Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 NIRÆÐUR A MORGUN: Helgi Jónsson Á morgun veröur einn af nán- um vinum minum og samherjum af eldri kynslöðinni á fjóröa ára- tugnum, Helgi Jónsson, Austur- brún 6, 90 ára. Þetta er orðin löng baráttusaga og má ekki minna 'vera enég biðji gamla blaðið okk- ar að flytja honum árnaðaróskir og kærar þakkir fyrir samstarfiö. Við áttum báðir nokkurn þátt i þvi að koma þessu blaði á legg af miklum vanefnum en þeim mun meiri bjartsýni. Og enn lifir blað- ið þrátt fyrir allt, sem á daga þess hefur drifið, langt bann erlends hernámsliðs, fangelsanir rit- stjóra þess og sifelldar fjárhags- kröééur, þannig að oft virtust engin úrræði, en samt fundust þau. 1 áratugi var háð þrotlaus barátta fyrir lifi þess. En það lifði samt, vegna þess aö það átti sér lifsuppsprettu i eldmóði, sið- ferðisstyrk, stéttarþroska, fórn- fýsi og þrautseigju fjölmargra ágætismanna i fslenskri verka- lýðsstétt. Þetta voru sömu menn- irnir og háðu hina hörðu, ómildu stéttabaráttu fjórða áratugsins, tókst að endurheimta verkalýðs- hreyfinguna úr hers höndum og sameina hana á ný, eftir aö hún hafði verið klofin i grunn. Þessi barátta var forsenda þeirra sigra, er siðar unnust og ger- breytti lifskjörum alls almenn- ings á Islandi. Það var raunar annað og miklu meira, sem fyrir þeim vakti, ekkert minna en ger- breyting þjóðskipulagssins á ts- landi. Enn eigum við harla langt að þvi marki, og ekki að undra þótt hinum gömlu baráttumönn- um þyki gangan orðin ærið löng eftir að hafa sótt á brattann i nærri heila öld. Þegarég minnist slikra manna, þá er Helgi i Bröttugötunni einn þeirra eldri félaga frá þeim ár- um, sem mér kemur fyrst i hug. Og nú veit ég að samherjar okkar beggja frá þeim tima kannast betur við manninn. Þaö eru til margir Helgar Jónssynir en að- eins einn Helgi i Bröttugötunni. Við sem börðumst saman fyrir nýrri stefnu i Dagsbrún á þeim árum, gleymun aldrei honum Helga i Bröttugötunni. Þegar á reyndi og hreyfingin þurfti á góð- um og öruggum liðsmanni að halda, þá var nafn Helga ávallt meðal hinna fyrstu, sem nefnd voru. Nú finnst mér nafn hans eins og tákn alls hins besta ffa þeirri tið. Persónulega þekkti ég hann ekki mikið og veit litið um einka- lif hans. Þó hittumst við oft. En þá var umræðuefnið ævinlega sameiginleg áhugamál og brýn úrlausnarefni á þessum storma- sömu timum. Enn lifir Þjóðviljinn þrátt fyrir allt, þótt oft hafi munað mjóu. Einn af náfrændum Helga, Magnús Kjartansson, var rit- stjóri hans um langt skeið og setti þá svip sinn á blaðið öllum öðrum fremur. Og nú er hann orðinn meiri stærð en okkur Helga dreymdi um i fyrstu, þegar viö vorum sem nákomnastir honum. Og fleira hefur breytst, sem okk- ur óraði ekki fyrir. Ef Helgi hefði þá séð i draumi sumar greinar Þjóðviljans á árinu 1977, þá heföi hann áreiðanlega ekki trúað þvi, að slikt ætti fyrir honum að liggja. Hann var mjög virkur fél- agi i þeim flokki, sem stofnaöi Þjóðviljann, og nú er sá flokkur sagður hafa verið fáum harm- dauði i einni greininni. Nú eru vissulega aðrir timar og önnur verkefni. En ábyrgð þeirra, sem skrifa i Þjóðviljann, er engu minni en fyrr. Helgi var ófeiminn að segja okkur til syndanna á sin- um tima. Nú býst ég við að hann segi ekki margt við ykkur Þjóð- vMjamenn. En hann hugsar kannski meira. Og hann ætlast áreiðanlega til þess, að þeir sem nú hafa tekið við Þjóðviljanum, skrifa hann og móta stefnu hans, geri sér ljósa grein fyrir þeirri sögulegu ábyrgð, sem þeir hafa tekið á sig og þeim vanda, sem þvi fylgir. Undanfarið hefur Þjóðviljinnn birt nokkur stórfróðleg viðtöl við Reiknistofa bankanna óskar að ráða eftirtalda starfsmenn: Starfsmenn til forritunar og kerfissetningar. Æskilegt er, að um- sækjendur hafi bankamenntun, stúdents- próf, viðskiptamenntun eða tilsvarandi menntun. Starfsmann til tölvustjórnar og skyldra starfa. Störf þessi eru unnin á vöktum. Æskilegt er, að umsækjendur hafi bankamenntun, stúdentspróf eða til- svarandi menntun. Starfsmann til gagnaskráningar og almennra skrifstofustarfa. Æskilegt er, að umsækjendur hafi reynslu i gagna- skráningu. Hálfsdags vinna kemur til greina. Ráðning f .mkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranes- vegi 5, Kópavogi,fyrir 27. júli 1977. aldna baráttumenn, nú siðast við Andrés vin minn i Smiðshúsum á Eyrarbakka. 1 slikum viðtölum má oft læra margt um Islands- söguna á þessari öld, stórum mik- ilvægara en finnst i kennslubók- um skólanna. Helgi hefði áreiðan- lega ekki frá minna að segja úr langri baráttusögu allt frá fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar. Hann var meðal annars einn þeirra, sem tóku þátt i átökunum 1921 um rússneska drenginn, sem Olafur Friðriksson hafði tekið i fóstur og fluttur var nauðugur úr landi. Að lokum vil ég endurtaka þakkir minar og árnaðaróskir um friðsamt kvöld eftir langan og strangan vinnudag. Brynjólfur Bjarnason Helgi Jónsson fæddist i Fifl- holtshjáleigu i Landeyjum. Mest- an hluta ævi sinnar hefur hann átt heima i Reykjavik og gegnt verkamannastörfum, siðast um alllangt skeið hjá Afengis- og tóbaksverslun rikisins. Fyrri kona Helga var Ragnheiður Pét- ursdóttir, en núlifandi kona hans er Guðriður Halldórsdóttir. Þau að Austurbrún 6, Þjóðviljinn árnar heilla á niræðisaf- eiga heima Reykjavik. Helga allra mælinu. Gaglafundur i Norrœna húsinu 14. mai Þetta var ekki fundur í rithöfundafélagi heldur fundur fugla. Ekki fugla, heldur fogla. Nei, gagia. Já gagla. Sum þeirra orðin úf in inni á sér þegar þau komu. Göglin sátu á stólum, illileg og slitu á sér f jaðrir í heift. Hvaða heift? Það veit enginn. Af hverju heift? Nobody knows. Bara heift. Sumir heyra reyndar illa. Gaglafundarstjóri sagði gaglafund settan. Við það kom ókyrrð upp í stólunum og byrjað var að brýna gogga, síðan kom upp fyrsta garg. Síðan garg við því gargi. Og enn garg. Brátt f laug upp allur sá úf ni skari ,,með hásu og hrjúf u gargi", særingum, heitingum, heiftarorgi og sogum, tryllingi, f laugst á í loftihu fyrir ofan mig, ogdattofaná mig f jöðurstafur og f jöðurstafur, þvi að allir reyttu alla, sumir urðu berir og duttu, f u11- reyttir. Þá reis upp mikilúðlegur f ugl í mannslíki og vildi banna þessi læti. Nokkrir vildu banna þetta bann, vildu fá að flaksast lengur um loftið, reyta og garga, en f leiri voru þeir, sem farið var að finnast þessu virðulega heldrifuglafélagi misboðið og virðuleik þess teflt í voða, sögðust hætta og fara. Enn sauð þó heiftin í gagli og gagli en var heldur að fjara út. Hljómgrunnur fyrir garginu var nú enginn lengur, líklega ekki grundvöllur heldur. Og nýttust ekki þau tjáskipti þaðan af. Ég komst út í kalt vorloftið og sýndist sá friðléikur sem meistari þessa húss hafði í það lagt vera farinn af því. M.E. Vorum að taka upp nýjar blússur mussur kjóla o.fl. Strandgötu, Hafnarfirði — simi 50075.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.