Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 12
12 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1977
Starri i Garði
Þakkar laug-
vetningum
Ég get ekki stillt mig um
að biðja Þjóðviljann að
flytja hinum 192 laugvetn-
ingum innilegar þakkir
fyrir bænaskjalið um ál-
verksmiðju til Laugar-
vatns, sem þeir sendu Al
þingi, ásamt ávarpi til
þjóðarinnar, eins og frá er
skýrt í Þjóðviljanum 22.
jan. sl.
Háðið er beitt vopn í
höndum þeirra er kunna
með að fara, og í þetta
skipti var því fimlega
beitt.
Ég vona að tiltæki ykkar hafi
opnað augu ýmissa sveita-
stjórnarmanna, sýslunefndar-
manna og — að mig minnir, —
stjórnenda eins verkalýðsfélags á
Suðurlandi, að ógleymdum
kartöflubændum i Þykkvabænum
fyrir þvi, að þeir hafi gert sig að
fiflum frammi fyrir alþjóö.
Vonandi verður þessi afhjúpun
ykkar til þess, að almenningur á
Suðurlandi ris upp og afþakkar
álver og annan álÖia óþverra er-
lendra auðhringa, svo sem ey-
firðingar gerðu i haust og hverju
byggðarlagi ber að gera.
öðru máli gegnir um þá af-
glapa á Alþingi, sem gerst hafa
ginningarfifl erlendrar stóriðju á
Islandi. Fyrir þá verður ekki
komið vitinu. Best gæti ég trúað
að þeir gengjust upp við ykkar
bænarskjal, enda ekki fengið
beiöni um álver undirritað af svo
mörgum svo vitað sé.
Þegar að er gáö er hugmyndin
um að reisa svo sem eina álverk-
smiðju á Laugarvatni ekki hótinu
vitlausari en margt annað, sem
þeim aumingja mönnum dettur i
hug sjálfum i fullri alvöru.
Ég leyfi mér að vona, að mikill
meiri hluti ungs fólks á Islandi sé
sama sinnis og þið, kæru laug-
vetningar, i stóriðjumálum, og sé
reiðubúið að fylgja þeirri sann-
færingu sinni eftir i verki með öll-
um sinum kröftum, þvi mikið
liggur við.
Þá væri enn von að djarfaði fyr-
ir degi i þvi svartnætti forheimsk-
unar, sem grúfir yfir þessu landi
og stjórnar þvi.
Með baráttu kveðju.
Starri I Garði
Hvað kostar að hefja
búskap í sveit?
Oft heyrist um þaö rætt, að mikið fiármagn þurfi til
þess að hef ja búskap í sveit og er ekki ofsögum af þvi
sagt. í bæklingi, sem Upplýsingaþjónusta landbúnaðar-
ins hefur gefið út, eru sett upp tvö dæmi um kostnað við
að byrja búrekstur. Er annarsvegar miðað við 400 kinda
bú en hinsvegar 30 kúa bú auk nauðsynlegs uppeldis.
Kostnaðurinn er þá talinn þessi:
Land Ræktun, 30 ha Byggingar Vélar og tæki Bústofn Sauðfjárbú Kr. 1.000.000- 3.000.000- 9.000.000- 5.500.000- 4.000.000- Kúabú kr. 1.000.000- 3.000.000- 8.500.000- 6.000.000- 2.000.000-
Ibúðarhús 22.500.000.- 10.000.000- 20.500.000- 10.000.000-
Alls 32.500.000- 30.500.000-
Lán eru fáanleg sem hér segir: Jarðakaupalán Ræktunarlán Byggingar Vélalán Bústofnakaupalán 1.600.000- 600.000- 5.200.000 800.000- 1.232.000- 1.600.000- 600.000- 4.600.000- 800.000- 591.800-
íbúðarhúsalán 9.432.000- 2.300.000- 8.191.800- 2.300.000-
Alls Lán % af heildarkostnaði 11.732.000- 36 10.491.800- 34
I þessum útreikningum er við það miðað, að allt sé byggt frá grunni
og keypt nýtt. Þótt tölurnar séu ekki alveg nákvæmar þá sýna þær þó
nokkurnveginn rétta mynd af fjárfestingarkostnaöinum. Opinber
framlög út á ræktun og byggingar eru dregin frá framkvæmda-
kostnaði.
—mhg
Starri i Garði
Húmskyggni
Virðist fátt til frægðar verða,
flokkar blendnir spilin stokka.
Tíðum varið illa auði,
Eglu þjóð í ríkisdeiglu.
Ora-tómir hugans heimar
- hismi, ryk og spíritismi.
Tvísýn mennmg. Gylfagynning
- getur haft sig upp á skaftið.
E.H.G.
Ýmislegt bendir tíl
þess að grasköggl-
arnir séu verðmætari
en talið hefur verið
Arlega er fluttur inn erlendur
fóðurbætir fyrir á þriðja miljarð
króna. Það er mikið fé hjá þjóö,
sem alltaf býr við gjaldeyris-
hungur. Innflutningur á fóðurbæti
hefur verið talinn nauðsyn þótt
segja megi að það sé ill nauðsyn.
En verkun heyjanna hefur
löngum viljað verða misjöfn. ts-
lenski bóndinn hefur um of átt
hana „undir sól og regni”, þótt úr
þvi hafi dregið með vaxandi vot-
heysgerð og súgþurrkun.
Fullyröa má þó,að áfram veröi
talin nauðsyn á notkun fóðurbætis
meö heygjöfinni, einkum handa
mjólkurkúm, en einnig sauðfé. Sú
spurning er þvi brýn hvort viö
getum ekki sjálfir framleitt okkar
fóðurbæti að verulegu leyti a .m ,k.
og losað okkur þannig við inn-
flutninginn. Hafa þá augu manna
mjög beinst að graskögglafram-
leiðslunni, sem farið hefur vax-
andi undanfarin ár og mun, ef svo
fer fram, sem horfir, aukast að
mun á næstu árum.
Til þess að fræðast ögn frekar
um þessa framleiðslu leitaði
blaðið til Stefáns Sigfússonar, bú-
fræðikanaidats, og lagði fyrir
hann nokkrar spurningar, sem
Stefán gaf greið svör við.
Fimm verksmiðjur og
tvær i undírbúníngí
— Hvað eru þær verksmiöjur
m'argar, sem vinna kjarnfóöur úr
islensku grasi?
— Þær eru fimm: 1 Flatey I
Austur-Skaftafellssýslu, f Gunn-
arsholti, á Stórólfsvelli, Brautar-
holti á Kjalarnesi og í Saurbæ i
Dölum.
— Hverjar eru i undirbúningi?
— Hafnar eru byrjunarfram-
kvæmdir viö tvær verksmiðjur til
viðbótar: í Saltvlk í Suður-Þing-
eyjarsýslu og i Hólminum i
Skagafirði.
Rétta þarf hlut grasköggl-
anna gagnvart innfluttum
fóðurbæti
— Hvernig hafa kögglarnir
reynst til fóðurs?
— Þeir hafa reynst vel, svo að
það út af fyrir sig hefur ekki oröiö
til þess aö draga úr notkun þeirra.
Hins vegar hefur sá hængur verið
á, að kögglarnir hafa, samkvæmt
þeim efnagreiningum, sem
gerðar hafa verið á fóðurgildi
þeirra, reynst dýrara fóöur en
innflutt kjarnfóður. Sá munur
hefur að sjálfsögðu staöiö notkun
kögglanna fyrir þrifum. Við
þennan samanburð ber þess þó að
gæta, aö þar er miöaö við gras-
köggla eins og þeir gerast upp og
Stefán Sigfússon.
Rœtt við
Stefán
Sigfússon
ofan, en ekki einvörðungu þá
framleiðslu, sem best er. Það
skekkir einnig stórlega niður-
stöðu verðsamanburöarins aö er-
lenda kjarnfóðriö er tollfrjálst, en
graskögglaframleiðslan verður
að greiða toll, t.d. af oliu og vélum
auk söluskatts.og er þetta auðvit-
að óhæfa.
Fóðurgildið meira en
reiknað var með
— Bendir ekki ýmislegt til þess
að fóðurgildi kögglanna sé meira
en talið hefur verið?
— Þvi er ekki aö leyna, að þó aö
hallaðhafiá kögglana samkvæmt
þeim efnagreiningum, sem
gerðar hafa verið, þá hafa ýmsir
bændur, sem fóörað hafa á þeim,
dregið nokkuð i efa þessar niður-
stööur. Þeir hafa talið, að búféö
fóðraðist betur á kögglunum en
niðurstöður efnagreininganna
bentu til að þaö mundi gera, og er
þá annað kjarnfóöur að sjálf-
sögðu haft til samanburöar. Og
ýmislegt sem nú er aö koma I ljós
bendir til þess, að þessir bændur
viti lengra nefi sinu.
Það kom i ljós þegar farið var
aö athuga eldri tilraunir, sem
gerðar hafa verið með gras-
köggla og horftá þær frá þvi sjón-
arhorni, að um gæti veriö að ræða
samverkandi áhrif milli gras-
köggla og heys,þá bar þeim sam-
an um aö það virtist fóörast um
11% betur af kögglunum en út-
reiknað fóðurgildi þeirra sagöi til
um. En fram að þessu höfðu augu
manna beinst meira að þvi hvort
þaö gæti verið að efnagreining-
arnar væru rangar, en kögglarnir
eru efnagreindir samkvæmt við-
urkenndum aðferðum. Þetta var
prófað bæði á sauðum, sem þeir
eru með á Keldnaholti og svo I til-
raunaglasi, þ.e.a.s. bæöi in vivo
og in vitro. Þessu bar alltaf sam-
an þa.nnig að efnagreiningaraö-
feröirnar og efnagreiningarnar
voru réttar. En svo koma til þessi
samverkandi, jákvæöu áhrif þeg-
ar fóðrað er með tveimur fóöur-
tegundum. Og þetta er um 11%
þegar um er að ræða grasköggla
án Iblöndunar.en að þvl er virðist
allt að 20% þegar miðað er við
köggla meö feitiiblöndun. Ná-
kvæmari svör viö þessu eiga að
fást út úr þeirri tilraun, sem nú er
hafin.
Ef niöurstaðan veröur sú, sem
við væntum, þá er verðsaman-
burðurinn á kögglum og innfluttu
fóðri miðað við fóöurgildi, rang-
látur gagnvart kögglunum. 1
reyndinni væri þá fóðureiningin
i peim alls ekki dýrari, fremur
hiö gagnstæöa.
Tilraunirnar
— Þú talar um nýjar tilraunir,
sem hafnar séu. Geturöu sagt
mér I stuttu máli hvernig þær
fara fram?
— Já, tilraunirnar eru hafnar á
vegum Rannsoknastofnunar
landbúnaöarins. Þar er boriö
saman fóðurgildi grasköggla og
innflutts fóðurbætis, og lýkur
þessari rannsókn i vor. Bornir
veröa saman annars vegar köggl-
ar með heyfóöri og hinsvegar inn-
flutt kjarnfóður með heyfóðri.
Með heyinu fær einn hópurinn 1
kg. af kögglum, annar 1 kg af inn-
fluttum fóðurbæri, þriðji 2 kg af
kögglum og fjórði 2 kg. af inn-
fluttum fóðurbæti. Þarna er um
að ræða geldneyti.
Ennþá er auðvitaö of snemmt
að fullyrða nokkuð um niöurstöö-
ur þessara tilrauna, en ærin
ástæöa er þó til þess að ætla, aö
innan langs tima getum við is-
lendingar sjálfir framleitt úr
grasinu okkar bróöurpartinn af
þvi kjarnfóöri, sem viö þurfum á
að halda, og er þá mikill sigur
unninn, jafnvel þótt ekki rættust
að sinni þær vonir, sem hinir
bjartsýnustu ala með sér: aö við
getum hafið útflutning á gras-
kögglum. —mhg