Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Skrítlur Gunna, 5 ára, kemur hlaupandi inn um eldhús- dyrnar, en hrasar um þröskuldinn og dettur kylliflöt á gólfið. Stóra systir hennar heyrir hlunkinn og spyr: „Hvers vegna ferðu ekki að gráta?" ,,Ég hélt að það væri enginn heima," svarar Gunna. Lítill strákur kemur á völlinn með miða á lands- leikinn á dýrasta stað. „Átt þú þennan miða?" spyr maðurinn við inn- ganginn. „Nee — i, pabbi á hann," svarar strákur- inn. „Hvar er þá pabbi þinn"? „Hann er heima að leita að miðanum." — Má Hans ekki vera hérna i kvöld, hann langar svo til aö vera viö, ef pabbi fær reiöikast aftur i kvöld.... kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdótti Lísa teiknar hesta Sigríður Elísabet Sig- mundsdóttir, 13 ára, Strandaseli 6, Breiðholti, teiknaði þessa fallegu hesta. Lísa, en það er hún kölluð, er fædd í ;Ameriku nánar tiltekið Elisabethtown í Tennessee. Móðir hennar er bandarisk, en faðir hennar íslenskur. Fyrstu ár Lisu bjó fjölskyldan í Elisabethtown, en flutti svo út til íslands. Lísa hefur tvisvar farið að heimsækja afa sinn og ömmu sem stunda búskap og hjá þeim átti hún hest, þegar hún var litil. Þess vegna teiknar hún svona fallegar hesta- myndir. IOFÆRÐ Það var fremur kalt í veðri en þurrt. Kalli var á leið til Sigga vinar síns. Allt í einu fór að snjóa. Það var kominn blind- bylur. Kalli reyndi að ganga eftir veginum, en hann sást hvergi. Hvert gat hann nú farið? Enginn maður var sjáanlegur. Hann var rammvilltur! Hann gekk eitthvað út í buskann. Ekki vissi hann hvað hann hafði gengið lengi, en allt í einu rank- aði hann við sér. Honum varð Ijóst að hann hafði sofnað. Hann var allur snjóugur og honum var illt í fótunum. Storminn hafði lægt og það sást í veginn. Það var dimmt enda var klukkan orðin átta. Hann reyndi að standa upp, en gat ekki gengið, fæturnir voru dofnir, Varð hann því að bíða eftir þvi að einhver kæmi sem gæti hjálpað honum. Kalla hafði verið sakn- að heima og leitarf lokkur hafði verið sendur út. Þeir í leitarflokknum höfðu leitað lengi, en leit- in hafði engan árangur borið. Svo heppilega vildi nú til að lögregluþjónn átti leið þarna framhjá. Kalli reyndi að kalla og tókst það. Honum var borgið. Lögregluþjónninn kom til hans, og Kalli sagði hon- um upp alla söguna. Lög- regluþjónninn talaði í tal- stöð, sem hann hafði meðferðis og bað um lög- reglubíl. Bíllinn kom fljótt, og Kalli komst Unnur Gunnarsdóttir, 1 heim til sín og batnaði' ára, fljótt. Njálsgötu 84, Reykjavik HV/)Ð HFlTII?-. HfiNN? N6FNIN. ERUTVO Unnur Gunnarsdóttir er í 5.J.G. (Kennari bekkj- arins er Jóna Gissurardóttir) í Austurbæjarskóla. Henni f innst gaman í skólanum. Mest gaman f innst henni að læra handavinnu. Hún lærir smiði hjá Ragnari Kristjánssyni og er að smíða snældu og lampafót. Fyrri hluta vetrarins lærði hún að sauma, prjóna og hekla hjá Jenný. Það f annst henni enn skemmtilegra en smíðin. Hún prjónaði þrenna vettlinga, og eina sokka, heklaði tvo dúka og saum- aði púða með lykkjuspori og svo litla barnasvuntu. Um daginn fór Unnur á bókamarkað og keypti sér bók sem heitir Enn um okkur Kalla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.