Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. febrúar 1977 ÞJóÐVILJINN — StÐA — 3
Sósíalistar slíta við-
ræðum við Suarez
MADRID 25/2 reuter —
Leiðtogar spænsku stjórnarand-
stöftunnar hafa gefift rikis-
stjórninni til kynna, aft dráttur
hennar á þvl aö viöurkenna
Kommúnistaflokk Spánar sem
lóglegan geti stefnt I hættu sam-
vinnu stjórnar og sljórnarand-
stöðu um undirbúning þingkosn-
inganna siöar á árinu. Ennfremur
hefur Sósialistaflokkur Spánar
gagnrýnt stjórnina harðlega fyrir
aö veita klofningsbroti úr
flokknum full réttindi sem
löglegum stjórnmálaflokki og
mótmælt þeirri ráðstöfun mcft þvi
aö hætta þátttöku i viðræðum viö
stjórnina.
Aðrir stjórnarand-
stöðuleiðtogar hafa tekio undir
Eþíópía
veröi
alþýðu-
lýðveldi
AUSTUR-BERLÍN 25/2 —
Mengistú Hile Marjam undir-
ofursti, helsti valdamaöur i
Eþlópiu eftir aö hann haföi betur i
blóðugum átökum vift andstæð-
inga slna I stjórn landsins, lét
nýlega svo um mælt I viðtali vift
austurþýska útvarpið aft stjórn
hans hyggðist gera Kþiópiu aö
marxlsku alþýðulýðveldi. Væri
stefnt að þvl að sameina öll fram-
sækin öfl I landinu I þessu skyni.
Mengistú sakaði andstæðinga
sina um sambönd við EDU-sam-
tökin, sem munu vera á vegum
fyrri yfirstéttar landsins, og
sjálfstæðissinna i Eritreu, sem
hann sagöi njóta stuðnings aftur-
haldssamra Arabaríkja. Hefðu
pessir abilar staðið að morðum á
mörgum stuðningsmanna hinna
róttæku herforingja, sem nú
stjórna landinu. Svo er að sjá að
Mengistú hyggist, eftir að hann
hefur treyst sig i sessi, fjar-
lægjast Bandartkin, sem Eþiópia
hefur lengi haft náið samband við
og notið hernaðarlegrar aðstoðar
frá, og taka i staðinn upp nánari
samskipti við sóslalisk riki.
Þannig heimsótti einn af æðstu
stuðningsmönnum Mengistús
nýlega Júgóslavlu og tveir hátt-
settir austurþýskir stjórnmála-
menn voru fyrir skömmu I heim-
sókn i Eþiópiu.
Siumut í
meirihluta
í Grænlandi
tirslit kosninganna á Græn-
landi til danska þingsins urftu
þau, að Siumut, hreyfing sú er
berst fyrir auknu sjálfræfti græn-
lendinga, fékk meirihluta
greiddra atkvæða, eða 52,47%, en
andstæðingur hennar Atassut-
samtökin, sem eru dansksinnuð,
47,53%. Hafa hreyfingarnar þvl
fengið einn mann á danska þingið
hvor um sig, en þangað kjósa
grænlendingar tvo þingmenn.
Rúmlega 18.000 manns greiddu
atkvæði, eða 70,1% kjósenda, sem
er mesta þátttaka I slikum kosn-
ingum á Grænlandi til þessa.
Samkvæmt danska blabinu
Miniavisen tapaði Siumut að visu
rúmlega 300 atkvæðum frá
kosningunum 1975, en Lars Emil
Johansen, þingmaður Siumut á
danska þinginu, segir að engu að
siður hafi sú staðreynd, að
Siumut fékk áfram meirihluta at-
kvæða, staðfest svo ekki verði um
villst aö meirihluti grænlensku
þjóðarinnar standi á bak við
hreyfinguna.
Stjórnarandstað-
an krefstfulls
starfsleyfis fyrir
Kommúnista-
flokkinn
þessa gagnrýni Sósialista-
flokksins, en sögðust þó vona að
leiðtogar hans endurskoðuðu þá
ákvörðun sina að hætta viðræðum
við stjórnina. Umræddur
klofningsflokkur, sem gekk úr
Sósialistaflokknum 1972, er
sagður heiftúðugur andstæðingur
kommúnista og á móti samstarfi
Sosialistaflokksins við þá.
A þriðjudaginn visaði stjórnin
þvl til hæstaréttar að taka
ákvörðun um, hvort
Kommúnistaflokkurinn yrði fylli-
lega lögleyfður eöa ei. Leiötogar
stjdrnarandstöðunnar leggja
sameiginlega áherslu á, að þing-
kosningarnar verði þvi aðcins
lýðræðislegar að allir flokkar fái
fullt leyfi til þess að starfa.
Santiago Carrillo, leiðtogi
Kommúnistaflokksins, hefur lýst
þvi yfir að hann muni halda fund
með þeim Enrico Berlinguer og
Georges Marchais, leiðtogum
kommúnistaflokka Itallu og
Frakklands, á Spáni 2-3. mars.
Með þessum leiðtogafundi munu
spænskir kommúnistar meðal
annars vera að sýna svo ekki
verði um villst, að flokkur þeirra
starfi þegar i raun opinberlega.
Adolfo Suarez
Ofgasamtök hægrimanna, sem
nefnast Postullega and-
kommúnistabandalagið, hafa
hótað þvi að drepa Suarez for-
sætisráðherra, að sögn vegna
þess að lögreglan handlók nokkra
hægriöfgamenn I siðustu viku.
Vísindamaður sak-
aður um njósnir
OTTAWA 24/2 Reuter — Kanada
sendi i dag úr landi sovéskan
eðlisfræöing, sem þarlend yfir-
völd ákæra um að hafa reynt að
kaupa leyndarmál af samstarfs-
manni. Sovétmaðt'r þessi var ii
hópi sovéskra visindamanna,,
sem eru að störfum i Kanada i
skiptum fyrir kanadiska starfs-
bræður sem starfa I Sovétrikjun-
um.
Hess
reynir
sjálfs-
morð
VESTUR-BERLÍN 25/2 Reuter —
Rudolf Hess, fyrrum staðgengill
Hitlers, reyndi að sögn að fremja
sjálfsmorð með þvl að skera á
úlnliðina I Spandau-fangelsinu I
. Austur-Berlln nú i vikunni. Tals-
maftur fjórveldanna, Bandarlkj-
aiina, Sovétrikjanna, Bretlands
og Frakklands, sem sameigin-
lega eru ábyrg fyrir varðgæslunni
á Hess, vill þó ekki staðfesta
fréttina, en sagði að Hess, sem er
að verða 83 ára, væri við góða
heilsu.
Að sögn voru það sovéskir
varðmenn, sem komu aö Hess
fáum minútum eftir sjálfsmorðs-
tilraunina. Franska sjónvarpiö,
er varð fyrst f jölmiðla til að birta
fréttina um þetta, kvað Hess nú
mjög þunglyndan.
„OMISSANDI
UPPSLÁYTARRIT"
íslensk fyrirtæki er nauösynleg þeim sem þurfa.að afla sér upplýsinga um
hver framleiði hvað, hver selur hvað og hver sé hvað — og hvar sé að finna
hina margvíslegu þjónustu sem boðið er upp á í nútíma þjóðfélagi.
í íslensk fyrirtæki er að finna víðtækustu upplýsingar sem til eru á einum
stað um fyrirtæki félög og stofnanir og jafnframt þær aðgengilegustu.
íslensk fyrirtæki er ómissandi uppsláttarrit á íslensku og ensku. Þar er að
finna upplýsingar auk nafns heimilisfangs og síma: stofnár, nafnnúmer,
söluskattsnúmer, símnefni, telex, stjórn, starfsmenn, starfsmannafjölda,
starfssvió, umboð, þjónustu, framleiðendur, innflytjendur, smásala,
starfssvið ráðuneyta og embættismenn, stjórnir félaga og samtaka, sendi-
ráð og ræðismenn ásamt fjölmörgum öðrum upplýsingum. „Sláið upp í
íslensk fyrirtæki og finnið svarið"
ÍSLENSK FYRIRTÆKI
LAUGAVEGI 178. SÍMAR 82300 — 82302