Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 20, mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsbiaöi Árni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúia 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Enga erlenda stóriöju — orkulindir í eigin þágu Nú i siðustu viku var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um stefnumótun i orku- og iðnaðarmálum. Tillagan er flutt af öllum þingmönnum Alþýðubanda- lagsins, ellefu að tölu, en fyrsti flutnings- maður er Ragnar Amalds. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að nauðsynlegt sé að beina nýtingu orkulinda landsins að eflingu innlendra atvinnuvega og stemma stigu við auknum áhrifum erlendra aðila i islensku efnahagslifi og leggur þvi áherslu á eftirfarandi markmið i orku- og iðnaðar- málum: Tekin verði upp fvrri áform um uppbyggingu nýiðnaðar viðs vegar um land og þegar hafin áætlunargerð fyrir timabilið fram til 1990 um nýtingu inn- lendra orkugjafa og stofnun islenskra iðnfyrirtækja, sem nota verulega orku. Miða ber við iðnað i höndum landsmanna sjálfra, sem fær sé um að greiða viðun- andi verð fyrir orkuna. Forgang hafi iðnaður, sem byggir á innlendum aðföngum. Sérstakt kapp verði lagt á samtengingu raforkukerfisins, m.a. með stofnlinu til Vestfjarða, svo og á nauðsynlega uppbyggingu dreifikerfisins. Heimild til byggingar orkuvers verði háð þvi skilyrði, að orkan verði eingöngu nýtt á almennum markaði og i þágu inn- lendrar atvinnuþróunar. Núverandi framkvæmdaáætlanir um virkjun Hrauneyjafoss, sem miðast við aukna orkusölu til álversins i Straumsvik, verði endurskoðaðar i samræmi við þetta grundvallarviðhorf og breytt á þann veg, að þær falli að væntanlegri raforkuþörf vegna fyrrnefndrar áætlunar um eflingu innlends iðnaðar. Meðan þessi áætlun hefur ekki komið til framkvæmda, verði undirbúnar og reistar nokkrar virkjanir af miðlungsstærð (20-70 Mw), meðal annars á Austurlandi og Norðurlandi vestra. Virkjanir þessar taki til starfa i þeirri röð, sem best hentar raf- orkukerfi landsins, á árabilinu 1981-1984 i samræmi vð áætlanir um orkuþörf á landinu öllu. Hraðað verði könnun á virkjunarmöguleikum á Vestfjörðum og athugun á þvi, hvort hagkvæmt teldist að reisa jarðvarmavirkjun á Reykjanes- skaga. Stefnt verði að samruna Lands- virkjunar, Laxárvirkjunar og annarra stórra orkufyrirtækja i eitt orkuöflunar- félag, Islandsvirkjun, er annist byggingu virkjana og samrekstur allra helstu orku- vera landsins og selji jafnframt orkuna á sama verði um allt land til dreifing- araðila. Islandsvirkjun skal starfrækt i deildum eftir landshlutum með þátttöku allra sveitarfélaga til að tryggja eðlileg áhrif heimamanna á stjórn hennar.” Þetta er sú tillaga, sem þingmenn Alþýðubandalagsins hafa flutt, allir sameiginlega. Henni fylgir ýtarleg greinargerð, og sem fylgiskjal er birt i heild sú áætlun Integral um margföldun umsvifa auðhringsins Alusuisse hér á landi, sem rækilega hefur áður verið kynnt hér i Þjóðviljanum. Meginatriðin i tillögu þingmanna Alþýðubandalagsins eru þessi: 1. Orkulindir landsins skulu nýttar til að efla innlenda atvinnuvegi, en engin erlend fyrirtæki fái að starfa hér á landi. 2. Tekin verði upp fyrri áform frá vinstri stjórnarárunum um uppbyggingu nýrra islenskra iðnfyrirtækja og nýrra iðngreina viðs vegar um land. 3. í þessu sambandi verði gengið frá áætlun er nái fram til ársins 1990 um orkunýtingu og iðnaðaruppbyggingu. 4. Sérstakt kapp verði lagt á samtengingu raforkukerfisins um land allt, m.a. með stofnlinu til Vestfjarða, og uppbyggingu dreifikerfisins i öllum landshlutum. 5. Ráðagerðir um virkjun Hrauneyjafoss verði endurskoðaðar með tilliti til þess, að tryggt sé að alls engri orku verði ráðstafað til stækkunar álversins i Straumsvik eða til nýrra erlendra fyrir- tækja 6. Undirbúnar verði og reistar nokkrar virkjanir af miðlungsstærð (20-70Mw) i ýmsum landshlutum. Virkjanir þessar taki til starfa i þeirri röð, sem best hentar raforkukerfi landsins á fyrri hluta næsta áratugs. 7. öll stærri orkufyrirtæki á íslandi verði sameinuð i eitt orkuöflunarfélag og þannig tryggt að dreifingaraðilar fái orkuna allir á sama verði hvar sem er á landinu. Þetta er stefna Alþýðubandalagsins. Framgang hennar þarf að tryggja. —k. Islenska samvmnuhreyfingin veitir þróunarlöndum umtalsveröa Eins og frá hefur verið skýrt i fjölmiðlum hélt framkvæmdanefnd Alþjóðasamvinnusambandsins fund i Reykjavik nú nýlega. Var fundurinn haldinn hér að þessu sinni i tilefni af 75 ára afmæli Sam- bands isl. samvinnufélaga. En hvað er þá Alþjóðasamvinnusambandið? Hver eru störf þess og markmið? Trúlega vefðist einhverjum tunga um tönn, sem að þvi væri spurð- ur. Alþjóðasamvinnusambandiö var stofnaB 1895 og þvi meö elstu alþjóöasamtökum, sem starfandi eru I heiminum. Þaö er samband samvinnusambanda 1 öllum heimshlutum og f dag eru innan þess 169 slík sambönd i 66 lönd- um. Innan vébanda þessara sam- vinnusambanda eru 673 þús. sam- vinnuféiög meö samtals 326 millj. félagsmanna. Stærsti hluti þess- ara félaga eru neytendasam- vinnufélög, (38%), þá samvinnu- sparisjóöir og lánafélög, (33%), og samvinnufélög bænda, (19%). Onnur félög eru byggingar&am- vinnufélög, framleiösiufélög verkamanna og iönaöarmanna og samvinnufélög um fiskveiöar. Markmiö Alþjóöasamvinnu- sambandsins eru eftirfarandi: • Koma fram sem sameiginleg- ur fulltrúi allra þeirra félaga- samtaka, sem starfa eftir al- þjóölegum reglum um sam- vinnufélög. • útbreiöa hugsjónir og starfs- aöferöir samvinnuhreyfingar- innar um allan heim. • Efla samvinnustarf f öllum löndum heims. • Standa vörö um hagsmuni samvinnuhreyfingarinnar á öllum sviöum. • Treysta sambandiö á milli aöildarsambanda sinna. • Efla vinsamleg viöskiptaleg samskipti hverskonar sam- vinnusamtaka, jafnt innan landa sem á alþjóöavettvangi. • Vinna aö þvi aö varanlegur FjöUkylda I samyrkjuþorpi I friöur og öryggi komist á i heiminum. • Stuöla aö efnahagslegum og félagslegum framförum fyrir verkamenn allra landa. Starf alþjóöasambandsins f þróunarlöndum hófst fyrst aö marki árið 1954, en síöan hefur þaö stööugt veriö aö aukast... Ar- iö 1971 hófst síðan sérstakur „samvinnuþróunaráratugur” Al- þjóöasamvinnusambandsins sem Tansaniu skipulagöur var í nánu samstarfi viö stofnanir Sameinuöu þjóö- anna. A áratugnum 1971-1980 stefnir Alþjóöasamvinnusam- bandiö aö þvi aö sameina krafta aöildarsambanda sinna til þess aö styöja myndarlega viö bakiö á samvinnufélögum í þriöja heim- inum, og einnig til þess aö út- breiöa samvinnuskipulagiö f þessum löndum. Hlutverk Al- þjóöasamvinnusamb. f þessu aðstoð starfi er fyrst og fremst aö koma fram sem ráögefandi og skipu- leggjandi aöili. Starfsemi þess á sviöi þróunaraöstoöar er fjár- mögnuö úr sérstökum „þróunar- sjóöi” sambandsins, sem fyrst og fremst er byggöur upp af frjáls- um framlögum aöildarsamtak- anna. Einnig vinnur Alþjóöasam- vinnusambandiö aö ýmsum verk- efnum f nánu samstarfi viö sér- stofnanir Sameinuöu þjóöanna og starfsemi þess hefur oftar en einu sinni hlotiö sérstaka viöurkenn- ingu frá aöalstöövum þeirra. Samband isl. samvinnufélaga hefur innt af hendi allveruleg framlög til Þróunarsjóösins. Sá háttur hefur veriö haföur á allt frá stofnun hans 1971, aö Sam- bandið hefur lagt fram til hans árlega upphæö sem samsvarar 5 pence (breskum) á hvern félags- mann f Sambandskaupfélögun- um. A sl. ári var framlagiö þann- ig 2.000 sterlingspund, en þaö hef- ur fariö smáhækkandi eftir því sem félagsmönnum f kaupfélög- unum hefur fariö fjölgandi. Þessi háttur ísl. samvinnumanna um framlög til sjóösins hefur oftar en einu sinni vakiö verulega athygli á alþjóðavettvangi samvinnu- manna. M.a. hefur Island oftlega komist I sviösljósiö á fundum Al- þjóöasamvinnusambandsins af þessum sökum og þetta fyrir- komulag veriö taliö til fyrirmynd ar. (Heimild: Sambandsfréttir). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.