Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 11

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 11
II) SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1977 Laugardagur 26. mars 1977 ÞJÓDVILJINN — SIDA 11 Krá ársþingi iAnrekenda Ef sömu starfsskilyrði og útlendingar njóta hér... i gær lauk í Reykjavík ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda, en það stóð í tvo daga. Á fyrri degi þingsins flutti Davið Scheving Thorsteinsson, formaður félagsins, ræðu. Hann vakti athygli á því hversu illa er búið að innlendum iðnaði og sagði m.a.: ,,Mér er spurn, hver hefði vöxtur hans (íslenska iðnaðarins) orðið, ef hann hefði t.d. fengið að njóta sömu starfsskilyrða og útlend- ingar njóta á íslandi? — Hversu miklu betri væru lífskjör hér á landi í dag, ef svo hefði verið?" Lokao.rð Davíðs Schevings var vart hægt að skilja á annan veg en þann, að hann væri að biðja um aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr að völdum. Davíð komst svo að orði: ,,Við höf um gegnum árin gefið ríkisstjórnum okkar ýmis nöfn og gjarnan kennt þær við stærstu málin, sem þær hafa barist fyrir. Það sem þjóðin þarfnast nú, mætti kalla uppbyggingarstjórn!" Við birtum hér veru- legan hluta Ur ræðu Davíðs, en styttum hana þó nokkuð. — Davíð Scheving Thorsteinsson sagði: Framleiðsluverðmæti iðnaðar jókst tvisvar sinnum meira en aukning þjóðartekna á árinu 1976. Raunar er þetta ekkert nýtt. Til dæmis stendur i nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar: „Aukning iönaöarframleiðslu hefur verið langt umfram aukn- ingu þjóöarframleiðslu á timabil- inu 1969 til 1976”. Mismununin staðreynd Það var mikill fengur að þvi fyrir iðnaðinn þegar skýrsla Þjóðhagsstofnunar um hag iðnað- ar kom út fyrir skömmu. Þar er aö finna á einum stað fjölmargar staðreyndir um islenskt efna- hagslif. Þær upplýsingar sem þar Hversu miklu betri væru þá lífskjörin hér á landi? Daviö Scheving Thorsteinsson, formaður Félags islenskra iðn- rekenda koma fram, staöfesta þann mikla mun, sem er á starfsskilyrðum iðnaðar samanborið viö aöra höf- uöatvinnuvegi þjóðarinnar. I skýrslunni kemur fram aö: — iðnaðurinn greiðir aö meðal- tali 30% íeöa 1/3) hærri vexti en hinir höfuðatvinnuvegirnir. — hlutur iönaðar i útlánum bankakerfisins minnkaði úr 13% áriö 1970 i 9,4% áriö 1976. — framlög til iðnaöar eru aðeins 0,6% af f járframlögum 1977, en hins vegar eru framlög til sjávarútvegs 2,1% og til land- búnaðar 5,1%, — iðnaðurinn greiöir 3,5% launa- skatt, en landbúnaöur og fisk- veiðar greiða engan launa- skatt, —heimilt er meö lögum aö leggja 3 sinnum hærra aöstööugjald á iðnað en fiskveiðar. Reykjavik- urborg notar heimild þessa á þann hátt að aðstöðugjald á iðnað er 5 sinnum hærra en á fiskveiðar, —vélar, húsnæði og annar btinað- ur iðnaðarins i dag er mun dýr- ari en erlendra keppinauta, vegna þeirra háu gjalda sem lögð hafa verið á framleiðslu- tæki iönaðarins o.s.frv. o. s. frv.. Þessi ósanngjarna mismunun skekkir grundvöll gengisskrán- ingarinnar og gerir það að verk- um að ómögulegt er aö skrá gengi krónunnar rétt. Röng gengis- skráning skerðir samkeppnis- hæfni iðnaðarins, dregur úr út- flutningi, eykur erlenda skulda- söfnun og heldur niðri lifskjörum á íslandi. Þrátt fyrir þennan aðbúnað er athyglisvert að vöxtur iönaöar- framleiðslu hefur verið „langt umfram aukningu þjóðarfram- leiðslu undanfarin ár”, svo aftur sé visað til skýrslu Þjóðhags- stofnunar. Mér er spurn.hver hefði vöxtur hans orðið ef hann hefði t.d. feng- iðað njóta sömu starfsskilyrða og útlendingar njóta á Islandi? Hversu miklu betri væru lifskjör hér á landi I dag, ef svo hefði ver- ið? Tilbúnir ad greida hærri laun ef... Ég fullyrði að engin deila stendur um það milli atvinnu- rekenda og launþega að lifskjör þurfa aö batna á Islandi. Eg vil nota þetta tækifæri til aö lýsa þvi yfir, að islenskir iðnrek- endur eru reiðubúnir að greiða starfsfólki sinu verulega hærri laun, ef iðnaðinum veröa búin sömu starfsskilyrði og keppinaut- ar hans búa viö. Vörn iðnaðarins hingað til gegn óeðlilegum starfsskilyröum hefur verið að halda niöri launum starfsmanna sinna. Þetta verður aö breytast. Starfsfólk iðnaðarins má ekki vera láglaunafólk, það er hvorugum aðilanum til góðs. Aðgerðir stjórnvalda síðan 1974 Haustið 1974 fór stjórn F.l.I. þess formlega á leit við rikis- stjórn tslands, að sótt yrði um framlengingu á aðlögunartlman- um að EFTA og samningnum við EBE. Stjórn félagsins nefndi margar ástæður fyrir þessari málaleitan sinni, m.a.: 1. Framkvæmd loforða rikis- stjórnar Islands frá nóvember 1969. 2. Gengi krónunnar hefði verið skekkt með tilfærslum og styrkjum til þeirra greina at- vinnulifsins, sem gengi krón- unnar er einkum miðað við. 3. Fjárfestingarkostnaður Islenskra iönfyrirtækja v-æri mun meiri en erlendra iðn- fyrirtækja, m.a. vegna þess aö ennþá væri greiddur um 20% innflutningsskattur af vélum og tækjum til iðnaðar. t framhaldi af þessari málaleit- an fóru fram allmiklar viðræður viö rikisstjórnina, sem lauk með þvi að: 1. Felldur var niöur að hálfu sölu- skattur i tolli af helstu vélum til iönaðar, þ. 1. janúar 1975. 2. Framlag rikissjóðs til Útflutn- ingsmiöstöðvar iðnaðarins var hækkað um 2 miljónir króna á árinu 1975, eöa úr 10 miljónum i 12 miljónir. Miðaö viö verðgildi hefur framlagið hins vegar far- ið minnkandi ár hvert og er nú 15 miljónir. 3. Rikisstjórnin lýsti þvi yfir, að eitt af grundvallarstefnumál- um hennar væri að: „ekki yrði gripið til neinna aðgerða, er skekktu gengisskráninguna og að leiðrétt yrðu þau atriði i efnahagskerfinu, sem röskuðu réttum grunni gengisins.”. 4. Rikisstjórnin ákvað að láta gera úttekt á stöðu framleiðslu- iðnaöarins með sérstöku tilliti til hvað áhrif EFTA aðild hefðil haft. Þaö sem gerst hefur I málefn- um iönaðarins siðan þessi yfirlýs- ing var gefin, er einkum eftir- farandi: 1) Um áramótin, eöa heilum sjö árum eftir að við gengum i EFTA, var loks felldur niður að fullu söluskattur i tolli af vélum. 2) Þessa dagana er veriö að ganga frá reglum miðaö við 1. janúar 1977 um niðurfellingu, eða endurgreiðslu, að- flutningsgjalda, hverju nafni sem þau nefnast, af öllum vél- um, vélahlutum, varahlutum, hráefnum og efnivörum iðn- aðarins og er það vissulega þakkarvert. Tollamál iönaöarins eru þó engan veginn komin i viðunandi horf. Við búum enn við há gjöld af bygginarefni, eða allt til ársins 1980, þegar umsömdum aðlög- unartima lýkur. Breyting á vaxtakjörum, sem tók gildi fyrir nokkrum dögum.er skref i þá átt aö leiðrétta þann mismun, sem rikt hefur á þessu sviði — litiö skref að visu —- en þó skref i rétta átt iðnaðinum til hagsbóta. Framlenging á aölögunartíma íslenskra stjórnvalda að fríverslun Þessi dæmi og ótal mörg önnur tel ég sýna ljóslega, aö þegar viö tölum um framlengingu aðlög- unartima, erum við ekki að tala um framlengingu fyrir iðnaöinn, heldur um framlengingu á aðlög- unartima islenskra stjórnvalda að friverslun. Eðlilegt er að islensk stjórnvöld þurfi lengri tima en 10 ár til að „taka upp gjörbreytt búskapar- íag á tslandi”, eins og einn al-’ þingismaðurinn orðaöi það á Al- þingi árið 1970, og þvi er fram- lenging svo nauðsynleg fyrir is- lensk stjórnvöld. Hverjum hugsandi manni er ljóst, að auðvitað getur aölögun iðnaðarins að friverslun ekki haf- ist i raun, fyrr en aðlögun stjórn- valda er vel á veg komin. Þegar ég tala um seinagang og mismunun er ég ekki að álasa einstökum ráðamönnum þjóðar- innar. Margir áhrifamenn, bæði stjórnmálamenn og embættis- menn, skilja nauðsyn gjörbreytts búskaparlags, en breytingarnar á efnahagskerfinu eru svo marg- þættar og róttækar, að þóttfullur skilningur hafi verið fyrir hendi hjá þessum aðilum, hafa þessi mál ekki komist lengra áfram en raun ber vitni. Nú þegar skýrsla Þjóðhags- stofnunar liggur fyrirog staöfest- ing þar með fengin á þeirri mis- munun, sem viðgengist hefur gagnvart iðnaðinum, væntum við þess að rikisstjórnin sæki um framlengingu. Ég vara þó við að láta þar við sitja — framlenging- inein er litils viröi, ef ekki verður jafnframt haldið markvisst á- framáþeirribrautaðlagfæra að- búnað iðnaðarins og aðlaga efnahagskerfið nýjum aðstæð- um opinnar samkeppni og fri- verslunar. Jafnrétti — engin sérréttindi Ég vil enn einu sinni rifja upp að við förum ekki, og höfum aldrei farið fram á, nein sérrétt- indi okkur til handa, en viö krefj- umst: — Sömu starfsskilyrða og aörir höfuöatvinnuvegir þjóðarinnar njóta. — Sömu starfsskilyrða og erlend- ir keppinautar njóta hver I sinu landi. — Sömu starfsskilyrða og útlend- ingar njóta á tslandi. Ég álit þetta mun vænlegra til árangurs, heldur en hugmyndir og frumvörp um athuganir eða stofnsetningu einstakra verk- smiðja hér og þar, þótt góöargeti verið. Verði séð um nauðsynlegar lagasetningar og framkvæmd þessara grundvailaratriða er ég sannfærður um að leysast mun úr læöingi sá skapandi kraftur, sem með þjóðinni býr, en fær ekki að njóta sin við núverandi skilyrði. En ekki er nóg að gera ein- göngu kröfur til annarra. Allir stjórnendur iðnfyrirtækja verða ætið að gera ýtrustu kröfur til sjálfra sin, um vöruvöndun, út- sjónarsemi og hagkvæmni i rekstri, og fullvist er að þaö eru ótal mörg atriði, sem þarf að breyta og bæta i stjórn iðnfyrir- tækja á tslandi, þótt margt hafi áunnist á þessum sviðum siðan við gengum i EFTA. Eppbyggingarstjórn Við höfum gegnum árin gefið rikisstjórnum okkar ýmis nöfn og gjarnan kennt þær við stærstu málin sem þær hafa barist fyrir. Það, sem þjóöin þarfnast nú, mætti kalla uppbyggingarstjórn. Allir, hvar i flokki sem þeir standa, þurfa að sameinast i þeim einlæga ásetningi, aö auka framleiðsluna á öllum sviðum og bæta lffskjörin með öllum tiltæk- um ráðum. Þjóðarheill krefst þess, að leiðtogarnir leggi niöur dægurþras og sameinist um að hefjast nú þegar handa. Vinni saman að þvi 1 einlægni aö móta og framkvæma nýja uppbygg- ingarstefnu, með þau megin markmiö fyrir augum, aö sjálf- stæöi og áframhaldandi búseta þjóöarinnar i landinu sé tryggö um ókomin ár, meö si batnandi lifskjörum. Þetta má kalla snoturt afmælisstökk (Ijósm Þjv. gel.) andi, þær eru vaktstjórar, en for- stjóri er enginn, og virðist allt ganga mætavel samt. Ingibjörg hefur unnið i Sund höllinni frá stofnun hennar og hefur aldrei viljað fara annað. Lilja er heldur ekkert gjörn á breytingar, hún er búin að vinna i höllinni i 38 ár. — Aðsóknin hefur minnkað frá þvi i byrjun, sögðu þær. Fyrstu árin var oft biðröð út úr dyrum, sérstaklegá á striðsárunum, en þá fengu hermennirnir aö koma hingað tvisvar i viku. Nú hefur sundstööum fjölgað en fyrstu árin fór öll sundkennsla hér fram. Þegar höllin opnaði var nýlega búiö aö gera sundkennslu aö skyldunámsgrein i barnaskólun- um. Hingað komu lika til sund- kennslu um árabil börn úr nágrannabæjum t.d. Kópavogi.en nú er það hætt. — Hér hefur lika alltaf verið sundkennsla fyrir fullorðna og er það enn. Það er alltaf eitthvað af fólki sem missiraf sundkennslu á barnsaldri. — Og svo eru það fastagestirn- ir okkar. Sumir koma á morgn- ana, aðrir i hádeginu og enn aðrir á kvöldin. Þetta fólk er mjög iðið og kemur árum saman. A sunnu- dögum er lika mikiö um að for- eldrar koini með börn sin. Vantar kennslulaugar við skólana. Skólasund er alltaf yfir miöjan daginn, og þegar við komum var Jónas Halldórsson sundkennari að kenna nemendum 8. bekkjar i Æfinga- og tilraunaskólanum. Jónas hefur lika starfað við Sund- höllina frá byrjun, fyrst sem laugarvörður.en hefur kennt sund i um 30 ár. Hann lærði sund- kennslu i Kennaraskólanum. en var við framhaldsnám i Banda- rikjunum 1944-1947. — Mér likar kennslan vel, sagði hann, annars væri ég ekki að þessu. Maður sér lika mikinn árangur. Sundmennt islendinga hefur farið mikið fram frá því ég byrjaöi að kenna. Aftur á móti vantar okkur miklu fleiri kennslulaugar, litlar laugar við alla skóla.svo að krakkarnir geti farið i sund beint úr annarri kennslu. Það er vont fyrir þau aö þurfa aö fara langar leiðir i sund. Jónas sagði að sundáhugi barna væri mjög mikill, sérstaklega þeirra yngstu, og þau næðu árangri ótrúlega fljótt, væru þau ekki vatnshrædd. —hs. Jónas Halldórsson: Sundmennt hefur farið fram Lilja Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sigurgeirsdóttir: Margir eru furðu iönir. Sundhöllin 40 ára „Musteri heilbrigöi og hreysti” segir í frétt Þjóðviljans af vígslu hallarinnar 23. mars 1937 Sundhöllin i Reykjavik átti 40 ára afmæli á miðvikudaginn var 23. mars. Með tilkomu Sundhall- arinnar 1937 stórbatnaði öll hrein- iætisaðstaða reykvikinga, en á þeim tima var ekki bað i hverri ibúð. Fóik átti þá ekki i önnur hús að venda en Baðhúsið og gömiu laugarnar, og þvi varð Sundhöllin strax mjög vinsæl og mikið sótt. I Þjóðviljanum 23. mars 1937 er sagt i forsiðufrétt frá opnun Sund- hallarinnar og segir þar ma: „Með opnun Sundhallarinnar bætist nýr menningarþáttur i lif reykvikinga. Það hefur verið svartur blettur á heilbrigðismál- um þessa höfuðstaðar að ibúar hans þeir sem ekki hafa nýtisku þægindi i húsum sinum skulí ekki hafa átt i annaö hús að venda en hinar óþrifalegu sundlaugar og al gerlega ónógt og gamaldags baðhúskrili.” Eitthvað virðast samt sumir hafa óttast að húsið yröi fráhrind- andi og talað er um i fréttinni að mönnunum hafi ekki litist á þetta kalda og tóma steinbákn, en svo segir: „Steinbáknið kalda og tóma hefur verið snert töfra- sprota vinnu og peninga og það hefur ummyndast i glæsilegt musteri hreysti og heilbrigöi. Há og björt salarkynni, ijósir, glaðlegir litir, krystaltært vatn, hvitar og hreinar flisar, hlýtt og hressandi loft.” Helst vel á starfsfólki Og Sundhöllin stendur fyrir sinu, þó að hún sé komin á fimmtugs aldurinn. Búningsklef- ar og aðstaða öll gerist ekki betri á nýrri sundstöðum. Við heimsóttum Sundhöllina i gær i tilefni afmælisins og spjöll- uöum við nokkra starfsmenn þar. Liija Kristjánsdóttirog Ingibjörg Sigurgeirsdóttireru þar hæstráð-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.