Þjóðviljinn - 29.07.1977, Síða 15
Föstudagur 29. júll 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Tvenn bronsverðlaun
á heimsleikum
fatlaðra
Islensku þátttakendurnir fimm,
sem um þessar mundir keppa á
heimsleikum fatlaðra i Stoke
Mandeville leikunum, hafa unnið
tvö bronsverðlaun. Er þetta i
fyrsta sinn sem islenskri þátttak-
endur eru i þessu móti, og árang-
urinn þvi i senn óvæntur og glæsi-
legur.
Það var Hörður Barðdal sem
sótti fyrsta verðlaunapeninginn
fyrir Island. Varð hann þriðji i 100
m skriðsundi, eða með frjálsri aö-
ferð. Arnór Pétursson varð siðan
þriðji i lyftingum i fjaðurvigt,
sem er hans þyndgarflokkur.
Mótinu i Stoke Mandeville likur
um næstu helgi.
Golf á
Nesvellinum
Ambassador-Malboro Golfmót-
iö fer fram hjá Golfklúbbi Ness
30. júli n.k. Mótið er nú haldið i
áttunda sinn. Hæst verður út i
keppnina kl. 9.30 og 1.30.
Keppnin er fyrir félaga Go'lf-
klúbbs Ness, en golfleikurum frá
öðrum klúbbum, sem hafa 13 i
forgjöf eða minna^er boðin þátt-
taka. Veitt verða þrenn verðlaun
bæði með og án forgjafar.
ÍBV - ÍBK frestað
tveir leikir í bikarkeppninni í kvöld
I gærkvöld átti að fara fram kvöld klukkan 20.00.
leikur IBV-IBK i 8-liða úrslit-
unum, en honum varð að fresta Þá leika á Laugardalsvelh lið
þar sem ekki var flugveður. KR °8 Fram i 8-liða úrslitunum
Verður reynt aö koma leiknum á i klukkan 20.00.
Ekki Jón...
heldur Þorvaldur
Okkur varð á i messunni i öllum
flýtinum þegar viö sögðum i gær-
kveld frá bikarleik FH og IA.
Myndin,sem frá leiknum birtist,
var af hinum ágæta markveri
FH, Þorvaldi Þórðarsyni, en ekki
Jóni Þorbjörnssyni markverði
IA. Sá siðarnefndi á að visu allt
gott skilið.. en ekki þó að Þjv.
eigni honum þau glæsilegu tilþrif
sem Þorvaldur sýndi á umræddri
mynd. —gsp.
Heimsmeistarinn
stekkur upp á
gamla mátann
— f;g var alls ekkert hissa á
þessu afreki Jashenko, sem stökk
2,33 m i Kichmond — sagði Igor
Kaskarof, einn þekktasti sérfræð-
ingur i þessari iþróttagrein og
bronsverðlaunahafi I ÓL-56. — Ég
hef fylgst með þessum strák i
u.þ.b. eitt ár og i hverri keppni sé
ég framfarir i stökktækni hans.
3. júli s.l., á móti bandariskra
og sovéskra „júnióra”, sem fram
fór i bandariska bænum Rich-
mond, bætti Vladimir Jashenko
einum sm. við heimsmet banda-
rikjamannsins Dwight Stones.
Um leið bætti Jashenko þremur
sm viö Evrópumetið og hafði þar
með Evrópumeistaratitilinn af
eldri félaga sinum Alexander
Grigorjef. »
Grigorjef og Stones stökkva
báðir með þeirri nýtiskulegu
aðferö sem nefnd er „flop” — þ.e.
afturábak. Jashenko stekkur
hinsvegar uppá gamla móöinn.
Þetta er engin tilviljun: þjálfari
hans nú er prófessor Vladimir
Djatskof, mikill sérfræðingur i
hástökki. Nemendur hans, allt frá
Brummel til stjarna nútimans,
Sergei Senjúkof og Jashneko,
stökkva allir uppá gamla móöinn
og taka karlmannlega á móti
ásökunum um aö þeir séu gamal-
dags.
Vladimir Jashenko varð 18 ára
12. janúar s.l. (Ég minni á aö
Valeri Brummel var 19 ára þegar
hann setti fyrsta metið).
Jashenko vakti athygli sér-
fræðinga i fyrrasumar. Meðan
Ólympiuleikarnir stóðu sem hæst
i Montreal var hann á sovésku
skólamóti i Lvov, Úkrainu, og
stökk 2,21, en með þvi bætti hann
einum sm við unglingametið sem
Brummel átti og staðið hafði
óhaggað i 16 ár.
Vladimir Jashenko stundar
nám utanskóla við tþrótta-
háskólann i Kiev, en býr sjálfur i
annarri úkrainskri borg,
Zaprosje. Hann er sonur málm-
iðjuverkamannsins Ilja Jashenko.
Fyrir 6 árum kom Vasili Telegin,
þjálfari iþróttaskólans i Zaprosje,
i leikfimitima i grunnskólanum
og sá þar Valdimir. Hann hreifst
af stráknum og siðan hafa þeir
verið óaöskiljanlegir. Nú hefur
þriðji maðurinn bæst i hópinn
einsog áður var getið: landsiiös-
þjálfarinn Djatskof.
Yfirstandandi leikár hófst
ágætlega fyrir Jashenko. A
vetrarmóti frjálsiþróttamanna
Sovétrikjanna og Þýska Alþýðu-
lýðveldisins i júnior-flokki varð
hann i fyrsta sæti og setti
persónulegt met (2,26). Siðan
varð hann ásamt Sergei Senjúkof
i fyrsta til öðru sæti á móti i
Moskvu, báðir stukku 2,21.
Jashenko er hár og vel vaxinn,
192 sm á hæð og vegur 82 kg.
Djatskof og Telegin eru sammála
um að enn séu margir möguleikar
Ingi Björn skorar fyrra mark sitt I gærkvöld . Sannarlega réttur maður á réttum staA I knattsuvrnunnl
Mynd: G. Jóh.
/
8-liða úrslit bikarkeppni KSI í gærkvöldi:
Tvö mörk Inga Bjöms
færöu Val sfgur gegn
Víkfngí á síðustu mín.
— eldfjörugar lokamínútur í rigningarsuddanum á
Laugardalsvelli komu blóði áhorfendahressilega af stað
Enn einu sinni var það
Ingi Björn Albertsson sem
tryggði Valsmönnum dýr-
mæt mörk og tíýrmætan
sigur þegar hann skorðari
tvö mörk fyrir Val í 8-tiða
bikarúrslita leik gegn
Vikingi. öll mörk leiksins,
þrjú talsins, voru skoruð á
síðasta stundarf jórðungi
leiksins og sigurmarkið,
annað mark Vals skoraði
Ingi Björn er aðeins örfáar
sekúndur voru til leikslcka
sa m kvæmt va I la r-
klukkunni. Stemningiu og
baráttan hafði þá náð há-
marki og allt ætlaði að
ærast á áhorfendapöii-
unum er Ingi Björn
skoraði.
En þetta voru svo sannarlega
sorgleg úrslit fyrir Viking.
Raunar veröur ekki sagt að sigur
ónotaðir og stökktækni Jashenkos
sé enn ekki orðin fullkomin.
Framtiðin brosir greinilega við
stráknum. A ÓL-80 i Moskvu
verður hann 21 árs. Hingaö til
hafa aðeins tveir sovéskir
hástökkvarar orðið Ólympiu-
meistarar: Valeri Brummei 1964
og Júri Tarmak 1972.
Vlandimir Jashenko er ný
ólympiuvon sovéskra frjáls-
iþrótta.
Alexei Srebnitski (APN)
Vals hafi verð ósanngjarn, en
glæsilegt jöfnunarmark, 1-1,
Gunnars Arnar aðeins tveimur
minútum fyrir leikslok, náði ekki
lengur tilgangi sinum er Ingi
Björn innsiglaði Valssigurinn.
Fyrsta mark leiksins kom hins
vegar á 33. minútu siðatf hálf-
leiks. Valur hafði þá sótt látlaust
undanfarnar minútur og öllum
var ljóst að neyðarvörn Vikings
myndi vart standast álagið út
leikinn. Ingi Björn var i eldlin-
unni, en misnotaði færin sin þar
til hann skoraði dýrmætt mark á
33. minsitu. Laglegur stungubolti
kom inn i vitateiginn og engum
vandkvæðum var bundið fyrir
hinn markheppna miðherja að
framlengja boltann i netmöskva
Vikingsmarksins.
Eftir þetta mark afskrifuðu
menn Viking i bikarkeppninni.
Liðið hafði ekki sýnt neina burði
til þess að geta jafnað metin, og
stórglæsilegt mark Gunnars
Arnar tveimur minútum fyrir
ieikslok kom þvi glettöega á
óvart. Hann fékk langa sendingu
inn i vitateiginn frá Eiriki Þor-
steinssyni og knötturinn var af-
greiddur meö þrumuskoti upp i
markhornið fjær. Sigurður Dags-
son hafði hönd á boltanum, en
hann átti þó engan möguleika á
að halda þessu fasta skoti og
staðan var jöfn 1-1.
„Framlenging”, hugsuðu
flestir og óku sér af ánægju yfir
þvi að fá þarna hálftima til við-
bótar fyrir áframhaldandi
fjöruga knattspyrnu. En sú von
varö aö engu er Ingi Björn
skoraði sigurmark Vals eftir
sendingu fra Heröi Hilmarssyni
inn i vitateiginn. Valsaödáendur
fögnuðu innilega á meðan
Vikingar i áhorfendastúkunni
sögðu ljótt, en ekki leyndi það sér
á fagnaðarlátunum að þarna var
barist i bikarkeppni en ekki Is-
landsmóti. Þanra gildir fögmálið
aö duga eða drepast.
Og fleiri urðu mörkin ekki. 2-1
sigur Vals var fyllilega sanngjarn
eftir að Valur haföi tekið völdin i
sinar hendur er á leið. Vikingur
átti hins vegar öllu meira i fyrri
hálfleik og á 5. min. þess siðari
átti Gunnar Orn hörkuskot i
stöng.
En upp úr þvi fór að siga á
ógæfuhliðina. Hinir þrautþjálfuöu
leikmenn Vals reyndust hafa
meira úthald á rennblautum og
þungum Laugardalsvellinum og
hver stórsóknin rak aðra undir
lokin. Allt strandaöi hins vegar á
Diðriki ólafssyni markverði sem
átti stjörnugóðan leik, þótt ekki
réði hann við tækifæri Inga
Björns á siðustu minutunum.
Tvö efstu liðin i fyrstu deild,
sem þarna mættust, náöu aldrei
að sýna góða knattspyrnu i rign-
ingunni, nema hvað Valur lék
loks af skynsemi undir lokin.
Þessi lið eiga eftir að mætast einu
sinni til viðbótar i sumar i sðinni
umferð Islandsmótsins, en i fyrri
umferðinni sigraði Valur.
Dómari i gær var Guðmundur
Haraldsson og stóö hann sig meö
prýði.
—gsp