Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1977 Pólitískar kröfur kjaramálaráðstefnunnar: Þannig á að hækka laun og bæta kjör Greinargerö Alþýöusambands is- lands um hvernig megi auka svigrúm til kjarabóta og tryggja fulla atvinnu, án þess aö þaö leiöi til veröbólgu. Nauðsyn þess, að kaupmáttur verkalauna verði aukinn veru- lega, ætti ekki að vera ágreiningsefni. 1 þvi sambandi skal bent á eftirfarandi stað- reyndir: Samkvæmt útreikning- um Þjóðhagsstofnunar rýrnaði kaupmáttur launa árið 1975 um 15-16% og enn um 3-4% árið 1976. Frá gerð kjarasamninga i lok febrúarmánaðar 1974 hefur kaup- máttur almennt rýrnað um 25- 40%. Nú er umsamið kaupþess fólks, sem vinnur i fiskvinnslu, við iðjustörf, alla algenga verka- mannavinnu og almenn af- greiðslustörf, rúmlega 70 þúsund krónur á mánuði, miðað við 40 stunda vinnu á viku. Allir hljóta að viðurkenna, að slikt kaup er langtfrá þviað duga fjölskyldu til mannsæmandi lifs. Það er staðreynd, að dagvinnukaup verkafólks hér á landi er um helmingi lægra en i nálægum löndum. Ljóster að veruleg raun- kaupshækkun næst ekki fram nema gerðar séu nauðsynlegar hliðarráðstafanir af hálfu stjórn- valda, sem tryggi breytta tekju- skiptingu launafólki i hag. Al- þýðusamband Islands bendir á eftirfarandi: 1. Ráðstafanir til kauphækkunar Telja verður eðlilegt og sjálf- sagt, aö atvinnureksturinn taki á sig talsverðar kauphækkanir, án sérstakrar opinberrar fyrir- greiðslu, vegna batnandi ytri skilyrða. Verð á helstu út- flutningsvörum eins og frosnum fiski, fiskimjöli og lýsi, hefur farið ört hækkandi. Benda má á að Þjóðhagsstofnun spáir 13% hækkun útflutningsverðs sjávar- afurða á árinu, miðað við meðal- verð ársins 1976. Margt bendir tii að hér sé um varfærna spá að ræða. Með opinberum ráðstöfunum er hægt að bæta stöðu atvinnuveg- anna til að mæta kauphækkunum m.a. á eftirfarandi hátt: lækkun vaxta, lækkun söluskatts og tolla af aðföngum, lækkun raforku- verðs, lækkun launaskatts um 1 1/2%, sem rennur I rikissjóö og auk þess getur atvinnureksturinn lækkað kostnaðarliði með aukinni hagræðingu og betri stjórn. Stjórnun og hagræðingu er mjög ábótavant i islenskum fyrir- tækjum. Með bættu skipulagi má þvi auka afkastagetuna verulega og ná þannig stóraukinni fram- leiðslu. Réttmæt hækkun launa knýr á i þessu efni. Nauðsynlegt er að griþa til að- gerða sem miða að þvi að bæta samkeppnisaðstöðu innlendra framleiðenda með niðurfærslu kostnaðarliða eins og rakið er að framan. Með þvi móti eykst út- flutningsframl. og gjaldeyris- öflun,samtimis þvi sem innlendir framleiðendur standast betur samkeppnina við innflutning. Kjaramálaráöstefnan. — Mynd GEl. Frá ráöstefnu Málm- og skipasmiöasambandsins, sem haldin var á miövikudag til undirbúnings kjararáöstefnu ASÍ. Guöjón Jónsson, for- seti Sambandsins, situr fyrir miöju. Nokkrir formenn af Austurlandi og Suöurlandi komust ekki vegna anna f sambandi viö loðnuvertföina. (Ljósm: gel) Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri, Snorri Jónsson varaforseti og Björn Jónsson, forseti ASÍ. Til þess að breytt efnahags- stefna nái tilgangi sinum, þarf að tryggja að eftirspurn almennings beinist að innlendri framleiðslu. Auk aðgerða sem miða að bættri samkeppnisaðstöðu er þvi sjálf- sagt, til þess að treysta gjald- eyrisstöðu okkar og hindra um- framinnflutning, að um eins árs skeið verði settar sérstakar hömlur á innflutning vörutegunda sem annað tveggja teljast ekki brýnt nauðsynlegar, eða sannan- lega má framleiða innanlands á hagstæðara eða jafnhagstæðu verði og þvi sem er á hliðstæðum erlendum varningi. 2. Fjárfestingarmál ASÍ leggur áherslu á að full at- vinna verði tryggð. I þeim efnum verði aðaláhersla lögð á aukna framleiðslu og á hagkvæma og skipulega fjárfestingu i þágu at- vinnuvega landsmanna. Undanfarin ár hefur fjárfesting hérá landi numið um þriðjungi af þjóðarframleiðslu á ári, saman- borið við um 20% sem algengast er i nálægum löndum. Á yfirstandandi ári er ráðgert að heildarfjárfesting nemi 85.6 miljörðum króna og þar af 79.6 miljörðum, sem teknir yrðu af þjóðarframleiðslu ársins. ASt telur óhjákvæmilegt að fjárfestingarmálin verði tekin til rækilegrar endurskoðunar með það fyrir augum, að óæskileg fjárfesting eða beinlinis röng fjárfesting, verði ekki til þess að hamla gegn óhjákvæmilegum laun ahækkunum. 3. Skattheimta og opin- ber þjónusta Aflétt verðieftirtöldum álögum rikisins: 2 söluskattstigum, sem áður runnu til Vðlagasjóðs 3.4 millj. kr. Sjúkragjald 1% á útsvarsstofn 1.2 milj. kr. Helmingur timabundins vöru- gjalds (af alm. heimilisvörum.) 2.6 milj. kr. Samtals: 7.2 milj. kr. A þennan hátt mætti lækka verðlag og útgjöld heimila sem næmi um 4%. Tekjutapi rikissjóðs sem leiddi af þessum ráðstöfunum, yrði mætt m.a. með þvi að fresta áætlaðri lækkun á skuldagreiðslu 2.0miljörðum til Seðlabankans og með sparnaði i rekstrarútgjöld- um rikissjóðs. Þá verði skatta- eftirlit bætt og skattalögum breytt þannig, að þau tryggi að atvinnurekendur taki eðlilegan þátt i skattgreiðslum. Hvað snertir skattamál að öðru leyti, visast til skattamálaályktunar ASI-þingsins. Fullkomin opinber þjónusta er ein grundvallarkrafa verkalýðs- hreyfingarinnar. Hins vegar er i senn brýnt að ekki séu lagðar of þungar byrðar á almenning og jafnvægis sé gætt i rikisfjármál- um. Eigi að halda aftur af heildarútgjöldum hins opinbera i þessu skyni verður það að gerast án þess að það bitni á gæðum al- mennrar félagslegrar þjónustu. 4. Verðlagsmál Til þess að tryggja að kostnaðarlækkanir komi fram i verðlækkun og kauphækkun verði ekki velt út i verðlagið eru að- gerðir i verölagsmálum nauðsyn- legar. Óhjákvæmilegt er að verðlags- Framhald á bls. 18 Um kröfugerð og fyrirkomulag kjarasamninganna Samningum verði sagt upp nú þegar Kjaramálaráöstefna Alþýðu- sambands Islands og aðildar- samtaka þess, haldin 24.-25. febrúar 1977, samþykkir að hvetja öll verkalýðsfélög til að segja nú þegar, eða sem ailra fyrst, upp gildandi kjarasamn- ingum við samtök atvinnu- rekenda, þannig að þeir gangi úr gildi frá og með 1. mai n.k. Jafnframt álitur ráöstefnan nauðsynlegt, að landssambönd og/eða einstök félög gangi hið allra fyrsta frá þeim sérstöku kröfum, sem þau hafa hug á að gera i næstu kjarasamningum og að sú kröfugerð geti legið fyrir eigi siðar en 15. mars n.k. Varðandi sameiginlegar kröf- ur verkalýðssamtakanna, ákveður ráðstefnan fyrir sitt leyti að sá háttur verði á hafður, að þær verði byggöar á kjara- málaályktun 33. þings ASÍ, og að skipuð verði sameiginleg samninganefnd til aö vinna að framgangi þeirra. I hina sam- eiginlegu samninganefnd til- nefni hvert landssambandanna einn fulltrúa, svæðasamböndin einnig einn fulltrúa hvert, en kjaramálaráðstefnan kjósi 21 fulltrúa i nefndina. Hinni sam- eiginlegu samninganefnd til trausts og halds varðandi mikil- vægar ákvarðanir verði ,,bak- nefnd” skipuö alls 54 fulltrúum landssambanda og verkalýös- félaga með beina aðild að ASÍ. I „baknefndina skipi Verkamannasamband 12, Landssamband Isl. verslunarmanna 9. Sjómanna- sambandið 6, Landssamband Iöjufélaga 6 og önnur lands- sambönd 3 hvert. Fyrir verka- lýðsfélög utan landssambanda skipi miðsjtórn 9 fulltrúa og Iðn- nemasamband Islands 2—3 fulltrúa. Hin sameiginlega samninga- nefnd og „baknefnd” skal fara með eftirtalin verkefni i kjara- samningunum: 1. Kröfu samtakanna um 100 þús. kr. lágmarkslaun að viö- bættri hækkun m.v. hækkun framværsluvisitölu frá 1. nóv. 1976 til 1. april 1977. 2. Kröfu samtakanna um fullar verðlagsbætur á laun, i sam- ræmi við það, sem segir i kjaramálaályktun 33. þings 'ASl. 3. Kröfu um endurskoðun og framlengingu á bráðabirgða- samkomulaginu um lífeyris- mál frá febr. 1976. 4. Kröfur um breytta efnahags- stefnu og stjórnvaldaaðgerð- ir. 5. Þær sérkröfur, sem að mati samninganefndar og bak- nefndar þykirréttað taka upp sem sameiginlegar kröfur, slikt mat færi fram, þegar all- ar sérkröfur liggja fyrir. Hinum sameiginlegu samn- inganefndum ereinnig falið það verkefni, að beita sér fyrir sem likastri stefnu hinna einstöku samninganefnda og samráði, m.a. varðandi verkfallsaðgerð- ir, reynist þær óhjákvæmilegar til þess að ná fram viðunandi kjarasamningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.