Þjóðviljinn - 29.03.1977, Side 9

Þjóðviljinn - 29.03.1977, Side 9
Þriðjudagur 29. mars 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Stefán Jón Hafstein skrifar frá Bretlandi Bresk olía eda amerísk? Sinum augum lltur hver á silfrið, segir máitækið, og sannaðist það vel i breska þing- inu um daginn. Eftir margra ára efnahagslega niöurlægingu og jafnlangar umræður um úr- bætur i þeim efnum hafa nokkr- ir þingmenn skilað áliti. Nú erþað kristin trú sem þjóðin á að sameinast i, máttur bænarinnar á að lyfta bretum úr basiinu. t sjónvarpsviðtali vitnaði einn af talsmönnum þessarar skoðunar til erfiðleika striðsáranna og hvernig aimennur bænadagur hefði haft mikil áhrif til að snúa gangi striðsins bretum I hag. Þegar sjónvarpsmaður vék að þætti rússa og bandarikja- manna I þeirri viðureign, svaraði talsmaðurinn þvi til að vanmat á mikilvægi kristinnar trúar mætti ekki byrgja mönn- um viðari sýn. Spuröur að þvi hvernig verða mætti að bænin yrði bretum tii bjargar einnig nú kvað hann endurreisn al- menna bænadagsins vera ótvi- ræðan áfangasigur til sam- einingar Ibæninni. „Þvi,” sagði hann ,,nú verður ekkert til bjargar bresku þjóðinni utan aimáttugur Guö á himnum.” Sinum augum litur hver á silfrið, satt er það. Þegar áköfustu talsmenn kristindóms- ins beina sjónum til himna I von um hjálp, lita hinir jarðbundn- ari niður i ystu myrkur, þar sem þeir sem þar búa eiga ógrynni auðæva: svarta gullið. Nú er það olian sem allir með örfáum undantekningum eru að biða eftir. Þegar er þessi vimu- gjafi peningafurstanna farinn að streyma úr olíupöllunum i Norðursjónum og áður en ára- tugnum lýkur munu hjólin verða farin að snúast af alvöru. Smám saman er Bretland að skipa sér i röð oliuveldanna með • allri þeirri velsæld, sem sliku fylgir. En eftir þvi sem draumurinn nálgast veruleik- ann vex efahyggjunni ásmegin, nú lita bretar i eigin barm og spyrja: Hefur verið rétt að staðið? Rót efans má rekja til þeirra sem vinna oliuna: stóru olíu- félaganna. Fyrir nærri tuttugu árum sameinuðust á fundi full- trúar allra stærstu félaganna, hinna „Sjö systra” sem slðan hafa verið kallaðar svo. Systurnar sjö bera gamal- kunnug nöfn, Esso, Mobil, Texaco, Shell, B.P. Chevron og Gulf. A umræddum fundi komu þessi félög sér saman um að hin harða og óhagkvæmna sam- keppni þeirra i millum skyldi hætta. Þess i stað skyldu þau hafa samráð um verð hverju sinni og einbeita sér að baráttu við smærri félög utan félags- skaparins. Það eru þessar syst- ur sem sitja nú að oliunni i Norð- ursjónum. Það sem nú er að renna uþp fyrir bretum er að olían þeirra mun etv. ekki verða þeim sú bú- bót sem skyldi. Systurnar sjö vilja talsvert fyrir sinn snúð og það sem verra er: ágóðinn fer að miklu leyti til yfir tii Ameriku. Kostnaðarsamt Að leita að og bora eftir oliu I Norðursjónum er dýrt spaug.svo dýrt að engin rikisstjórn megn- ar að lyfta sliku Grettistaki. Þvi var það að systurnar sjö komu til. Þessi fyrirtæki hafa lagt i gifurlegar fjárfestingar vegna oliuævintýrisins og ekki að ósekju. Eftir mannorðsmissi siðustu ára eru þau smám saman að reyna að vinna sig i álit hjá almenningi á ný. Af til- efni fjárfestinganna I Norður- sjónum fara þau miklar her- ferðir til að sýna að verk þeirra séu unnin til almannaheilla. Enn sem komið er hefur engin ágóði skilað sér vegna fram- kvæmdanna og þess er auðvitað rækilega minnst I auglýsinga- Anthony Wedgwood Benn, orku- málaráðherra breta — sáróánægður meö' framvindu oliumála. myndunum sem lofa fegurð þeirra systra. En það kemur fleira til. Þegar gróðinn loks byrjar að streyma verður það með stórfenglegum hætti. Mobil sem er sjötta stærsta fyrirtæki sinnar tegundar, mun hafa að minnsta kosti 300 miljónir punda upp úr krafsinu, trúlega þó allt a tvöfalt meira. Arið 1980 er áætlað að Mobil hafi uþb. 30 miljónir punda árlega i sinn hlut. Skerfur Mobils er þó smá- vægilegur miðað við höfuðpaur- inn sjálfan: Esso. 1980 mun Esso hafa upp 150 miljónir punda árlega, og allt I allt mun gróði þess fyrirtækis ekki verða undir2700 miljónum punda. Það eru þessar tölur ásamt með þeirri staðreynd, að llklega allt að 60% ágóðans mun renna beint til Ameriku, sem láta breta nú efast um að rétt hafi verið að málum staðið. Kortið sýnir legu helstu ollu- iinda breta á borni Norður- sjávar. Réttlæting oliusystranna Systurnar sjö hafa náttúrlega sitt til málanna að leggja. Olíu- félögin leggja áherslu á hve mikla og áhættusama fjár- festingu þau hafi lagt i, raunar sé alls ekki útseð um hvernig fari með gróða af öllu saman. Fari hins vegar svo sem til var ætlast og gróðinn skili sér, þá sé hreint ekki ósanngjarnt að sá sem unnið hafi verkið fái sín sanngjörnu laun. 1 sjónvarps- þætti sagði talsmaður Exxon t.d. að I stað þess að fjarg- viðrast yfir miklum ágóða til Bandarikjamanna skyldu bret- ar hugsa sig um. Þeir skyldu m.a. hugsa um það, hverjir hefðu veitt þeim góða þjónustu i gegnum árin, hverjir hefðu lagt út peninga sem þeir hefðu ekki haft handbæra og hverjir hefðu tekið áhættuna sem þeir hefðu ekki getað tekið sjálfir. Að öllu þessu framansögðu sæu bretar væntanlega aö allir skilmálar væru sanngjarnir. Klóraö i bakkann En þeir eru margir bretarnir, sem ekki eru ánægðir. Ahættuna sem þeir telja að lagthafi verið i meta þeir sáralitla eöa enga enda ólikt oliufélögunum i hæsta máta að taka verulega áhættu. Hvað fjármagnið varðar er auðvitað leikur einn að benda á hvaðan runnið er, að sjálfsögðu er það komið úr vasa þeirra sem keypt hafa ollu fram að þessu. Spurður um afstöðu rikis- stjórnarinnar kvaðst orkumála- ráðherrann Tony Benn, sáróánægður með framvindu mála. Sagði hann þó ástandið hafa skánað eftir að núverandi rikisstjórn tók við. Rikisstjórn Edward Heaths kvað hann hafa gefið oliusamsteypunum alltof rúmar hendur. Það sem áunnist hefði væri einkum það að I siðari samningum hefði ágóðahlutfall fyrirtækjanna íækkað úr 40% niður i' 15%. Sömuleiðis hefði bretum tekist að tryggja sérforkaupsrétt aöamk.51% að þvi sem unnið væri. Hann staðfesti að hann væri siður en svo ánægður, en undirstrikaði að samt hefði tekist að rétta hlut breta nokkuð hverju svo sem siðar tækist aö ná fram. Það er þvi um svipaðar mundir og fyrsta olian kemur upp á yfirborðið að bretar taka að spyrja sig grannt um eigin leikbrögð: seldu þeir erlendum auðhringum rjómann af auölindum sinum? Tónleikar í kvöld: Beethoven á 20 ára afmæli Kammermúsikklúbbsins Kammermúsíkkiúbburinn er tvitugur um þessar mundir og heldur afmælistónleika i kvöld þriðjudaginn 29. mars kl. 20.30 i Bústaðakirkju. Þar leikur MÁRKL-strengjakvartettinn þýski og ennfremur kvartett Reykjavikur Ensembie. Þar sem tónleikana ber upp á útfaradag Beethoveen, leikur MÁRKL kvartettinn strengja- kvartett op. 135 eftir Beethoven, siðasta fullsamda tónverk tón- skáldsins. Þá leikur Sigurður I. Snorrason klarinettkvintett eftir Reger með M&kl kvartettinum. Reykjavikur Ensemble kvartettinn leikur strengja- kvartett op 77nr 1 eftir J. Haydn, en siðan leika kvartettarnir saman oktett fyrir strengi eftir Mendelsohn. Kammermúsikklúbburinn var stofnaður i ársbyrjun 1957. Til- gangur með stofnun hans var að fylla upp i eyðu sem var i tón- listarlifinu þ.e. hér var ekki um stöðugan og markvissan flutning á Kammermúsik að ræða. Ætlun- in var að fylla upp I skarðið milli einleiks og hljómsveitartónleika. Kammermúsikklúbburinn hefur að mestu byggt starfsemi sina á islenskum tónlistarmönn- um og hafa margir þeirra fengið sina fyrstu reynslu i opinberum flutningi kammertónlistar á veg- um hans, en auk þess hefur klúbburinn boðið félögum slnum á tónleika mikilla erlendra tón- listarmanna. Einn þáttur i starfsemi Kammermúsikklúbbins er mark- viss kynning á flokkum tónverka og má þar nefna auk Branden- borgarkonserta Bach Sellósvitur Bach en þær allar hefur Erling Blöndal Bengtson flutt þrisvar og allar flautusónötur Bach, sem Manuela Wiesler hefur flutt hjá klúbbnum. Nú stendur yfir flutningur á öll- um strengjakvartettum Beet- hoven og hóf MARKL kvartettinn frá Þýskalandi þann flutning. Gert var ráð fyrir að annar þýsk- ur strengjakvartett.Sinnhofer, kæmi nú i vor til klúbbsins til að halda þessum flutningi áfram en af þvi getur ekki orðið en i stað þess kemur sá kvartett I október. Flutningi Beethoven strengja- kvartetta lýkur svo vorið 1978. Kammermúsikklúbburinn hefur nú starfað i tuttugu ár og staðið fyrir flutningi fjölda tón- verka sem tónskáldin töldu sin bestu verk en án starfsemi hans er sennilegt að mörg þeirra hefðu enn ekki heyrst á Islandi. Forstöðumenn klúbbsins eru nú Einar B. Pálsson verkfraEÍíingur, Þórarinn Guðnason læknir, dr. Jakob Benediktsson og Guðmundur W. Vilhjálmsson lög- fræðingur. Sýslumaöurinn í Skagafjardarsýslu gerir athugasemd Skólastjóri óskaði i tiiefni af frétt hér I blaðinu sl. fimmtudag með yfirskriftinni: Fingraför tekin af börnum án heimiidar, óskar sýslumaðurinn i Skagafjarðarsýslu, Jóhann Sal- berg Guðmundsson á Sauðár- króki, að taka fram eftirfarandi: 1 umræddri fréttagrein segir á takmarkaðan og villandi hátt frá rannsókn út af innbrotsþjófnaði sem framinn var I Varmahllð. Brotist hafði verið inn i geymslu- herbergi i félagsheimilinu Mið- garði i Varmahlið og þaðan stolið kassa sem i voru 12 föskur af brennivini. Kassinn fannst siðar þar sem hann hafði verið falinn i skúr innan skógræktargirðingar, skammt frá félagsheimilinu. Skólinn er skammt frá félags- heimilinu og hefur af þvi afnot til kennslu. ýtarlegri Eftir að frumrannsókn lögreglu hafði farið fram út af hvarfi kass- ans, barst sýslumannsembættinu bréf frá skólastjóranum i Varma- hlíð, Páli Dagbjartssyni, þar sem hann óskar eftir að ýtarleg rann- sókn fari fram til þess að upplýsa hver valdur sé að þessum stuldi og rannsókn verði hraðað þar sem hann taldi að ef málið ekki upplýstist, mundi það skaða rannsóknar verulega kennara skólans per- sónulega og það sem verra væri: skólastarfið i Varmahlið i heild. Ennfremur hafði húsvörður félagsheimilisins óskað eftir ýtarlegi rannsókn málsins til þess að firra sig grun. Rétt þótti að koma til móts við framangreindar óskir, ekki sist vegna álits skólans, sem skólastj. taldi vera i hættu,og reyna þvi að upplýsa málið. Það var ekki krafa eiganda hins stolna, heldur hagsmunir skólans sem hér voru að verki. Það hefði áreiðanlega þótt ámælisvert af hálfu em- bættisins ef þessum kröfum hefði ekki verið sinnt. Það, sem aðallega var svo hægt að feta sig eftir við þessa rann- sókn voru fingraför, sem fundust Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.