Þjóðviljinn - 17.07.1977, Side 24
MOBVIUINN
Sunnudagur 17. júli 1977
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
Sumargotssíldm er vandlái
Hrygnir
aðeins
/
a
malar-
botni
1 haust verður leyft
að veiða 25 þús. tonn af
sumargotsild hér við
land. Stofnstærð henn-
ar er nú áætluð 120 þús.
tonn, en var fyrir hrun-
ið á milli 3 og 400 þús.
tonn. Fiskifræðingar á-
lita að stofninn nái
þeirri stærð aftur á-
næstu 5-10 árum og gefi
þá árlega af sér milli 60
og 80 þús. tonn.
Á vorgotsildarstofn-
unum báðum er hins
vegar engin batamerki
að sjá, og verður þvi
ekki veitt úr þeim i
bráð.
Þessi árangur hefur
náðst með róttækum
friðunaraðgerðum und-
anfarinna ár, og
veiðispár byggjast á
ströngu eftirliti með
veiðunum framvegis.
Starfsmenn Hafrannsóknar-
stofnunarinnar, þeir Kjartan
Thors, jarðfræðingur, og Eyj-
ólfur Friðgeirsson, fiskifræð-
ingur, eru nýkomnir úr allný-
stárlegum ranbsóknarleið-
angri á rannsóknarskipinu Ama
Friðrikssyni. í leiðangrinum
voru kannaðar hrygningar-
stöövar sumargotsildarinnar
fyrir Suðurlandi, og byggist
rannsóknin að nokkru leyti á
botngerðarkortum, sem unnin
voru i vor, en einnig á heföbund-
inni vitneskju um þekkt hrygn-
ingarsvæði. I tilefni af þessu
sneri Þjóðviljinn sér til þeirra
Kjartans og Eyjólfs og bað þá
að segja nánar frá þessum nýju
aðferðum, niðurstöðum leiðang-
ursins og mati þeirra á þeim.
Þetta nýja tæki, sem nefnt er
botnsjá, var fyrst tekið i notkun
i vor, en þá kannaði Kjartan
botngerð i SV-Faxaflóa og einn-
ig á þekktum sildarhrygningar-
stöðvum úti fyrir Garðskaga,
Krisuvik og við Vestmannaeyj-
ar Botnsjáin byggir á bergmáls
mælingum og umbreytingu
þeirra yfir ie.k. mynd af botnin-
um. Hljóðgeisli er sendur ská-
Sagt frá rannsóknum Kjartans Thors, jarðfræðings
og Eyjólfs Friðgeirssonar, fiskifræðings,
á hrygningarstöðvum sumargotssddarinnar
botnsblettir, annar við Eina-
drang og hinn við Þridranga.
Allt Surtseyjarsvæðið er hins
vegar þakið fingerðri gosösku,
og hentar þvi alls ekki lengur til
hrygningar.
Austar var farið á þekktar
hrygningarslóðir, leitað aö slld
og botngerðin könnuð. Sild
fannst á talsverðu svæði úti fyr-
ir Ingólfshöföa og þar er einnig
malarbotn að finna. Eyjólfur
kvaðst ekki áður hafa séð jafn
mikla sild og við Hrollaugseyjar
nú, en þar eru einnig hagstæð
hrygningarsvæði. Ætlunin var
að fara enn austar, þvi að á und-
anförnum árum hefur orðiö vart
við sild úti fyrir Stokksnesi, en
veður hamlaði frekari ferðum
að sinni.
Eyjólfur Friðgeirsson sagði,
að fyrir þetta verkefni, könnun
á hrygningarsvæöum sildar,
hefði kortlagning botnsins
reynst sérlega vel, þar sem nú
værihægtað fá nákvæma lands-
lags- og jarðlagamynd af hon-
um, en rannsóknir hingað til
hafa byggst á botnsýnatöku,
söfnun sviflirfa, auk þess sem
fylgst hefur verið með hrygn-
ingartorfum.
Þeir Kjartan og Eyjólfur
töldu mikilvægi botngerðar-
korta af þessu tagi mjög mikið.
Vitað er að allar sjávarlifverur
eru háðar ákveðnum botngerð-
um ýmist til átu, hrygningar
eða uppvaxtar, og ef dæmi er
tekið af botnlægum lifverum
eins og hörpudiski þá er ná-
kvæmni botnsjárinnar það mikil
að hægt væri að kortleggja legu
hans beint.
Um framhald þessara rann-
sókna sögðu þeir tvimenningar
að þær væru langt komnar.
Eyjólfur kvaðst vonast til þess
að þeim yrði lokið, hvaö sildina
varðar á næsta ári, og Kjartan
bjóst við að halda áfram við
frekari kortlagningu land-
grunnsins.
— AI
hallt niður á botninn frá tæki,
sem rannsóknarskipið dregur.
Þessi „fiskur” er tæplega
tveggja metra langur, en hinn
hluti botnsjárinnar svo og ritinn
er inni við. Hljóðgeislann má
stilla þannig að hann lendi á
mismunandibreiðu svæði, þvert
á stefnu skipsins, og siðan er
bergmálinu varpað upp á
myndrita. Meö þessu fæst mynd
af botninum, sem kortin eru
gerð eftir.
Crvinnsla botngerðarkorta af
þessu tagi er mjög timafrek,
nánast handavinna, þar sem
siglt er eftir samsiða linum með
500 metra millibili, en á þessu
svæði skiptast á fast berg, sand-
ur, aska eða fingerður leir og
svo mölin.
Meö þessum hætti má finna
nákvæmlega hvar möguleikar
eru fyrir sildina til þess að
hrygna, en það gerir hún ein-
göngu á malarbotni, fylgjast
auðveldlega með þeim svæðum
og verja þau fyrir togveiðum, i
stað þess aö leita sifellt á öllu
þessu svæði eða loka mun stærri
svæðum.
í þessum leiöangri var gengiö
út frá mælingum Kjartans frá i
vor,og malarbotn kannaður við
Garðskaga og Krisuvik. I ljós
kom að við Vestmannaeyjar,
þar sem vitað er aö sildin
hrygndi mikið áður fyrr,eru að-
eins tveir lófastórir malar-
Eyjólfur Friögeirsson, fiskifræðingur: Meö til
komu þessarar tækni getum viö áttaö okkur
mun betur á þvi, hvar hrygningarsildina er
aö finna, og hvaöa svæöi á aö vernda.
Kjartan Thors, jaröfræöingur, meö myndstrimil
úr botnsjánni.