Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 9
Sunnudagur 17. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
að versla”... „Hinar frægu perlu-
vinkonur á balli”. — Við
hugsuðum mikið um hvaða fyrir-
sagnir yrðu mest notaðar.
En svo fór Gulla að eldast. Hún
eldist afskaplega illa, og það er
auðvitað útilokað að hún verði
dansmær héðanaf.Þú’skilur— að
þegar ég er orðin frægur rithöf-
undur get ég ekki dragnast með
gamla uppþornaða meykerlingu
sem mina bestu vinkonu. Það
væri hlægilegt. — Aðdáendur
minir gætu varla skilið það. Auð-
vitað myndi ég ekki algerlega
rjúfa sambandið við Gullu — af-
neita henni.. þvf það væri sannar-
lega illa gert gagnvart henni
vesalingnum. Það er vlst nógu
beiskt fyrir hana að sjá framá að
eyða þvi sem eftir er ævinnar á
skrifstofunni.
Ég veit ekki hvort Gulla gerir
sér grein fyrir hvernig komið er.
Siðast þegar við hittumst lét hún
orð falla i þá átt að það væri ég en
ekki hún sem væri orðin gömul og
uppþornuð oghefðimisst af öllum
sinum tækifærum. Við rifumst
ekki — en það lá við. Það verður
bið á að ég tali við hana aftur... en
auðvitað fyrirgef ég henni þegar
ég er orðin fræg og rik.
Það versta er aö ég verð sifellt
hræddari um að hún hafi haft rétt
fyrir sér. Tækifærið mitt hefur
látið biða svo lengi eftir sér...
kannski er það farið framhjá. Ég
er alltaf svolitið hrædd um að ég
þekki ekki tækifærið. Aö það hafi
komið,en ég ekki þekkt það — eða
ég kannist ekkert við það þegar
það kemur loksins. Annars er ég
farin að efast um það nú i seinni
tið að ég kæri mig nokkuð um
tækifærið. Ég lifi ósköp þægilegu
lifi, þú ættir annars að heimsækja
mig einhvern daginn. Nú þegar
viðGulla tölumst varla við lengur
kemur fyrir að ég sakna þess að
hafa engan að spjalla við. Ég bý i
ibúð við Þórsgötuna. Siðan
manna dó fyrir tveimur árum hef
égbúið ein. Það er hálf-einmana-
legt stundum. Ég hef dálítið veriö
að hugsa um að fá mér kött. — Þó
veit ég ekki.... mér finnst það
vera eins og innsigli á að kona sé
gömul piparjónka þegar hún er
farin að hokra ein með köttinn
sinn. Þetta gerir Gulla.
Ég lifi ósköp spart, en ég tek
mikið af myndum. Af húsinu sem
ég bý i, ibúðinni minni, húsgögn-
unum, götunni, strætóskýlinu —
ég hef lika látið taka mikið af
myndum af mér, bæði á ljós-
myndastofum og svo hina og
þessa ættingja. Jafnvel krakkana
á götunni. Ég skal segja þér, að
ég er viss um að þessar myndir
eiga eftirað verða dýrmætar þeg-
ar ég er orðin fræg. Það verður
ábyggilega slegist um þær. — Þér
er velkomið að taka mynd af mér
ef þú vilt’. Ég held líka dagbók.
Margt frægt fólk hefur gefið dag-
bækurnar sinar út. Ég er viss um
að aðdáendur minir munu hafa
gaman af að fá að vita hvernig ég
lifði lifinu áður en ég varð fræg.
Hvað meö þig? Myndir þú hafa
gamanaf aö lesa dagbækurnar —
— Þú skalt ekki vera feimin
við að segja hvaö þér finnst.
Éghugsa mikið um hvernig allt
breytist þegar ég verö fræg.
Náttúrlega gjörbreytast allir
minirhagir. Ég veit ekki hvernig
mér gengur að laga mig að
breytingunum. Ég er alls ekki
gömul enn — á besta aldri, eða
finnst þér þaö ekki? Maður er
vitanlega enginn unglingur leng-
ur...EnGulla er miklu ellilegri en
ég. Aö hugsa sér að hún og ég
skulum vera jafnöldrur — Gulla
hefur lika alltaf veriö gömul i sér.
Það er bara þannig að ég hef lifað
svo reglusömu og rólegu lifi — en
breytingin verður eðlilega ekki öll
á einni nóttu. Það er verst hvaö
tækifærið lætur biða eftir sér. Ef
það væri nú farið framhjá... nei...
það getur ekki verið. Það má
ekki vera.
Það er reyndar ósköp notalegt
að biða svona, þó það geti orðið
einmanalegt. Þú ættir að lita inn
til min öðru hvoru og rabba við
mig stund og stund. Ég skal ekki
'gleyma þér þegar ég er orðin
fræg, þvi er þér óhætt að treysta.
Þarftu að fara núna? — Að flýta
þér? Jæja góða. En þú kemur
aftur — er það ekki? Ég hef svo
ótalmargt að segja þér.
Vertu blessuð. — Og þakka þér
fyrir spjallið.
13-14/6 ’77
Lilja
Fjórði hver
fullorðinn
íbúi
San Fransisco
er hommi
Nú í vikunni barst okkur
fréttatilkynning frá nýjum
samtökum sem stofnuð eru
til að vinna gegn fordóm-
um um þá sem hafa
hneigðir til sama kyns, eru
kallaðir kynvilltir, á öðrum
málum hómósexúalistar.
Fréttatilkynningin er á
þessa leið:
'■fjOBBSt
■7/1 & w f mg -
tþróttalið hómósexúalista i Frisco : Það tapaöi reyndar fyrir liði lögregiunnar.
Stríðid um rétt
kynferðislegra
minnihluta í USA
Valkyrjan Anita : Selur appelsinur og lemur homma meö Bibliunni.
„Fyrir nokkru voru stofnuð i
Reykjavik samtök er nefnast Ice-
land Hospitality. Að samtökunum
standa um 30 manns, flestir milli
tvitugs og þritugs, sem telja svo-
nefnda „kynvillu” hvorki sjúk-
dóm né siðspillt athæfi heldur
einn þátt mannlegs eðlis, sem
hvorki sé gerlegt né endilega
æskilegt að bæla niður.
Megintilgangur samtakanna er
að efla samskipti þeirra, sem eru
sama sinnis og vinna gegn for-
dómum og fáfræði um þessi mál.
Utanáskrift samtakanna er:
Iceland Hospitality, pósthólf 4166,
Reykjavik.”
Hómósexúalistarhafa verið til I
öllum samfélögum. Sum þeirra
hafa tekið þeim sem sjálfsögðum
parti af tilverunni, en hin eru
mikið fleiri sem hafa sýnt þeim
fjandskap og talið hneigðir þeirra
vera tilræöi við náttúrunnar lög-
mál eða jafnvel vilja guðs.
Mafían
grædir 5000
miljarða á
ári hverju
Samkvæmt nýlegri samantekt i
bandariska vikuritinu Times
veltir hin fræga glæpasamsteypa
sem gengur undir nafninu Maffan
48 miijörðum dollara á ári í ýmsu
ljósfælnu athæfi og hefur af þvf 25
miljarði dollara á ári f hreinan
hagnað.
Upphæð þessi svarar til um 5000
miljörðum islenskra króna.
Auk þess er talið að höfðingjar
Mafiunnar eigi um 10.000 smá og
stór fyrirtæki sem starfa á lög-
mætum grundvelli gengum leppa,
og hagnaður af þeim er um tólf
miljarðir dollara á ári.
Mafian græðir um tvo miljarði
á ári á þvi aö reka vændi og klám-
framleiðslu, fjóra miljaröi á
eiturlyfjum, tiu miljarði á svo-
nefndnum „hákarlalánum” og 7,6
miljarði á spilavitum.
Atök i Flórida
Mál hómósexúalista hafa ein-
mitt veriö á dagskrá i fréttum frá
Bandarikjunum. Hómósexúaiist-
ar, sem kalla sig „fjörugt fólk”,
hafa smám saman veriö að kveða
niður með aðstoð umburöarlynds
fólks ýmsa þá löggjöf sem gegn
þeim hefur beinst. En svo brá við,
þegar greiða átti atkvæði um
reglugerðir er vörðuðu Miami og
héraðið i kring á Floridaskaga, er
bönnuðu að mismuna fólki eftir
kynferðislegum smekk þess, aö
upp reis valkyrja mikil og hóf
heilagt strið gegn hómósexúalist-
um. Veifaði hún Bibliunni og vig-
orðum á borð við „bjargið börn-
um okkar” og tókst að fá hinum
nýju ákvæöum um jafnan rétt
kynferðislegra minnihluta hrund-
ið.
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli, þvi að sigurvegarinn i þess-
um átökum, Anita Bryant, dæg-
urlagasöngkona og auglýsandi
Floridaappelsina I sjónvarpi, ætl-
ar að halda áfram krossferð sinni
gegn hommum um öll Bandarik-
in. Og þeir ætla að sinu leyti að
veita viðnám eftir föngum.
Sérstæö borg
Eins og vænta mátti fyllast
bandarisk blöð á svipstundu af
skrifum um hómósexúalista.
Newsweek lýsir meðal annars
þeirri borg sem þeir setja mestan
svip á, en það er San Fransisco.
Talið er að um 28% af kjósendum
borgarinnar séu hómósexúalistar
og er slik hundraðstala sjálfsagt
einsdæmi i veröldinni.
Þegar þessi minnihluti er orð-
inn svona þungur á pólitiskum
vogarskálum þá fer ekki hjá þvi,
að kjörnir höfuðpaurar borgar-
innar verða að hafa við hann vin-
samleg samskipti. Borgarstjór-
inn og lögreglustjórinn viður-
kenna það báðir fúslega, að þeir
séu til embætta sinna komnir fyr-
ir tilstyrk hómósexúalista. Póli-
tiskur ráðunautur hefur komist
svo að orði, að i San Fransisco
verði menn að verja þriðjungi
kosningabaráttu sinnar til að
vinna sér hylli homma, sækja
bari þeirra, láta ljósmynda sig
með þeim o.s.frv.
Þetta þykir sjálfsagt i San
Fransisco, sem h'efur lengi haft
orð á sér fyrir umburðarlyndi i
þessum efnum. Árið 1972 var
samþykkt reglugerð sem kvað á
um að fyrirtæki sem ættu við-
skipti við borgina mættu ekki
mismuna fólki viö ráðningar eftir
kynferðislegum hneigðum þeirra.
Arið 1975 voru svipuö ákvæði tek-
in upp að þvi er varðar skóla.
An ofsókna
Eins og viða annarsstaðar hafa
hómósexúalistar sitt sérstaka
„umhverfi”, ákveðna veitinga-
staöi, sem eru nær eingöngu sóttir
af þeim, verslunargötur sem taka
mjög svip af þeim o.s.frv. En þeir
eru einnig i miklu rikari mæli en
annarsstaðar þekkist i Banda-
rikjunum hluti af samfélaginu
sem hefur vanist þvi tiltölulega
vel að lita á þá sem manneskjur
en ekki sem skrýtna fiska og jafn-
vel eitraöa.
Viða þar sem kynferðislegir
minnihlutahópar — karlar eða
konur — eru mjög litnir hornauga
eöa lögum jafnvel stefnt gegn
þeim, verða viðkomandi einstakl-
ingar fyrir ýmsum kárinum af
hálfu lögreglu. Sjálfir halda
hómósexúalistar þvi fram, að þar
sem athæfi þeirra er talið allt að
þvi glæpsamlegt, komi upp
glæpastarfsemi sem á þeim þrifst
(algengasta tilbrigðiö eru strákar
sem stunda það að kúga fé út úr
hommum, sem óttast uppljóstr-
anir). 1 San Fransisco lætur lög-
reglan kynhegðun manna hins
vegar afskiptalausa, og þykir það
gefa góða raun til fækkunar af-
brota.
Blikkiðjan
Ásgarði 1, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468