Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1977 SIÐGÆÐI OG POLITIK: Carter, sovétmenn og mannréttindin Sovétmenn eru bersýnilega afar óhressir yfir þvi, aö Cart- erstiórnin bandarlska lætur aö sér kveöa um mannréttinda- mál og þá sérstaklega af þvi aö hún sýnir opinskátt samúö meö sovéskum andófsmönnum. So- vésk blöö vikja aö þessu beint og óbeint á degi hverjum, og úr- drættir úr þeim skrifum koma inn á islenskar ritstjórnarskrif- stofur frá fréttastofunni APN. Kjarninn i óánægju sovét- manna meö afstöðu Carter- stjórnarinnar er þessi: Meö þvi aö taka afstööu meö andófs- mönnum er verið aö hlutast til um innanrikismál Sovétrikj- anna. Þar meö er verið aö spilla friösamlegri sambúö (,,Þaö er ekki unnt aö gera tvennt i einu: Vinna aö spennuslökun og hlut- ast til um innanrikismál gagn- aðilans aö spennuslökuninni” — APN, 11 mars). Auk þess hafi Bandarikin engan rétt til aö setjast I hásæti dómara i mann- réttindamálum, bæöi vegna þess aö hjá þeim rikir kyn- þáttamisrétti og atvinnuleysi og vegna þess, aö þau sýna þá tvö- feldni, aö gagnrýna aöeins sósialisk riki en „gagnrýna ekki lönd sem fremja sviviröuleg- ustu mannréttindabrotin vegna þess aö þau eru annaöhvort bandamenn Bandarikjanna eöa hernaöarlega mikilvæg”. (APN 9 marz). Þaö er þó nokkuö til i þessum ásökunum sovéskra en þaö þýð- ir ekki, aö hlutur þeirra sjálfra batni viö það. Við skulum ekki fara mjög langt út i þá sálma hér, hvort mannréttindakappræðan muni i raun spilla verulega möguleikum á bættri sambúö stórveldanna, sem til dæmis kæmi fram i nýjum samningum um takmarkanir á vigbúnaöi. Þaö er ljóst, aö bréf Carters til Sakharofs, samtal hans viö Búkovski ofl. hafa kælt vinskap- inn, en um raunverulegar af- leiöingar er of snemmt aö spá — þaö mun sjást af næsta áfanga viðræöna um vigbúnaöarmál. En satt aö segja er hér um stærra mál að ræöa en sambúö Sovétrikjanna við Bandarikin. Tvöfeldni? Sem fyrr segir, halda sovét- menn þvi mjög á lofti, aö áherslur bandarikjamanna á mannréttindamál séu runnar undan rifjum kaldastriðsmanna sem vilji spilla sambúö og hagn- ast á vlgbúnaöarkapphlaupi. Þaö tal sé eftir þvi hræsnisfullt: Þaö sé talaö um Sovétrikin eöa Tékkóslóvakiu, ekki um grann- riki og skjólstæöinga Bandarlkjanna sjálfra. Þessi gagnrýni á vestræna siöferöi- lega tvöfeldni hefur átt allmik- inn rétt á sér, en þó siöur nú en veriö hefur. Carterstjórnin hef- ur einmitt bryddaö upp á þvi ný- mæli, aö tengja nokkrar mann- réttindakröfur viö samskipti landsins viö nokkrar hinna lök- ustu af stjórnum Suöur- Ameriku. Nokkuö hefur veriö dregiö úr bandariskri hernaöar- aöstoö viö Argentinu og Uruguay svo dæmi séu nefnd. Brasiliustjórn fékk á dögunum I hendur skýrslu sem gerö var fyrir bandariska þingiö m.a. um mannréttindi i þvi landi, og móögaöist svo viö, aö hún rifti samningum viö Washington um hernaðaraðstoð. lranskeisari, sem rekur lik- lega grimmustu og pyntinga- glööustu lögreglu heims, hefur þegar varaö Carter viö aö beita sig einhverjum siögæöiskröfum. Hann segir (Newsweek 14. mars) á þá leiö, aö ef aö Banda- rikin ætli aö neita sér um vopna- kaup, þá muni þau hrekja frá sér það afl sem mest stuölar aö „stööugleika” í Vestur-Asiu. Hann lætur aö þvi liggja aö hann gæti vel vingast nokkuð við ná- granna sína sovétmenn i staðinn, og bætir svo viö venju- legri fjárkúgun: Ég get, segir keisarinn alveg eins keypt vopn af frökkum, bretum og svo rúss- um — og hver er til taks annar en ég sem geti keypt af Banda- rikjunum vopn og aörar vörur fyrir lOmiljaröa dollara á næstu fimm árum? Veruleiki og yfirskin Auðvitaö er hægur vandi aö benda á margar þverstæður i hinni siöferöilegu utanrikis- stefnu Carters, sem margir vilja fyrst og fremst útskýra sem viöbrögö viö siöleysi Watergatetima Nixons. Banda- riskir ráögjafar og sérþjálf- unarskólar hafa stutt aö völd- Ford og Bréfsjnéf: viö sknlum ekki hafa hátt. transkeisari? þiö skuliö ekki reyna neinn móral viö mig. um, ofbeldi og glæpum lög- reglusveita hinnar Rómönsku Ameriku. Arðrán bandariskra auöhringa i þeirri álfu er eitt af þvi, sem mest stendur fyrir þrifum frelsi og mannréttindum þar um slóöir. Þaö er mjög llk- legt, aö Carter veröi aö hopa á hæli meö allt saman, enn frekar vegna afstööu áhrifamikilla bandamanna eins og Brasiliu eöa Irans en vegna sambúöar viö Sovétrikin. Engu aö siður heföi þessi þverstæöufulla viö-' leitni suöurrikjabaptistans truflaö nokkuö hina venjulegu „raunsæispólitik” sem riki heims stunda. Hrært nokkuð upp I spurningum um mannlega samstööu , sem hljóta alltaf aö teljast brýnar. Sömuleiöis býö- ur þessi þróun málaupp á mögu- leika til aö átta sig betur á falsi og veruleik i mannúöartali i heiminum. Þegjum báðir Nú liggur þaö I augum uppi aö þaö er hægur vandi aö snúa tali sovétmanna um bandariska hræsni upp á Moskvumenn sjálfa. Þeir vilja tala hátt um Angelu Davis eöa Luis Corvalan — en þeim mun færra um þaö, sem gerist hiö næsta þeim I nú- tið og fortið (fangabúöir Stalins eru t.d. aftur orönar feimnis- mál). Hegöun sovéskra gagn- vart bandarikjamönnum lýsir þeim reyndar mjög vel. Meðan Kissinger og Nixon stunduðu sina „lokuöu” diplómatiu (og sömdu kannski um einstaka andófsmenn eða útflutning gyö- inga I kyrrþey) þá voru sovésk málgögn mjög stillt og hófsöm i garö Bandarikjanna. Þaö er frægt, aö engin þjóö mun hafa verið jafn fáfróð um Watergate- málin og sovéskir (kinverjar reyndar lika, og af svipuöum ástæöum). En nú, þegar Carter hefur skrifað Sakharof bréf, eru sovésk blöö öll hin herskáustu, rifja upp af mikilli heift alla hæpna dóma sem falliö hafa i málum blökkumanna banda- riskra nokkur ár aftur i timann, og eru meira aö segja farnir aö útlista fyrir mönnum Water- gate, sem dæmi um spillingu hins bandariska samfélags. Mórallinn sem boðið er upp á er i reynd afar einfaldur: Þú hefur ekki hátt um mig. Ég hef ekki hátt um þig. Misjöfn samúð Viö veröum vist aö viöur- kenna, aö þaö sé ekki nema eöli- legt, hvort sem um er aö ræöa einstaklinga eða stórveldi, aö ekki tekst mönnum aö sýna jafnan áhuga öllum þeim sem veröa fyrir barðinu á ritskoöun, ranglátri löggjöf, lögreglufanta- skap o.s.frv. Hver og einn mun i reynd sýna mestan áhuga þeim einstaklingum og hópum, sem honum finnst vera skyldir sér aö viöhorfum og örlögum. Arabar vilja tala um palestinumenn, afrikuriki um apartheid, kin- verjar um syndir sovétmanna. sovétmenn um bandariska. Og svo farið sé I smærri dæmi: ég sem islenskur sósialisti get al- veg viöurkennt aö ég hefi meiri samúð með Wolf Biermann og Médvédéfbræörum en meö t.d. Amalrik og Maxlmof. En hvaö sem þessum takmörkunum liö- ur er eitt sem viö skulum slá föstu: jafnvel einhliöa samstaöa meö þeim sem búa viö skert mannréttindi er alltaf betri en gagnkvæmt samsæri um aö þegja um allt saman. „Ruslaralýður” Nú skal þvi heldur ekki gleymt, aö sovétmenn vilja alls ekki bera saman sina andófs- menn og þjóöfrelsismenn og kommúnista i öðrum löndum. Meira en svo: þeir telja slikan iffiv Carter: frambúöarstefna eöa Watereatemálsins? ARNI BERGMANN: Sakharof — „fáeinir óvinsælir sérgæöingar”! samanburö, beinan og óbeinan, hina verstu móögun viö sig. Þeirra málflutningur er allur á þann veg, aö andófsmenn séu mesti ruslaralýöur. „Fáeinir sérgóöir einstaklingar, sem eru óvinsælir i heimalandi sinu” segir Spartak Béglof (APN 9 mars). „Undir dulargervi „baráttumianna” fyrir mann- réttindum leynast ævintýra- menn og eiginhagsmunaseggir” segir i grein frá 9 mars, þar sem látið er aö þvi liggja, aö hreyfing sovéskra gyöinga, sem ekki fá aö fara úr landi, sé á snærum bandarisku leyniþjón- ustunnar CIA. M.ö.o. viö fáum ekki aöra lýsingu á andófs- mönnum, en þeir séu sérgóöir fööurlandsvikarar, njósnarar, svallfúsir ævintýramenn, eöa þá geöbilaöir menn. Nú má þaö vel vera, aö meöal andófsmanna séu misjafnir sauöir, og hafi sumir gutlaö viö aö selja valútu eöa þá daöra viö CIA. Sumir eru farnir menn á taugum, og aörir eru sendir inn I andófshópa af sovésku leynilög- reglunni. Til að stinga upp á fáránlegum hlutum En þaö er ljóst öllum þeim sem hafa reynt aö fylgjast meö. aö ofangreind heildarmynd af sovésku andófsfólki er fölsk. Þaö er satt aö segja einkennileg „sérgæska” og „eigin- hagsmunastreö” sem dregur menn inn í þá áhættu, sem fylgir þvi aö vera i virku andófi viö hiö sovéska bákn. Flestir slikra manna — sem geta aö ööru leyti veriö mjög ólikir — þurfa fyrst og fremst að hafa til aö bera mikiö hugrekki og fórnfýsi. Þeir mega búast viö aö veröa hraktir frá öllum störfum og aö ættingj- ar þeirra veröi fyrir ýmsum óþægindum. Ef þeir eru mjög virkir, veröur meö öllum ráöum reynt að hrekja þá i einangrun eöa fangelsi. Sovésk málgögn, sem stundum eru að kvarta yfir ósanngirni vestrænna blaöa i túlkun mannréttindamálanna, munu aldrei ljá pláss hálfu oröi frá einhverjum lesanda, sem vildi t.d. sýna fram á aö Andrei Sakharof heföi sitthvaö sér til ágætis, þótt ekki væri nema þaö, aö hann gaf á sinum tima allt sparifé sitt, lSOþúsundir rúblna, til krabbameinsrannsókna. Sovétfjand- skapur! Hin kolsvarta mynd sovéskra blaöa af andófsmönnum er þvi miöur partur af einum veiga- miklum veikleika hins sovéska kerfis: þaö neitar aö ræöa eigin áviröingar. Þaö getur ekki hugsaö sér aö játa, aö eölilegir, heiöarlegir menn, geti haft full- komlega eðlilegar ástæöur til meiriháttar gagnrýni á vissar hliðar þess. Sovésk blöö segja t.d. sem svo, aö þaö gæti verið hæpiö ef vesturlönd ættu aö fylgja pólitiskum ráöleggingum Sakharofs eöa Amalriks, aö maöur ekki tali um Solsjenitsin. Þaö er rétt, einkum i siöasta dæminu. En hitt munu þessi sömu blöö aldrei viöurkenna, aö Sovétrikin sjálf eigi sök á þvi, þegar menn sem þessir veröa aö beinum andstæöingum alls sem sósialismi heitir. Andrei Sak- harof t.d. byrjaöi sem fremur hógvær stuðningsmaöur vissra endurbóta. Þaö eru afar nei- kvæöar undirtektirvið gagnrýni hans sem smám saman leiða til þess aö hann gefst upp á hinu sovéska kerfi. 1 sovéskri túlkun er aldrei viöurkennt aö tilteknir þættir i sovéskri sögu og stjórnarháttum skapi andófs- menn af ýmsum tegundum þeir skapast aöeins af persónulegum áviröingum, eöa utanaökom- andi skaölegum áhrifum (þaö heitir „hugmyndafræöileg moldvörpustarfsemi”), aö dómi sovéskra málgagn. Og þess vegna er þvi heldur ekki svarað þegar vestrænir vinstrisinnar og kommúnistar taka svari andófsmanna meö einum eða öörum hætti. Heldur er sagt meö hneykslunarsvip, aö „jafnvel þeir sem telji sig vinstrisinna” hafi gleypt viö agni sovétfjandskapar, eða þá aö þeir séu bara að kaupa sér atkvæöi. Franski kommúnistinn og sagnfræöingurinn Jean Ellenstein tekur einmitt slikar ásakanir upp i svari viö gagn- rýni sovéska vikuritsins Novoé vrémja á bók hans um sögu So- vétrikjanna. Ellenstein visar þann 5. febrúar i franska kommúnistablaðinu France Nouvelle á bug ásökunum um „sovétfjandskap frá vinstri” meö þessum oröum: „Sovétfjandskap stunda þeir, sem aöeins sjá neikvæðar hliöar á sovéskri fortið og nútiö og draga af þeim aöeins neikvæöar niöurstööur. En I þessu sam- bandi: Hver er þaö sem hellir vatni á myliú sovétfjandskapar? Þeir sem gagnrýna pólitiska misnotkun geösjúkrahúsa, eöa þeir sem misnota þau, eins og gert er I Sovétrikjunum I dag? Viö erum langt frá þvi aö vera „afurðir sovétfjandskapar”, en þvi miöur : viö stöndum frammi fyrir staöreyndum sem viö hörmum mjög”. Arni Bergmann SUNNUDAGSPISTILL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.