Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Blaðsíða 6
'6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. júll 1977 KJARTAN ÓLAFSSON: Berlinguer, Carrillo og Marchais I Madrid, marz 1977. EVRÓPUKOMMtNISMI OG ÍSLENSK VIÐHORF Evrópukommúnismi er nýtt orö, sem skaut upp kollinum i pólitiskri umræöu á siðasta ári. 1 flestum rikjum Evrópu er hins vegar nú um fátt meira fjallaö i stjórnmálaumræöum en þá póli- tisku strauma, sem reynt hefur veriðaö kenna viö þetta samheiti. Með þessari grein er ekki ætl- unin, að fara út i ýtarlega skil- greiningu á þvi hvaö i þessu hug- taki felst, heldur öllu fremur aö ræða litið eitt um stefnu og viö- horf Alþýöubandalagsins, stjórnamálasamtaka islenskra sósialista, meö hliösjón af þeim pólitisku straumum, sem nú setja sterkastan svip á þróun voldugra sósialiskra stjórnmálahreyfinga i mörgum Evrópulöndum. Þegar um Evrópukommúnisma er rætt, þá er fyrst og fremst átt viö stefnumótun og hugmyndir, sem settar hafa veriö fram af kommúnistaflokkunum á ttaliu, Frakklandi og á Spáni. Þótt Alþýöubandalagið sé ekki kommúnistaflokkur heldur sam- einingarflokkur allra fslenskra sósialista, þá þurfum við ekki aö hika við að viðurkenna allnáinn skyldleika við flokk eins og t.d. Kommúnistafiokk Itallu. Dýr- mæt reynsla hefur hins vegar fyrir langa löngu kennt islenskum sósialistum, aö fátt er stjórn- málasamtökum sósialista i ein- stökum löndum eöa alþjóölegri verkalýðshreyfingu yfirleitt hættulegra en uppkoma „páfa- stóls” af þessari eöa hinni gerö. En það, að setja á oddinn full- komið sjálfstæöi sérhvers flokks, sem kennir sig vib sósialisma eöa kommúnisma, er reyndar eitt af þvi sem Kommúnistaflokkarnir á Italiu, Frakklandi og á Spáni eiga nú sameiginlegt meö samtökum okkar islenskra sósialista. Enginn sósialismi án lýdrædis Það sem auðkennir flokkana, sem kenndir eru viö Evrópu- kommúnisma, er m.a. þetta: 1. Þeir neita aö lúta hvers konar forræöi Sovétstjórnarinnar, og halda uppi mjög alvarlegri gagnrýni á grundvallarmein- semdir þess pólitiska kerfis, sem þróast hefur i Sovétrfkjun- um og fylgirikjum þeirra. 2. Þeir telja með öllu útilokað aö sósialismi fái þrifist án lýöræö- is. Þeir hafna algerlega og for- dæma sérhverja skerðingu á grundvallarréttindum svo sem tjáningarfrelsi og félagafrelsi. 3. Þeir lýsa þvi skorinort yfir, að i Vestur-Evrópu geti alls ekki verið um skjótfarna byltingar- leið til sósialisma að ræöa, heldur beri að vinna aö sigri sósialismans i áföngum innan marka þingræðis og lýöræöis. 4. Þeir lýsa þvi yfir, og leggja áherslu á, að einsflokkskerfi sé fjarstæöa i þróuðum þjóöfélög- um, og eru staðráönir i að treysta fjölflokkakerfi i stjórn- málum i sessi, fái þeir völdin I sinar hendur, og eru þá að sjálfsögðu einnig tilbúnir aö láta af völdum á ný, ef úrslit i frjálsum kosningum réöust á þann veg. 5. Þeir hafna algerlega hug- myndum um allsherjarþjóð- nýtingu á smáum og stórum at- vinnurekstri, — telja t.d. frá- leitt að þjóönýta starfsemi bak- ara eða rakara!, — en leggja hins vegar megináherslu á aö brjóta niður efnahagslegar valdamiðstöövar stórauövalds- ins og koma á lýðstjórn i at- vinnulifi i staö drottnunar risa- vaxinna auðhringa. Okkar braut Fjöldamargt fleira mætti aö sjálfsögðu telja, en látum þetta nægja aðsinni. Öll þau atriði, sem hér voru rakin eru islenskum só- sialistum reyndar gamalkunn. Við erum sammála þeim öllum, og um flest þeirra má segja aö flokkar Evrópukommúnismans séu nú að þoka sér meö mjög ein- dregnum og ákveðnum hætti inn á þá braut, sem stjórnmálasamtök sósialista á íslandi hafa áöur fet- að. Stjórnmálasamtök fslenskra sósialista hafa a.m.k. um nær 40 ár skeið hafnað kenningunni um „alræði öreiganna”, og lagt höfuöáherslu á varöveislu og eflingu lýðræðislegra réttinda, óskerts tjáningarfrelsis og nauö- syn fjölflokkakerfis i stjórnmál- um. — Franski kommúnista- flokkurinn strikaöi hins vegar tugguna um „alræði öreiganna” fyrst út úr sinni stefnuskrá á siö- asta ári. Alþýbubandalagið hefur aldrei haft nein flokksleg samskipti viö Kommúnistaflokk Sovétrikjanna. Hinir „þrir stóru” flokkar Evrópukommúnismans sækja hins vegar enn flokkasamkomur, sem Kommúnistaflokkur Sovét- rikjanna boöar til og sem Kremlverjar reyna að setja á falskan bræðralagssvip. Langur timi er liöinn siöan stjórnmála- samtök islenskra sósialista kvöddu það samkvæmi, og miklu lengri timi siðan vonirnar, sem októberbyltingin 1917 vakti um „fyrirmyndarrikiö” austur þar, tóku að kulna i hugum megin- þorra islenskra sósialista. Skýring forystumanna komm- únistaflokkanna á Italiu, Frakk- landi og Spáni á þvi aö þeir skuli enn halda i vissar leifar „vin- áttutengsla” viö ráðamenn i Kreml er sú, aö meö þvi telji þeir sig fá aðstöðu til aö hafa nokkur jákvæðáhrif i þágu andstöðuhópa innan Sovétkerfisins. Vafalaust má finna dæmi um þetta, og er þá vel. Við i samtökum islenskra sósialista höfum hins vegar ekki trú á okkar áhrifamætti i þessum efnum, og höldum þvi annað strik. Og spá okkar er reyndar sú, að fyrr en varir muni hinn veiki þráður sem enn tengir flokka Evrópukommúnismans „vináttu- böndum” við Kremlstjórnina lika slitna. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt um visst frumkvæði is- lenskra sósialista i alþjóölegri þróun, þá skulum viö sist af öllu hreykja okkur hátt eða halda okk- ur alvitra, heldur leitast viö að læra af reynslu annarra sósial- iskra stjórnmálahreyfinga hvar sem er i veröldinni, bæði af þeirri reynslu sem neikvæö er og hinni sem kalla má jákvæöa. Tvær blindgötur Hver sá sem tengir sósialism- ann alfarið við annaö tveggja, — uppgjafarstefnu og úrkynjun fjöl- margra sósialdemókrataflokka, sem hafa sætt sig varanlega við forræöi auðhringavalds kapital- ismans i eigin landi og yfir stærstum hluta heimsbyggðar- innar, eða þá við alræðiskerfi stalinismans, — hann gengur tæplega glaður fram i sósiallskri stjórnmálabaráttu. Sannleikurinn er sá, að báðar þessar leiðir hafa meö vissum hætti endað i blindgötu. Alltof margir sósialdemókratar og þeirra flokkar hafa sætt sig við híb kapitaliska efnahagskerfi stórauðvaldsins, enda þótt arð- ránið sé i raun meira nú en nokkru sinni fyrr, skoðað á heimsmælikvarða. Þeir hafa gef- ið baráttuna fyrir jafnréttisþjóð- félagi sósialismans upp á bátinn og orðið þjónar hins kapftaliska heimskerfis. Ráöamenn Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, sem þar austur frá fara meö alræðisvald, og steypt hafa flokki og riki saman I eitt, hafa byggt upp risavaxiö valdakerfi, sem um langt skeið hefur verið hreinn dragbitur á allri sósialiskri framþróun i rikj- um Austur-Evrópu. Þetta farg er þungt og þvi verö- ur ekki lyft á einum degi, en þó mun það um siðir molna vegna innri rotnunar, eins og öll slik valdakerfi hafa áður gert i sög- unni. Sósialisk endurnýjun Þeir sem kenndir eru viö Evrópukommúnisma neita að láta teyma sig inn á aöra hvora blindgötuna. Þeir eru sú órólega deild, sem skoðar heiminn opnum augum, eins og hann er i dag, og bera fram kröfuna um sósialiska endurnýjun, — endurnýjun, sem þó felur að vissu marki i sér afturhvarf að upprunalegum hug- sjónagrundvelli sósialismans. M jög mikilvægt er að sem allra flestir geri sér ljóst, að baráttan fyrir sósialisma i Evrópu er einskis virði, nema menn slái þvi jafnframt föstu, að öll þau lýð- ræðislegu mannréttindi sem þeg- ar hafa áunnist, ekki slst fyrir baráttu verkalýöshreyfingarinn- ar, fái að haldast aö fullu og styrkjast enn frekar. — Svo eng- um misskilningi valdi, þá skal skýrt tekiö fram, að viö teljum rétt einstaklinga og fyrirtækja til hóflausrar auðsöfnunar ekki til mannréttinda, heldur til forrétt- inda, sem beri aö afnema. Ekki siöur verða menn aö gera sér 1 jóst að sigursæl barátta fyrir lýðræöislegr i þróun ogalmennum mannréttindumi Sovétrikjunum og fylgirikjum þeirra mun ekki verða háð af fulltrúum heims- kerfis kapitalismans, ekki af þeim, sem þar kynnu að vilja endurreisa fyrra stjórnarfar, eöa þurrka með öðrum hætti út októberbyltinguna. — Engin leið liggur til baka, aðeins fram. Að- eins sósialisk endurnýjung getur leitt til sigurs baráttuna fyrir mannréttindum og lýöræði á áhrifasvæöi Kremlstjómarinnar. Sú barátta er ekki siður mikilvæg en baráttan fyrir lýðræöislegum sósialisma i Vestur-Evrópu. Og það er laukrétt sem Berling- uer, formaöur italska Kommún- istaflokksins hefur sagt, að á leið- inni til lýöræðislegs sósialisma eru nú reyndar stærri hindranir á veginum I Austur-Evrópu en i Vestur-Evrópu. Sósialdemókratar og kommúnistar Það er fyrir löngu kominn timi til, að sósialistar endurskoöi hina 60 ára gömlu tviskiptingu i kommúnista og sósialdemókrata. Hér á Islandihefur þetta reyndar verið gert fyrir áratugum. Þeir sósialdemókrataflokkar, sem ekki hafa gefið sósialismann upp á bátinn,og þeir sósialista- og kommúnistaflokkar, sem gera sér ljóst, aö enginn sósialismi er til án lýöræöis og mannréttinda þurfa að talast viö,ekki slst flokk- arnir i Vestur-Evrópu. Og þeir þurfa meira en talast við, — þeir þurfa að brjóta nýjar leiöir i sam- eiginlegri sókn fyrir sósialiskri endurnýjun. Fátt er jarðarbúum nauðsyn- legra en sú barátta sem nú er

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.