Þjóðviljinn - 17.07.1977, Síða 13

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Síða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. jiill 1977 ÖLFUSBORGIR Skammt fyrir austan Hvera- gerði gefur að lita húsaþyrpingu uppi í hlíðinni. Á grænu túni standa 36 sérkennileg hús og um byggðina miðja rennur lækur og myndar foss i brattanum. Þetta eru or lofsheimili Alþýðu- sambands islands. Afleggjarinn upp í þetta litla þorp hefur verið lagður olíumöl og snyrtimennska situr greinilega í fyrirrúmi þó að enn sé sumt ófrágengið. Þegar blaðamaður Þjóðviljans ekur upp eftir fljúga áleitnar spurningar um hug hans. Eftir hverju sækist fólk í svona byggð? Er nóg við að vera? Engin hætta á leiðindum? Aðalumsjónarmaður ölfusborga er Karl Sæmundarson, elsku- legur og hress maður. Hann býður upp á kaffi og brátt dynja spurningar á honum. — Er mikil aðsókn að ölfusborgum, Karl? — Ja, það er nú svo undarlegt núna um hásumariö að i siðustu viku stóöu 8 hús auð og i þessari viku 5. Þetta stafar þó etv. af rigningartiðinni. Ég held að þetta sé 3. eöa 4. sumarið i röð sem varla skin sól. Ég er ekki hissa á þó að ýmsir gefist upp. Samt unir fólk sér vel og flest er himinlifandi að dvelja hér. — Hverjir eru helstu kostirnir við svæðið? ;;; liM® Orlofshúsin teljast nú vera oröin 36. Vantar félagslega aðstöðu — Það er afskaplega miðsvæöis og gott aö fara i kynnisferðir til ýmissa átta. Fólk fer t.d. niður á Stokkseyri og Þorlákshöfn og um sveitirnar hér i kring. Þá er stutt til Reykjavikur og góður vegur alla leiö. — En hvað með svæöið sjálft? — Sundlaugin i Hveragerði er mikið nýtt en vantar sárlega hús með félags- legri aðstöðu á staðnum sjálfum. Fólk þyrfti að geta komið saman til að spila bobb, tefla skák og taka i spil og sjálfur hefði ég mikinn áhuga á að hafa kvöld- vökur eins og ég haföi i Þórsmörk, en þar var ég skálavöröur i 8 sumur. En það vantar sem sagt hús. — Er bókasafn á staönum? — Þaö er dálitill visir en vantar alla aöstööu. Ég er viss um að margir aöilar væru fúsir til að gefa bækur ef leitað væri eftir þvi. — En hvað með verslunarþjónustu? — Það hafa tvisvar verið gerðar til- raunir til að hafa verslun á staðnum en þær báöar mistekist. Langflestir koma hingað á einkabilum og fara þá frekar i Hveragerði til aö versla. Sjálfur ek ég stundum með fólk, sem ekki hefur verið á bn, til að það komist i búðir. En það er dálitið kvartað undan þvi, aö hér sé ekki búð. — Heita vatnið er mikill kostur. Er ekki svo? — Jú, það er rétt, en á slöasta ári fór næstum allt framkvæmdafé i aö endur- nýja hitaveituna þvi aö hún var aö mestu ónýt. Upp hafa komið hugmyndir um að gera hér sundlaug,en ég tel félagsheimili brýnni framkvæmd, eins og sagði áðan. Hins vegar þyrfti að gera hér heita polla sem krakkarnir gætu sullaö i. Við höfum þessa finu sundlaug á næstu grösum i Hveragerði og hún ætti að fullnægja okkur alveg, amk til að byrja með. — Hefur ekki staðið til að planta trjám á svæðinu? — Jú, en kostnaður við það er oröinn svo geypilega hár að ekki hefur verið lagt i það enn. — Kynnist fólk innbyröis i Oflus- borgum? — Þvi miður vantar einhvern samastaö eins og ég gat um áðan, og verður þaö til að samgangur milli fólks er ekki nógu mikill. 1 orlofsbyggöinni á Illugastöðum I Fnjóskadal, svo að hún sé tekin til samanburöar, kynnast allir annaðhvort i verslun, sem er á staönum, eöa viö gos- brunn á svæðinu sem er eins konar samkomustaður. Hér er ekkert slikt. — Hvað verður margt fólk þegar flest er? — Það verður upp undir 200 manns og venjulega eru hér býsn af börnum og þau una sér vel. — Hvað geta þau haft fyrir stafni? — Hér er fótboltavöllur og róluvellir og lækurinn hefur lika mikið aðdráttarafl og svo er auðvitað sundið. — Hvernig nýtist orlofsbyggðin á veturna? — I vetur var hér mikið um að vera og frá áramótum voru ráöstefnur i hverri viku og verða sennilega enn fleiri næsta vetur. Pantanir eru þegar teknar aö berast. Það kom fyrir hér í vetur aö búiö var i hverju einasta húsi. Svo starfar náttúrulega félagsmálaskóli alþýðu á veturna og nemendur búa þá í húsunum. —GFr Rætt við Karl Sæmundsson ■ ■ umsjónarmann Olfusborga Sjálfur hefði Karl piikinn áhuga á að hafa kvöldvökur I ölfusborgum. t ölfusborgum er jafnan býsn af börnum sem una sér vel. (Ljósm.: GFr) Hér sést hann fyrir utan heimili sitt þar ásamt Katrlnu konu sinni. (Ljósm.: GFr) Sunnudagur 17. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐá Ég held að reynsla margra sé að dvöl í orlofsbyggð, sumarhót- eli eða sumarbústað á islandi sé ekki eftirsóknarverð nema fólk geti haft eitthvað fyrir stafni. Veðráttan er með þeim hætti að gönguferðir í fallegri náttúru eru ekki alltaf eftirsóknarverðar og hangs yfir ekki neinu er hund- leiðinlegt. Þess vegna þarf fólk að eiga aðgang að skemmtunum, sýningum og fróðleik. Hér ætti Alþýðusamband islands að ganga á undan með góðu for- dæmi og gera ölfusborgir að fyrirmyndarorlofssvæði og reisa þar menningarmiðstöð. Þá gæti verkafólk ekki aðeins sótt þang- að hvíld og endurnæringu heldur og menntun og uppörvun til fé- lagslegra átaka. Sú menningarmiðstöð sem ég hef hér i huga gæti svipað til Norræna hússins i Reykjavik og ekki aðeins þjónað orlofs- byggðinni i ölfusborgum, heldur öllu Suöurlandsundirlendi og raunar Reykja- vikursvæðinu lika. Þar ætti Listasafn ASÍ að vera til húsa og er ég viss um að fólk kæmi ekki siður austur i ölfusborgir til að skoða það heldur en á Grensásveg i Reykjavik. Reynslan af málverkasýningum i Hvera- geröi er góð og vegurinn austur yfir Verkafólk ætti jafnfram hviidinni að geta sótt menntun og uppörvun til félagsiegra átaka I Ölfusborgum. Hér sést Félagsmálaskóli alþýðu að störfum, en uppi á veggjum hanga myndir úr Listasafni ASt. Hugmynd um menningar- • • miðstöð 1 Olfusborgum Hellisheiði er skotvegur frá Stór-Reykja- vfkursvæðinu. Þar að auki er Listasafn ASI svo gott safn að eftirsóknarvert er aö skoða það. Þarna þyrfti aö vera gott bókasafn, ekki sist um félagsmál, verkalýösmál og stjórnmál auk safns skáldverka og gæti þaö verið styrkur verkafólki I frli. Til er sögusafn verkalýðshreyfingar- innar og þyrfti þaö að hafa aðsetur I ölfusborgum til að minna á baráttu brautryðjenda. I menningarmiðstöö I ölfusborgum þurfa að vera samkomusalir og fundaher- bergi, smærri og stærri, og þar þarf að vera góð kafíistofa þar sem blöð og tima- rit liggja frammi. Félagsmálaskóli alþýðu á að sjálfsögðu að vera hér eins og hann er reyndar þegar, og hefði þá allan bóka- og gagna- kost við höndina. Þarna gæti lika verið aðstaða til leikja og iþróttaiðkana. Hús þetta, sem mætti byggja i áföngum, á aö reisa viö þjóðveginn fyrir neöan ölfusborgir. Það yrði ekki aðeins afþrey- ingarheimili fyrir verkafólk i frii, heldur menningar- fræöa- og skólasetur verka- lýðshreyfingarinnar. 1 sumarleyfum yrðu þarna kvöldvökur, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, tón- leikar og hvers konar samkomur, ekki að- eins fyrir þá sem dvelja i orlofsbyggöinni heldur alla þá sem sækja vilja. Menn- ingarmiðstöðin yröi aflvaki og endurnýj- unarstöð verkalýösins. Svona hús kostar að sjálfsögðu peninga en ASI eru lika samtök 42.000 félaga, og ef hver þeirra yröi skattlagður um 1000 krónur á ári i 5 ár eru komnar 210 milj- ónir. Hægt væri lika aö ieita fjárstuönings frá alþingi, sveitarfélögum og ýmsum öörum aðilum. Með dugnaði, hæfilegri bjartsýni og nokkurri fórnfýsi er slik menningarmiðstöð engir loftkastalar eða fjarlægur draumur. Hún er brýn nauð- syn. —GFr mmmmmmsmmtmmmmmmmm Þetta er alveg draumur — segir Hildur Sigurbjörnsdóttir, Sóknarkona um orlofsdvöl sina Þetta er alveg draum- ur. Ég hef aldrei veriö i svona bústað fyrr. Þessi orð mælir Hildur Sigur- björnsdóttir, þegar blaðamaður bankar upp á í öðru af tveimur húsum starfsstúlknafélagsins Sóknar í ölfusborgum. Hildur vinnur á Hrafnistu og er hér með dóttur sinni, ólöfu Stefánsdótt- ur, og barnabörnum. Hér er allt til alls: eldunar- hellur, isskápur og mas. upp- þvottalögur og klósettpappir. Ennfremur fáum við rúmföt og handklæöi. Við erum 5 en 8 geta sofiö i húsinu, segir Hildur. Ég held að rigni helmingi meira hér en i Reykjavik. Það var alveg eins og hellt úr fötu á mánudag, þriöjudag og mið- vikudag,en i dag (föstudaginn 8. júli) er indælt verður og hlýtt. Þetta er mjög góð afslöppun, segja þær mæðgur, en verst þegar maöur er á annað borö komin úr bænum meö krakkana að eiga þá ekki kost á amk. hálfsmánaðardvöl. Orlofs- byggðirnar þyrftu að vera fleiri. Þessi hefur nú ekki sést siöan við komum, segir Olöf og klapp- ar á kollinn á Guömundi syni sinum. Hann er bæöi á eftir hundum, sem hér eru, og I krakkastóðinu. Hildur segist hafa heyrt aö mikil eftirspurn sé eftir að kom- ast 1 Sóknarbústaðina, en hún sjálf hafi komist fljótt inn vegna þess hve hún er búin að vinna lengi. Eiginmaður Ólafar er bólstr- arfen sú starfsstétt á ekkert hús i orlofsbyggöinni. Þeir eru ekki svo margir, segir hún. Ég hef hins vegar stundum verið i prentarabústað i Miðdalslandi i Laugardal hjá mági minum, og það er dýrlegasti staöur á jarö- riki. —GFr. Hildur Sigurbjörnsdóttir stendur I gættinni á Sóknarbústaðnum og við hliðina dóttir hennar, ólöf Stefáns dóttir, með Hiidi Oskarsdótt ir,systurdóttur sina, I fanginu, en fýrir framan standa synir ölafar, þeir Sigurður og Guðmundur Gislasynir. (Ljósm.:GFr.).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.