Þjóðviljinn - 17.07.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977 f' IVIEÐ |EYRUN | ■ OPIN Í vakning á útopnu Nú er heldur betur að færast líf í klúbbinn Jazz- vakning,því að í framtíð- inni verður klúbburinn með tónlistarkvöld í kjallara Æskulýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11 á hverju mánudagskvöldi í sumar. Jazzvakning hefur veriö starfandi i tæp tvö ár og á þeim tima staöiö fyrir 20 tónlistar- kvöldum sem öll hafa heppnast mjög vel, og i samtali við Þjv. vildi formaöur Jazzvakningar, Jónatan Garðarsson, taka þaö skýrt fram aö hann væri mjög ánægöur meö framkomu þess unga fólks sem sækti tónlistar- kvöldin og um ölvun hjá þessu fólki væri ekki að ræða, meö ör- fáum undantekningum sem væru þá eingöngu fólk yfir þrit- ugt, en þaö hefur aldrei leitt til neinna vandræða. Þá kvartaöi Jónatan yfir skorti á stéttarvirö- ingu ungs tónlistarfólks, þaö hefði oft orðiö aö fresta tón- listarkvöldum vegna kæruleysis og óreiöu yngri hljómsveitanna, slikt þekkist ekki hjá eldri mönnunum eins og Viöari Al- freðssyni & co. Jazzvakning hefur haft til sölu félagsskirteini sem kosta 1500 kr. og eru yfir 300 manns búnir aö fá sér þessi skirteini („Kjallarinn” tekur 100 manns i sæti). Auk þess aö veita forgang og 40-45% afslátt á aögöngu- miöaverðinu hverju sinni þá veitir skirteiniö einnig afslátt i plötuverslunum. A tónlistar- kvöldunum hafa yfirleitt komiö fram fleiri en ein hljómsveit, auk ýmsra einstaklinga sem áhuga hafa haft á aö kynna sitt efni, enda eru tónlistarkvöldin heppileg fyrir áhugasamt fólk aö koma tónlist sinni á fram- færúog býöur Jazzvakning alla velkomna aö notfæra sér þá aö- stööu sem tónlistarkvöldin bjóöa upp á i þessum efnum,og þurfa menn þá ekkert aö ein - skorða sig viö jazz frekar en þeirsjálfirvilja. 1 haust á Jazz- vakning von á finnskum jazz- leikara til landsins til aö æfa hér upp stórhljómsveit; einnig er von á kvartett á vegum Nomus sem skipaður veröur mönnum frá Sviþjóö, Noregi, Danmörk og Finnlandi. Þá hefur Jazz- vakning ákveðiö að kynna þvi fólki sem heimsækir „kjallar- ann” i sumar á mánudags- kvöldum sögu jazzins I tali og tónum. —JEns Bremúvínsslagarar A útopnu — Steinka Bjarna ÁÁ-hljómplötur Störnugjöf (af fimm mögulegum): Fyrir tveimur árum sló Stein- unn Bjarnadóttir alÞhressilega i gegn ásamt Stuömönnum þar sem hún söng lagiö „Strax i dag” sem varð svo vinsælt hjá börnum undir 12 ára aldri og sjúklingum á ýmsum, aö eitt- hvaö af umræddu fólki er ekki ennþá búið aö ná sér eftir ósköp- in. Nú er Steinunn búin aö syngja inn á sólóplötu viö undirleik J.M.-Sextettsins, en meölimir hans eru Tómas Tómasson bassagitarleikari, Þóröur Árna- son gitarleikari, Ragnar Sigur- jónsson trommuleikari, Gunnar Ormslev saxófónleikari, Áskeli Másson slagverksleikari og Jakob Magnússon pianóleikari, en hann sá einnig um útsetning- arnar sem eru gamaldags, létt- ar og pottþéttar. Bakraddirnar eru sungnar af Agli Ölafssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Helga Péturssyni, Ólafi og Gunnari Þóröarsonum. Magnús Ingi- marsson sá um útsetningar fyrir fiölur og saxófóna i tveim- ur laganna. Lögin sem eru 14 eru mörg hver komin til ára sinna og hafa sum þeirra oröið nokkuö vinsæl með hinum ýmsu flytjendum t.d. „Hello Dolly” (Louis Armstrong o.fl.), „Honey Will You Marry Me” (Stuðmenn), „Abba-Dabba” (Fiörildi); sjálf á Steinunn tvö lög á plötunni. Textarnir sem allir eru samd- ir á islensku eru flestir mjög lé- legir, megniö af þeim eru eftir Steinunni og/eöa Böövar Guömundsson. Veikasti punktur plötunnar er þó söngur Steinunnar, en rödd hennar kemur afskaplega illa út, sérstaklega þar sem hún þarf að ná hærri tónum, þá virka þeir á mann sem hjáróma skræk. Umslagið er hannaö af önnu Bjarnadóttur og er þaö afar venjulegt. Textarnir fylgja meö á sérprentuöu blaði. Bestu lög: Ellimóö (Steinunn Bjarnadótt- ir). Adam i Paradis (Bellmann). Bestu textar: Ertu aö koma? (Jón Sigurös- son) Ö, segðu ekki meir (Böövar Guömundsson). Að drukkna í plötuflóði Nú viröist allt benda til þess aö hljómplötuútgcfendur á ts- landi ætli aö kaffæra hvern ann- an og fleiri i hljómplötum þaö 'sem eftir er af árinu. Þegar áriö er hálfnaö er kominn út um tug- ur hljómplatna, en vitaö er um a.m.k. þrjá tugi til viöbótar sem von er á áöur en árið er á enda, og sú tala á eflaust eftir aö margfaldast mikiö samkvæmt reynslu fyrri ára. Mjög fljótlega megum viö eiga von á plötum meö Lúdó & Stefáni, Eik, Geimsteini, Haukum, Logum, Rut Reginalds, Kristinu Ólafs- ióttur og Dúmbó & Steina .Þá er von á Visnabókarplötu meö Gunnari Þórðarsyni og Björg- vini Halldórssyni, barnaplöt- unni Gagn & Gaman. Páll Páls- son og Jón úr Dögg eru i stúdiói um þessar mundir, Karl Sig- hvatsson er aö byrja aö æfa fyr- ir plötu um Emil i Kattholti, Eniga Menigaplatan veröur gefin út fljótlega meö sænskum textum, i bigerö eru svo plötur meö Ólafi Þóröarsyni, Manna- korn, Poker, Gaukum, Deildar- bungubræörum, Jörundi Guö- mundssyni, Bergþóru Arna- dóttur, Gisla Rúnari Jónssyni Megasi, Nútimabörnum, Magn- úsi & Jóhanni, Celsius, Herbert Guömundssyni o.m.fl. Björgvin Halldórsson á tilbúiö efni sem hann langar til að koma á sólóplötu sem fyrsUog sömu sögu er aö segja um hljómsveitirnar Arblik og Christal? svo var eitthvaö búið aö ræöa um sólóplötu meö Gunnari Þóröarsyni I sumar.en paö dregst vist eitthvaö, enda er vlst af nógu aö taka fyrir þvi. Þá ætla islensku hljómsveitirnar Pelican og Vikivaki, sem starf- andi eru I Danmörku sú fyrr- nefnda og Sviþjóð sú siðar- nefnda, aö heimsækja Island i sumar og koma væntanlega báöar meö glóövolgar plötur með sér, ef allt fer samkvæmt áætlun. —Jens

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.