Þjóðviljinn - 17.07.1977, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977
Slípiefni í tannkremi rannsakað:
tii hnifs og skeidar
Umsjón: Þórunn Siguröardóttir
Aöeins 3 tegundir er
örugglega skaða ekki
glerung tannanna
Flestir eyða mun meira fé i
kaup á tannkremi en tann-
burstum, en þetta ætti að vera
öfugt. Tannburstinn og aðferðin
sem þú notar við að bursta tenn-
urnar skipta miklu meira máli
en tannkremið. Hins vegar eru
æ fleiri tannlæknar sem vara
fólk viö ýmsum tegundum af
tannkremi og þá einkum þeim
sem slipa um of glerung tann-
anna, þvi með tlmanum er
hætta á að glerungurinn eyðist
og þá minnkar mótstöðukraftur
tannanna gegn bakterium.
Sviar hafa nýlega rannsakaö
slipiefnin i 41 tegund af tann-
kremum, sem þar eru á mark-
aðinum, og þora aðeins að mæla
með þremur tegundum, sem ör-
uggt er að skemmi ekki gler-
unginn. Þessar tegundir eru Bo-
fors, sem inniheldur slipiefni úr
plastögnum, Teelak, sem inni-
heldur næstur engin slipiefni og
Dentosal, sem inniheldur natri-
umbikarbónat sem slipiefni.
Ekki er fullsannað að öll önnur
tannkrem geti skaðað glerung-
inn, en þetta eru þær tegundir
sem óhætt er að mæla með um-
fram aðrar. Þá er einnig verið
að rannsaka bragð og litarefni
tannkremanna,enþað eru eink-
um litarefnin sem menn vilja
reyna að rannsaka nánar. Æ
fleiri tegundir af matvælum,
snyrtivörumo.fl. hafa lent undir
smásjánni vegna litarefna, sem
þau innihalda. Ýmis. litarefni
hafa reynst hættuleg heilsu
manna og hefur viða dregið
mjögúr notkun þeirra, einkum i
matvælum. Slipiefnið i tann-
kreminu getur verið með ýms-
um hætti, en oftast er það gert
úr ögnum, sem við núning við
glerunginn hreinsar af honum
óhreinindin. Flúor er blandað i
margar gerðir tannkrems, en
magnið má ekki fara yfir 0,1%.
Tannlæknar benda einnig á að
mjög ungum börnum skuli ekki
gefið tannkrem á tannburstann,
þvi þau vilja gleypa það. Fólki
er ennfremur bent á að nota
alltaf nýja og góða tannbursta,
bursta tennurnar rétt og vel,
nota tannkrem sem inniheldur
slipiefni i hófi (t.d. einu sinni i
viku) og ef tennurnar virðast
óhreinar að nota þá töflur sem
fást I lyfjabúðum til aö hreinsa
tennurnar (t.d. Diaplac eða
Butter Red Coat).
á linurnar. Þær innihalda nefni-
lega 550 hitaeiningar (hver 110
gr.X en sama magn af venju-
legum kartöflum inniheldur
aðeins 83 hitaeiningar.
Að auki fer megniö af vita-
minunum, sem erU' I kartöfl-
unum, forgörðum við það að
kartöflurnar eru sneiddar niður,
steiktar I feiti og þurrkaöar.
Annað samkvæmissnarl er flest
fitandi, en þær tegundur sem
ekki eru steiktar i feiti innihalda
þó oftast færri hitaeiningar.
Kartöfluflögur:
Mikið af
hitaeiningum —
lítið af vítamínum
Kartöfluflögur, sem hægt er
að kaupa i pökkum, er ekki bara
vinsælt samkvæmissnarl',
heldur lika eftirsóttur milli-
málamatur hjá krökkum. Og þó
að þær séu kannski heldur
skárri fyrir tennurnar en sæl-
gæti, er betra að fara varlega
með þær vilji maður passa upp
Útileikföng
fyrir
sumarið
Hvernig væri að nota
sunrtarfríið til að smíða
skemmtileg leikföng
fyrirírakkana? Heimatil-
búin 1‘eikföng eru oft vin-
sælust, en því miður
hefur sá siður, að búa til
leikf öngin heima,
næstum lagst af. Hér eru
þrjár tillögur um
skemmtileg útileikföng,
sem allir krakkir hafa
gaman af, og ekki þarf
neina sérstaka handlagni
til að búa til.
Kassabíll
Einhver yrði glaður yfir
svona farartæki, en það er gert
úr spónaplötum, tveimur viðar-
fjölum og fjórum hjólum, t.d.
undan barnavagni. Aftari hjólin
eru á eigin öxli, en þau fremri
eru fest á u.þ.b. 90 sm langa
viðarfjöl. Þá er spónaplata, jafn
breið og öxullinn á aftari hjól-
unum, fest ofan á öxulinn, negld
á sterka fjöl, sem fest er á spýt-
una milli framhjólanna, og
siðan er sætið, bakið og vélar-
hðsið smiðuö úr viðarbútum eða
þunnum spónaplötum.
Stýrið þarf helst að vera gam-
alt bilstýri, en hjól af reiðhjóli
getur dugað. Bundið er band frá
stýrinu niður i framhjólin, svo
að hægt sé aö stýra. Svo er bara
að láta Imyndunaraflið um af
ganginn og mála bflinn i fal-
legum litum.
Tréhestur
Þessi hestur er einkum
ætlaður fyrir minnstu börnin, en
stærö hans má vera eftir vild
Hann er gerður úr viðarbút og
borað fyrir hjólunum, sem best
er að festa á niöursagað tréskaft
( 15 mm). Samskonar skaft er
notað i hálsinn og hausinn, sem
sagaður er út i tré, er limdur á.
Eyru-, taglið og faxiö eru
úr taui, sem neglt er á spýtuna.
Gætið þess að pússa. tréð vel
áður en það er málað. Festið
spotta I hálsinn.og þá er Skjóni
tilbúinn.
Dúkkukerra
pessi kerra er mjög auöveld i
smlðum og hana má nota fyrir
dúkkurnar, leikföng, sand eða
annaö sem krakkarnir vilja
flytja. Kassinn er úr spónaplöt-
um (16 mm.). Kerruhjól á öxli
eru fest undir kassann og tvær
góðar spýtur negldar á hlið-
arnar. Handfangið sjálft er t.d.
kústskaft, sem limt er við spýt-
urnar. Málið kerruna i fallegum
litum.