Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 16
SÍÐA 16 ÞJóÐVILJINN — Sunnudagur 20. mars 1977 ÁRNI BLANDON: KRYTJARINN Laugardaginn 19. mars sýndi sjónvarpið myndina Krytjarinn: 011 spjót úti: The Hustler: Sá er græðir á tapi annara. Sögnin að krytja var stundum notuð i gamla daga þegar kaupmenn voru að arðræna viðskiptavinina. Myndin var gerð af Robert Rossen 1961. Handritið er unniö upp Ur skáld- sögu eftir Walter Tevis. Myndin fjallar um spilafikn og drykkju- sýki, tengsl þeirra innbyrðis og við mannlegar tilfinningar. Efnisþráður. Eddie (Paul Newman) er knattborðsleikari að atvinnu. Hann dreymir um aö verða best- ur allra knattborðsleikara og sigra Minnesota Fats (Jackie Gleason). Fats vinnur gjarnan bug á andstæðingum sinum með sálrænum aðferðum og svifst einskis. Charlie (Myron Mc- Comick), sem er e.k. umboðs- maður Eddies, skilur ekki þennan draum hans. Eddie og Fats keppa og helst litur út fyrir að Eddie muni sigra, en vegna drykkju hans og taugaveiklunar endar bardaginn þannig að Eddie tapar bæði sigri og peningum. Þetta hefur mikil áhrif á Eddie og hann stingur Charlie af, en það er eini vinurinn sem hann á. Eddie kynn- ist Söru (Piper Laurie) sem er ung, einmana, hölt og þunglynd og drykkjusjúklingur. Eddie fer heim með henni og heldur upp frá þvl til hjá henni. Charlie kemur I heimsókn og vill halda vinskapn- um áfram og hljóta sinn hluta af gróðanum sem Eddie skapar, en Eddie rekur hann á brott. Eddie kynnist Bert (George C. Scott) sem er kaldur og ruddaleg- ur fjárglæpamaður og lifir á þvi að fjármagna knattborösleiki. Bert skynjar, að Eddie getur ver- ið honum gullnáma og útskýrir fyrir honum hvers vegna hann tapaöi fyrir Fats, Hann segir Eddie vera fæddan til að tapa, svo hann finni afsökun fyrir sjálfs- meðaumkun sinni. Til þess að sigra skorti hann persónustyrk sem Fats hefur hins vegar nóg af. Bert býður Eddie að koma undir hann fótunum fjárhagsl. með þvi að Bert fái þrjá fjóröu hluta þess gróða sem Eddie skap- ar. Hann hafnar boöinu og vill brjótast áfram á eigin spýtur. Bert sér um að Eddie tekst það ekki og lætur brjóta þumalfing- urna á honum, án þess þó að Eddie viti að Bert hafi lagt þar á ráðin. (Þetta kom ekki fram I þýðingunni I sjónvarpinu). Sara hjúkrar nú Eddie I nokkra mán- Sedrus-húsgögn Súðarvogi 32 Sími 84047 — Reykjavík Mallósófasett verö 178.500/- Staögreiðsluverö 160.650/- Greiösluskilmálar: ca. 60.000/- við móttöku/ 15-20 þús. á mánuði. uði og hættir að drekka, þar eð hún telur tilfinningasamband þeirra vera heilt og einlægt. Þeg- ar Eddie hefur jafnað sig fer hann til Berts og býður honum að arðræna sig. Skipulagt er einvigi viö rikan náunga nokkurn.Finley að nafni(Murray Hamilton). Sara verður örvæntingarfull er hún finnur, að Bert er að vinna i bar- daga þeirra um Eddie og i hita leiksins hafnar Eddie henni al- gjörlega og hrekur hana i burtu. Hún gerir sér grein fyrir að Bert muni eyðileggja Eddie og hann komi til með að svikja hana á sama hátt og hann sveik Charlie áður. í hinni fullkomnu uppgjöf fyrir Bert gefur hún sig óvini sin- um á vald, læðist sfðan burt frá honum sofandi, skrifar á spegil- inn með varalit: „Siðspilltu svin” og fremur sjálfsmorð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þaö er ekki fyrr en með dauöa Söru að Eddie gerir sér grein fyrir stöðu sinni og tilfinn- ingaleysi Berts. Hatur hans brýst út og hann gerir upp mál sin við Fats og Bert. Hann sigrar Fats i knattborðseinvigi, neitar aö borga Bert 75% gróðans og hafn- ar samstarfi við hann vegna minningarinnar um Sögu. Bert gerir hann þá útlægan úr öllum knattboröskeppnum, en það kem- ur ekki við Eddie þvi hann er hinn óskoraði sigurvegari, hefur sigr- ast á sinni eigin tilfinningafirr- ingu þvi dauði Söru hefur kennt honum hvers virði mannlegar til-. finningar og mannleg tengsl eru: Hann þarf ekki á neinum knatt- borðsleik að halda þvi hann hefur fundið sjálfan sig, ekki i knatt- borðsleiknum heldur þrátt fyrir hann. Sálfræði spilafíkninnar. Sálfræðingar sem fást við að lækna spilasjúkt fólk hafa fundið margar hliöstæður sjúkdómsins viö drykkjusýki. Fráhvarfsein- kennin eru svipuð e.k. þynnka og vanliðan, þörfin er lík og hjá eiturlyfjasjúklingum og einskis er svifist til aö komast yfir pen- inga til að geta veðjað. Vegna þessa hafa verið sett upp hæli fyr- ir spilasjúklinga, sem eru mjög lík AA stofnunum fyrir drykkju- sjúka, og einnig hafa veriö stofn- uö samtök fjölskyldna spilasjúk- linga, sem eiga sist betri daga en fjölskyldur drykkjusjúklinga. Orsakir spilafikninnar og drykkjusýkinnar eru fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis. Þörf persónulegra veröleika er upp- fyllt meö sigri I spilunum. Að tapa fullnægir hins vegar annari þörf þeirra sem þjást: Orsök þján- ingarinnar er tilfinningalegs eðlis og við tapið yfirfærir sá, sem tap- ar, vanliðan sina á tapið og segir SÁLFRÆÐI OG LIST Pau! Newman fór með aöalhlutverkiö I Krytjarinn.Hér er hann f ÖArum sálfrcðihnút — með Elisabeth Taylor I „Köttur á heitu þaki”. við sjálfan sig: Mér llður illa vegna þess aö ég tapaði, ég hef ástæðu til að vorkenna sjálfum mér. Hin almenna vanliðan hefur þá verið yfirfærð á sjáanlega og skiljanlega orsök. Sjúklingurinn telur sig þannig vita ástæðuna fyrir vanllöan sinni. Spilasjúk- lingarnir eiga hins vegar erfiðara með að skilja, að þeir spila til að slæva og gleyma tilfinningalegri vanliðan sinni eða tilfinninga- leysi. Skýring þessi kemur fram i myndinni þegar Bert lýsir fyrir Eddie hvers vegna hann tapaði fyrir Fats. Til að skýra og undir- strika orsakir spilafikninnar tefl- ir Tevis fram hliðstæðu hennar þ.e. drykkjusýkinni sem speglast i Sögu og vandamálum hennar. Sara hefur ekki átt neinu karl- mannaláni að fagna þvi hún er fötluð. Hún hefur þvi aldrei feng- ið fullnægingu tilfinninga sinna, aldrei komist i gagnkvæmt and- legt samband viö aðra mannveru. Þess vegna drekkur hún sjúklega mikið. Hún þarf aftur á móti ekki á vini að halda þegar hún hjúkrar Eddie, þvi hún trúir aö samband þeirra verði djúpt og tilfinninga - bundið á báöa bóga. Það er ekki fyrr en hún gerir sér grein fyrir tilfinningadoða Eddies og að hann notfærir sér hana eingöngu likamlega að hún byrjar aftur að drekka. Hún berst við Bert um Eddie og tapar. Sigur hennar vinnst ekki fyrr en meö dauða hennar. Vandamál Eddies er nákvæm- lega það sama og Söru: Skortur á djúpu tilfinningasambandi. Hans fötlun er þó ekki likamlega eölis heldur tilfinningalegs: Hann telur sig þurfa ytri upphefð, er eigin- gjarn og getur aldrei sýnt og gefið einlæga jákvæða tilfinningu. Eftir dauða Söru gerir hann sér grein fyrir siðspillingu sinni og firringu frá öllum mannlegum, djúpum tilfinningum. Eftir sigurinn yfir Fats hafnar hann hinum tilfinn- ingalausa knattborðsleik og segir Bert vera þann, sem ætið muni tapa, þvi hann er holur aö innan, hjartalaus trjástofn sem getur ekki sýnt neina jákvæða mann- lega tilfinningu. Aður en Sara dó átti þessi lýsing fullkomlega við Eddie sjálfan og hann sér sjálfan sig I Bert og framtið sina ef Sara hefði ekki komið til sögunnar. Með dauða hennar hefur Eddie lærst að allt sem er einhvers virði felst i mannlegu samfélagi og til- finningatenglum milli mannvera en ekki I samkeppni, sýndar- mennsku og spilasigrum. Bifvélavirkjar — Varahlutamaður Véladeild Sambandsins óskar eftir að ráða: 1. Bifvélavirkja á bifreiðaverkstæðið að Höfðabakka 9. Upplýsingar gefur Guðm. Helgi Guðjónsson verkstjóri á staðnum. 2. Afgreiðslumann i varahlutaverslun. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 29. þ. mán. Samband isl. samvinnufélaga. Bifvélavirkjun — Verkstjórn — Maður með meistararéttindi i bifvéla- virkjun, vanur verkstjórn, óskast til starfa. Ennfremur bifvélavirkjar eða menn vanir viðgerðum þungavinnuvéla Upplýsingar á skrifstofu vorri, Lækjar- götu 12, Iðnaðarbankahúsi, efstu hæð, þriðjudaginn 22. mars nk. kl. 2-4 eftir há- degi. íslenskir Aðalverktakar sf..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.