Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 13
Langardagur 26. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13 VISIR OG FRIEDMAN Pinochet Við, sem búum í útlönd- um, f áum of t íslenskc dag- blöðin með höppum og glöppum. Um daginn rak velktan Vísi á f jörur mín- ar, og reyndist eintakið vera dagsett þann 27*. des- ember á fyrra ári. AAeðal efnis var að vinna þýdda grein, sem bar fyrirsögn- ina „Friedman dvarar fyrir sig". Eins og fólk rekur eflaust minni til, hlaut bandaríski prófess- orinn Milton Friedman Nóbelsverðlaunin í hag- fræði þ. 10. desember í fyrra. Talsverð mótmæli áttu sér stað í Stokkhólmi, þar sem prófessorinn haf ði gert sig sekan um að vera Pinochet og herforingja- klúkunni í Chile innan handar við uppbyggingu efnahags landsins, sem svo mjög hefur veríð í rústum síðustu árin. Varnarræða í sjö atriðum í umræddri grein svarar svo Friedman „hinum illgjörnu og greinilega pólitisku árásum" (oröalag Visis). Grein þessi á sér langan aödraganda. Hún birtist upphaflega i Wall Street Journal, bibliuriti bandariskra kaupsýslu- spekúlanta og storkapitalista, var sioan þýdd ao hluta til og birt i hinu afturhaldssama norska vikuriti Farmand, og loks var þeim úrdrætti snarao yfir á is- lensku og birtur I Visi sem fyrr greinir. Það væri ósanngjart hól að telja grein prófessorsins vel uppbyggba og framsetta, en engu aö siöur má, með smávinnu og góðum vilja, þjappa þessum Friedmanspistli saman í sjö meginatriöi. Á milli atriöa langar mig til a6 skjóta inn nokkrum at- hugasemdum og upplýsingum, lesendum og blaðamönnum Visis til fróðleiks. Orolag inna gæsa- lappa er Visis. Beint í æð 1. Friedman er algjörlega mót- fallinn núverandi stjórnarhátt- um i Chile. Hins vegar „leit hann á þao sem skyldu sina aö fara til Chile, halda fyrirlestra, og gefa þær bestu ráðlegging- ar, sem hann gæti, á sama hátt og ráðleggingar, sem læknir gæfi, ef kúabóla brytist út". Og ennfremur: „Verðbólga er sjúkdómur, sem getur grandað margfalt fleira fólki en kúa- bóla". Hvaða lyf skyldi Friedman hafa haft i læknatöskunni sinni? Jú, hagskipulagið, sem er grund- vöílur hinnar óhugnanlegu efna- hagsstefnu, sem tröllriðið hefur landinu allt frá valdaráninu 1973 og bitnað hefur verst á lágtekju- stéttum landsins. Milton Fried- man er einn helsti málsvari hins svonefnda „Chicago-skóla", hol- blárrar afturhaldsstefnu i hag- fræði, sem á rætur sinar að rekja til háskólans I Chicago á fimmta tugi aldarinnar. Chicago-skólinn og Friedmansfræöin ganga i stuttu máli út á það, að efnahags- lifið eigi að einkennast af „frjálsu framtaki" á viðskiptamarkaðn- um. 011 afskipti rikisins af efna- hagsmálum eru algjörlega bann- lýst. Og það sem verra er: öllu, sem hindrar athafnir hins „frjálsa framtaks", á að ryöja úr vegi (t.d. verkarýðssamtökum) eða setja það undir einkarekstur (svo sem ibúöabyggingar og heil- brigðismál). Hin óhefta sam- keppni á að skila stærstum af- rakstri og koma efnahagnum i „jafnvægi". Arangurinn veröur „stöðugleiki" og „hagvöxtur". M.ö.o. stórgróði I fjarhirslur ein- okunarjöfranna. Þetta var nú meðalið, sem Friedman spraut- aði beint I æðar chiliska þjóðar- likamans. Sovét og Júgóslavía 2. Friedman hefur dvalist i Sovét- rlkjunum og ferftast til Júgó- slaviu, þar sem hann „vann bæði i og með Júgóslavneska Seðlabankanum". Hann hefur aldrei „heyrt neinn kvarta und- an hjálp minni og stuðningi viö þessar einræðisþjóðir, þó þær hafi látið taka af lifi miljónir manna." Prófessorinn er alþjóðlegur diplómat og ópólitlskur sjúkra- liði. Eins konar blanda af Henry Kissinger og Florence Níghtin- gale. Þetta kemur vel heim og saman við einkunnarorð Konung- legu Sænsku Vlsindaakademí- unnar, sem veitir Nóbelsverð- launin: „Verðlaun I hagvisindum skulu veitt þeim hagfræðingi, sem gert hefur mannkyninu hvaö mest gagn". Og eins og allir vita er orðið mannkyn ópólitiskt hvorugkynsorð. Eöa hvað sagði ekki einn af fulltrúum Konung- legu Akademiunnar I sænsku dagblaði ekki alls fyrir löngu: „Úthlutun Nóbelsverðlaunanna eru algjörlega ópólitlsk". (Pró- 'fessor Lundgren I Aftonbladet þ. 15/10). En þetta er útidúr. Fried- man auglýsir sem sagt eftir gagnrýni fyrir aðstoð slna við áð- uriiefnd austantjaldsriki. 1 fyrsta lagi er vafasamt að draga Júgó- slavlu og Sovétrikin I sama dilk- inn, sem „einræðisþjóðir," sem hafa „látið taka af lffi miljónir manna". í ööru lagi byggist efna- hagslif téðra landa ekki á arðráni alþýðunnar eins og raunin er á með kapitalistariki Rómönsku Amerlku. 1 þriðja lagi hafa lækningar efnahagsdoktorsins ekki haft þær hroðalegu af leiðing- ar fyrir íbúa sóslalistartkjanna, sem alþýða Chile þurfti og þarf að þola, á meðan á hestakúr Chicago-skólans stendur. Að flýta fyrir frelsi 3. Umbætur Friedmans á efna- hagslifi Chile (og annarra þjóða) „geta aðeins flýtt en ekki seinkað þróuninni i átt til meira frelsis". Arangurinn af hagskipulagi Friedmans i Chfle mætti einfald- lega kalia hagfræðilegt þjóöar- morð. Atvinnuleysið hefur aldrei verið meira, eða rúm 30% , og innari ýmissa atvinnugreina, t.d. byggingariðnaðar, er þessi tala mun hærri, allt upp i 60%. Launa- lækkanir hafa numið um 50%. A einstökum nauösynjavörum hef- ur vöruverið stigið um 1000%. Sultur, fátækt og vannæring er ávöxturinn af hagmeinabótum Chicago-skólans. Efnahagsstefna Friedmans hefur ekki einu sinni heppnast I tilraununum að koma á kapi- talistisku „jafnvægi" og „stöðug- leika". Arið 1975 féll framleiðsla iðnaðar um 24%, fjárfestingar minnkuðu um 40% og þjóðar- framleiðslan skilaði af sér 15% minni afrakstri. Slæmir kostir 4. Að áliti Friedmans bauð All- endestjórnin upp á tvo slæma kosti: Stjórn herforingjaklfku eða kommúnistiskt einræðis- rfki. Hið slðarnefnda hefði þýtt „útrýmingu þúsunda pólitiskra andstæðinga og mikil llkindi á hungursneyð. Það hefði Ifka þýtt pyntingar og fangelsanir án dóms og laga, eins og svo viða annars staðar." Sameiningarfylkingin Unidad Popular, undir forustu Allendes var enginn einn flokkur, heldur samsteypa ýmissa vinstri flokka. Eitt af fyrstu verkum Allende- stjórnarinnar var að tryggja þús- undum atvinnu, sjá láglauna- stéttum fyrir fæði, húsnæði og menntun og hefta framgang heimsvaldastefnunnar I Chile með ymsum aðferðum, svo sem þjóðnýtingu koparnámanna og auknum ákvörðunarrétti lands- manna yfir eigin auðlindum. Endirinn á sögu hins „kommún- istiska einræðisrfkis" Allendes þekkjum við öll. En nú víkur sög- unni að Milton Friedman. Þegar fyrir valdaránið 1973 hafði hann og annar hagfræðingur við Chicago-skólann, Arnold Har- bergerað nafni, undirbúið leyni- lega hagstefnu i þágu herfor- ingjaklikunnar. Þetta var skipu- lagt innan ramma CIA. Pinochet gat þvi hrundið kenningum Friedmans i framkvæmd þegar I byrjun hins blóðuga valdaferils sins. Lyfseðilinn frá Chicago- doktornum var svohljóðandi: Fleppið verðlaginu lausbeisiuðu, bannið kauphækkanir verkafólks, skrúfið fyrir öll útgjöld rikisins, sem koma almenningi til góða, afhendið einokunarkapitalistum og erlendum arðræningjum hinn þjóðnýtta iðnað á nýjan leik og bannið verkalýðssamtök með öllu. Þeir sem andmæltu þessu hagkerfi voru ofsóttir, pyntaðir og drepnir. En Friedman þótti kúrinn ekki nógu árangursrikur. Hann fór I eigin persónu til Chile I marslok 1975, til að leggja drögin að nýjum tilbrigðum við stef Chicago-stefn- unnar. útkoman varð eins konar efnahagsraflost, sem her- foringjaklfkan færöi sér þegar I nyt. Hungursneyðin, útrýming hinna pólitisku andstæðinga, pyntingarnar og fangelsanirnar, sem samkvæmt Friedman áttu að fylgja I kjölfar hins „kommunist- iska einræöisrikis" Allendes, eru nú daglegt brauð f Chile undir valdaoki herforingjaklfkunnar. Og það sem meira er: Nóbels- verölaunahafinn Milton Fried- man hefur beint stuðlað að þessum ef nahagslegu og pólitisku ógnum. „Af tvennu illu" 5. Friedman skrifar: „Af tvennu * iliu (þeas. kommúnistariki eða herforingjaklfku — innskot mitt I.M.) er þó eitt sem mælir með herforingjakliku: Möguleikinn á að hverfa aftur til lýðræðis er stærri." Þarna liggur hundurinn grafinn. Af tvennu illu er betra, að auðvaldsstefnan og banda- riskir aröræningjar svipti af sér lýðræðisgrlmunni og sýni á sér blóðugar klærnar, heldur en hrjáð alþýðan fái menntun, mat og mannsæmandi tekjur, svo að maður tali nú ekki um, að hún öðlist sjálfákvörðunarrétt yfir framleiðslutækjunum. Þá fer möguleikinn á þvi að hverfa aftur til lýðræöis þverrandi. Það er ekki nema von, að Friedman og kollegar hans við Chicago - háskólann haldi fast i „lýðræðið" I Chile. Hvorki meira né minna en 25 stjórnarmeðlimir háskólans sitja 130 forstjórastöðum og einni betur, i 20 alþjóðlegum auð- hringjum sem Anaconda, Cerro, ITT, Chase Manhattan Bank og Standard Oii. A árinu 1975 voru samanlagðar fjárfestingar bess- arra fyrirtækja i Chile rúmar 362 miljónir dollara eða m.ö.o. 36% af samanlögðum fjárfestingum Bandarikjanna I Chile. Það er þvi ekki undarlegt, að hagfræðilikan Friedmans sé ofarlega á baugi I Chile. T j áningarf relsið_ í Chile 6. Sem dæmi um andrúmsloftið I Chile nefnir Friedman, að hann hafi aldrei sætt ritskoðun á fyrirlestrarferð sinni um landið. „fcg hélt fyrirlestra um efnið: þær hættur, sem frelsinu eru búnar. t þessum fyrir- lestrum benti ég sérstaklega á, að stjórnarfarið i landinu væri ekki frjálst, og talaði um erfiðleikana á að halda uppi frjálsu samfélagi..:' „Væri þetta hægt I Sovétrlkjunum? Eða kannskLsem nærtækara er að spyrja um, I kommúnista- rfkinu, sem Allende reyndi að byggja upp? Eða hjá Castró á Kiíbu?" Það er gömul borgaraleg hefð, hvort sem hún byggist á lúmskum áróðri eðahreinni fákunnáttu, að setja hin ýmsu afsprengi marxistlskrar hugmyndafræði undir einn hatt og stimpla þau sem kommúnisma. Það, að kalla umbótastefnu Þjóðfylkingarinnar sem tilraun I uppbyggingu kommúnistarikis, sannar best, að þessi ómálefnalega hefð er þvi miður enn viö lýði. Raunin er sú, að i Chile hefur frjáls þjóðfélags- umræða aldrei verið á jafn háu stigi og á valdatima Allendes. Sömu sögu má segja um Kúbu eftir byltingu Kastrós. Eða skyldu frjálsar umræður hafa verið stundaðar undir járnhæl Batista? Og við þurfum ekki annað en að fletta I gegnum skyrslur Amnesty International eða Sameinuðu þjóðanna til að sannfærast um tjáningarfrelsib i Chile á líöandi stund. Allende áleit, á sama hátt og Kastró, frjálsa þjóðfélagsumræðu einn af hornsteinum lýðræðislegs sósial- isma. Hinu sama beitir Evrópu- kommúnisminn sér fyrir, og nægir að benda á þrounina á ftalíu og I Frakklandi i þvi sam- bandi. Sömu hugmyndir skjóta nú óðum rótum I ýmsum rlkjum Austur-Evrópu og nægir aö minna á baráttu verkamanna og stúdenta I Póllandi og siðast en ekki slst Mannréttindaskrána („Charta 77") i Tékkóslóvakiu, sem æ fleiri setja nöfn sin undir, þrátt fyrir ofsóknir og handtökur yfirvalda. Friedman hefur hins vegar ekkert að óttast, þegar hann „gagnrýnir" stjórnarfarið I Chile. Hann fetti nefnilega ekki fingur út I hin óhugnanlegu brot herforingjanna á mann- réttindum, heldur benti hann á, að stjórnarfarið væri ekki nógu „frjálst". þeas. að hagfræðihug- myndir hans héföu ekki hlotiö nógu stórt svigrúm þar I landi. Og Pino~chét~ hlustaoi"'á' þéssar aö- finnslur með áhuga. Hið fyrsta. sem hann gerði, eftir að Fried- man hafði pakkað niður i ferða- töskurnar, var að breyta stjórn sinni i eins konar Chicago-stjórn. Fyrrverandi nemendur Fried- mans úr umræddum háskóla I Bandarikjunum voru leitaðir uppi og settir i háttsett embætti. Þar á meðal má nefna Jorge Cauas, sem gerður var að fjármálaráð- herra, Sergio de Castro, sem dubbaður var til sérstaks efna- hagsmálaráðherra, og einnig var Pablo Barhona Og Alvaro Bardon komiö fyrir I hinni nýju stjórn Pinochets. Þessir fjórir læri- sveinar Friedmans frá sjötta tug aldarinnar eru allir meira eða minna tengdir útflutningseinok- uninni i Chile. Hin vaska „gagn- rýni" Friedmans fyrir tæpum tveimur árum varð þvi til þess, að kjör og aðstæður meginþorra chilisku þjóðarinnar versnuðu enn, og var þó ástandið ekki frýnilegt fyrir. Heiðarleiki 7. Að lokum skrifar Friedman: „Mér finnst ekkert óheiðarlegt við það að gefa hagfræðileg ráð þar sem ástandið virðist vera þannig, að hagfræðilegar umbætur geti leitt til auk- innar velferðar einstaklinga og auka möguleikana á að ná takmarkinu um stjórnarfars- iega frjálst þjóðfélag." Þar sem ég hef þegar f jallað um árangur og afleiðingar af hinum heiðarlegu, hagfræðilegu ráðum Friedmans, læt ég mér nægja að vitna i einn af fulltrúum herforingjakllkunnar, en hann sagöi opinberlega eftir til- kynningu Nóbelsverðlauna- nefndarinnar um verðla.una- veitinguna til Friedmans: „Þessi verðlaun eru afar mikilvæg fyrir okkur, þar sem þau þýða viður- kenningu á efnahagsstefnu Pinochet-stjórnarinnar, en hún hefur einmitt fylgt kenningum Friedmans." I sömu súpunni? Það er engin tilviljun, aö varnarræða Friedmans hefur birst i Wall Street Journal, né að norske. vikuritið Farmand hefur tekið hana upp á slna arma sem þýddan úrdrátt. Hiö fyrrnefnda riter byggt upp á amerisku kaup- héðnakapltali, en hinu sfðara er haldið uppi af norskum skipa- eigendum og stórjöfrum. Bæði eru þau herrum sinum holl, og þar að auki náttúrlega málsvarar íyðræðis, frjálsrar samkeppni og tjáningarfrelsis. Ritstjóri Farmands, Trygve J.B. Hoff, byggir vikurit sitt aðallega á greinum um hagfræði, stjórnmál og menningarmál ásamt ýtar- legum skrifum um mat og eðal- vin. Afturhaldssamari lesningu er vart hægt að finna á Norður- löndum, og er þá mikið sagt. Það er ekki erfitt að skilja, að menn eins og Friedman fái að ganga lausirá síöum þessara blaöa. Hitt er mér ráðgáta, að islenskt dag- blað sem Visir skuli birta slikan bullandi ósóma á siðum sinum. Sennilega er hér um fákunnáttu og handvómm þess blaðamanns, sem greinina þýddi, aö ræða, eða getur þaö verið, að „siðdegisblað- ið fyrir fjölskylduna alla" byggi skrif sin og afkomu á sömu undir- stöðunni og Wall Street Journal og Farmand hið norska? Osló, 5/2 1977 Ingólfur Margeirsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.