Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA — 5 Undanfarna daga hafa lesendur Þjóðviljans vafa- laust rekið augun í auglýs- ingar frá fyrirbæri sem nefnir sig Gagn og gaman og býöur fólki þátttöku í útgáfu róttækrar listar. Á gulu blaöi sem félagsskap- ur þessi hefur dreift út um borg og bý stendur að ungt fólk eigi upptökin að þess- ari starfsemi. Þjóðviljinn hafði tal af stjórn félags- ins á dögunum, en i henni eiga sæti þau Páll Bald- vinsson, Guðrún Bach- mann og Freyr Þórarins- son. Fer spjalíið hér á eft- ir. — Þiö bjóðið fólki að leggja fimm þúsund krónur inn á gfró- reikning. Hver er hugmyndin að baki þvi? — Hún er i rauninni tviþætt. Annars vegar er hér um að ræða venjulegan plötu- og bókaklubb þar sem fólk, fyrir tiltekið ár- gjald, getur keypt alla útgáfu félagsins á heildsöluverði. Hins vegar er þessi klúbbur i raun félagið sjálft, þe. félagsmenn kjósa stjórn árlega og taka allar stefnumótandi ákvarbanir á árs- fjórðungslegum félagsfundum. Með þvl að ganga i félagið gera menn i raun og veru þrennt: I fyrsta lagi hafa þeir tillögu- og at- kvæðisréttá félagsfundunum, eru kjörgengir i stjórn og ráða þannig stefnunni i starfi félagsins. 1 öðru lagi tryggja þeir sér útgáfu félagsins & heildsöluveröi. I briðia lagi, og það er kannski mikilvægast leggja þeir sitt af mörkum til stofnunar róttæks út- gáfufélags sem nær til nýrrar kynslóðar gegnum nýja fjölmiðla. Fimm þúsund krónur eru ekki mikill peningur fyrir hvern og einn,en ef nokkur hundruð manns leggjast á eitt og reiða fram þetta fé, sem er árgjald til tveggja ára, ætti okkur að takast að leggja grunninn að lifvænlegu fyrirtæki. En ef menn eru mjög blankir er ekkert þvi til fyrirstöðu, að þeir leggi saman I púkk og kaupi eins mörg eintök út á hvert félags- skirteini og þeir vilja. — Þið talið um lifvænleg laun til listamanna. Stjóm Gagns og gamans. Frá vínstri: Páll Baldvinsson, Guorún Bachmann og Freyr Þórarinsson. Ljónsm. gel. Róttæk list er fyrst og síðast skemmtileg Rætt við stjórn félagsins sem fer af stað með Olgu Guðrúnu og Ólafi Hauki — Gagn og gaman er frábrugð- ið öðrum útgáfufyrirtækjum aö þvi leyti að það verður rekið sem ágóðalaus sjálfseignarstofnun. í stuttu máli skiptist hagnaður af útgáfu fyrst til helminga milli Gagns og gamans og listamanna en mjög fljótlega lækkar hlutur félagsins og að lokum kemur á hann ,,þak", þannig að seljist hljómplata eða annað útgefið listaverk vel hiröir listamaðurinn allan gróðann en Gagn og gaman aðeins ákveðinn fastan hlut auk litilsháttar dreifingarkostnaðar. Laus staða Staða umdæmisstjóra á Austurlandi með búsejtu á Reyðarfirði er laus til umsóknar. Tæknifræðimenntun er áskilin og æski- legt, að umsækjandi getihafið starf eigi siðar en 1. april n.k. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins, nú launaflokki A 18. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 15. mars n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik. V. 9 Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða ritara til starfa á skrifstofu vora. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsing- ar fást hjá Starfsmannahaldi. Samvinnutryggingar Armúla 3. Reykjavik. Simi 38500. Mönnum kann að finnast að þetta kerfi blessist aldrei en við höfum haft samband við hliðstæð fyrir- tæki á öðrum Norðurlöndum og sniðið þessi hlutverkaskipti eftir upplýsingum frá þeim. Þó er óhætt að fullyrða að hvergi séu þau hagstæðari listamanninum en hjá okkur. Listamenn og neytendur. Kjarni málsins er sá að lista- maðurinn hirðir það sem kemur inn fyrir sölu á verkum sinum en félagið fær aðeins umboðslaun fyrir að leggja til fjármagn og annast framkvæmd útgáfunnar. Þessi umboðslaun, ásamt félags- gjöldum, eiga að hrökkva til þess að standa straum af rekstrar- kostnaði félagsins, sem reynt verður að halda niðri eftir föng- um, og til að mæta tapi á einstök- um útgáfuverkum, enda þótt félagsmannakerfið dragi veru- lega úr hættunni á sllku ef rétt er á haldið af hálfu félagsins. — En leiða ekki markaðslög- málin ykkur inn á sömu brautir og önnur fyrirtæki? — Hvað ræður þvi hvað islensk útgáfufyrirtæki gefa út? ÍTtgef- endur hugsa auðvitað um það að fyrirtæki þeirra beri sig og skili helstgróða.Tilþess að tryggja þaö gefa þeir út það sem þeir halda að muni seljast, en ekki nauösynlega það sem markaðurinn kann að vera opinn fyrir, þe. það sem fólkið villsvo notað sé frægt orða- lag. Þeir gefa lit það sem seldist i fyrra, bækur og tónlist eftir for- múlu. Þvi einfaldari og flatari sem listin er, þvi auðveldara er að átta sig á markaðnum og áhættan minni. Það sér hver maður hvar þetta endar. Gagn og gaman hins vegar er sameiginlegt fyrirtæki lista- manna og neytenda þar sem leiðarljósið er ekki gróðinn af út - gáíunni, heldur gefa menn út það sem þeir vilja eignast sjálfir, fá þrykkt I plast eða prentað á bíað, það sem þeir telja að eigi erindi við annað fólk og vilja varðveita handa börnum sinum. Þarna er þvi beinna samband milli lista- manna og neytenda en yfirleitt gerist. Glaðlegt byltingarrokk. — Þið segist ætla að gefa út róttæka iist, hvað eigiöi við með þvi? — „Leyfið hundrað blómum að spretta," sagði Maó formaður. Með það að leiðarljósi reynum við ekki að skilgreina nákvæmlega fyrirfram hvað er róttæk list og hvað ekki, slikt gefst sjaldan vel. Ef að likum lætur verða ungir sósialistar og vinstrimenn burðarásinn i Gagni og gamni og félagsmenn ákveða auðvitað sjálfir hvaö þeir vilja lesa og heyra og eiga þiitt i að koma á framfæri. Róttæk list er vönduð, hún túlkar hugmyndir sem eiga erindi við fólk og skipta máli, en fyrst og siöast er hún skemmti- leg. Að henni er bæði gagn og gaman. — Hvaö er félagið farið að gera? — Það var stofnað 22. janúar sl.Þá varhafist handa við að safna félögum og það starf er þegar far- ið að skila árangri. 1 byrjun mars verður siðar kynningarfundur, þar verður leikin af segulbandi fyrsta hljómplata félagsins sem þegar hefur verið tekin upp. A þeirri plötu flytur Olga Guðrún Arnadóttir lög og ljóö eftir ölaf Hauk Simonarson við undirlcik Karls Sighvatssonar, sem stjórn- aði upptökunni, Þóröar Arnason- ar, Tómasar Tómassonar, Ragnar SigurjOnssonar Askels Mássonar ofl. A plötunni er giaö- legt byltingarrokk og lýriskar stemmningar af ýmsu tagi. Ann- ars er best að platan tali sinu máli þegarhún kemur út, væntanlega i mars. önnur verkefni sem þegar hafa verið ákveðin eru barnaplata samnefnd félaginu sem Pétur Gunnarsson rithöfundur ætlar að skrifa og Valgeir Guðjónsson og Leifur Hauksson að tónsetja, og plata þar sem örn Bjarnason trUbadúr flytur eigin söngva, gamla og nýja. Þessar plötur koma væntanlega út i sumar og haust. Betur af staö farið... — Hvert verður svo fram- haldið? — Það ræðst vitanlega af vilja félagsmanna. Þessi verkefni voru ákveðin af núverandi stjórn félagsins sem kjörin var til bráðabirgða og hún ákveður tæp- lega frekari verkefni fyrr en eftir fyrsta félagsfundinn. Hvað snert- ir framtið félagsins þá erum við ekki i neinum vafa um að þessi verkefni sem upp hafa verið talin standi fyrir sinu, en mikið veltur á þvi hversu vel sá hopur sem viö höfum treyst á að gangi i félagiö og geri það að sínu bregst við akaíli okkar. Nú sem stendur eru félagsmenn að fylla fyrsta hundraðið og ef félagsmenn verða 500—1.000 i ár þarf engu að kviöa um framtið félagsins. Ef við hins vegar höfum ofmet- ið islenska sósialista lognast félagiðsjálfsagt út af eftir nokkur ár. Þá verður islenska bóka- og grammófónþjOðin altént nokkr- um góöum listaverkum rikari og maður getur sagt að betur hafi verið af stað farið en heima setið. .____________________' —ÞH Iðjuþjálfun Starfsfólk vantar i iðjuþjálfun nú þegar. Upplýsingar gefa iðjuþjálfar á staðnum. Vinnuheimilið að Reykjalundi UTBOÐ Tilboð óskast 1 að reka niður stálþil við Grófarbryggju og ganga frá þvi á hefðbundinn hátt, steypa og koma fyrir akkerisplötum, fylla að þilinu, steypa kantbita með poll- um og niðurföllum, leggja frárennslislögn og ganga frá yfirborði fyllingar undir malbik. TJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBQRGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Styrkur til náms á ítaliu Itölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa islendingum til náms á Italiu á háskólaárinu 1977-78. Styrkfjárhæðin nemur 135 þúsund lirum á mánuði. Þeir ganga aö öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu i itölsku og hyggja á framhaldsnám að loknu háskólaprófi. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. mars n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.