Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 7 Annars er þaö kannski lýsandi dæmi um riku þjóðirnar i heiminum, aö þær munu nú leggja um 0,15%-0,20% af þvi, sem þær hafa til ráðstöfunar, til aðstoðar við hinn hungraða heim. Enn um íslendinga og þróunarlöndin Björn Þorsteins- son/ mennta- skólakennari: Það var um þaö leyti er fjár- lagafrumvarpið var til umræðu á Alþingi i desembermánuði s.l. að ég kvartaöi siðast yfir vilja- leysi og tómlæti Alþingis og stjórnvalda vegna Aöstoöar Is- lands við þróunarlöndin, svo og um áhugaleysi manna yfirleitt um allt er varðaði þróunarlönd- in og þróunaraðstoð. Aö visu höföu nokkrar um- ræöur veriö um þróunarlöndin i fjölmiðlum sfðustu mánuðina á undan og margir mætir menn lagt þar orð I belg, bæði stjórn- málamenn, embættismenn og aðrir sem látið hafa sig málefni þróunarlandanna einhverju skipta. Þrátt fyrir þaö vænti ég ekki mikilla breytinga & fjár- veitingum hins opinbera til þró- unaraðstoðar. Arið 1976 hafði aðstoð íslands við þróunarlöndin fengið 12.5 milj. króna til að sinna skuld- bindingum slnum. 1 frumvarp- inu fyrir árið 1977 var gert ráö fyrir aö stofnunin fengi 13 milj. króna. En viti menn, þá gerðist undrið; þegar frumvarpið kom til annarrar umræðu kom I ljós, að fjárveitinganefnd Alþingis hafði hækkað framlagið til Að- stoðarinnar hvorki meira né minna en upp I 25 miljónir króna. Mér varð þaö á aö hugsa, að sennilega væru dagar krafta- verkanna ekki liðnir þrátt fyrir allt. Eitthvað Hkt þessu held ég að aðrir hafi hugsað, sem fylgst hafa meö þessum málum. Þeim sem ekkert þekkja til maisins þykir eflaust einum of sterkt til orða tekið, að tala um undur og kraftaverk. Til glbggv- unar er ekki úr vegi að skjóta inn smávegis um þrautagöngu Aðstoðar Islands við þróunar- löndin frá þvl að lögin um hana voru samþykkt á Alþingi vorið 1971. Allan þann tima hefur stofn- unin verið meira og minna óstarfhæf vegna fjárskorts. Alþingi hefur einfaldlega ekki fariö eftir eða tekiö mark á f jár- beiðnum hennar. Og eftir að is- lendingar gerðust aðilar að samnorrænu samvinnuverkefn- unum I Kenya og Tanzaniu árið 1973, svo og norræna landbún- aðarverkefninu I Mbeya I Tanz- aniu, hefur verið hægt með naumindum að kria út fjármagn til að standa við skuldbindingar þar. Meira að segja hefur komið fyrir, að fá varö aukafjárveit- ingu eitt árið vegna þess að Alþingi sinnti ekki fjárbeiðni svo að hægt væri að standa við gerða samninga. í þessu tilfelli er þvl ekkert mikið að taka sér i munn orð eins og undur og kraftaverk. En það gerðist ýmislegt fleira þennan umrædda desember- mánuð. Islendingar afþökkuðu 1 milj. dollara fjárstyrk frá þró- unarsjóði S.Þ., en þessi styrkur átti að fara til rannsókna hér á landi. tslendingar höfðu áður fengið frá þessari sömu stofnun.. um l milj. dollara á árunum ltJ71-'76 og var þetta þvi I annað sinn sem ísland átti að fá sömu upp- hæð i næstu fimm ár. Það er þvi ekkert skrltið þótt menn verði undrandi þegar fyrst er hækkað framlag Að- stoðarinnar um helming og sið- an afþakkaður 1 milj. dollara styrkur. En það hefur nefnilega viðgengist sú forsmán um langt árabil, að við höfum þegið álit- legar fjárfúlgur úr ýmsum al- þjóðlegum þróunarsjóðum á sama tima, og lltið sem ekkert hefur verið lagt á móti af okkar hálfu til hinna snauðu þjóða heimsins. Það er þvl i'ull ástæða til þess að lýsa yfir ánægju sinni með það að stjórnvöld og Alþingi skuli nú snúa við blað- inu. Sennilega mun það fyrst vera núna á þessu ári sem is- lendingar eru ekki i minus hvað varðar þróunaraðstoð. Þaö er að visu spor I þá átt að islend- ingum takist einhverntima I framtiðinni að framkvæma i raun margitrekaðar samþykkt- ir S.Þ. þess efnis, að aðildarrík- in láti 1% þjóðartekna sinna renna til aðstoðar við þróunar- löndin (það mark hefur nú reyndar verið fært niður I 0,7%). Rétt er að minna á, að Alþingi hefur lýst yfir vilja sínum til þess að ná 1% markinu, þvl að i lögunum um Aðstoð tslands við þróunarlöndin er gert ráð fyrir þvi, að þessu marki verði náð sem allra fyrst. Sem stendur mun aðstoð okk- ar við þróunarlöndin vera um 0.05% af þjóðartekjum okkar, en þetta fjármagn sem við lát- um af hendi er mestmegnis skylduframlög til ýmissa þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna, sem sinna þróunaraöstoð. Það væri ekki úr vegi að benda á það til samanburðar, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa gert mikið átak til að ná þessu marki,t.d. munu svlar nú þegar hafa náð 1% markinu og danir og norðmenn við það að ná þvl. Annars er það kannski lýsandi dæmi um riku þjóðirnar i heim- inum, að þær munu nú leggja um 0.15-0.20% af þvi sem þær hafa til ráöstöfunar til aðstoðar við hinn hungraða heim. Og ef marka má orð McNamara bankastjóra Alþjóðabankans þá munu riku þjóðirnar i heim- inum fjarlægjast fremur en nálgast markmið Sameinuðu þjóðanna að iðnrfkin leggi 0,7% þjóðartekna sinna i opinbera þróunaraöstoð. Alltber að sama brunni; þrátt fyrir Itrekaðar viljayfirlýsingar, ótal skýrslur og ræður, þá viröist bilið milli rikra þjóða og snauðra alltaf aukast. Um 700 miljónir manna I heiminum búa viö fátækt og hungur og 500 miljónir til við- bótar lifðu við hungur áður en til efnahagskreppu kom fyrir nokkrum árum. ólæsum hefur fjölgað frá 1960 um 60-70 miljón- ir, atvinnuleysi i þróunarlönd- unum eykst. Fyrir tveimur ár- um náði tala atvinnulausra 300 miljónum. Til viðbótar þessu er óskaplegur barnadauði, heil- brigðisþjónusta vægast ömur- leg, farsóttir fara eins og logi yfir akur, enda nóg um fórnar- dýrin þar, sem eymdin er mest. Annars eru tölur tilgangslaus- ar, þvi að þær virðast ekki vekja marga til umhugsunar um það ástand, sem rikir I heiminum i dag. Þvert á móti virðast vera hér menn, sem telja það heimsku að afþakka peninga úr sjóðum fátæka fólksins I heim- inum, loksins þegar stjórnvöld sýndu þá reisn að láta verða af þvi. Að lokum langar mig ab vitna hér i orð Jóns Sigurðssonar for- stjóra þjóðhagsstofnunar I er- indi sem hann flutti á fundi i Rotarykltlbbi Reykjavikur 24. nóv. s.l., en þar taldi hann að Is- lendingar ættu að stefna mark- visst aö þvi á næstu 7 árum að láta 0,7% þjóðartekna renna til þróunaraðstoðar. Jón sagði orð- rétt: „1 fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1977 má telja bein framlög til þróunaraðstoðar tæplega 190miljónirkróna. Mér þykir þetta helst til stuttur fyrsti áfangi, en gæti þó gengið, ef ákveðið væri aö auka framlög til verðugra verkefna af þessu tagi um 300 milj. króna (á verðlagi fjárlagafrumvarps 1977) árið 1978 og siöan um 300 milj. króna á ári næstu fimm ár- in. Meö þessum hætti kæmumst við langleiðina að 0,7% markinu á næstu 7 árum; til þess að ná þvi þarf fyrst og fremst stjórn- málalegan viljastyrk". Undir þessi orð Jóns vil ég taka heils hugar og geri ráð fyrir að margir aðrir séu sama sinnis. Þaö væri vissulega ánægjulegt ef stjórnvöld sýndu slika reisn og myndarskap, en er ekki til of mikils mælst? Það er aldrei aö vita, þvi dagar kraftaverkanna virðast ekki vera liönir ennþá. Björn Þorsteinsson, menntaskólakennari. Áhugamenn um bifreiðaíþróttir ísaksturskeppni bifreiðalþróttaklúbbs FIB verður haldin á Leirtjörn við Úlfars- fell sunnudaginn 27. febr. nk. klukkan 15:00. Keppendur mæti með bifreiðar sinar kl. 14.00 Stjórnin. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garoahreppi önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmföi. Gerum föst verötilboö. SIMI 53468 Gólfteppahreinsunin Hjallabrekku 2 Tek í hreinsun og þurrkun allskonar teppi og mottur. Fer í heimahús ef óskað er. Sfmar 41432 og 31044. Hefst stórútflutningur á hrauni dr nágrenni Hafnarfjaröar? Verdur Hafnarfjard- arhraun selt úr landi? Vegna nútímabyggingatækni er vaxandi áhugi um allan heim á fylliefnum I steypu, bæði léttum og þungum. í sumum löndum eru menn farnir að verða uggandi um að þessi efni gangi hreinlega til þurröar, og þá þarf að leita eftir þeim til annarra landa, þar sem , af meiru er að taka. Sem dæmi a hina gifurlegu eyðslu á fyll- íiigarefnum má nefna að þjóðverjar nota árlega milli 5 og lOmiljónir kúbikmetra ai þessum efnum. Svo að menn áltisigá þessum tölum er vert að geta þess, að allur vikurinn við Búrfell frá Skjólkviagosinu 1970 er um 50 milj. kúbikm., þannig að þjóð- verjar gætu eytt honum öllum a einum 10 árum. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 kom til tals útflutningur þaðan á vikri, en málið mun aldrei hafa komist af umræðustigi. Nú hefur Þjóðviljinn hins vegar haft spurn- ir af þvi, aö verið sé að undirbúa sölu á miklu magni af einhvers konar fyllingarefnum eða hrauni, sem tekið verði I nágrenni Hafn- arf jarðar, til Bandarikjanna. Þjóðviljinn sneri sér til for- svarsmanna B.M. Vallá til að grennslast fyrir um sannleiks- gildi þessarar fréttar. Ekki var þvi neitað að einhverjar viöræður við erlenda aöila væru I gangi,en framkvæmdastjórinn vildiekkert um málið segja „að svo stöddu". Hins vegar mættum við tala við þá eftir mánuð; þá yrðu malin ljósari. Nú þarf i sjálfu sér ekkert að vera athugavert við það að selja vikur úr landi, en ekki er vafi á aö íslendingum er hollast að vera vel á verðif þessum efnum, þóaðnóg sýnist vera hér af grjótinu. Sam- kvæmt lögum um náttúruvernd er hverjum og einum jarðeiganda heimilt malar-, grjót-, sand- og gjallnám i landi sinu, ef það skemmir ekki friðlýstar nátturu- myndir. Hins vegar geta sveitar- stjórnir bannað slikt jarðrask að fenginni umsögn nátturuverndar- nefndar viökomandi sveitarfé- lags, ef hætta er talin á að með þvi verði sérkennilegu landslagi eða merkum náttúruminjum raskað. Skjóta má ákvöröun sveitarstjórnar til menntamála- ráðuneytisins, ef ágreiningur verður og úrskurðar það end- anlega i málinu. Þetta ákvæöi I lögunum er eins og sjá má ákaflega teygjanlegt.og sennilega eru lögin of rúm þannig að ekki væri hægt að koma i veg fyrir að landeigandi gæti selt úr landi allt að þvi heilu fjöllin, ef honum byði svo við aö horfa. —hs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.