Þjóðviljinn - 17.07.1977, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ! Sunnudagur 17. júll 1977
Ekki aðeins hið leyfða og
æskilega er eftirsóknar-
vert, heldur einnig and-
stæðan. Það sem bannað er
býr yfir ólýsanlegum töfr-
um. Ýmist vegna hagræðis
í samfélaginu (lög og regl-
ur) eða vegna innrætingar
trúarbragða er bannið sett
og hvert bann leiðir af sér
tabú. I bókinni „Kvik-
myndir sem andófslist"
ræðir höfundur hennar,
Amos Vogel, um hinar
ýmsu tegundir tabúa.
feröislegra glæpa og kláms.
Þvert á móti benti margt til aö
slikir glæpir væru framdir af fólki
sem skortir klámfengiö efni.
Ekkert benti til að klám skaöaöi
börn, samt vildi nefndin ekki
mæla beinlinis meö sýningu þess
fyrir börn vegna skorts á áreiöan-
legum upplýsingum. Þáverandi
forseti USA, Richard Nixon, tók
ekki mark á niðurstöðu nefndar
sinnar og jók ritskoöun á klámi.
Af kvikmyndum um þessi efni
má nefna: Rúmiö (Broughton,
USA,) Þekktir — og naktir —
listamenn og rithöfundar sýna
merka atburöi, sem eiga sér staö
i rúminu. Númer 4 (Ono, Bret-
Utangarös- ^
kvikmyndir J
Kvikmyndaeftirlitiö óþreytandi aö störfum eins og þaö birtist I kvikmynd James Broughton „The
Pleasure Garden”.
Hneykslandi kvikmyndir
Dæmi um slikt eru m.a.
kynlíf, nekt, úrgangsefni
líkamans, hætta, dauði,
fæðing, guðleysi, pólitík,
hörmungar, innyfli.
f kafla um nekt, erótlk og
óvenjulegt kynlif ræðir hann þessi
vinsælu viðfangsefni kvikmynda
og rekur hvernig eitt ritskoöunar-
vigið fellur af öðru, fyrst i neöan-
jaröarkvikmyndum, siöan I
klámkvikmyndum og loks i
skemmtiefni fyrir alla fjölskyld-
una. Hann gerir ráö fyrir aö af-
hjúpun tabússé til góðs — „frels-
andi”. Hin fyrrverandi tabúreyn-
ast yfirleitt jafnmeinlaus fyrir
kerfiö og trúna, en afnám þeirra
er auövitaö til aö minnka viröingu
fyrir fulltrúum þessa á hverjum
staö.
Höfundur segir frá visindalegri
niðurstööu nefndar forsetans
(bandariska) um klám og siðleysi
frá 1970, skipaðri dómurum,
kennurum, visindamönnum,
læknum og prestum. En hún var á
þá leiö, aö klámfengiö efni heföi
kynæsandi áhrif á flesta, en ekki
væri hægt aö merkja breytingu á
kynhegðun, nema ef vera skyldi
tilbreytingarrikara samlif hjóna.
Engin visbending fannst sem gæfi
til kynna samband milli kyn-
landi): Niutiu minútna sýning á
þrjú hundrum fjörutiu og sex
rössum merkisfólks i London. Ég
er forvitin (Sjöman, Sviþjóð):
Tiigerðarlaust og frjálslegt kyn-
lif skyggöi næstum á árás
myndarinnar á gildimat vel-
feröarþjóöfélagsins. Siöasti tangó
i Parls (Bertolucci, Frakklandi):
Eins og „Ég er forvitin” er þessi
mynd þekktari fyrir kynlífs-
myndir en aöra hugsanlega verö-
leika. ókunnur bankar
(Jacobsen, Danmörk): Þá kvik-
mynd var ekki hægt að klippa
nema meö þvi aö gera söguþráö-
inn gjörsamlega óskiljanlegan.
Fuses (Schneemann, USA):
Upptökur af samförum I marg-
vislegum stellingum. Filman
hlaut meöhöndlun i sýrum, ofni
o.fl. Sodoma og Mamma og pabbi
(Otto Muehl, Austurriki): Tvær
kvikmyndir liklega mesta
hneykslunarmeistara starfandi i
kvikmyndum i dag. Myridirnar
munu vera ólýsanlega hneykslan-
legar.
Dæmi um hneykslandi kvik-
myndir án áherslu á kynlifi eru:
Titicut Follies (Wiseman, USA),
Upptökur frá hæli fyrir hættulega
geðsjúklinga. Kvikmyndin var
bönnuö strax aö gerö hennar lok-
inni. Dr. Strangelove (Kubrick,
USA)i Myndin sýnir hversu litiö
þarf til að setja af stað atóm-
styrjöld. Sölumaöur (Maysels
bræöur, USA), Cinema vérité
athugun á guöstrú sem söluvarn-
ingi.
1 kafla um fæöinguna kvartar
höfundur yfir litilli og þá yfir-
drepsfullri meöferö á fæðingunni
i kvikmyndum almennt en hrósar
einni kvikmynd, Kirsa Nicho-
lina (Nelson, USA), sem lýsir
fæðingu barns i kommúnu. Ekki
aðeins faöirinn heldur einnig 'vin-
ir og kunningjar eru viöstaddir og
fagna hinum nýja borgara.
Dauöinn er tengdari pólitik og
þess vegna meira til umfjöllunar.
Þó er allt óhugnanlegasta efniö
um dauðann bak við lás og slá.
Kannski eru merkustu geymslu-
hólf sliks efnis hjá bandarikjaher,
þar sem geymdar eru upptökur
frá ummerkjum eftir kjarnorku-
sprengjurnar i Hiroshima og
Nagasaki auk efnis frá strlðinu i
Vietnam. Striösleikur (Watk-
ins, Bretlandi) er hrotta-
leg, sviðsett heimildakvikmynd
um atómstriö I framtíöinni og lýs-
ir afleiðingum þess i smáatriö-
um. Myndin var gerö fyrir BBC
en aldrei sýnd þar.
I kafla um guölast vekur höf-
undur athygli á einkennilegri
þögn heimildarkvikmyndara um
veldi kirkjunnar nú á dögum,
þrátt fyrir þverrandi trúarþörf.
Hann giskar á tvær ástæöur,
þ.e.a.s. annarsvegar áhugaleysi
og hinsvegar aö pólitiskir kvik-
myndarar telji önnur verkefni
mikilvægari. I leiknum kvik-
myndum aftur á móti hafa þeir
Bunuel og Pasolini framiö margt
guðlast aö áliti kirkjunnar, þótt
tilgangur þeirra hafi fremur ver-
iö sá aö afhjúpa hræsni og spill-
ingu innan kirkjunnar en aö ráð-
ast að guöstrú. Dæmi: La Ricotta
i Rogopag-myndinni (Pasolini,
ttaliu) og Viridiana (Bunuel,
Spáni/Mexikó).
Ég leyfi mér aö lokum þessarar
frásagnar af tveimur bókum um
utangarðskvikmyndir aö vitna i
Amos Vogel, þar sem hann lýsir
hlutverki andófsmannanna. Ég
sleppi þó úr ýmsum upptalning-
um og fáeinum setningum án þess
aö breyta merkingu kaflans. Viö
orö hans er engu að bæta nema
þeirri athugasemd, aö hugtakiö
sem ég þýöi sem andóf er á enskri
tungu „subversive,”.
„Fjöldi kvikmynda nefndra i
þessari bók (Film as a Subvers-
ive Art) gæti leitt til þeirrar niö-
urstööu, aö andófskvikmyndir
væru i miklum blóma. Ekkert er
fjær sanni. Aöeins litill hópur
fólks sér flestar þessara kvik-
mynda. Ahrif þeirra eru mjög
takmörkuö. Innan þess kertis
sem andófiö beinist gegn er dreif-
ingin i öfugu hlutfalli viö magn
andófsins.
t hve miklum mæli list hefur
áhrif á þjóöfélagið þarf nánari
rannsóknar við. Súrrealistunum
tókst ekki aö breyta kapitalism-
anum. Fyrst þegar þeir létu til sin
taka sem borgarar (pólitiskt) en
ekki sem listamenn (fagurfræöi-
lega) tókst sumum aö koma á
breytingum. Bunuel kvartaði yfir
aö kvikmyndin Andalúsíu-hund-
urinn væri misskilin sem
draumur i stað vægöarlausrar
árásar. Kvikmyndir Eisensteins
voru ekki vinsælar meöal alþýöu
manna. Vönduöum andófskvik-
myndum er best tekið af skoöana-
bræörum eða á alþjóölegum
kvikmyndahátiðum vegna þess
aö kvikmyndagerðarmenn sam-
ankomnir i hóp eru miklir and-
mælendur (i andanum ef ekki i
verki).
Fallast verður á svartsýnar
fullyröingar Marcuse um hæfni
kapitalisma okkar tima til aö aö-
laga, afmynda og stimpla and-
stööu og breyta afurðinni (pólitik
eöa sexi) I verslunarvöru. Ef þaö
er ekki of róttækt má jafnvel gefa
þaö út og breyta þar meö afstööu
lesenda til verksins og fletja út
hugmyndir þess. Þannig nýtast
hin umbornu verk jafnframt sem
öryggisloki til þess að hleypa út
mestu róttækninni.
öll verk, svo framarlega sem
þau eru frumleg og bregða útaf,
fremur en aö vera endurtekning,
eru andófsverk. Meö þvi aö nota
nýtt form og innihald er veist
a.m.k. óbeint gegn hinu gamla.
En um leið og andóf er eilift
hreyfiafl til breytinga er það allt-
af aö verða ofaná. Þess vegna er
þaö kaldhæönislegur sigur og
óhjákvæmileg örlög andófshöf-
undarins að á sama augnabliki og
hann hefur sigraö er hann úrelt-
ur.
Jafnvel þjóðféiag eftir byltingu
byggt á hugsjónum andófsmanna
mun fela i sér vaxtarskilyröi
nýrrar spillingar, nýrra skrif-
finna, nýrra stofnana, sem
hversu framfarasinnaðar i byrj-
un munu þróast i steinrunnið
kerfi til þess aö bylta á ný. Þegar
Marx var beöinn um aö lýsa til-
gangi lifsins i einu oröi, svaraöi
hann: „Barátta”.
Þess vegna mun efni þessarar
bókar alltaf verða á dagskrá.
Efni þessarar bókar er mann-
frelsi og varðmenn þess eru á öll-
um timum viö öll hugsanleg skil-
yröi andófsmenn.”
M iii tmiMHiii ..ff1 .. .. OVI pau ■ IIJ w ■ UIII iji ii cxiiu ijuianj luuiid.
Cr annarri kvikmynd James Broughton „The Golden Positions”. ”Guö skapafti konuna” eftir Roger Vadim