Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 17
Sunnudagur 17. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Alyktun Fylkingarínnar um Helmut Schmidt BlaOinu hefur borist samþykkt frá Fylkingunni þar sem fram kemur heldur takmörkuO hrifning á Schmidt kanslara. Þar segir m.a.: 1 gær kom hingaO til lands Helmut Schmit kanslari Vestur- þýskalands. Hingað kemur Scmidt frá Whasington, þar sem hann hefur rætt við forseta Bandarikjanna um leiðir til aö styðja við fúnar stoðir auð- valdsskipulagsins og berjast gegn verkalýðs- og byltingaröfl- unum hvarvetna i heiminum. Vesturþýskaland hefur á siðari árum orðið eitt af sterkustu rikj- um auðvaldsins, með sivaxandi efnahagsleg og pólitisk itök viös vegar um heim. 1 dag, þegar bar- átta blakkra i Suöur-afriku fer vaxandi, er rétt að minna á hinar miklu fjárfestingar vesturþýskra fyrirtækja i Suðurafriku og hinni gömlu nýlendu Þýskalands, Namibiu. Styrkur vesturþýska auðvalds- ins hvilir á arfi fasismans og heimstyrjaldarinnar. I þeim ósigrum tókst að brjóta á bak aft- ur og lama baráttuvilja vestur- þýsku verkalýðsstéttarinnar. Þennan arf hefur vesturþýska auðvaldið undir forystu sósialdemokratiskrar stjórnar Schmidts reynt að varðveita með pólitiskri kýgun og lögregluað- gerðum: Pólitiskar fangelsanir, persónunjósnir og hið illræmda Berufsverbot. Helmut Schmidt er i forsvari þeirra sem bera höfuð- ábygð á þessari þróun. Fylking Byltingarsinnaðra Kommúnista skorar á alla verka- lýðs- og byltingarsinna að sýna samstöðu með féiögum okkar i Vesturþýskalandi gegn þeim kúgunaröflum sem Helmut Scmidt veitir forstöðu. Abending um gest íslenskra ráðamanna Fréttatilkynning frá stjórn Baráttuhreyfingar gegn heims- valdastefnu: I tilefni af komu Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýska- lands til Islands vill stjórn Baráttuhreyfingar gegn heims- valdastefnu minna á að stjórn Sambandslýðveldisins hefur um þrjátiu ára skeið veriö ötull máls- vari nýlendustefnunnar i Afriku og viðar. Vopnin sem portúgalir notuðu i nýlendum sinum i Afriku voru að miklu leyti fengin frá Sambandslýöveldinu, og vestur- þjóöverjar studdu til aö mynda byggingu vopnaverksmiðju i Lissabon snemma árs 1974. Atvinnubann — plakat Vesturþjóðverjar hafa einnig lagt kúgunarkerfi Suðurafrikustjórn- ar lið, bæði leynt og ljóst, i trássi við alþjóðlegar samþykktir. Vopnabúr Suður-Afriku er alvarleg ógnun við heimsfriðinn og eiga vestur-þýsk stjórnvöld töluverða sök á að svo er. Löng- um hefur verið vitað að vestur- þjóðverjar hafa selt stjórn Vorst- ers mikið magn hergagna. Þó kastaöi fyrst tólfunum þegar leyniskjöl, sem birt voru opinber- lega haustið 1975, le;iddu i ljós að hátt settir embættismenn STÚDENTARÁÐ Sambandslýðveldisins hafa lagt á ráðin um aðstoð vesturþýskra fyrirtækja við kjarnorkuáætlun Suðurafrikustjórnar, sem nú framleiðir sinar eigin kjarnorku- sprengjur. Stjórn Baráttuhreyfingar gegn heimsvaldastefnu bendir islensk- um ráðamönnum á að gestur þeirra að þessu sinni er fulltrúi rikisvalds, sem auk þess að traðka á sjálfsögðum mannrétt- indum heima fyrir styrkir stjórn- völd i Suður-Afriku ogviðar,þar sem þorri manna verður að búa við kúgun og eymdarkjör. gegn kanslaranum Stjórn Stúdeotaráðs Háskóla Islands vill i tilefni af komu Helmuths Schmidt kanslara vestur-Þýskalands til Islands lýsa yfir andúð sinni á átroðslu vestur þýskra stjórnvalda á al- mennu lýðræöi og mannréttind- um. Ofsóknir vestur-þýskra stjórn- valda á hendur vinstri mönnum og sósialistum þar i landi, sem felast m.a. i atvinnuofsóknum, pólitiskum réttarhöldum og fang- elsunum, persónunjósnum, hús- rannsóknum og sifellt harðari rit- skoðunum svo eitthvað sé nefnt, hljóta hvarvetna aö sæta ámæl- um hugsandi fólks. Enda eru v- þýsk stjórnvöld sifellt að fá yfir sig mótmæli og áhyggjufortölur hvaöanæva aö vegna ástandsins i landinu. Við leggjum áherslu á, að of- sóknir vestur-þýskra á hendur vinstri mönnum og sósialistum er ekkert einkamál þarlendra frek- ar en önnur bro. gegn mannrétt- indum. 1 nafni lýðræðis er nú verið að útrýma lýðræði I vestur-Þýska- landi. Sagan sýnir okkur, aö slik þróun getur haft skelfilegar af- leiðingar fyrir þjóðir heimsins. Við lýsum þvi yfir andúð okkar á þessari þróun og á þvi rikisvaldi, sem undir forystu Helmuti Schmidt ber ábyrgð á þessari skerðingu mannréttinda. Stjörn SHl Mannréttindi í V-Þýskalandi? V-þýski lögfræðingurinn Klaus Croissant, sem er þekktur verjandi Baader- Meinhof hópsins svo- nefnda baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður í Frakklandi 12. júlí s.l. Croissant hefur eins og margir vinstri menn og sósialistar fengið að kenna á pólitiskum ofsóknum v-þýskra yfirvalda á hendur þeim sem kallaöir eru óvinir lýðræðis- ins. Hann sat fleiri vikur i fang- elsi á árunum 1975 og 1976 grun- aður um samúð og samsæri meö skjólstæðingum sinum. Siðan var vegabréf hans afturkallað og hef- ur hann mátt mæta tvisvar i viku á lögreglustöð i Stuttgart til að til- kynna sig og veriö bannað að fara úr landi. Dómstóll i Stuttgart dæmdi fyrir tveimur vikum mál- flutningsréttindi af Croissant i málum sem teljast varða öryggi rikisins. Fegrum Reykjavík Umhverfismálaráð Reykja- vlkur mun á næstu vikum hvetja borgarbúa til þess að fegra um- hverfi sitt. Verður veitt viöur- kenning fyrir fegurstu götu borg- arinnar, athyglisveröasta húsið, snyrtilegasta frágang og umhirðu á ióöum stofnana og atvinnufyrir- tækja. Þá mun einnig veitt viður- kenning fyrir gluggaútstillingar. Umhverfismálaráðið efndi i vetur til samkeppni um vegg- spjald i Myndlista- og handiða- skólanum. Myndin sem hlut- skörpust varð er eftir Hafþór R. Þórhallsson, og er nú veriö að hengja veggspjaldið upp sem viö- ast til aö minna fólk á nauðsyn þess að fegra og snyrta sitt nán- asta umhverfi. við erum vtímu& ^ÖÐLEGW Sem einn hlekkur í stœrstu bílaleigukeóju Evrópu er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en óóur þegar þú feróast til útlanda, þa er aóeins óö hafasamband vió okkur, óóur en þú feró og vió munum sjó um aó bill fró InterRent bíói eftir þéró hvaóa flugvelli sem er, eóa annars staóar, ef þu óskar þess car rental OKKAR BILL ER ÞINN BILL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER þetta er þjónustutakmark okkar Aó sjólfsögóu veitum vió allar upplýsingar þú þarft aóeins aó hringja eóa koma BORGARTUNI 24 - SIMAR 24460 & 28810

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.