Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 GifurLegt magn úrans hefur fundist i jörðu á einu helsta sérsvæði frumbyggja i Norður- Astraliu og til stendur að hefja þar námugröft i stórum stil. Frumbyggjar óttast að þessi innrás hafi i för með sér eyðileggingu samfélags þeirra — og reiði landvætta. DarvyinÍBAUXITE - ■M3 LEAD, ZINC, SILVER iiríniiim F— - Barrow OIL-GAS Brisbane Sydney Kort yfir málma og önnur jaröefna gæöi Astrallu. Svæöi þaö sem hér um ræöir er skammt frá borginni Darwin á norövesturströndinni. , OIL-GAS WjTASMANIA "Hobart LANDVÆTTIR ARNHEMLANDS Frumbyggjar stlga helgidans — hrækja landvættir grjóti á námufyrirtækin? Það var fyrir átta árum að gífurlegt magn úrans fannst í jörðu i Arnhem- landi/ nyrsta hluta Norður- fylkisins í Ástraliu. Talið er að þarna sé í jörðu hvorki meira né minna en um það bil fimmtungur alls úrans/ sem vitað er um í heiminum. Það er alkunnugt að hraðvaxandi eftirspurn er eftir úrani til orkuf ramleiðslu/ enda hafa námufyrirtæki þegar hafið framkvæmdir þar að lútandi í Arnhemlandi og innan skamms er búist við að ríkisstjórn Ástralíu muni gefa þeim leyfi til þess að halda úrannáminu áfram af fullum krafti. Ekki eru þó allir jafnhressir yfir þessu og þeirra á meöal eru frumbyggjar Astraliu. Arnhem- land hefur til þessa aö mestu veriö frátekiö handa þeim sem sérsvæöi, enda til þessa veriö af hvitum mönnum taliö heldur litiö eftirsóknarvert. Ótti frumbyggj- anna stafar fyrst og fremst af þvi, aö þeir telja aö fornhelgar land- vættir, sem hafast þarna viö I fjöllum og fljótum, muni styggjast viö jaröraskiö af völdum hvitu mannanna og aö þaö muni hafa afdrifarikar afleiöingar fyrir alla, hvita jafnt sem blakka. Hraktir til gæðaminnstu landsvæða Námufélögin klæjar i lófana er ráöamenn þeirra hugsa til þeirra aröbæru framkvæmda, sem þarna eru i vændum, en frum- byggjarnir eru þeim mun ókátari. En litlar likur eru á aö vilji þeirra veröi aö nokkru hgfður i þessu máli, fremur en lengstum fyrr á þeim næstum tveimur öldum, sem liönar eru siöan búseta hvitra manna hófst i Astraliu. Fram aö þeim tima höföu frumbyggjarnir (sem stundum eru kallaöir ástraliu- negrar, enda þótt enginn skyld- leiki muni vera meö þeim og afriskum blökkumönnum) haft þetta stóra land út af fyrir sig i fleiri árþúsundir en nokkur veit og rásaö þar um sem safnarar og veiöimenn. Jafnframt landnámi evrópumanna fækkaöi frum- byggjunum stórum af völdum sjúkdóma og vopna hvita mannsins, svo og hiröuleysis valdhafa. NÚ hafa þeir abeins út af fyrir sig ýmis afskekkt svæði, sem hvitum mönnum hafa til þessa þótt litt fýsileg, og eitt þeirra svæöa er Arnhemland. Þeir hafa bjórinn Afengib er einn sá fylgifiskur evrópsku siðmenninearinnarj sem hvaö verst hefur leikið svo- kallaöar frumstæöar þjóöir viöa um heim, og eru frumbyggjar Astraliu þar engin undantekning. A úransvæöinu i Arnhemlendi er kaupstaöur aö nafni Borderstone þar sem seldur er ýmiskonar varningur, þar á meðal áfengi. Kauptún þetta er mjög fjölsótt af frumbyggjum þeim, er byggja úransvæöiö, en þeir eru aöeins um 1000 talsins. Skammt frá versluninni er kominn upp griöarmikill haugur bjórdósa, sem frumbyggjarnir hafa teygaö úr. Fréttamaður, sem kom á staðinn, sá hávaxinn frumbyggja, sem búiö hafði sér til höfuöskart úr bjórdósalokum. Tugir annarra, klæddir á evrópska visu en berfættir, sátu á rykugri jörðinni undir gúmtrjánum og drukku bjór. Kona ein slagaöi inn i runna skammt frá meö bjórdós i annarri hendi en undir hinni stóra flygsu af berki, sem hún haföi rifið af tré. Börkinn ætlaöi hún sem hvilurúm. Þaö er liklega ekki ein saman tillitssemin viö landvættirnar, sem veldur kviöa frumbyggjanna vegna úrannámsins. Sumir þeirra óttast að meö innreiö hvita mannsins i friöiand þeirra i Arn- hemiandi sé menning þeirra og jafnframt þeir sjálfir senn á enda — meðal annars af völdum áfengisins. Ýmsir stjórnmála- menn hafa hvatt til þess aö versl- unin i Borderstone verbi iögö niður, en aðrir mæla þvi á móti og segja aö það myndi aðeins veröa til þess að frumbyggjarnir, sem komnir eru upp á bjór- bragöiö, muni þá ekki hika viö aö fara lengri leið eftir veigunum. Sjálfsagt munu fleiri áfengis- verslanir risa upp á svæöinu þegar úrannámið hefst fyrir alvöru, þvi ab varla munu starfs- menn námufyrirtækjanna geta bjór- og brennivinslausir veriö, frekar en hvitir menn yfirleitt. Forustumenn frumbyggja óttast. aö þaö muni leiða til aukins drykkjuskapar hjá þeirra fólki. Regnbogaormur og Brúni ormur konungur Hinir helgu staðir, þar sem landvættirnar hafast viö, eru þó að þvi er viröist enn meira áhyggjuefni jafnt fyrir frum- byggjana, námufyrirtækin og rikisstjórnina. Einn mesti helgi- staðurinn er Brockman-fjall, sem hvitir menn kalla svo, en þar hafast við firnaöflugar vættir, sem frumbyggjar kalla Regn- bogaorminn og Brúna orm kon- ung. Fjall þetta gnæfir yfir staö aö nafni Jabiru, þar sem mikiö er af úrani i jörðu. Sagnir frumbyggja herma, aö á „draumatimanum”, eins og frumbyggjar kalla liðna tið, hafi tröllauknar skepnur verið á ferli um Astraliu og unnið mörg frægðarverk. Siðar hurfu vættir þessar inn i landslagiö, þar á meðal fjöll og fljót, og uröu eitt með þvi, og meöal þeirra vætta voru tvéir nýnefndir ormar, sem eru firnamiklir drekar. Þarna i landslaginu sofa vættirnar værum svefni, sem ekkert fær vakið þær af nema eitthvert meiriháttar ónæöi og ágangur. Þar sem fastlega er gert ráð fyrir aö vættirnar vilji áfram fá aö njóta svefns sins óáreittar, hafa frumbyggjar útvalið sérstaka varðmenn, sem hafa þá ábyrgö að gæta þess, að drekarnir séu látnir fullkomlega i friði. Frumbyggjarnir telja það ekkert efamál, að ef þeir Regnboga- ormur og Brúni ormur konungur vakni af værum blundi, muni þeir bregðast viö meö þvi að hrækja stórgrýti á á friðarspillana. Þessa eru dæmi úr forneskju, eins og best má sjá af þvi aö umhverfis fjallið er mikið af grettistökum á við og dreif. Aö visu má ætla að ef drekarnir tveir vakni vegna umstangsins viö úrannámið muni þeir spúa grjótinu á liö námu- fyrirtækjanna og þeirra tæki, en sjálfsagt telja frumbyggjarnir hættu á að einhverjir saklausir gætu orðib fyrir þeirri stórskota- hrið einnig, til dæmis frumbyggj- arnir sjálfir. Viti sínu fjær af hræöslu Sagt er aö fulltrúar yfirvalda og námufélaga eigi i nokkrum erfiö- leikum út af þessu, meðal annars vegna litillar enskukunnáttu frumbyggja, og hafi jafnvel reynst erfitt 'að komast aö þvit hverjir væru veröir helg- •staöanna.Alan Macintosh, sá sem stjórnar framkvæmdum við Jabiru, segistþó hafa fengið sam- þykki frumbyggja, sem sagst hafi vera varðmaöur viö Brockman- fjall, til þess aö hefja nám nokkra kilómetra frá fjallinu. James Yunupingo, sem sæti á i ráði frumbyggja er hlut á aö stjórn nokkurs hluta þessa landsvæðis, segir að frumbyggjarnir botni hvorki upp né niöur i þvi tilstandi, sem þessi námugröftur er, eba hver tilgangurinn með honum sé. Yunupingo sagöist sjálfur hafa farið ásamt tveimur af öldungum frumbyggja á staöinn, þar sem undirbúningur námsins er hafinn, og segir hann að þeir hafi oröiö viti sinu fjær af hræöslu er þeir sáu maskinur og graftól hvitu mannana að verki. Séö er fram á aö oliu- og jarö- gaslindir munu ganga til þurrðar innan nokkurra áratuga og þvi er af nokkurkonar örvæntingar- kappi byrjaö að nýta i vaxandi mæli nýjar orkulindir, þar á meðal úran. Undir þeim kringumstæðum eru litlar horfur á þvi að valdhafar hins iðnvædda heims muni taka mikiö tillit til óska áströlsku frumbyggjanna. Frumbyggjarnir eru fyrir sitt leyti orðnir svo vanir þvi að varöa að þoka fyrir hvita manninum aö sumir þeirra aö minnsta kosti virðast taka innrás námufyrir- tækjanna sem óhjákvæmilegan hlut, hversu mjög þeim stendur stuggur af þeirri yfirtroðslu. Gömul frumbyggjakona sagði: „Við getum samþykkt aö þiö komið til lands okkar — ef þiö komiö heiðariga fram við okkur.” komið heibarlega fram viö okk- ur.” Svo á eftir að sjást, hve heiðar- leg námufyrirtækin reynast gagnvart frumbyggjum og land- vættum Arnhemiands. (Byggt á Reuter, dþ)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.