Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 17.07.1977, Qupperneq 15
Sunnudagur 17. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 2. HLUTI Endurminningar varðstjórans i Kreml Ahlaupið á Vetrarhöllinaý niðri i kjöllurunum biðu margar freistingar. Töb. /leHMH OMHLUAET 3eM/lK) OT HeHHCTH. A þessu sögulega plakati stendur: „félagi Lenfn söpar öþrifum burt af jörðunni”. Og alköhöllinn var einn af vlgvöllum borgarastrlðsins. Yíni keisarans hellt nidur 1 fyrsta hluta endur- minninga Malkofs varö- stjóra sagði frá þvL hvern- ig hann uppgötvaði í Smolní í Pétursborg hina undarlegustu nágranna byltingarstjórnar Leníns. Hér segir frá viðureign hans við vínkjallarana í borginni* Hvað sem öðru liöur hafði feiknumafvini veriðsafnað saman i Pétursborg. Um alla borg voru stórir og smáir vinkjallarar og birgðageymslur — ekki sist undir sjálfri Vetrarhöllinni. Frá þvi i byrjun nóvember fór alda áfengisáhlaupa um alla borg. Hún stækkaði og dýpkaöi og var orðin Iskyggileg. Stundum hófust þessi áhlaup af sjálfu sér, en oftar en ekki var að baki þeim lævis leiðsögn harðra andbyltingar- manna, sem vildu með öllum ráð- um valda ráðstjórninni skáöa. Venjulega voru það rónar og búöarlokursem hófu áhlaupin. Oft slógust i lið meö þeim hermenn og fáráðir verkamenn úr hópi þeirra, sem voru nýfluttir ofan úr sveit. Lið þetta braut upp einhvern vlnkjallara, drakk sig útúr og helltu gest og gangandi fullan berandi út vin og vodka i skjólum. Þessu fylgdu slagsmál, rán og morð, stundum eldsvoöar. t hvert skipti þurfti ærið átak til að ná tökum á þessum fulla skril, sem hafði alveg glatað sinni manns- mynd. Verkalýður Pétursborgar og hin unga sovétstjórn þurfti að ERLENDAR bækur Writers at Work. The Paris Review Interviews. Edited by George Plimpton. Fourth Series. Secker & Warburg 1976. Samtöl við höfunda geta bæði veriö hundleiðinleg og mjög skemmtileg, fer eftir þeim sem við þá talar og eitthvað eftir höf- undunum sjálfum. Þessi ritröð er af skemmtilegra taginu, hér er rætt við 16 rithöfunda og skáld, sem allir eru vel þekktir, sumir skrimta enaaðrir dauðir. Viðtölin eru skemmtileg og fróöleg um þá og viðtalendur, margt tint til og mikið af efninu spjall um efni, sem skipta ef til vill of litlu, en fylla þó þá mynd, sem lesandinn hefur áður af viðkomandi höf- undi. Meöal þeirra sem talað er við eru: Isak Dinesen, Robert Graves, Nabokov, John Stein- beck. W.H.Auden, George Seferis, Anthony Burgess, Anne Sexton og John Updike. Samtölin áttu sér stað á mismunandi tim- um og eru um tuttugu ár frá þvi þau elstu voru tekin, styttra I önn- ur. Talsverð áhersla er lögð á vinnuvenjur höfundanna, sumir spyrlarnir margspyrja þá um hvenær sólarhringsins þeir hefji vinnu og hve lengi þeir vinni og hvaöa tækni þeir noti, sömuleiðis er spurt um skoöanir þeirra á nú- tima bókmenntum og margvis- legum fyrirbrigðum eins og tiök- ast i samtölum. Samtölin eru mismunandi uppbyggð, stundum hefðbundin viðtöl og stundum viss atriði sem höfundurinn svarar svo i lengra máli. Bókin er vel þess virði að vera lesin. bregðast hart við til að binda enda á þetta drykkjuæði. I reynd var þetta verkefni falið hermála- og byltingarnefndinni. Einna fyrst var ráðist á vinkjailarann undir 'Vetrarhöll- inni. Þar var búið aö stela miklu, en hann var stærri en svo að hann yrði tæmdur og fylliraftar sóttu þangað i striðum straumum. Við vissúm fyrst ekkert um þessar miklu birgðir undir Vetrarhöllinni. Hver hefði getað Imyndaö sér, að rússnesku keis- ararnir hefðu dregið saman undir hibýlum sinum vinbirgðir, sem enst gætu i margar aldir, ef ekki árþúsundir? Það voru gamlir þjónar hallar- innar sem leystu frá skjöðunni, en þeir töluöu ekki við byltingar- nefndina, heldur við nokkra þeirra hermanna sem gættu hall- arinnar eftir 25. október. Þegar hermennirnir komust að þvi, að miklar vinbirgöir væru undir höllinni leituðu þeir uppi innganginn, sem hafði verið múrað upp I, brutu niður múr- steinshleðsluna, komust að þykkri hurð með járngrind fyrir, brutu upp lásana meö byssuskeft- um sínum og komust inn. Þar voru fyrir þúsundir af flöskum og tunnum með úrvalsvinum. Sumar flöskur höfðu legið þar i huridruð ára og voru mosavaxnar orðnar, engu likara en þær hafi verið látnar þar niður á dögum Péturs mikla. Hermenn slógu nú upp mikilli veislu. Innan skamms var svotil allt varðlið Vetrarhallarinnar orðið blindfullt. Orðrómur um kjallarann mikla skreið um alla borg og fólk strymdi að höllírini. Varðliðið gat meö engu móti stöðvaö þennan fólkstraum, og þá enn siður vegna þess að varð- mennirnir voru velflestir svo full- ir að þeir stóðu varla. 14. nóvember samþykkti bylt- ingar- og hernefndin að skipta um varðlið I Vetrarhöllinni, senda þangað hóp af traustum sjóliðum og múra aftur fyrir vinkjallar- ann. Svo líða fjórir dagar eða fimm. Einhverju sinni sit ég i bæki- stöðvum byltingarnefndarinnar og ræöi viö Avanesof. Þá ber þar aö Blagonravof, sem skipaður hafði verið varöstjóri Vetrarhall- arinnar. Þaö var eins og hann hefði týnt andlitinu. — Hvað er nú á seyði i höllinni? spurði Avanesof. — Sama sagan. Það er aftur búið að sprengja upp hurðina og þeir drekka aftur eins og svin. Viðurkenna hvorki guð né djöful- inn og mig allra sist. Hugsiö ykk- ur bara, sagði Blagonravof, á rúmum hálfum mánuði hefi ég orðið að skipta algjörlega um varðlið þrisvar — og allt er gagnslaust. Það er engu likara að það verði að setja verði til aö gæta varðliðsins. Um leið og þeir finna vinþef gripur þá eitthvað djöfuls æði. Og núna... — Fyrirgefðu, greip Avanesof fram i, hvað er aö gerast „núna”? Hver braut upp dyrnar? Hver er á fyllirii? Sjóliðarnir? — Hvaða sjóliðar? Það er ekki búi að senda mér neina sjóliða, þaö er bara loforð. Til þessa hefi ég bara fengið rauða varðliða. — Eru það þá rauðu varðlið- arnir sem hafa lent á þvi? Hvað ertu eiginlega að þrasa? — Nei, þeir drekka ekki, en þeir ráða ekki viö fólkið, aðra her- menn. Þeir æpa og öskra og skammast, en enginn hlustar á þá. Þeir reyndu að setja upp byssustingina, en hermennirnir og allskonar skrill treður sér á- fram beint á byssustingina. Þeir brjóta stútana af flöskunum, einn fyllirafturinn datt i glerbrot og skar sig i tætlur, ekki veit ég hvort hann lifir það af. Hvernig á að stöðva þá? A kannski að skjóta á þá? — Skjóta? Það var þá hug- mynd. — Avanesof hugsaöi sig um andartak og sneri sér siöan til min: Heyrðu mig, Malkof. Taktu þetta vin og komdu með það hing- að i Smolni. Hér eru heilmiklir kjallarar, nóg pláss og varðliðið áreiðanlegt. Ég hélt nú ekki. — Ég lit ekki við þvl! Ég fer i Lenin, i stjórnina, en þessum andskota hleypi ég ekki inn I Smolnl. Ég á að sjá um að vernda stjórnina, en þið viljið að allskon- ar bandittar og drullusokkar flykkist hingað. Ég tek ekki vinið og þar með basta. — Jamm, þetta er aldeilis uppákoma. — Avanesof tók af sér spangargleraugun, þurrkaði af þeim og setti þau upp aftur. Trommaði með fingrunum á borðið. — En ef við nú tortimdum þessu andskotans vini öllu eins og það leggur sig? Ætli þaö verði ekki best. Við skulum spyrja Len- in og aðra félaga og ákveða svo... Innan skamms voru sjóliðar komnir i Vetrarhöllina og létu hendur standa fram úr ermum. Asamt með rauðu varðliðunum ráku þeir fylliraftana og annan ruslaralýð út úr Vetrarhöllinni með kjaftshöggum spörkum eða þá með byssuskeftum. Búið var að hreinsa út úr kjallaranum þeg- ar skipun barst um að farga vin- birgðunum undir Vetrarhöllinni. Sjóliðarnir tóku nú til viö að kasta flöskum i gólfið og lemja botninn úr tununum. Þeir brjóta og berja og mölva. Vinið streymdi eins og fljót um gólfið, fyrst náði það mönnum I ökla, þá i hné. Vingufurnar stigu mönnum svo til höfuðs að sumum lá við æði. En að höllinni þyrpist alls- konar lýður, drykkjumenn, smá- borgarar, ýmsir þeir sem vilja gjarna krækja sér I eitthvað ó- keypis. Þeir höfðu heyrt, að verið væri að tortima vinbirgðunum og hugsuðu gott til glóðarinnar. Þá var kallað á slökkviliöið. Það setti dælur sinar I gang og dældu kjallarana fulla af vatni og siðan öllu beint út I Nevufljót. Dökkir straumar flæddu út úr Vetrarhöllinni — vin, vatn og drulla, allt i blöndu. Og alltaf þéttist mannþyrping- in. Verkamenn bar þar að og tóku þeir vel undir — væri mál til kom- ið að losna við þessa pest. Búðar- lokur og allskonar hyski (munkar lika) voru á öðru máli. Þeir mót- mæltu hástöfum. Þeir harð- svlruöustu lögðust á fjóra fætur og löptu þessa ókræsilegu blöndu. Aðrir hlupu til með fötur og flösk- ur. Hélt þessu fram I einn eða tvo daga þar til þurrausnir voru vln- kjallarar Vetrarhallarinnar. Framhald

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.