Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 14
14 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1977 Umræöur um Kröflu f 1> jóovilj- anum fara nú ab veröa nokkuö langdregnar, og sjálfsagt finnst einhverjum óþarflega miklu rúmi vario til ao ræoa þetta tæknilega viofangsefni. Ég hef þó oröiö þess var aö margir fagna þvl, ao þessi oroaskipti skuli hafa átt sér stao, þar sem margt hefur skýrst, sem aður var huliö Iýmis konar móöu. Eftir ýtarlega svargrein IIjörleifs Guttormssonar er rétt að draga saman, hver mér virðist, aö sé niourstaðan af orðaskiptum okk- . ar: Um ábyrgð og ábyrgðarleysi Kjarninn i svargrein Hjörleifs felst i fyrirsögn greinarinnar: „Alþýðubandalagið ber ekki ábyrgð á málsmeöferö við Kröfluvirkjun". Þetta er laukrétt hjá Hjörleifi. Alþýðubandalagið hafði ekki með málsmeðferðina aðgera, eftiraðflokkurinn fór úr stjórn. Þvi hefur heldur enginn haldiö fram. Ég hef hins vegar talið eðlilegt að rifja upp, hver afskipti okkar af málinu hafa verið. Við sam- þykktum heimildarlögin eins og aðrir og vorum þess fýsandi eins og aðrir, að byggingu virkjunar- innar væri hraðaö. Við stóöum að skipun Kröflunefndar og þvl var fagnað i leiðara Þjóðviljans, nokkrum vikum áður en ákvarð- anir um vélakaup voru teknar, að likur væru á þvf, að stöðin gæti tekiö til starfa 1977. Ég benti á, að sá tónn sem veriö hefði i þessum leiðara hefði verið einkennandi fyrir afstöðu Alþýöubandalags- manna til þessa máls. a.m.k. þeirra, sem létu til sin heyra. Að ööru leyti hefur ekki verið fjallað I stofnunum Alþýðubanda- lagsins um málsmeðferð við Kröflu. Opinber gagnrýni ein- stakra manna úr okkar hópi hófst ekki fyrr en löngu seinna, þegar vandamálin komu iljós. Það væri ábyrgðarleysi að reyna nú að hagræða sögulegum staðreynd- um. Þetta hlýtur að vera niður- staða okkar beggja. Hengjum ekki bakara fyrir smið Við Hjörleifur erum sammála um, að Krafla, Sigalda og byggðalinan koma I gagnið i óheppilegri timaröð og án nokk- urs samræmis. Sumpart stafar þetta af þvi, að byggingu Sigöldu- virkjunar hefur seinkað. Lagning byggðalinunnar' var tafin, þegar núverandi rlkisstjórn . tók viö völdum, og hefur slðan dregist úr , hömlu, samhliða þvi að áform um aö hefja resktur málmblendi- verksmiðjunnar 1977 fóru sem betur fer I vaskinn. Að taka Kröfluvirkjun lit úr samhengi og segja, aö hraðinn við byggingu hennar hafi raskað fyrri áætlun- um, er hins vegar óskynsamlegt. Það heitir að hengja bakara fyrir smið. Stærð vélanna Eitt helsta atriðið i gagnrýni Hjörleifs var, aö Kröflunefnd hefði keypt allt of stórar vélar fyrir virkjunina. og virtist hann Ragnar Arnalds. Hjðrleifur Guttormsson Kjartan Jóhannsson Ragnar Arnalds: Niðurstada orðaskipta imynda sér, að nefndarmenn hefðu ákveðið stærð virkjunar- innar yfir kaffibolla án nokkurra tæknilegra athugana. í svari minu skýrði ég frá hag- kvæmnisútreikningum, sem lágu þvl til grundvallar, að virkjunin 'var hönnuð talsvert stærri en nam þörfum Norðurlandsmark- aðar á næstu árum. Ekki mót- mælir Hjörleifur þessum útreikn- ingum í svargrein sinni. 1 fyrri greininni birti Hjörleifur útreikninga um hugsanlega orku- sölu frá Kröflu, en reiknaöi ekki meö orkusölu til Vestfjarða, Vesturlands og Suðurlands, þegar orka Sigöldu væri fullnýtt. 1 slðari grein sinni snýr Hjörleifur blað- inu við og telur nú sjálfsagt a ein- hver orka verði flutt eftir byggöa- Hnunni I vestur og suöur, og erum við þá orönir sammála um þetta mikilvæga atriöi. Best hefði ver- ið, ef Hjörleifur hefði hreinlega staðfest fyrir lesendum Þjóövilj- ans, að þörf veröi fyrir alla orku Kröfluvirkjunar þegar á árinu 1982, en þetta er grundvallar- atriði málsins, sem margir hafa enn ekki skilið og sumir munu aldrei vilja skilja. Um dr. Kjartan og orkuverðið 1 siðari grein Hjörleifs eru fyrri stóryrðí um óheyrilega dýrt raf- orkuverð frá Kröflu horfin, og virðist hann gera sér grein fyrir, að utreikningar dr. Kjartans Jóhannssonar, varaformanns Alþýðuflokksins, snúast alls ekki um orkuverð frá Kröflu, þótt Kjartan sé nógu ósvifinn til að láta Hta svo út. Hjörleifur heldur þóáfram að vitna I þessa útreikn- inga án þess að viðurkenna vafn- ingaláust að orkuverð frá Kröflu verður að reikna á hliöstæöan háttog orkuverð frá öðrum virkj- unum,m.a. með fullum afskrifta- tima (jarðgufuvirkjun: 25 ár). Hér veldur sjálfsagt mestu, að Hjörleifur virðist eiga erfitt meö að draga alla leið I land. En þegar búið er að útskýra málið, er ég ekki I vafa um, að Hjörleifur skil- ur, að litreiknað orkuverð virkj- unar á kwst.og afborganir fram- við Hjörleif Guttormsson kvæmdalána eru tvær stærðir, sem ekki falla inn I sama dæmið, eins og það er almennt reiknaö. Ósvlfni dr. Kjartans var fyrst og fremst I þvi fólgin að reikna Ut „heildsöluverð" á orku frá Kröflu. miðað við timalengd og af borgan- ir lána og falskar forsendur um orkumarkað og bera siðan þetta „heildsöluverð" saman við orku- verð frá Landsvirkjun, þar sem veröútreikningurinn er bæöi óháður timalengd lána (miðast við eðlilega afskrift) og nýtingu orkunnar, þótt vitað sé, að nýting Sigöldu verður ekki betri en Kröflu fyrstu tvö árin eða aðeins um 20-40%. Slikur samanburður er þvi visvitandi blekking.U Um undirbúnings- rannsóknir Við Hjörleifur erum sammála um, að rannsóknir við Kröflu hefðu mátt vera meiri, áður en hafist var handa. Hitt er annað mál, að ekki var kvartað yfir þvl af hálfu Hjörleifsné nokkurs ann- ars aðila, að rannsóknirnar væru ófullnægjandi, fyrr en eftir aö hafist var handa og almennt ekki fyrr en eftir gos. Það er rangt hjá Hjörleifi, að ég hafi haldið þvi fram, aö Nátturuverndárráö hafi veitt virkjunarleyfieða lagt mat á virkjunarhæfni Kröflusvæðis- ins. Eg sagði aðoins.að hafi rann- sóknirnar verið svo ófullnægj- andi, að ekki hafi verið unnt að taka ákvörðun um virkjun, þá hljtíti þessar rannsóknir einnig að hafa verið ófullnægjandi fyrir Nátturuverndarráð varðandi ákvarðanir um umhverfisáhrif virkjunarinnar, þvi að ráðið gat ekki tekið ákvörðun um aö leyfa virkjunina fyrir sitt leyti, nema það teldi sig hafa fullnægjandi vitneskju um efnasamsetningu vatnsins. Kjarni málsins er að sjálfsögðu sá, að bæði Náttúruverndarráð og Leikfélagiö í Geröum: Kynning á verkum Jónasar Árnasonar Leikrit — upplestur og söngur er það sem flutt er Leikfélagið I Gerðum á Suður- nesjum hefur verið endurvakið eftir áratuga svefn, en þar var eitt sinn leikstarfsemi i blóma. Þaö fyrsta sem leikfélagið tekur fyrir er kynning á verkum Jón- asar Arnasonar, alþingismanns og rithöfundar. Félagið flytur leikritið Koppalogn, lesið er úr verkum Jónasar og sungin ljóð eftir hann. Fyrsta sýningin var i gær og seldist upp á hana á rúmum klukkutlma og er ákveðið að vera með tvær sýningar á morgun sunnudag, þá fyrri kl. 15.00 en þá siðari kl. 20,30. Sýnt er I sam- komuhúsinu i Gerðum. Leikstjóri að leikritinu — Koppalogn — er Sævar Helgason, en leikendur eru rúmlega 20. S.dór. Kröflunefnd voru i góðri trú um, að fullnægjandi rannsóknarniður- staða lægi fyrir. En þar fyrir utan hef ég bent á, og þvi hefur ekki verið mótmælt, aö hvort sem rannsóknirnar nefðu veriö meiri eða minni höguðu atvikin þvi svo, að tívænt gosvirkni kom upp & svæðinu, svo að aðstæður urðu ekki lengur i samræmi við fyrri niðurstöður rannsókna. Hjá þvi hefði aldrei verið komist. Um þetta hljótum við Hjörleifur að vera sammála. Átti að fleygja þúsundum miljóna? Það sem okkur Hjörleif raun- verulega greinir á um er það, hvort stöðva hefði átt fram- kvæmdir, eftir að gosvirknin kom i ljtís. Ég viðurkenni fúslega, að þetta sjónarmiö á rétt á sér, þvl enginn getur neitaö þvi, að með því að halda framkvæmdum áfram, er tekin talsverð áhætta. Hins vegar verður að taka með i reikninginn, að þegar gosið verð- ur, er ekki aðeins búið að festa mikið fé á staðnum,heldur einnig að undirskrifa samninga upp á þúsundir miljóna króna, og það hefði þvi veriö glfurleg fjárfórn aö hætta við framkvæmdir og stokka spilin upp á nýtt. Sjálfsagt var að fullbyggja stöðvarhúsið til að styrkja það sem mest, og kunnugir telja ekki, að hiisið og vélarnar séu i mestri hættu, þótt frekari gosvirkni verði á svæðinu. En þetta getur að sjálfsögðu eng- inn sagt með fullri vissu. Á nú að stöðva framkvæmdir? Hjörleifur virðist enn vera þeirrar skoðunar að stöðva beri allar framkvæmdir á svæðinu, en það virðist mér vera hálfu verra úrræði en það var fyrir einu ári. Onnur vélasamstæðan er að verða tilbúin til tilraunareksturs og nægileg gufa er fyrir hendi til að keyra vélarnar með 4-8 mw. afli, eftir þvi hve margar holur eru tengdar. Holurnar þrjár, sem boraðar voru fyrir gosið, eru nú allar ónýtar, en af þeim 6 holum, sem siðan hafa verið verið borað- ar viröast 4 hafa gefið samtals um 14—16 mv. brútto. Hjörleifur talar um I svargrein sinni, að 10 mw. haf i f engist úr 10 holum og er það bæði villandi og rangt. Rannsóknarholur eru ekki vinnsluholur og teljast þvi ekki með. Arangur borana á Kröflu- svæðinu hefur vissulega komið á ovart og er miklu lakari en búist var viö, en tölur Hjörleifs I þessu sambandi byggjast ekki á réttum upplýsingum. Kröflunefnd ræður engu um það, hvar og hvenær næst verður borað. Það er algjörlega mál Omkustofnunar. Sem stendur varðar það mestu, að nýtt sé sú orka, sem fengin er. Þaö var allt- af ætlunin að fara rólega af stað. Fáir efast um, að næg orka er fa- anleg á þessum slóðum, og senni- lega mun Orkustofnun kanna möguleika á öðrum svæðum I grennd við stööina, þar sem enn hefur ekki verið borað og áhrif eldsumbrota eru talin minni. Byggðalínan Við Hjörleifur erum sammála um, að hraða beri lagningu byggðallnunnar um Hvalfjörð, eins og kostur er. Talið er hugsanlegt, að með mesta hraða megi ljúka þessu verki næsta haust. Hins vegar eigum við eftir að sjá, hvort það tekst. Þvi miður er þaö langt frá þvi að vera ör- uggt, og þarf ekki annað til en að tafir verði vegna verkfalla I vor, til að sú von veröi að engu. Ef hvorki Kröfluvirkjun né byggðalfna með fullu afli komast I gagnið næsta haust, er fyrir- sjáanlegt, að orkuskortur á Norðurlandi verður meiri en nokkru sinni fyrr. Aukin diesel- vélakeyrsla á Norðurlandi mun kosta hundruð miljóna króna, og þann aukaskatt yrðu orkunot- endur um land allt að greiða. Ein- mitt þess vegna er mér óskiljan- legt með öllu, hvers vegna svo fast er sótt af hálí'u margra að bygging Kröfluvirkjunar verði stöðvuð rétt i þann mund, sem hugsanlegt er, að hún geti skilað nokkurri orku. Það er eitthvað annað en umhyggja fyrirarðsemi virkjunarinnar, sem þar ræður ferðinni. Ég vil aö lokum þakka Hjörleifi Guttormssyni fyrir tilskrifin. Ég er sannfærður um, að orðaskipti okkar hafa gert sitt gagn, þrátt fyrir allt. Hins vegar ættum viö aðhalda áfram að einbeita okkur sameiginlega að bættu skipulagi orkumála og nýtingu orkunnar til innlendra þarfa. Það er megin- viðfangsefniö, og þar greinir okkur ekki á. 1) 1 nýlegri greinl Morgunblabinu heldur dr. Kjartan áfram iöju sinni og þykist ekki vita, fyrir hvað sé verið að skamma sig. Að sjálfsögðu hefði enginn áfellst hann fyrir að reikna tit hugsan- lega greiðslubyrði hjá Norður- landsvirkjun, jafnvel þótt hann gæfi sér hæpnar forsendur um orkumarkað. En sök hans er sú, að bera saman útreiknaðar stæröir, sem ekki eru sambæri- legar, og blekkja þannig ftílk i skjóli verkfræðinnar, sbr. bls. 58 i ritinu Norðurlandsvirkjún. Blekkingin heppnaðist ótnilega vel, og einmitt það að hann skuli ekki hafa gert neina tilraun til að leiðrétta þennan misskilning, heldur vaða áfram beint af aug- um, eins og hann gerir I fyrrnefndri Morgunblaðsgrein synir, aö dr. Kjartan talar opin- berlega sem áróöursverk- fræðingur, en ekki verk- fræðingur. Lífeyris- mál BSRB rædd í Reykjavík BSRB hafði ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu um lifeyrismálefni og átti hún að vera i Munaðarnesi 11.—13. mars. — Vegna breytinga, sem veriö er aö gera á veitingaskálanum að Munaðarnesi verður þessi fyrirhugaða ráðstefna flutt til Reykjavíkur og haldfh þar viku siðar. Hefst hún fimmtudaginn 17. mars kl. 16 og heldur siðan áfram á fimmtudags- kvöld og aftur siðdegis á föstudag og laugardag. Hákon Guðmundsson, formaöur stjórnar Lífeyris- sjóðs starfsmanna rikisins og Guðjón Hansen, trygg- ingafræðingur, munu flytja erindi. Upplýsingar verða gefnar um biðreikning fjármálaráðuneytisins og lifeyrissjóði bæjarstarfs- manna og annarra. Ráðstef nan veröur haldin I Félagsheimili Hreyfils Við Fellsmúla (gengið inn frá Grensásvegi) og er hún opin öllum áhugamönnum um lifeyrismálefni opinberra starfsmanna — og m.a. eftir- launafólki. — Þátttaka til- kynnist á skrifstofu BSRB, Laugavegi 172fyrir 15. mars, og er ekkert þátttökugjald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.