Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 24
pjúðvhhnn Sunnudagur 20. mars 1977 Arne Næss prófessor í heimspeki við Oslóarhá- skóla hefur verið i h'eim- sókn hér á landi í boði Nor- ræna hússins um nokkurra daga skeið. Hann hélt tvo fyrirlestra meðan á dvöl hans hér stóð, sá fyrri var um vistfræði og lífshætti manna, en hinn síðari nefndist: Viðhorf karla- Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simumt Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. samfélagsins til náttúr- unnar, dýra og kvenna. Arne hlaut ungur mikinn námsframa og var orðinn prófessor innan við þrí- tugt, en vistfræðin hefur samt verið hans aðal- áhugamal lengi og til að geta helgað sig því máli óskiptur sagði hann af sér prófessorsembættinu. — Arne er mikill útivistar- maður og gengur á fjöll hvenær sem færi gefast. Á því fékk blaðamaður Þjóðviljans að kenna, því að dögum saman reyndi hann að ná tali af Arne en það gekk ekki vel. Ýmist var hann uppi á Esju eða á skíðum í Bláfjöllum eða Skálafelli. ungra manna innan pólitisku flokkanna eru öll á þessari linu og vinna mikið starf. Heldur þú að þessi stefna geti náð fram að ganga I kapitalist- isku þjóðfélagi? Nei, við getum ekki bjargast þar sem kapitalismi er rekinn amk. ekki i þvi formi sem við þekkjum hann. Kapitalisminn stefnir mannkyni I glötun. Þarf þá bylting að koma til? Það held ég ekki, nema græn bylting auðvitað. Ég hef þá trú aö kapitalismanum verði einhvers konar skorður settar. Og einungis amerikanar geta gert það, en kannski gera þeir það ekki fyrr en eftir að hrikalegt stórslys hefur átt sér stað. Að sigra náttúruna Arne Næss er annar aðalfor- göngumaður að stofnun hreyfingarinnar um grænu byltinguna i Noregi. Hann rakti i fyrirlestrinum á miðvikudag hvernig viðhorf ' manna hefðu breyst i gegnum aldirnar til náttúrunnar. Sú spilling og rán- yrkja á náttúruauðlindunum sem nú ógnar mannkyni hófst þegar maðurinn hætti að líta á sjálfan sig sem hluta náttúrunnar og eitt meö henni og fór að setja sig yfir hana og ráðskast með hana, „sigra nátturuna.” A sama hátt setja menn sig yfir dýrin, og karlasamfélagið setur sig á háan hest gagnvart konum. Viðhorf karlræðisþjóðfélaga til dýra og kvenna eru svipuð segir Arne. Karlar telja sig æðri þessum teg- undum, telja sig hafa umboð tilað skipa þeim sess og hlutverk. Þeir vita t.d. hvernig konum finnst aö vera kona og þeir vita nákvæm- lega hvað er sérkvenlegt. Aftur á móti er sjaldan talað um, hvað sé sérkarllegt. Að loknum fyrirlestrinum og myndasýningu voru umræður og fyrirspurnir og var Arne þá spurður, hvort ekki mætti bæta fjórða hópnum við þá þrjá sem fyrir eru og karlveldisþjóðfélögin ráðskist með, en það eru börn. Arne var þvi sammála. að vissu- lega væru þau undir sömu sök seld. —-hs. Kapítalisminn stefnir mannkyninu í glötun Það var þvi ekki fyrr en eftir siðari fyrirlesturinn i Norræna húsinu sl. miövikudag að færi gafst til að ræða stuttlega viö prófessorinn. Verdum aö bjarga okkur sjálf Þú ræddir um i fyrirlestrinum að aldrei hefðu menn haft jafn- mikla möguleika á að tortima sér og nú;heldurðu að mannkyniö láti verða af þvi? Ég sagði þetta, já, en tók lika fram að horfnar kynslóðir hefðu áður gengið nærri náttúrunni en ekki haft tæknilega möguleika á gereyðingu. Viljinn var e.t.v. fyrir hendi en ekki mögu- leikarnir. Samt held ég ekki að mannkyniö tortimi sér á næst- unni; margir halda það þó, og vissulega er margt sem mælir með þeirri trú. En við björgumst ekki aö sjálfsdáðum og ekki með þvi að láta reka á reiðanum. Viö verðum að vinna að okkar eigin björgun. Ef við gerum það er ekki svo dimmt framundan. Græna byltingin Hverjir munu hefja þetta björgunarstarf? Þaö er þegar hafið aö minu mati. Stærsta von min er vist- fræöilegar hreyfingar fjölda manna i mörgum löndum. Þessar hreyfingar eflast stöðugt og póli- tikusar eru farnir að hlusta á hvað þetta fólk er að segja. Og það sem meira er um vert, al- menningur verður æ skilnings- betri á hætturnar sem yfir vofa. Fylgismenn þessarar hreyfingar, Arne Næss heimspekingur og vistfræðingur frá Osló, hefur dvalist hér á landi f nokkra daga. Hann hélt hér tvo fyrirlestra f bæði skiptin við ágæta aðsókn. Þessi mynd er tekin sl. miðvikudagskvöld, þegar hann hélt fyrirlestur i Norræna húsinu um viðhorf karlasamfélagsins til náttúrunnar, dýra og kvenna. grænu byltingarinnar, eru flestir ungt fólk, innan við 25 ára aldur. Eftir 10-15 ár hefur þetta fólk kbmist i áhrifastöður og þá getur þaö látið meira að sér kveða en nú. Þetta unga fólk er þess alveg fullvisst að það er lifsnauösyn fyrir það sjálft og börn þeirra að snúa við á þeirri braut sem við erum á. Það er ekki eins og fyrri kynslóðir að velta fyrir sér ein- hverju sem e.t.v. gerist eftir að það sjálft er löngu komið undir græna torfu, heldur er voðinn fyrir dyrum hér og nú og mun bitna enn frekar á þeim sjálfum og börnum þeirra verði ekki gripið i taumana sem fyrst. Eru margir I Noregi fylgjandi þessari grænu byltingu? Já, og þeim fer fjölgandi. Félög SALA verötryggöra spariskírteina ríkissjóös hefst priðjudaginn 22. mars „v' '"'l, (#) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.