Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977
Marit Bockelie:
Málshættir
SAMA
Mönnum til myndlistarhressingar á miðju
sumri birtum við nokkrar svartlistarmyndir
sem Marit Bockelie hefur gert um málshætti
sama. Ekki fylgja myndum þessum upplýsingar
um það, hvernig málshættirnir hljómi, en þær
gefa allavega mjög þokkafulla hugmynd um
ýmislegt það sem einkennir þjóðlif þessara
granna okkar i Norðanverðri Skandinaviu.
Alaska
Framhald af bls. 4.
eindatækjum, sjónvarpsskerm-
um og tölvum, og sérstök eftir-
litsstöð var byggð i Valdez til aö
fylgjast með lögninni. Þannig átti
að vera hægt að gripa inn i ef ein-
hvers staðar kæmi i ljós bilun.
Þetta tækniundur kostaöi átta
miljarða dollara, og þurfti
tuttugu þúsund verkamenn til að
byggja það. Leiðslan var 1300 km
löng og á henni voru fjölmargar
dælistöðvar. Eftir fáeinar vikur
streymir svo þessi heimskauts-
olia inn á bandariskan markaö.
Talið er aö hún geti gert banda-
rikjamönnum kleift að minnka
oliuinnflutning um fjóröung. En
vegna þessa mikla tilkostnaðar
og óralangs flutnings er mikil
hætta á að þessi olia veröi mjög
dýr; oliufélögin óttast jafnvel að
hún verði tæplega samkeppnis-
hæf á frjálsum markaði Banda-
rikjanna. Það gæti þvi farið svo
að oliufélögin fyndu enga oliu-
kaupendur og yrðu að sitja uppi
með miklar óseldar birgðir; —
yrði það hlálegur endir á þessu
ævintýri.
Bilanir
Hitt er svo annaö mál, hvort
tæknibúnaðurinn allur reynist
eins vel og til var ætlast, og hvort
ekki kemur i ljós, að ótti um-
hveríisverndunarmanna hafi við
rök að styðjast. Bilunin, „sem
ekki átti að geta oröið” i Ekofisk.
hefur mjög dregið úr trú manna á
þeirri tækni, sem á að fyrirbyggja
öll slys; sumir álita jafnvel að
helsti tilgangur hennar sé að
friða almenningsálitið og svara
rökum umhverfisverndarmanna.
Það er þvi tæplega neitt
undrunarefni aö þegar skuli hafa
komiö i ljós bilanir á oliulögninni
fyrstu vikurnar sem hún var
starfrækt. Snemma i júli varð
mikill oliuleki i leiðslunni, og
þurfti þá aö stööva oliurennslið i
64 ti'ma. Viku siðar varð spreng-
ing i einni dælustööinni, sex menn
særðust og aftur þurfti að stöðva
oliurennslið.
(Byggt á Le Nouvel Observateur
og Information.)
TlS^ — —
Geðdeild
Landspítalans —
(útboðsverk IV)
Tilboð óskast i að fullgera B, C, X) og E
álmur af húsi Geðdeildar Landspitalans,
Reykjavík.
Verktími er frá 1. sept. 1977 til 31. des.
1979. Verkinu er skipt i fimm verkhluta.
Verktaki tekur við húsinu tilbúnu undir
tréverk.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, frá þriðju-
deginum 19. júli 1977 gegn 40.000.00 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 16. ágúst 1977, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
SUMARFERÐ
...Verkakvennafélagsins Framsóknar
verður Iaugardaginn 6. ágúst. Farið verð-
ur i Þjórsárdalinn og Sögualdarbærinn
skoðaður. Kvöldverður að Flúðum.
Áríðandi að tilkynna þátttöku sem fyrst til
skrifstofunnar. Stjórnin.
r
Artúnshöföasamtökin
Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn
19.7.1977 klukkan 16.00 i matstofu Miðfells
h/f Funahöfða 7 Reykjavik.
Auk aðalfundarstarfa verða umræður um
bréf frá borgarstjóra. önnur mál.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Barnlaust reglusamt par i framhaldsnámi óskar að taka
2ja-3ja herbergja Ibúð á leigu frá 1. ágúst. Leigutlmi
minnst 1-2 ár. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg.
Vinsamlega hringið I sima: 40690.
Innilegustu þakkir færum við ykkur öllum, sem á einn eða
annan hátt vottuðu okkur samúð og vinarþel við andlát og
jarðarför Björns Konráðs Sigurbjörnssonar, óðinsgötu 8a,
fylgd til Selfoss, hjálpsemi og veitta virðingu þar og
annarstaðar
Dagbjört ólafsdóttir Jónina Björnsdóttir Leifur Björnsson
Sigurbjörn Björnsson barnabörn og tengdabörn
Ingþór Sigurbjörnsson.
V--" — '