háttar til- raun af, ef æstustu talsmenn nýrra samninga halda málinu til streitu. Andstæöurnar Landhelgismálið Þurta að skýrast I þriðja lagi mætti nefna land- helgismálið. Sú stefna sem Ál- þýðubandalagið hefur beitt sér fyrir, að engir samningar verði gerðir um undanþágur erlendra rikja á ofveiddum miðum lands- ins, hefur hlotið mjög almennan hljómgrunn. Á slðastliðnu ári hraktist rikisstjórnin úr einu vig- inu i annað, þar til hún hafnaði loks i Oslóarsamningnum að þingi loknu. Ráðherrarnir hafa aö undan- förnu reynt að berja sér á brjóst og telja fólki trú um að Oslóar- samningurinn hafi leitt til þess, að bretar séu nú horfnir úr is- lenskri landhelgi, — a.m.k. i bili. Flestum er þó ljóst, að bretar voru u.þ.b. að gefast upp, þegar þeir voru skornir niður úr snör- unni af islenskum ráðamönnum. Og allir ættu nú að sjá, að bretar hefðu i seinasta lagi horfið af Is- landsmiðum nú i árslok 1976, þeg- ar þeir sjálfir og Efnahagsbanda- lagið taka sér 200 milna land- helgi. Með Oslóarsamningnum vannst þvi aðeins einn mánuður, þ.e. desember en hins vegar hefur samningurinn það i för með sér, að við höfum verið tilneyddir að standa viðsamninginn við vestur- þjóðverja, sem rennur ekki út fyrr en i desember 1977 og gefur þjóðverjum 60 þús. tonn af fiski næsta árið. Jafnframt fylgdi það Oslóar- samningnum, að dyrunum var haldið opnum til frekari Sókn Alþýðbandalagsins bygg- ist á málefnalegri samstöðu með stórum hluta þjóðarinnar. Hún byggist á sömu meginviðhorfum og Alþýðubandalagsmenn fylgdu á nýafstöðnu þingi ASl. Alþýðu- | bandalagið leitast við að gera andstæðurnar i þjóðfélaginu ljós- ar hverjum manni, svo að fólkið i landinu eigi sem skýrast val milli hægristefnu og vinstristefnu, Það leitast við að skapa sem breiðasta samfylkingu fyrir kröfugerð i anda sósialisma og félagshyggju og reynir hverju sinni að knýja fram málefnalegan sigur, þar sem það reynist unnt. Það var eftirtektarvert á ASI- þingi, að sundrungaröfl á vinstri væng, öfl sem stöðugt leitast við að véfengja og draga úr forystu- hlutverki Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyfingunni, máttu sin einskis á þessu þingi. Flest bendir til þess, að máttlitlir klofnings- hópar i röðum vinstri manna, sem nokkuð hafa blómstrað á seinni árum, séu nú smám saman að visna upp. A Alþýðusambandsþingi heppnaðist afar vel að fylkja vinstri mönnum saman undir sósialiskri forystu, og árangur vinstri manna á ASI-þingi er vis- bending um það sem koma skal á stjómmálasviðinu. Ég óska lesendum Þjóðviljans og landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári og sendi Aiþýðu- bandalagsmönnum um land allt hjartanlegar baróttukveðjur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.