Þjóðviljinn - 20.03.1977, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Qupperneq 13
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 orðurlandaför hennar troðfullur þessi salur, sem lesið er i og mjög ánægjulegt að vera þarna og hitta fólk bæði sem ég þekkti og þekkti ekki. — Er kannski eitthvaö aö koma út eftir þig á dönsku? — Nei, siöan islenskir rit- höfundarhættuaðskrifaá dönsku efast ég um aö danir hafi mikinn áhuga á islenskum bókmenntum. Það verðum við alltaf að muna okkar nóbels- höfundi Ég man, þegar ég var ung- lingur og var að lesa um þessa höfunda sem skrifuöu á dönsku eöa norsku og þeir voru orðnir æði margir, að þaö var rikt i mér, þegar ég fór að hugsa um að skrifa, sem voru náttúrulega ekki annaö en hugarórar, að ég yröi aö vera erl. og læra eitthvert mál alveg til að geta skrifaö á þvi máli en ekki islensku, en þá kemur Laxness og bjargar málinu bók- staflega viö. Það verðum við alltaf aö muna okkar nóbelshöf- undi hvort sem okkur likar betur eða verr við hann, aö hann skrifaði þó alltaf á islensku. Hann lagði i þá áhættu. — Hann hefur kannski sýnt okkur fram á að þaö er hægt að skrifa á islensku og verða samt heimsfrægur? — Já, hann vissi aö það var auðveldara að skrifa á annarri tungu og hann hefur kannski haft drauma um þaö en hann tók áhættuna af þvi aö hann vildi skrifa fyrir sina þjóð. Þetta finnst mér ekki nógu oft hafa verið undirstrikaðafþviaöokkur þykir nú svo sjálfsagt aö skrifa á islensku. Svo stóðu allir upp og sungu Nallann — Hvaö sástu merkilegt i Danmörku? — Eitt þótti mér athyglisvert aö hvar sem ég kom rakst ég á verkafólk, sem hafði komiö til Islands og unnið hér, að það hafði strax gert sér grein fyrir þvi að kaupiö á Islandi byggist á þessum langa vinnutima og samþykkir hann ekki. Þar hættir fólk að vinna kl. hálf fjögur eöa fjögur og i siðasta lagi kl. 5. Þetta tal um að fólk erlendis byrji vinnudaginn fyrrer baraútíbláinn. Mér finnst að verkalýðsforystan hér ætti að fylgjast betur með þvi hvað er aö gerast á þessum löndum i kringum okkur. Það hittist þannig á þegar ég kom til Kaupmannahafnar að þá var búið að dæma starfsfólkiö hjá Berlinska i mjög háa sekt fyrir ólöglegt verkfall. Það hélt fund, sem var sjónvarpað og þar var geysilega góö stemning. Þaö eru yfir 2000 manns, sem vinna við þetta blað. Hver einasti maður á fundinum samþykkti að halda áfram verkfallinu. Svo stóðu allir upp að lokum og sungu Nallann með miklum krafti. Þá fór ég að hugsa um hvort islenska sjónvarpið mundi útvarpa fundi álika þessum? Það væri nú miklu skemmtilegra, ef viö réöum yfir sjónvarpinu, að fá td. svona fréttamyndir frá Noröur- löndunum heldur en eitt og annað sem þeir koma með. En sjónvarpið hér er ekki launþega- sjónvarp. Þetta er i annað skipti núna á stuttum tima sem verkfall er dæmt ólöglegt i Danmörku og fær svo mikla samúð að það var t.d. fyrirhugaö allsherjarverkfall til stuðnings þessu hjá Berlinska. Það hlýtur að vera meiri róttækni hjá dönum en okkur. Nauðsynin á stéttgreiningu Eitt þarf mjög nauðsynlega að taka til ihugunar hér. Það er stéttgreiningin. Hér er kominn einhver rigur á milli þeirra sem hafa notið einhverrar menntunar á háskóla- og menntaskólastigi annars vegar og menntunar annars staðar hins vegar. Þetta er byggt á röngum forsendum af þvi að það vantar stéttgreiningu á bak viö. Að maöur sé i þessum eða hinum launaflokki eöa að hann hafi notiö þessarar eða annarrar menntunar segir ekki til um hvar hann á heima I stétt. Þaö er búið að niöurniða oröiö öreigi svo þaö virðist merkja bara maður sem á ekki neitt. ör- eigi var ekki sá sem ekki hafði notið neinnar menntunar. Alls ekki. öreigi var maður sem ekki hafði vald yfir atvinnutækjum og vinnu annarrra manna. Launþegi hefur það ekki. Mér fannst þetta hljóta að vera ævintýraheimur — Þú fórst til Noregs lika? — Já, mig hafði lengi dreymt um að heimsækja frænku mina þar, dóttur Þórleifs Bjarnasonar. Hún á heima i litlum bæ austan viö Osló. Ég hafði mjög indælt og rólegt hjá henni og fjölskyldu hennar. Þaðan fór ég svo til Bergen til að hitta Helgu Kress. Bergen langaði mig lika alveg sérstaklega mikiðtilaö sjá vegna þess aö þangaö fór faðir minn ungur og var þá aö læra smiöar, var þar held ég i tvö ár og svo fór hann heim og fór aö eiga sin börn og sá þennan staö aldrei aftur. Mér fannst þetta hljóta að vera ævintýraheimur og þaö er llka alveg yndislega fallegt þarna. — Það hefur haft mikil áhrif á föður þinn að vera þama? — Hann talaöi nú litið um þaö en fyrir hann af þessum af- skekkta stað, Hornströndum, voru þetta mikil viðbrigði. Auk þess fékk hann tilboö um að halda þarna áfram námi og fara i verk- fræðinám með þvi aö ráða sig I vinnu ákveöinn tlma aö loknu námi. Þetta var á fyrri heims- styrjaldarárunum, og hann kom heim til aö ráöskast viö fósturfor- eldra sina en þá fór þetta nú svona aö ferillinn tók aöra stefnu. Ég var alltaf mjög fana- tisk — Er ekki orðið langt siöan þú hefur komið á Hornstrandir? • — Ég hef ekki komiö þangað siðan 1943. Þá fórum vð systurnar saman noröur f Látravik, þar sem Hornbjargsvitinn er. Þá var þar herflokkur undir forystu skosks foringja. Þessi hópur var oröinn kunnugur heimilisfólkinu. Þegar þessi skoski maður heyröi að við heföum farið gangandi alla leið frá Hesteyri þangaö norður þá fannst honum þetta svo mikið aö hann vildi endilega bjóöa okkur far meö birgðaskipi sem hann sagði að væri i skipalest og átti að fara til Aöalvikur og færa þeim birgðir lika. Enég var alltaf mjög fanatisk og afþakkaði þetta góða boð. Það var ráðist á skipalestina og sökkt held ég bara einmitt þessu skipi sem hann ætlaði að koma okkur með þannig að við vorum öruggari á okkar fótum en um borð I verndar- skipunum. Það stendur einn minnisvarði i Hælavik — Langar þig ekki heim á fornar slóðir? — Jú, mig langar vissulega til þess. Það stendur einn minnis- varði i Hælavik, reykháfur sem pabbi minn steypti árið 1924. Hann er það eina sem stendur enn. Annars fluttu þau þaöan til Hesteyrar 1936. — Rétt áður en þú fúrst að heiman? — Nei, ég var farin, fór 1935. Þau voru á Hesteyri I 10 ár en fluttu þá til Keflavikur, en ég var aldrei hjá þeim öðruvisi en gestur nema seinasta veturinn sem þau voru þar. Náðargáfan og námið — Þú hefur veriö á skóla þá? — Skóla! Ég var að vinna, ég gat ekki komist i skóla. Það sem kom næst þvi að ég heföi getaö fengið að lesa undir stúdentspróf var austur i Holtum. Gamli sr. Ófeigur Vigfússon og sonur hans, sem var prestur þarna, tóku oft nemendur á veturna, sem lásu utan skóla. Ég áttiþarna vini sem vildu ábyrjgastfyrir mér greiöslu og ég hafði kynnst gamla mann- inum. Hann var ákaflega elsku- legur og hann var ljóöelskur og gerði nú miklu meira úr þessum ljóöasamsetningi minum, sem þá var, en réttmætt var. Hann var ekkert frábrugöinn þvi sem ungt fólk setur saman á þessu aldurs- skeiði. En að ég færi að setjast til náms taldi hann algerlega óþarft fyrir kvenmann. Ég hafði fengiö náðargáfu sem hlyti að þroskast af guðs náð. — Hann hefur kannski veriö sannspár þar? — Ja, ég veit það ekki. Ég hef nú trú á þvi að þaö heföi amk. veriö auðveldara fyrir mig hefði ég fengið meiri kennslu. Barna- skólanámið var ákaflega lélegt þá. Mas. islenskukennslan var svo léleg að þeir sem eru á þinum aldri geta ekki Imyndaö sér hvað fólk af minum aldursflokki þurfti aðhafa mikiö fyrir þvi að komast yfir einföldustu atriði I islenskri málfræði. Handritin lentu i eldi i ógáti — Fæst þú ekki ennþá við ljóöagerð? — Nei, ég hef ekkert fengist við hana nema þegar mig langar til að skammast út af einhverju td. bretanum og setuliöinu og til aö taka á móti þjóðhöföingjum hér og þar úr heiminum. Ég hef nú ekki ævinlega fengiö þakklæti fyrir. — Þaö hefur ekki hvarflað aö þér að gefa út ljóðabók? — Nei, þó að ég hefði nú viljaö taka saman þessi ljóö kemur þaö varla til vegna þess að þaö glötuöust öll min handrit. — Hvernig stóö á þvi? — Ég held ég ætti nú ekki aö fara að útvarpa þvi. Ég þarf alltaf að taka til öðru hvoru þvi aö ég er komin á þann aldur aö það er ýmislegt sem ég kæri mig ekki um aö láta lifa eftir mig. Ég ætlaöi ekki aö brenna kvæða- handritunum en þau hljóta að hafa lent meö. Nú, þaö er nóg til af lögum á Islandi og kvæðum. — Að lokum, Jakobina. Ertu með eitthvað i bigerð núna? — Nei, ég get ekki sagt þaö. En þessi utanferð var nú ekki siður farin til að reyna að hressa mig eitthvaö upp. —GFr Myndir: GEL Texti: GFr Melina; grlska sjónvarpiö hafnaði henni. Melina Mercouri á Grikklandi: þjóölifs til þess að eigin sögn að vinna gegn afleiöingum þess heilaþvottar sem fasistastjórnin stundaði um sjö ára skeiö. En griska sjónvarpiö hafnaði mynd- um hennar — á þeirri forsendu að þær væru „of pólitiskar”. Þetta særði mig, segir leikkonan i ný- legu viðtali við International Her- ald Tribune, myndir minar voru ekki fjandsamlegar núverandi stjórn, þær fjölluðu blátt áfram um samfélagsvandamál. Ein þessara mynda fjallar um kröpp kjör fólks i einu úthverfi Aþenu, og er nú sýnd I sumum litlum kvikmyndahúsum eða fyrir kven- réttindahópa. Eftir aö leikkonan sneri aftur heim Hin þekkta leikkona, Melina Mercouri, var ein þeirra grikkja sem I útlegð tóku mjög virkan þátt i baráttunni gegn her- foringjastjórninni i Aþenu, sem hélt landsmönnum i járnkruml- um sinum i rúmlega sjö ár. Melina Mercouri hélt heim skömmu eftir að herforingja- stjórnin féll, til að taka þátt i endurreisninni. Hún bauð sig fram til þings fyrir einn vinstri flokkanna,og munaöi minnstu aö hún yrði kosin. Hún fékkst um tima við gerð heimildakvik- mynda um ýmsa þætti grisks Melina Mercouri hefur tekið þátt i endurreisn hins griska leik- húss. Mest hefur hún leikiö með flokki einum i Saloniki,og hennar besta frammistaða er talin hlut- verk Medeu i nýrri leikgerö, sem reynir aö varðveita sem mest af hinum fornfræga texta Evripidesar. Innan skamms mun Melina Mercouri fara meö aöal- hlutverk i Medeukvikmynd, þar sem hið gamla efni (Medea myrðir börn sin til aö hefna þeirr- ar niðurlægingar sem eiginmaður hennar lætur hana sæta) er flutt til Grikklands nútimans. SÓMIÆSLANDS SVERÐÞESS OGSKJÖLDUR Plakat f fullum litum eftir Kristján Kristjánsson. Stærð: 47 X 57 sm. Fæst í bókaverslunum. IÐUNN Sími12923

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.